Dagur - 21.06.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur________ Akureyri, fímmtudagur 21. júní 1990 116. tölublað
það
hressir
halíið
W
Vegagerð ríkisins:
Samið við Jarð-
verk um Öxnadal
Vegagerð ríkisins á Akureyri
hefur gert samning við Jarð-
verk sf. um vegaframkvæmdir
í Öxnadal. Einnig hefur verið
gerður samningur við Stefán
Þengilsson um Svalbarðseyrar-
veg*
I Öxnadal er um að ræða fyll-
ingu og burðarlag á 8,8 kílómetra
vegarkafla Norðurlandsvegar, frá
Bægisá að Þverá í Öxnadal. Til-
boð í verkið voru opnuð mánu-
daginn 21. maí, og þá kom í ljós
að Jarðverk sf. var lægst með kr.
44.435.300, en það eru 70% af
kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætl-
un verkkaupa var 63,6 milljónir.
Samningsupphæðin vegna
framkvæmdanna á Svalbarðseyr-
arvergi nemur kr. 8,185.800., en
Stefán Þengilsson mun byggja
upp veginn niður á eyrina án þess
að bundið slitlag verði lagt á
veginn. EHB
> ^ * -* ,í ' * ,
f* * f • f,
Þessar dugmiklu stúlkur eru í Vinnuskólanum á Sauðárkróki og voru að sinna sínu starfi í sólskininu einn skagfirsk-
an sumardag þegar Dagur átti leið hjá og festi þær á filmu. Mynd: sbg
55
Blikur á lofti í byggingariðnaði:
mjög svartsýnn í dag
- segir Sigurður Jónsson hjá Meistarafélagi byggingamanna á Akureyri
Ég er
44
Byggingaverktakar geta ekki
hafíö framkvæmdir af krafti
fyrr en í haust og múrarar eru
bundnir viö innivinnu í sumar.
Undirverktakar sjá fram á
verkefnaskort með haustinu.
Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Meistarafélags
byggingamanna á Akureyri,
dregur upp dökka mynd af
stöðu byggingariðnaðar á
Akureyri í dag og hann er
óánægður með að bæjaryfir-
völd skuli ekki sýna nein
viðbrögð.
„Við skrifuðum bæjarstjórn
bréf á síðasta ári þar sem við
bentum á þessi mál en við höfum
engin svör fengið. Þar vorum við
m.a. að hvetja bæjaryfirvöld til
að fara af stað með þjónustu-
kjarna við hús aldraðra þannig að
verkið yrði boðið út á eðlilegum
tíma og verklegar framkvæmdir
gætu hafist í maí,“ sagði Sigurð-
ur.
Hann sagði að ekkert hefði
gerst í þessu máli og framkvæmd-
ir gætu því ekki hafist fyrr en í
haust, ef af þeim verður í ár.
Hann sagði jafnframt að það væri
slæmt að Akureyrarbær skyldi
ekki hafa farið af stað með fram-
kvæmdir í krafti lánsfjármagns til
að bæta verkefnastöðu verktaka.
Stærstu verkefni verktaka
munu klárast síðsumars, segir
Sigurður, og verða múrarar t.d.
bundnir við innivinnu yfir venju-
legan háannatíma útivinnunnar í
allt að 60 fbúðum. Hann kvaðst
mjög óhress með það hvernig
hringur byggingaframkvæmda
hefði snúist við, innivinna vetrar-
ins er komin yfir á sumartímann.
Aðalverktakar hefjast handa við
byggingu 40 íbúða í félagslega
kerfinu í sumar en í framhaldi af
því bjóst Sigurður við slæmri
stöðu hjá undirverktökum í
haust.
í Giljahverfi eru verktakar að
byrja að grafa fyrir nýjum húsum
og við Vestursíðu er einnig verið
að vinna í grunni fjölbýlishúss.
Þar eru tilbúnar lóðir en bygg-
ingaverktakar hafa ekki bolmagn
til að fara af stað nema eftirspurn
eftir íbúðarhúsnæði aukist. Af
öðrum framkvæmdum má nefna
húsnæði Bifreiðaskoðunar ís-
lands og viðbyggingu við Hag-
kaup.
„Við höfðum spáð því að það
yrði erfitt fyrir skólafólk að fá
ísland einkennist af mörgum mörkuðum:
Vegalengd frá Reykjavík
skýrir ekki mishátt verðlag
í gær var haldinn blaðamanna-
fundur í húsnæði Háskólans á
Akureyri þar seni Ivar Jónsson
hjá Félags- og hagvísindastofn-
un íslands kynnti skýrsluna
Svæðisbundnir markaðir á Is-
landi. ívar átti frumkvæði að
því í tengslum við doktorsrit-
gerð sem hann vinnur að, að
svæðisbundnir markaðir á Is-
landi yrðu rannsakaðir en sam-
bærileg rannsókn hefur ekki
áður verið gerð hérlendis.
ívar lýsti helstu niðurstöðum
rannsóknarinnar og fram kom að
ísland einkennist af mörgum afar
einangruðum mörkuðum fremur
en að vera einn markaður. Heim-
ili á landsbyggðinni versla lítið í
Reykjavík. Innkaup á fatnaði og
skófatnaði eru hlutfallslega mun
minni innan sveitarfélags í
samanburði við aðra flokka vöru
og þjónustu.
Þá bendir athugun til þess að
fákeppni og einokun sé mjög
algeng í sveitarfélögum. Athug-
un á tölfræðilegu sambandi sam-
keppnisstigs og verðlags í sveitar-
félögum bendir til þess að aukin
fákeppni skýri aðeins að Iitlu
leyti hækkandi verðlag. Vega-
lengd frá Reykjavík skýrir einnig
aðeins að óverulegu leyti mishátt
verðlag. ívar sagði að þennan
þátt yrði að rannsaka nánar en
hann varpaði fram tilgátum:
„Annars vegar gæti skýringin
falist í því að fákcppni sé svo
almenn að ekki gæti munar þegar
skýra á verðmyndun. Hins vegar
gæti skýringin verið sú að heild-
salar þrýsta á um svipað verð yfir
landið á vörum sínum, enda er
slíkt talið hafa aukist á síðustu
árum,“ sagði ívar.
Skýrslan er mjög viðamikil og
skiptist í fjóra meginhluta. Við
höfum áður greint stuttlega frá
verslun innan og utan sveitarfé-
laga á Norðurlandi en í blaðinu í
dag má finna allrækilega úttekt á
því hvaða vörur íbúar á Norður-
landi kaupa helst utan sveitarfé-
lagsins og þá í hvaða sveitarfé-
lagi. Öðrum niðurstöðum verður
nánar lýst síðar. SS
vinnu og það hefur sannast að
verktakar geta ekki tekið við
skólafólki vegna slæmrar verk-
efnastöðu. Ég er mjög svartsýnn
í dag,“ sagði Sigurður að lokum.
SS
Protabú Vinkils:
Skiptamál í frysti
vegna áfrýjunar
til Hæstaréttar
Skiptafundur var í gær haldinn
í þrotabúi Vinkils á Akureyri
en skiptum í búinu var frestað
um óákveðinn tíma þar sem
gjaldþrotaúrskurði Vinkils
hefur verið áfrýjað til Hæsta-
réttar. Segja má að á meöan
það mál er fyrir Hæstarétti séu
skipti í þrotabúinu, t.d. sala
eigna, fryst.
Arnar Sigfússon, hjá embætti
skiptaráðanda á Ákureyri, sagði í
samtali við blaðið eftir skipta-
fundinn í gær að áfrýjunarmálið
fyrir Hæstarétti þurfi að bíða fram
á haust og á meðan ekki sé komin
niðurstaða í því máli gerist í raun
ekkert í skiptamálinu. Gjald-
þrotaúrskurðinum var vísað til
Hæstaréttar af Árna Þorsteins-
syni.
Arnar segir að nokkrar um-
dcildar kröfur í búið hafi verið
afgreiddar en málinu að öðru
leyti frestað. Þó var síðdegis í
gær haldið uppboð á lausafjár-
niunilm þrotabúsins þar sem veð-
hafar í þeim eignum geta krafist
þeirrar sölu og knúið hana fram
þó að gjaldþrotamálið sé fyrir
Hæstarétti. Uppboðið fór því
fram og voru þar m.a. boðnar
upp trésmíðavélar. JÓH
Kjaradeila sjómanna og viðsemjenda:
Samningamálin í
salt fram á haust
„Nei, það gerðist ekkert á
þessum fundi og því var samn-
ingaviðræðum frestað. A þess-
ari stundu bendir margt til þess
að samningar frcstist fram til
hausts en málið er hjá sátta-
semjara,“ sagði Hólmgeir
Jónsson, framkvæmdastjóri
Sjómannasambands íslands
um samningaviðræður sjó-
manna og útgerðarmanna en
samninganefndir aðila voru
boðaðar á fund hjá sáttasemj-
ara í fyrradag.
Hólmgeir segir að á fundinum
hafi ekkert nýtt komið fram.
Útgerðarmenn hafi ekki breytt
sinni afstöðu og sjómenn hafi því
ekki séð ástæðu til annars en
frcsta viðræðum.
„Hnífurinn stendur því enn í
kunni. Okkar aðalmál er kostn-
aðarhlutdeildin svokallaða þar
sem við höfðum óskað eftir
ákveðnum leiðréttingum sem við
tel um réttmætar. Útgerðarmenn
eru hins vegar ekki tilbúnir til að
hreyfa sig nægjanlega þar til að
við getum sætt okkur við það,“
segir Hólmgeir.
Margt bendir til þess að þetta
mál verði lagt í salt að sinni.
Hólmgeir segir að eins og staðan
sé nú hafi engan tilgang að boða
til sáttafunda. Ekki sé um neitt
að tala. JÓH
Svalbarðsstrandarhreppur:
Margir \ilja í sveitarstjórann
Hrafn Jónasson, Meðalheimi,
var kjörinn oddviti Svalbarðs-
strandarhrepps á fyrsta fundi
nýrrar hreppsnefndar nýverið.
Á þessum fundi var einnig kos-
ið í nefndir á vegum hreppsins,
og ákveðið var að fela Bjarna
Hólmgrímssyni fráfarandi
oddvita að gegna störfum sveitar-
stjóra þar til gengið verður frá
ráðningu nýs sveitarstjóra.
Umsóknarfrestur um starf
sveitarstjóra Svalb’arðsstrandar-
hrepps rann út 20. júní sl., og þá
höfðu borist 12 umsóknir, en
búist var við að jafnvel væru fleiri
á leiðinni í pósti.
Sveitarstjórnin mun væntan-
lega ganga frá ráðningunni fljót-
lega. GG