Dagur - 21.06.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 21.06.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. júní 1990 - DAGUR - 7 Bílavarahlutir eru greinilega í miklu úrvali í Reykjavík, a.m.k. sækja flest sveitarfélög á Norðurlandi mikið af varahlutum til höfuðborgarinnar. í Reykjavík kaupa Dalvíking- ar 10,95% af fatnaði, 12,86% af bókum og ritföngum, 21,82% af húsgögnum, 47,86% af bílavara- hlutum og 16,67% af gólfdúka- og teppalögn. Húsavík. Húsvíkingar eru sjálfum sér nógir um flest. Þó kaupa þeir 15,88% af fatnaði á Akureyri og 13,53% í Reykja- vík. Þeir kaupa 13,33% af bókum, tímaritum og ritföngum í Reykjavík, 20% af húsgögnum á Akureyri og 10,83% í Reykja- vík. Einnig 15% af hljómflutn- ingstækjum á Akureyri og 17,86% af bílavarahlutum í Reykjavík. Raufarhafnarbúar koma víða við Næst er það Ólafsfjörður. íbúar þar halla sér töluvert að Akureyri í flestum vöruflokkum og eins sækja þeir ákveðnar vörur suður. Þeir versla lítið á Dalvík en nokkuð í Hafnarfirði, t.d. kaupa þeir 8,33% af trésmíðavinnu þaðan og þeir kaupa 4% af blóm- um í Hveragerði. Ólafsfirðingar kaupa 16,19% af hreinlætisvörum á Akureyri, 9,52% af hársnyrtingu kvenna, 26,19% af fatnaði, 25,24% af skófatnaði, 15,50% af bókum, 26,15% af íþróttavörum, 55,45% af húsgögnum, 26,15% af hljómplötum, 31,25% af hljóm- flutningstækjum, 17,22% af bíla- viðgerðum, 24,21% af bílavara- hlutum og 24,50% af hjólbörðum og hjólbarðaviðgerðum. Helstu vöruflokkar sem Ólafs- firðingar sækja til Reykjavíkur eru: Fatnaður 20,48%, skófatn- aður 14,76%, bækur o.þ.h. 24%, húsgögn 23,64%, heimilistæki 15,63% og bílavarahlutir 38,42%. Loks Raufarhöfn. Þar ntá finna býsna skemmtilegar tölur. íbúar þar kaupa 25,63% af snyrtivörum á Akureyri og 20,63% í Reykjavík. Þeir kaupa 12,31% af hársnyrtingu karla á Akureyri, 60,77% í Reykjavík og 11,54% í Keflavík! Þeir kaupa 31,18% af skófatnaði á Akureyri og 33,53% í Reykjavík, 35,38% af íþróttavörum á Akureyri og 27,69% í Reykjavík, 48,46% af blómum á Akureyri, 66,67% af húsgögnum á Akureyri og 33,33% í Reykjavík, 43,33% af hljómplötum í Reykjavík og 11,11% í Vestmannaeyjum! Þá kaupa þeir 22,50% af hljómflutn- ingstækjum á Akureyri, 50% á Húsavík og 25% í Reykavík, 27,14% af heimilistækjum á Akureyri og 57,14% í Reykja- vík, 37,78% af verkfærum á Akureyri, 23,75% af bygginga- vörum í Reykjavík, 24% af bíla- viðgerðum á Akureyri og 34% á Húsavík, 13,75% af hjólbörðum og hjólbarðaviðgerðum á Húsa- vík, 24% af raftæjaviðgerðum á Akureyri, 12% á Húsavík og 20% í Reykjavík. Hér með ljúkum við þessu yfir- liti en forsvarsmenn sveitarfélaga á Norðurlandi geta ef til vill dreg- ið einhverjar ályktanir af þessum niðurstöðum, t.d. í sambandi við ný tækifæri í verslunarrekstri á viðkomandi stöðum. SS Atvinna Viijum ráða sem fyrst til framtíðarstarfa: ★ Vélvirkja. ★ Smyrjara. ★ Verkamenn. Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri á staðnum. K. Jónsson & Co. hf. Niðursuðuverksmiðja. AKUREYRARB/ÍR Bókavörður Laust er til umsóknar starf bókavarðar á Amtsbókasafninu. Um er að ræða daglega umsjón og afgreiðslu á lestrarsal. (50%) Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun. Starfið veitist frá 1. ágúst nk. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir amtsbókavörður í síma 24141 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 6. júlí. Amtsbókavörður. Skjólbrekka Mývatnssveit LAUGARDAGINN 23. JÚNl KL. 23-03 Tjarnarborg Ólafsfirði SUNNUDAGINN 24. JÚNÍ KL. 17-19 Allir gestir fá áritaða mynd af Siggu og Grétari Miðaverð kr. 600 Stjórnin/Sjallinn Fjölskyldutónleikar í Sjallanum Akureyri - Stjórnin kynnir og áritar plötu sína „Eitt lag enn“ KEPPNI UM PARIÐ „GRÉTAR OG SIGGA f EUROVISION" Plötuverðlaun fyrir besta framkomu og dans • Plötuverðlaun fyrir bestu búningana Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal frá Stjórninni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.