Dagur - 13.07.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 13.07.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 13. júlí 1990 1 fréttir Bjartsýni gætir í byggingariðn- aðinum á Dalvík Framkvæmdir eru hafnar við stækkun á Dalvíkurskóla, en Tréverk hf. á Dalvík fékk verkið eftir útboð, en tilboðið hljóðaði upp á 35 milljónir króna. í sumar er ráðgert að gera viðbygginguna fokhelda og ganga frá lóðinni fyrir skólatíma í haust svo þar verði engar slysagildrur. Pessari viðbyggingu á að skila tilbúinni fyrir 1. ágúst 1991 svo hún nýtist til skólahalds skólaárið 1991-1992. Tréverk er að byggja tengihús fyrir Vatnsveitu Dalvík- ur fyrir ofan bæinn til frekari og öruggari miðlunar á köldu vatni. Framkvæmdir eru hafnar við byggingu safnaðarheimilis við Dalvíkurkirkju, en Daltré hf. átti lægsta tilboð í verkið, 5,8 millj- ónir króna. Búið er að steypa plötu, en húsinu á að skila upp- steyptu, gluggar glerjaðir og þak frágengið. Hið nýja safnaðar- heimili er tengt kirkjunni með tengibyggingu, en hluti þess nýt- ist undir nýtt orgel í kirkjuna sem væntanlega kemur í haust. Auglýst hefur verið eftir til- boðum í byggingu 6 íbúða í verkamannabústaðakerfinu, og gera öll byggingafyrirtækin á Dalvík, Tréverk hf.; Daltré hf. og Viðar hf. ráð fyrir því að leggja þar inn tilboð, en frestur til þess rennur út 20. júlí nk. Nokkur rað- og einbýlishús á Dalvík og næsta nágrenni eru á seinni hluta byggingarstigs, og í sumar verður tekinn grunnur fyr- ir a.m.k. tvö hús, þannig að greinilega er nokkuð bjart fram- undan í byggingariðnaðinum á Dalvík. GG OSa - ahyt - vatnstitir Bíómamyw&r eftir Óta G. Jófiannsson Góð gj öf ☆ Gott verð Gattery Háfiótt S. 96-23756 Bygg'ogarframkvæmdum við grunnskólann á Dalvík miðar vel. Mynd: KL Ferðaskrifstofa Húsavíkur: Ævmtýraferðir í Kverkfjöll - skipulagðar hópferðir í hverri viku Ferðaskrifstofa Húsavíkur stcndur fyrir skipulögðum ferðum í Kverkfjöll í hverri viku fram til ágústloka í sumar. Kverkfjallaferðirnar eiga ein- mitt rætur sínar að rekja til Húsavíkur og hafa þær mælst vel fyrir hjá erlendum og inn- lendum ferðamönnum gegnum árin. Tilhögun ferðanna er með sama sniði og í fyrra, farið er á hverjum föstudegi í þriggja daga ævintýraferð. Hjá Ferðaskrifstofu Húsavíkur fengust þær upplýsingar að lagt væri af stað frá Húsavík kl. 12 á föstudögum og komið við í Mývatnssveit til að taka upp far- þega. Þaðan liggur leiðin inn á hálendið og stöðvað á merkum stöðum á borð við Árnadal á leið inn að Kverkfjöllum. Kynja- Búreiknistofa landbúnaðarins hefur áætlað framleiðslukostn- að á heyi sumarið 1990. Er miðað við kostnað undanfarið ár að viðbættum hækkunum. landslagið í Krepputungu sést vel á leiðinni en þar skiptast á gullinn vikur og kolsvartar klappir. Þessi ferð tekur alls 6-7 tíma. í Kverkfjöllum er gist í Sigurðar- skála, sem tekur 70 manns, eða á tjaldstæðum. Á laugardag er gengið upp á jökul og ævintýra- legir staðir skoðaðir. Þar eru þrír stórir hverakatlar skoðaðir og í einum katlinum er gríðarlega stór hellir. Uppi á hábungunni er snætt nesti í skála Jöklarann- sóknafélagsins. Pegar líða tekur á sunnudaginn er haldið til baka og á leiðinni eru rústir Eyvindar og Höllu í Hvannalindum skoðaðar. Ágæt aðsókn ntun vera í þessar ferðir, ekki síst meðal erlendra ferðamanna, en íslendingar eru þó í vaxandi mæli farnir að sækja í skipulagðar ferðir á borð við Framleiðslukostnaðarverð er þannig áætlað kr. 14,70-14,90 á kg af heyi fullþurru í hlöðu (12,85 1989). Verð á teignum er áætlað 10-15% lægra. óþh þessa. Sem dæmi um aðsókn má nefna að eitt sumarið fóru yfir þrjú þúsund manns í Kverkfjalla- ferð og hjá Ferðaskrifstofu Húsa- víkur búast menn við góðri aðsókn í sumar. SS Leiðrétting: Biskup í Hálskirkju á mánudagiiui í frétt blaðsins sl. þriðjudag um vísitasíu biskups var ranghcrmt að biskup yrði í Hálskirkju næst- komandi sunnudag. Hið rétta er að biskup vísiterar Hálskirkju í Fnjóskadal næstkomandi mánu- dag kl. 14. Á sunnudag verður hann hins vegar í Laufási. Þá var í baksíðufrétt um sam- einingu Staðarfells- og Háls- prestakalls í Þingeyjarsýslu, sem birtist síðastliðinn miðvikudag, sagt að prestar hafi fengið kr. 6000 greiddar í aksturspeninga fyrir hvort prestakall. Hér átti hins vegar að standa að prestar hafi fengið greitt fyrir 6000 km akstur árlega. JÓH Búreiknistofa landbúnaðarins: Útreikningur á fram- leiðslukostnaði á heyi Bílasala • Bílaskipti Subaru Turbo station, árg. ’88, ek. 10 þús. Verð 1.350.000. Peugeot 309 XR 1600, árg. ’88, ek. 41 þús. Verð 670.000. MMC Lancer 1500 GLX, árg. ’88, Subaru E-10 4x4, árg. ’86, ek. ek. 35 þús. Verð 760.000. 54 þús. Verð 570.000. Vegna mikillar sölu vantar bíla á staðinn. ttílASAUNN Möldursf. BÍIASAIA við Hvannavelii. Símar 24119 og 24170.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.