Dagur - 13.07.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 13. júlí 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Tvískinmingiir
í álmálinu?
Undanfarna daga hefur Morgunblaðið verið að
fjalla um staðarval fyrir væntanlegt álver á ís-
landi. Mbl. byggir fréttir sínar á minnisblaði ráð-
gjafanefndar iðnaðarráðuneytisins, hvar sem
þeir Morgunblaðsmenn hafa nú komist yfir það.
Sl. þriðjudag skýrir svo Mbl. frá þessum minn-
ispunktum í grein í miðopnu, og þar segir að
Keilisnes fullnægi öllum skilyrðum Atlantsál-
hópsins. Þar er einnig sagt að fyrstu vísbend-
ingar um samanburð á stofnkostnaði og rekst-
urskostnaði milli Keilisness og Dysness og
Reyðarfjarðar bendi til að þessi kostnaður verði
mun lægri í Keilisnesi. Munurinn er talinn vera á
bilinu 20 til 40 milljónir bandaríkjadala. Þetta
eru fyrstu vísbendingar, enda helmings munur
á upphæðum.
Á miðvikudag fjallar Mbl. í leiðara sínum um
staðsetningu álvers og þar segir m.a. „að mikl-
um opinberum fjármunum hafi verið varið til
byggðamála hér á landi“ og „yrði Keilisnes fyrir
valinu kynni opinber byggðaaðstoð á kostnað
skattgreiðenda að hækka örar og meira en ella. “
Einnig þetta: „Þegar rætt er um stórframkvæmd
á borð við nýtt álver er ekki einhlítt að horfa
aðeins á reksturinn þar heldur verður líka að líta
á hvílíka byltingu verksmiðjan myndi hafa í för
með sér til dæmis 1 fámennu byggðarlagi eins
og Reyðarfirði. Er ekki einmitt slík bylting for-
senda þess að varanlegur árangur náist í
byggðamálum? “
Þegar þessi skrif Mbl. undanfarna daga eru
athuguð nánar, læðist að mönnum á Akureyri
og Eyjafirði sá grunur að nú sé kominn vendi-
punktur í sambandi við staðarval fyrir nýtt álver
á íslandi og nokkuð víst að því verði valinn stað-
ur á Keilisnesi. Það vita nefnilega allir að þunga-
vigtarmennirnir í Sjálfstæðisflokknum í Reykja-
vík og á Reykjanesi hafa leynt og ljóst barist á
móti því að álver yrði byggt á landsbyggðinni.
Nú er því allt í lagi að skrifa forystugrein um
byggðamál og benda á Reyðarfjörð sem heppi-
legan stað fyrir nýtt álver.
Akureyringar og Eyfirðingar munu aftur á
móti fylgjast vel með framvindu þessa máls og
þeir hljóta að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar
og alþingismanna að þeir geri sem fyrst hreint
fyrir sínum dyrum. Hvað þýðir það til dæmis fyr-
ir íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu ef fasteignaverð
lækkar um 20-30% á tiltölulega skömmum tíma
eftir að ákveðið hefur verið að byggja álverið á
Keilisnesi? Það eru margar spurningar sem
stjórnvöld verða að svara fyrir haustið. S.O.
hvað er að gerast
Sumartónleikar á Norðurlandi:
Kristinn Ámason leikur á gítar
Sumartónleikum veröur fram-
haldið um helgina í Húsavíkur-
kirkju, Reykjahlíðarkirkju og
Akureyrarkirkju. Að þessu sinni
er það Kristinn Árnason, gítar-
leikari, sem kemur fram.
Kristinn leikur í Húsavíkur-
kirkju í dag, föstudag, kl. 20.30,
Reykjahlíðarkirkju á laugardag
kl. 20.30 og loks í Akureyrar-
kirkju á sunnudag kl. 17.
Aðgangur er ókeypis.
A efnisskrá tónleikanna eru
þrjár sónötur eftir Scarlatti, I
Andante og Rondo í a-moll eftir 1
Aguado, fjögur stutt verk eftir
Martin, Spænskir dansar nr. 5, 6
og 10 opus 5 eftir Granados og
Las abejas og Una limosna por
amor de dios eftir Barrios.
Kristinn H. Árnason er fæddur
í Reykjavík árið 1963. Hann nam
gítarleik hjá Gunnari H. Jónssyni
og Joseph Fung í Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar og lauk
þaðan burtfararprófi 1983. Næsta |
ár var hann í námi hjá Gordon
Crosskey í Bretlandi, en síðan í
Manhattan School of Music í
New York og lauk þaðan B.M.
prófi 1987. Síðan hefur hann
stundað einleikaranám hjá José
Tomas í Alicante á Spáni. Hann
hefur tekið þátt í námskeiðum
hjá Andrea Segovia og Manuel
Barrueco. Kristinn hefur haldið
tónleika í New York, þrívegis í
Reykjavík og er nýkominn frá
tónleikahaldi í Napolí á Ítalíu. SS
Plús-markaðs rallý hefst í dag
- endar á Akureyri á morgun
í dag, föstudag, verða 14 bílar
ræstir til keppni í Plús-markaðs
rallinu frá Plús-markaðnum í
Hafnarfirði. Leiðin liggur norður
yfir heiðar og endar rallið á
morgun, laugardag, við Matvæla-
markaðinn á Akureyri kl. 17.
Afhending verðlauna fer fram í
Sjallanum annað kvöld kl. 22.
Keppnin gefur stig til íslands-
meistaratitils.
Ökuþórarnir, sem flestir eru úr
Reykjavík, verða ræstir kl. 17 í
dag. Alls verða eknar 8 sérleiðir
á föstudeginum og verður nætur-
hvíld á Sauðárkróki. Þaðan verð-
ur svo ræst í seinni áfanga keppn-
innar kl. 9 í fyrramálið. Ekið
verður um Nafir, Kiðaskarð og
Vaðlaheiði. Kl. 15 verður sérleið
nr. 13 farin, svokallaður Lög-
mannshlíðarhringur. Ræst verð-
ur inn á síðustu sérleið keppninn-
ar kl. 15.30. og verður ekin braut
um athafnasvæði Álafoss og upp
með Glerá. Eins og áður segir
verður komið í mark við Mat-
vælamarkaðinn um kl. 17 á
morgun, laugardag.
Allir helstu rallökuþórar lands-
ins taka þátt í Plús-markaðs rall-
inu og er búist við harðri keppni
þar sem ekkert verður gefið eftir.
Ásgeir Sigurðsson og Bragi
Guðmundsson eru með fullt hús
stiga til íslandsmeistaratitils og
skammt þar á eftir koma feðgarn-
ir Jón Ragnarsson og Rúnar
Jónsson. Steingrímur Ingason og
Ásgeir Ásgeirsson eru ekki langt
undan og munu ekki slá af í Plús-
markaðsrallinu.
Þingeyjarprófastdæmi:
Biskup heldur áfram að vísitera
Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, mun halda áfram að
vísitera Pingeyjarprófastdæmi
um helgina. í för með biskupi
verða auk Ebbu Sigurðardóttur,
biskupfrúar, prófasthjónin séra
Örn Friðriksson og frú Álfhildur
Sigurðardóttir Skútustöðum í
Mývatnssveit.
Biskup verður í dag, föstudag-
inn 13. júlí, kl. 14 á Skinnastað
og kl. 20.30 á Sauðanesi. Á
morgun, laugardag, liggur leiðin
kl. 14 að Þóroddsstað og annað
kvöld kl. 20.30 að Ljósavatni. Á
sunnudaginn verður biskup á
Svalbarði, kl. 17 á Laufási og kl.
20.30 á Grenivík. Á mánudag
verður haldið að Hálsi í Fnjóska- I
dal kl. 14 og kl. 17 þann dag
verður biskup á Illugastöðum.
um kvöldið verður hann á
Draflastöðum. Á þriðjudag verð-
ur biskup í Lundarbrekku og á
miðvikudag eru áfangastaðirnir
Víðirhóll, kl. 14, og Reykjahlíð,
kl. 21. Vísitasíu biskups lýkur
fimmtudaginn 19. júlí á Skútu-
stöðum kl. 21.
Sú Ellen um helgina
Um helgina, nú eins og endra-
nær, er ýmislegt um að vera í
Sjallanum. Á föstudagskvöldið
leikur hljómsveitin Sú Ellen fyrir
dansi, en hana skipa þeir Guð-
Á morgun, laugardaginn 14. júlí
kl. 14 verður opnuð sumarsýning
í Myndlistaskólanum á Akureyri,
við Kaupvangsstræti, samsýning
fjögurra iistamanna„ þeirra Krist-
ins G. Jóhannssonar, Guðmund-
ar Ármanns Sigurjónssonar, Jóns
Laxdal Halldórssonar og Helga
Vilbergs.
Sýningin er fjölbreytt því fjór-
menningarnir beita ólíkum
mundur R. Gíslason, söngvari,
Steinar Gunnarsson, bassaleik-
ari, Jóhann G. Árnason,
trymbill, Ingvar Jónsson,
hljómborðsleikari og Bjarni H.
aðferðum í listsköpun sinni.
Kristinn sýnir olíumálverk, Guð-
mundur dúkristur, Jón klippi-
myndir og Helgi vatnslitamyndir.
Allt ný verk.
Sem fyrr segir verður sumar-
sýningin opnuð laugardaginn 14.
júlí kl. 14.00 og verður opin dag-
lega milli kl. 14 og 17 til mánu-
dagsins 6. ágúst.
Kristjánsson, gítarleikari.
Hljómsveitin sendi nýlega frá sér
hljómplötu, en hún ber nafnið „í
örmum nætur“.
Vert er að vekja athygli á sér-
stöku sumartilboði, sem lækkar
verð aðgöngumiða á föstudags-
kvöldið í 500 krónur. Ennfremur
fær 10. hver gestur frítt inn og 20.
hver gestur fær frían tíma í ljós
og önnur þægindi hjá sólbaðs-
stofunni Stjörnusól.
Loks er tekin upp sú nýjung að
boðið verður upp á heita rétti á
vægu verði (500 krónur) alla
nóttina bæði föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Á laugardagskvöld verður
Grillbarinn opinn frá 20 til 22.30
og síðan verður stiginn dans und-
ir leik Sú Ellenar fram á nótt.
Sumarsýning í Myndlistaskólanum