Dagur - 14.07.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 14. júlí 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚl: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþr.),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Husavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RiKARÐUR B.
JÖNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRlMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL.
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
20. Landsmót UMFÍ
í Mosfellsbœ
Á fimmtudaginn var tuttug-
asta landsmót Ungmenna-
félags íslands sett í Mos-
fellsbæ. Hér er um merkan
viðburð að ræða sem vekur
landsathygli íþróttafólks og
íþróttaunnenda, en fjöldi
fólks fylgist ávallt með því
sem gerist á landsmótum.
Undirbúningur undir mót
sem þetta tekur alltaf lang-
an tíma, og mikið og gott
starf er þar unnið í sjálf-
boðaliðsvinnu. Ungmenna-
félag íslands á sér merka
sögu, og því er vel við hæfi
að merki félagsins sé haldið
á lofti af áhugamönnum,
sem stefna að sömu mark-
miðum og frumherjarnir
gerðu á bernskudögum
hreyfingarinnar.
Akureyringar og Norð-
lendingar geta með ánægju
minnst þess að fyrsta
landsmót UMFÍ var haldið á
Akureyri árið 1909. Síðan
þá er mikið vatn til sjávar
runnið, en upprunalega
hugsjónin er enn sú hin
sama: Að efla íþrótta-
starfsemi innan ungmenna-
félaganna, að skapa sam-
stöðu og félagsanda, og
kanna stöðu hinna ýmsu
íþróttagreina innan aðildar-
félaganna.
Þeir sem lögðu grunnin
að landsmótum UMFÍ í
upphafi aldarinnar hafa
tæplega rennt í grun
hversu stórstígar framfarir
ættu eftir að verða í íþrótta-
málum íslensku þjóðarinn-
ar. Víða um land hafa risið
vegleg íþróttahús, sem
gera kleift að stunda
íþróttagreinar allan ársins
hring, óháð veðurfari.
Sundlaugar og önnur
íþróttamannvirki þykja nú
sjálfsagðar framkvæmdir,
og miklu fé er árlega varið
til íþróttamála af flestum
sveitarfélögum landsins.
Nú á dögum, þegar mikið
er rætt um sjúkdóma og
fyrirbyggjandi aðgerðir
gegn þeim, hefur íþrótta-
iðkun fengið víðtækari
hljómgrunn meðal þjóðar-
innar en nokkru sinni áður.
Allir vita að heilsan er það
dýrmætasta sem hver ein-
staklingur á. Ávöxtur
íþróttaiðkunar felst ekki
eingöngu í keppni og að
taka á móti verðlaunap'en-
ingum á pöllum, þótt síst
megi vanmeta þá hlið. Sönn
íþróttamennska göfgar hug
og anda iðkandans, gefir
hann heilsteyptari per-
sónuleika um leið og lögð er
áhersla á hreysti líkamans.
Fornþjóðirnar sem lögðu
grunnin að ólympíuleikun-
um töldu markmið íþrótta
vera heilbrigða sál í hraust-
um líkama. Það markmið er
enn í fullu gildi. -h
Fyrir fáum árum gerðist
sá ánægjulegi viðburður að
ungmennafélag var stofn-
að á Akureyri. Frá UFA fóru
keppendur á landsmótið,
og halda þeir merki Akur-
eyrar á lofti þar. Dagur
sendir landsmótsnefnd og
öðrum sem unnið hafa að
undirbúningi þessa móts
hugheilar kveðjur og ósk
um að mótið megi heppn-
ast sem best. EHB
r!
úr hugskotinu
t
Klerkar í klípu
Þeir komu saman, gott ef ekki heilt hundrað, einn
þessara góðviðrisdaga fyrir sunnan, einn þessara
góðviðrisdaga sem farnir eru að gera það að verk-
um að sólbruni, kláði og exem eru orðnir kvillar
sem hrjá fleiri en ógætna sólarlandafara, og
örþreytta fararstjóra þeirra, fyrir utan húsið sem
eitt sinn hýsti það fólk er gistingu hlaut á kosnað
samfélagsins fyrir að hafa stolið einum mögrum
sauð. Þeir voru með hina hefðbundnu bænaskrá
handa Denna, hvort sem hann var nú heima eður
ei, og gott ef ekki kröfuspjöldin líka. Þetta voru
þó að þessu sinni hvorki læknar né lögfræðingar,
og ekki heldur kennararnir hans Páls Halldórs-
sonar. Jafnvel ekki veðurfræðingarnir. Nei hér
voru á ferðinni prestar hinnar íslensku Þjóðkirkju
á kjaragöngu í blíðviðrinu, svona rétt til að létta
sér upp frá hrútleiðinlegri prestastefnunni.
Daglegur aur
Sjónvörpin, bæði þau með ákveðna greininn, og
hin sögðu að sjálfsögðu skilmerkilega frá því þeg-
ar blessaðir guðsmennirnir voru að viðra sig þarna
um leið og þeir voru að vekja athygli á bágum
kjörum, já það var nú eiginlega erfitt að ráða af
fréttum hverra, því svo virðist sem labbið hafi ver-
ið í þágu allra samherjanna í BHMR, en svo til
samstundis heyrði maður svo að klerkar vildu
helst yfirgefa þetta sama BHMR, lítt ánægðir með
framgöngu þess í þeirra málum þar sem þeir
hefðu jú ekki almennilega móralskan verkfallsrétt
eða þannig.
En fyrir hverja sem hinir geistlegu herrar hafa
nú verið að berjast, sjálfa sig eða háskólamennt-
aða starfsmenn hins Opinbera almennt, þá hafa
þessi afskipti kirkjunnar þjóna af kjaramálum
hlotið að koma almenningsálitinu svolítið spánskt
fyrir sjónir, og ekki er að efa að þessi uppákoma
hefur hneykslað einhverja fróma og guðhrædda
sál, sem án efa á erfitt með að kyngja því ef það
þarf nú að fara að bæta inn í Faðirvorið „Gef oss
í dag vorn daglegan aur“, eða þá vort „daglega
normalbrauð", en normalbrauðið sem hann Pálmi
Matt fyrrum Glerárprestur og fleiri hafa stungið
upp á og það er nú hreint ekki það vitlausasta sem
stungið hefur verið uppá í sambandi við jöfnun á
kjörum presta.
Misjafnir víngarðar
Því er nefnilega þannig varið, að þeir víngarðar
sem hinir ýmsu prestar þessa lands yrkja eru harla
misjafnir. Jarðvegurinn er misjafnlega frjór, og
vökvun með ýmsu móti. Því eru vaxtarskilyrðin,
uppskeran og þar af leiðandi kjör prestanna með
afar margvíslegu móti. Sumir prestar þjóna ef til
vill í fámennum sveitum þar sem öll vökvun og
umhirða sálnanna er ef til vill fyrirhafnarlítil og
auðveld en afraksturinn lítill. Aðrir þjóna í þétt-
býli þar sem umhirða öll er erfið, ef til vill ómögu-
leg, en afraksturinn mikill. Og þessar margvíslegu
aðstæður kalla á myndun, ef til vill einhverskonar
„normalbrauðs“ sem jafni út að minnsta kosti að
einhverju leyti þennan mismun.
Því er þannig vafalítið með réttu hægt að benda
á það, að margir prestar séu hreint ekkert of sælir
af kjörum sínum. Störf þeirra eru oft erfið og van-
þakklát, eins og raunar flest öll þau störf sem lúta
að einu eða öðru leyti að umönnun, blandaðri sál-
gæslu í einu eða öðru formi, og sem eru mýmörg
í þessu samfélagi sívaxandi almenningstengsla af
ýmsu tagi, og sem flest eiga það sammerkt að vera
þreytandi, slítandi og illa launuð. Starf presta þarf
ekkert endilega að vera þeirra erfiðast.
Reynir
Antonsson
skrifar
En ólíkt flestum þessarra stétta, þá komast
klerkar í umtalsverða klípu þegar þeir fara að
huga að eigin kjaramálum. Ástæðan er einfald-
lega sú, að í þetta starf veljast menn (í dag að vísu
fólk) af köllun fyrst og fremst, en ekki hagnaðar-
von, og vera má að það yrði beinlínis hættulegt
fyrir kirkjulegt starf í landinu ef kjör presta einn
daginn yrðu svo góð, að allskyns miðlungsfólk eða
þaðan af lélegra færi að veljast inn í kirkjuna
vegna hagnaðar, en einmitt þetta atriði átti sem
kunnugt er æði mikinn þátt í því hvernig að lokum
fór fyrir ægiveldum Miðaldakirkjunnar, rétt eins
og fyrir kommúnismanum í Austur- Evrópu í
fyrra, þegar hann var orðinn hagnaður, en ekki
hugsjón.
Vírusinn
Jæja, sjálfsagt hefur klerkagreyjunum ekki verið
það of gott að afhenda þeim tukthúsbúum hins
nýja tíma bænaskrá sína þarna í blessaðri blíð-
unni. Alla vega hefur þetta góða veður haft þau
áhrif að klerkarnir hafa líklega sloppið við þennan
bannsetta vírus sem herjaði á þá Háskólamenn
um svipað leyti. Maður vonar það, að minnsta
kosti fyrir hönd okkar ástkæru kirkju, vegna þess
að eitt einkenni þess vírus er því miður það, að
menn fyllast einhverjum hvimleiðum mennta- og
yfirstéttarhroka sem er svo fjarri íslendingum, lít-
andi á sjálfa sig sem hluta af einhverju Opinberu
Rukkandi og æðra, en gleymandi því að til sé
eitthvað hugtak á borð við „almenningsþjónusta".
Lendi kirkjan inn á þessa braut er víst óhætt fyrir
þjóna hennar að gera eins og hann séra Sigvaldi
forðum. Athuga hvort ekki sé réttast að biðja
Guð að hjálpa sér.