Dagur - 13.07.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 13.07.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 13. júlí 1990 Rut Sverrisdóttir keppir í átta greinuni á Heimsleikununt. Mynd: KL Sund: Rut Sverrisdóttir á Heimsleika fatlaðra - í Assen í Hollandi Rut Sverrisdóttir frá Akureyri er nú á leiðinni til Hullands, þar sem hún tekur þátt í Heimsleikum fatlaðra í sundi. Mótið er haldið í borginni Ass- en og hefst það næstkomandi laugardag og lýkur ekki fyrr en miðvikudaginn 25. júlí. Þetta mót er geysilega um- fangsmikið og eru keppendur um 2.500 talsins, þar af 8 frá íslandi. Rut hefur æft sund í fjögur ár og hún hefur sennilega nóg fyrir stafni í Hollandi því hún sagðist' ætla að keppa í átta greinum í mótinu. Eins og gefur að skilja fylgir því heilmikill kostnaður að taka þátt í svona stóru móti en Rut sagði að fjöldi fyrirtækja og fé- lagasamtaka, með Stöð 2 og Visa ísland í broddi fylkingar, hefðu styrkt íslensku keppendurna til fararinnar en þeir þyrftu þó að greiða um 9.000 krónur úr eigin vasa. Eins og áður sagöi, þá hefst mótið á laúgardaginn og stendur yfir í tólf daga. -vs Hörpudeildin: Semni umferð af stað KA-Víkingur og Stjarnan-Þór Fyrri umferð Hörpudeildar- innar í knattspyrnu er nú lokið íþróttir Knattspyrna Föstudagur 1. deild kvenna: KA-KR kl. 20 Laugardagur 1. deild kvenna: Þór-KR kl. 16 Mánudagur 1. deild karla: KA-FH kl. 20 Stjarnan-Þór kl. 20 Golf Laugardagur Akureyri: Opna Mitshubishi mótið. Sunnudagur Akureyri: Opna Mitshubishi mótið. og um helgina hefst sú síðari með leikjum IA og Vals á Akranesi á laugardag og Vík- ings og KR á Víkingsvelli á sunnudag. Á mánudaginn verða svo þrír leikir, KA fær FH í heimsókn, Þórsarar mæta nýliðum Stjörnunnar í Garða- bæ og Fram fær Vestmannaey- inga í heimsókn. Leikur KA og FH hefst á Akureyrarvelli kl. 20 á mánu- dagskvöldið. Staða íslandsmeist- aranna er ekki glæsileg, þeir sitja einir í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrri umferðina með 7 stig. FH-ingar eru um miðja deild með 12 stig. FH sigraði 1:0 í fyrri leik liðanna sem fram fór í Hafn- arfirði og má búast við að KA- menn hyggi á hefndir. Þórsarar töpuðu fyrir Stjörn- unni í vor en mikill stígandi hefur verið í liðinu síðan. Það er þó enn í fallsæti en Stjarnan hefur komið á óvart og er í 7. sæti með 11 stig. Verður fróðlegt að sjá hvað Þórsarar gera í Garðabæn- um á mánudagskvöldið. Meistarmót Ólafsijarðar í golfi: Matthías fór holu í höggi - í fyrsta sinn sem Ólafsfirðingur vinnur það afrek Meistaramót Ólafsfjarðar í golfi fór fram fyrir nokkru. Þátttaka í mótinu var dræm, aðeins 11 keppendur mættu til leiks, en golfvertíðin hefur far- ið illa af stað í firðinum þar sem völlurinn kom seint undan snjó. Leiknar voru 36 holur. Einn keppandi fór holu í höggi á mótinu, Matthías Sigvalda- son á 8. braut, og er það í fyrsta sinn sem Ólafsfirðingur vinnur það afrek. Keppendur léku í þremur flokkum en meistaraflokkur er enginn í Ólafsfirði þar sem eng- inn hefur nægilega lága forgjöf. Sigurvegari í 1. flokki varð Matt- hías Sigvaldason á 156 höggum en annar varð Sigurbjörn Jakobs- son á 173 höggum. í 2. flokki sigraði Gísli Frið- finnsson á 175 höggum, Þröstur Sigvaldason varð annar á 183 höggum og Sævar Reynir Sig- valdason þriðji á 190 höggum. í þriðja flokki sigraði Gísli Helgason á 217 höggum en Trausti Gylfason varð annar á 247 höggum. Eins og fyrr segir fór Matthías Sigvaldason holu í höggi á 8. braut. Sú braut er stutt, aðeins 120 metrar, og notaði Matthías níujárn við draumahöggið. Nú keppast kylfingar við að fara holu í höggi - tryggir aðgang að Smirnoff-klúbbi Heublein Europe Ltd. í Lund- únum, framleiðandi þess þekkta Smirnoff vodka, hefur ákveðið að bjóða öllum íslenskum golfleikurum, sem verða svo lánsamir að slá holu í höggi, að gerast félagar í SMIRNOFF Hole-in-One- klúbbnum. Inngönguskilyrði eru þau að slá hölu í höggi á heilum hring á viðurkenndum íslenskum golf- velli og tilkynna það til Smirnoff- umboðsins á íslandi. Staðfesting þarf að fylgja frá meðleikara og vallarstjóra eða framkvæmda- stjóra viðkomandi golfklúbbs ásamt upplýsingum um kylfu- stærð. I frétt frá Smirnoff-umboðinu segir að frásögn af hverju afreki verði birt á „Hole-in-One“-síðu skoska golfblaðsins Golf World. Auk þess fái viðkomandi kylfing- ur skrautskrifað staðfestingar- skjal frá klúbbnum og persónu- legt klúbbnumer. 1 hverjum mánuði verða öll ný nöfn á „Hole-in-One“-síðunni sett í pott og dregið út nafn eins keppanda sem fær senda heim Sovétmaðurinn sem ætlaði að leika með körfuknattleiksliði Tindastóls á næsta keppnis- tímabili er nú hættur við það og segja sögurnar að hann ætli til Spánar. Að sögn Margeirs Friðriksson- ar, hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls, kom þetta algjörlega tlatt upp á menn. Þegar Lazlo Nemeth landsliðsþj álfari, sem verið hefur milligöngumaður í málinu, var kominn út til Kiev til að láta leikmanninn skrifa undir neitaði hann að undirrita samn- þriggja lítra flösku af Smirnoff- vodka. Sé sigurvegarinn yngri en 20 ára fær hann önnur verðlaun, jafngild. óþh mginn. Nemeth hefur bent á annan Rússa sem nú er að fara í prufu hjá frönsku liði og ef að Frakk- arnir vilja hann ekki getur hann komið til Tindastóls. Margeir sagði sarnt að ekki væri hægt að treysta á það, svo að nú sé verið að hafa samband við hinn tékkneska þjálfara Tindastóls og láta hann athuga hvort hann geti ekki komið með traustan Tékka með sér í ágústbyrjun. „Ef allt annað bregst verður stefnan tekin á Bandaríkjamarkað,“ segir Margeir Friðriksson. SBG Körfuknattleikslið Tindastóls: Rússínn klíkkaði - neitaði að undirrita Golf: Mitshubishi Open um helgina - kylfmgum gefst nú kostur á gistingu að Jaðri Gisting á golfvellinum Reikna má með mikilli þátt- töku í Opna Mitshubishi mót- inu sem fram fer hjá Golf- klúbbi Akureyrar á Jaðarsvelli um næstu helgi, 14. og 15. júlí. Keppt verður í karla-, kvenna- og unglingaflokki og leiknar 36 holur bæði með og án forgjaf- ar. Þetta er síðasta mótið á Jaðars- velli fyrir Landsmót sem hefst 26. júlí og heyrst hefur um mikla þátttöku kylfinga víðsvegar af landinu sem vilja nota tækifærið og leika völlinn fyrir sjálft Lands- mótið. Það er Höldur sf. sem gefur öll verðlaun til mótsins að venju og eru þau ekki af lakara taginu. Sama má segja um aukaverð- launin en þar ber að sjálfsögðu hæst bifreið af gerðinni Mitshu- bishi Galant 1600 GL, árgerð 1990 sem hlotnast þeim er tekst að fara holu í höggi. Ekki eru nema þrjár vikur síðan það afrek var unnið á 6. braut vallarins, í Arctic Open mótinu, og þá hlaut sá heppni bifreið í verðlaun. Vegna fyrirsjáanlegrar mikillar þátttöku er kylfingum bent á að skrá sig í tíma og í síðasta lagi fyrir kl. 18 nk. föstudag. Rástím- ar munu liggja fyrir kl. 21 þá um kvöldið. Kylfingum gefst nú kostur á gist- ingu á golfvellinum að Jaðri. Þar hafa verið sett niður lítil hús með tveggja manna herbergjum og er leiga fyrir hvert herbergi 2500 kr. á sólarhring. í húsunum eru sturtur, snyrting, setustofa og geymslur. Þessi hús verða stað- sett á golfvellinum uns golfvertíð lýkur í haust og er hægt að fá nánari upplýsingar hjá Golf- klúbbi Akureyrar í síma 96- 22974. Skúli Ágústsson hjá Höldi sf. viö bifreiðina góðu sem menn geta eignast með því að fara holu í höggi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.