Dagur - 13.07.1990, Page 12

Dagur - 13.07.1990, Page 12
DACKTR Akureyri, föstudagur 13. júlí 1990 Fjölbreytt kaffihlaðborð alla sunnudaga frá kl. 15-17. Hægt aö sitja úti ef veöur leyfir. Fiskimjölsverksmiðja H.Ó. hf.: Framleiðir tuttugu tonn á sólarhring Laxá í Aðaldal: Risalaxar Arni Steinsson frá Akureyri hafði ærna ástæðu til að kætast yfir veiði sinni í Laxá í Aðaldal síðastliðinn þriðjudag. Á myndinni hér að ofan heldur hann á 20 og 17 punda hængum sem hann fékk í Hagastraumi, sem er neðst á veiðisvæði númer 5. Annar laxanna tók fluguna Heary-Mary grey en minni laxinn tók maðk. Veiðimenn kættust margir hverjir yfir batnandi veiði í gær þó að mörgum þætti sólin heldur sterk. Nánari fréttir af veiði- mönnum er að finna í Veiði- klónni á bls. 11. JÓH/Mynd:HBI - keyptu 5 úr sér gengna bfla og hífðu um borð Rússneskt skemmtiferðaskip með tékkneska ferðamenn lagði úr höfn frá Akureyri í gær eftir nokkra viðdvöl. Aður en skipið lagði af stað voru lestaðir 5 bílar um borð sem rússnesk áhöfn skipsins keypti hér og þar í bænum. Þetta voru gamlir Lödu-bílar og einn Saab sem rússarnir keyptu og var kaupverðið á bilinu 15-60 þúsund krónur. í samtali við Dag sagði einn áhafnarmeðlimur, Vladimir að nafni, að þetta væru kostakaup sem þeir gerðu. Löng bið er eftir nýjum Lödum í Rússlandi og eru þær full dýrar fyrir rússneskan verkamenn. Vladimir var mjög ánægður með bílinn scm hann keypti, Lödu-sport, sem þurfti aðeins smá lagfæringar til að telj- ast ökufær. Skemmtiferðaskipið Estonia var með 140 Tékka um borð og að sögn Gísla Jónssonar, hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar, sem tók á móti skipinu, voru þeir að feta í fótspor forseta sína í Tékkóslóvakíu, Vaclavs Havels. Estonia kom fyrst til Reykjavík- ur, sigldi þaðan til ísafjarðar og síðan til Akureyrar. Tékkarnir fóru í skoðunarferðir um ná- grenniö, m.a. fóru 40 manns til Grímseyjar með flugi. Frá Akur- eyri var siglt áleiðis til Seyðis- fjarðar í gær og þaðan heim. Þannig að meðan Tékkarnir voru í skoðunarferðum í gær og fyrradag, fóru nokkrir Kaupa- Héðnar úr áhöfn skipins á stúf- ana á Akureyri í leit að rússnesk- um „eðalvögnum“ og óstaðfestar heimildir blaðsins herma að þeir hafi gengið svo langt að taka rúðublöð ófrjálsri hendi af nokkrum Lödu-bílum. Einnig var eitthvað um það að Akureyr- ingar reyndu að fá rússnesk eðalvín frá borði fyrir lítið, en með misjöfnum árangri þó. -bjb Ljósmyndavörur hf. fengu lóðina Kaupvangsstræti 1: „Þarf ekki allt að vera í Reykjavík“ Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum sl. þriöju- dag aö úthluta lóðinni Kaup- vangsstræti 1 til handa Ljós- myndavörum hf. í Reykjavík. Ljósmyndavörur eru m.a. með Fuji-umboðið á íslandi, en hafa rekið dreifingar- og fram- köllunarþjónustu á Akureyri um nokkurt skeið. Svæðisskipulag fyrir EyjaQörð í vinnslu: Samstarfsnefnd samþykk tfllögum Samstarfsnefnd um svæðis- skipulag Eyjafjarðar samþykkti á dögunum skipulagstillögur þær sem búið var að leggja fram, en ekki til staöfestingar samgönguráðherra heldur sem nokkurs konar viðmiðunar- plagg. Næsta skref er að endurskoða svæðisskipulagið og skal þeirri vinnu vera lokið innan 5 ára. Frestur til að gera athugasemd- ir við svæðisskipulagið rann nýlega út fyrir stjórnir sveitarfé- laganna og að sögn Benedikts Björnssonar, starfsmanns Skipu- Bjart yfir atvinnulífi á Blönduósi: Hér er mikið að gerast „Atvinnuástand gæti varla ver- ið betra, veður gott og fram- kvæmdir í fullum gangi. Allir orðnir brúnir og krakkarnir í óða önn við að vökva gras- blettina sem eru að skrælna í þurrkinum,“ segir Ofeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi, um bæjarlífið. Verið er að ljúka áfanga í íþróttamiðstöðinni vegna Grunn- skólans og er það kennsluaðstaða sem þar er verið að byggja. Kostnaður er um 20 milljónir. Gatnaframkvæmdir eru töluverð- ar, gangstéttargerð að verða lok- ið og lagfæringar á bryggjunni standa yfir. Þetta og margt fleira sagði Öfeigur að væri um að vera. í útvarpinu heyrast nú oft aug- lýsingar um Blönduósbæ og taldi Ófeigur að umferð og áning hefði eitthvað aukist um staðinn fyrir vikið. Endurbætur hafa verið gerðar á tjaldstæðinu og er þar nú nær alltaf fjöldi tjalda. Einnig virðist vera nokkuð um það að menn stoppi og slái nokkur högg á golfvelli bæjarins. „Hér hafa allir nóg að gera sem hafa heilsu og þrek til að vinna. Ferðamenn eru fjölmennir og mikið spurt um veiðileyfi í silung í vötnunum hér í kring og sótt í sundlaugina. Það má því segja að hér sé mikið að gerast,“ voru orð Ófeigs Gestssonar, bæjarstjóra, þegar blaðið hafði tal af honum í gær. SBG lags ríkisins á Akureyri, voru athugasemdir að berast fram á síðustu stundu. í samstarfsnefndinni eru m.a. fulltrúar allra sveitarfélaga við Eyjafjörð, nema Ólafsfjarðar, Hríseyjar og Glæsibæjarhrepps. Á umræddum fundi, þar sem tillögurnar voru samþykktar, er ekki um endanlega afgreiðslu skipulagsins að ræða, heldur nokkurs konar vinnuplagg fyrir skipulagsstjóra ríkisins. Svæðis- skipulagið verður endanlega afgreitt þegar öll sveitarfélög hafa lagt tillögurnar fram 'til sýnis, þannig að nokkuð er í land þar til skipulagið nær lokapunkti sínum. Á svæðisskipulaginu, sem nær yfir svæðið beggja megin Eyja- fjarðar, yfir Vaðlaheiði og í Fnjóskadal, er ekki gert ráð fyrir nýjum byggðarkjömum á kom- andi áratugum heldur reiknað með stækkun flestra núverandi þéttbýlisstaða. í skipulagstil- lögunum má sjá nokkur ný suinarbústaðalönd, útivistar- svæði og úrbætur í samgöngumál- um. -bjb í samtali við blaðið sagði Gísli Gestsson, forstjóri, að fyrirtækið ætlaði að auka hlut sinn á lands- byggðinni og hugmyndin væri að koma upp miðstöð á Akureyri fyrir Norður- og Austurland og í Reykjavík yrði miðstöð fyrir Suður- og Vesturland. „Við erum með 22 framköllunarvélar út um allt land og það er engin nauðsyn að sinna þessu öllu frá Reykja- vík. Það er ekki til það lögmál að allt þurfi að vera í Reykjavík," sagði Gísli. Samkvæmt skipulagi á að koma all stórt hús á lóðinni Kaupvangs- stræti 1. Það á að koma í nokkurs konar stöllum, fyrst ein hæð aust- an við Smiðjuna og síðan hækk- andi eftir þar sem austar dregur, eða þar til kemur á horn Kaup- vangsstrætis og Drottningar- brautar að húsið endar í 5 hæðum nyrst, en lækkar til suðurs. Engar teikningar hafa verið samþykktar á þessari lóð, þannig að hér er eingöngu um hugmynd að ræða. En hvernig ætla Ljósmyndavörur að nýta þessa lóð? Því svarar Gísli Gestsson: „Við höfum áhuga á að fá fleiri aðila til samstarfs og að þarna verði miðbæjarverslunarkjarni. Þetta er það góður staður að það er kjörið að hafa þarna fjölþætta þjónustu sem sinnti jafnt ferða- mönnuin sem bæjarbúum. Það fylgdi því fullur hugur að sækja um þessa lóð. Við viljum standa vel að þessu þannig að það verði staðnum til sóma.“ -bjb Fiskimjölsverksmiðja Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar hf. hef- ur á undanförnum vikum tekið við allt að 500 tonnum af bein- um og fiskhausum til bræslu. Aíkastageta verksmiðjunnar er um 100 tonn á sólarhring, og er unnið allan sólarhringinn 5 daga vikunnar. Beinin og hausarnir koma frá Dalvík, Hrísey, Árskógsströnd, Akureyri, Grenivík og Siglufirði, en einnig hafa verksmiðjunni borist bein frá Húsavík. Það eru aðallega þrír aðilar sem sjá um flutningana, Símon J. Ellertsson og Ríkharður Sigurðsson frá Dalvík, Ríkharður Sigurðsson frá Árskógssandi og Hauganesi, Símon J. Ellertsson frá Hrísey og Sveinn Jónsson í Kálfsskinni frá Akureyri. Skemmtiferðaskip í Akureyrarhöfn: Rússneskir Kaupa-Héðnar í bflabraski Beinunum frá Akureyri, Grenivík og Húsavík er safnað saman í þró Krossanesverksmiðj- unnar og ekið þaðan til Ólafs- fjarðar eftir því sem þróarrými leyfir. Heimamenn sjá um akstur á beinum frá Siglufirði, en þau fara einnig til Sauðárkróks þar sem aðstaða er til að taka við feit- fisk, en mögru beinin fara aðal- lega í verksmiðju S.R. á Skaga- strönd. Úr hverjum 100 tonnum af beinum eru framleidd um 20 tonn af mjöli sem aðallega fer á innan- landsmarkað. GG Ladan er eftirsótt eins og sést berlega í umferðinni á Fróni, enda gæðabíil á góðu vcrði. Það fínnst Sovétmönnum a.m.k. og keyptu þeir nokkra bíla sem Akureyringar voru hættir að nota. Hér er verið að hífa farminn upp í skemmtiferðaskip. Mynd: kl

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.