Dagur - 13.07.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 13. júlí 1990
spurning vikunnar
Bríet Friðbjörnsdóttir:
„Mikinn rjómaís? Já, frekar
mikinn og aðallega þegar veðr-
ið er gott eins og núna. Mann
langar yfirleitt alltaf í ís þegar
veður er gott.“
Inga Ólafsdóttir:
„Já, ég borða talsvert mikinn
rjómaís, það er nokkuð sama
hvort það er ís úr vél eða ein-
hvern veginn öðruvísi ís.“
Hrund Jóhannsdóttir:
„Nei, rjómaís borða ég bara í
sumarfríinu, hann tilheyrir frí-
inu. Jú, þetta fer líka eftir veðr-
inu þannig að ég fæ mér ís þeg-
ar heitt er í veðri."
Sunna Guðmundsdóttir:
„Nei, ekkert voðalega. Jú, ég
borða ís þegar veður er gott en
yfirleitt ekki þegar kalt er í veðri.
Ha, hvort ís er það besta sem
ég fæ? Nei, það held ég ekki.“
Hrund Jóhannsdóttir:
„Nei, ekki svo mikið. Já, ég
borða hann svona spari. Hann
er bestur í svona brauði en
stundum er mér alvega sama
hvernig hann er.“
Dr. Hannes Jónsson, fv. sendiherra:
Fómum ekki meiri hagsmunum
f\TÍr minni í EFTA/EB samningunum
Grein þessi hcfur áður birst í „Útverði“, blaði Byggðahreyfingarinnar
Útvarðar. Vegna fjölda áskorana birtir Dagur greinina nú, í fjórum
hlutum, með góðfúslegu leyfi höfundar. Kitstjóri.
Græðum við á breytingu?
Grundvallarspurning varðandi
EFTA/EB-samningana er sú fyrir
ísland, hvort við fáum meira út
úr aðild að EES en við verðum
að fórna vegna aðildar.
Gleymum því ekki, að á
grundvelli gildandi fyrirkomu-
lags, án frekari samninga um
EES, eru um 50% af utanrík-
isviðskiptum okkar við ríki EB.
Þau hafa ekki minni þörf fyrir að
kaupa fiskafurðir af okkur heldur
en við að selja þeim þær. Ekki er
víst að aðild okkar að EES
breytti viðskiptahlutfallinu okkur
mikið í vil, en það gerði viðskipti
okkar við önnur markaðssvæði
erfiðari.
Reyndar erum við ekki á neinu
flæðiskeri með okkar milliríkja-
viðskipti eins og þau eru. Yfir
75% af milliríkjaverslun okkar er
og hefur lengir verið við ríki Atl-
antshafsbandalagsins. Fríversl-
unarsamningar við Bandaríkin,
Japan, Kanada og Suður-Ame-
ríkuríkin eru ókannaðir mögu-
leikar. Með falli kommúnismans
í A.-Evrópu gæti GATT haft
meiri þýðingu fyrir framþróun
mála en EB, og hugmyndin frá
1947 um Alþjóðlega viðskipta-
stofnun S.Þ. þótt fýsilegri kostur
á næstu árum en þá. Þá yrði eng-
inn þvingaður inn í Evróputoll-
múr og til að afhenda hluta af
fullveldi sínu heldur nytu ríkin
fríverslunar og fullveldis.
Það er ekkert, sem gerir óhjá-
kvæmilegt fyrir okkur að eiga
aðild að EES.
Að vísu hefur formaður Félags
ísl. iðnrekenda haldið því fram
opinberlega nýlega, að við verð-
um að aðlaga okkur efnahags-
þróuninni í Evrópu. Segir hann
að mínu mati réttilega, að Ev-
rópuumræðan hafi verið allt of
þröng hér á landi og snúist um
aukaatriði. í grein í Morgunblað-
inu segir Víglundur Þorsteinsson,
að það sem máli skipti að við ger-
um til að aðlagast Evrópuþróun-
inni sé efnislega eftirfarandi:
1) Við þurfum að gera víðtæk-
ar breytingar í skattamálum,
lækka virðisaukaskatt úr 24.5% í
18-19%, lækka aðstöðugjald og
jafnvel afnema það, lækka launa-
skatt þjónustugreina: Stimpil-
gjöld, gjaldeyrisleyfagjöld, ýmis
launatengd gjöld og umfram allt
lækka tekju- og eignaskatt fyrir-
tækja og breyta skattmeðferð
fjármagnstekna.
2) Koma þurfi á samræmdu
staðlakerfi, koma á samræmdri
gæðavottun, einföldun í opinberri
skriffinnsku og niðurkurði leyfa-
og haftakerfis.
Vissulega eru þetta æskilegar
ráðstafanir hvort sem við verðum
formlegir aðilar að EES eða
ekki. Og þetta eru ráðstafanir,
sem við getum gert á grundvelli
eigin fullveldis og þurfum ekki
utanaðkomandi þvingun til að
koma þeim í framkvæmd skapist
pólitískur vilji til þess. - En þar
sem slíkar ráðstafanir mundu
rýra stórlega tekjuhlið hins opin-
bera þá yrðu menn einnig að
koma sér saman um verulega
mikinn niðurskurð opinberra
útgjalda og það svo um munaði.
Þyrfti þá vafalítið að skera niður
kostnað við menntakerfið, heil-
brigðisþjónustuna, útflutnings-
bætur og opinbera styrki um að
m.k. helming. Þetta er innhverf-
an á ytra byrði ráðstafananna, sem
Víglundur hirti ekki um að
nefna. Þvf má þó ekki gleyma, ef
við ætlum að fá heildarsýn yfir
málið.
Sóldýrkendur á Akureyri spurðir í gær:
Borðar þú mikinn rjómaís?