Dagur - 14.07.1990, Side 10

Dagur - 14.07.1990, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 14. jú!í 1990 „EG MAN FRA BERNSKUDOGUM HVAÐ MÉR FANNST STUNDUM BJART“ - spjallað við Hjörleif Kristinsson á Gilsbakka í Austurdal „Ég kom hingað vorið 1930, þegar foreldrar mínir hættu búskap og fluttu til Sauðár- króks. Þá var ég ellefu ára gamall, og átti að vera um sumarið. En það teygðist nú þetta úr, því ég er búinn að vera hér í sextíu ár.“ Pað er Hjörleifur Kristinsson, bóndi á Gilsbakka í Austurdal, sem lýsir hér tildrögum þess að hann flutti á jörðina sem hefur verið heimili hans síðan. Hann fæddist 12. nóvember árið 1918 í Borgargerði í Norðurárdal. For- eldrar hans voru Kristinn Jóhannsson frá Miðsitju í Blöndu- hlíð og Aldís Sveinsdóttir frá Skatastöðum, en hún var uppalin á Gilsbakka. Hjörleifur var spurður um heimilisfólkið á Gilsbakka, er hann kom þangað. „Nafni minn, Hjörleifur Jóns- son, bjó þá á Gilsbakka með ráðskonu. Fleira fólk var í heim- ilinu. Brynjólfur Eiríksson, afabróðir minn, og kona hans Guðrún Guðnadóttir, voru einnig til heimilis hér. Guðrún var móð- ursystir nafna míns og ráðskona. Móðir nafna, Aldís Guðnadóttir, var hér einnig, en hún sinnti bæjarverkum lítið. Hún var hins vegar mikil tóskapar- og heyskap- arkona. Sonur Brynjólfs og Guðrúnar var Jón. Hann flutti héðan ásamt konu og barni nokkru eftir að ég kom að Gils- bakka, og þá var stundum fátt í heimilinu, við nafnarnir ásamt Aldísi móður hans. Þá réðist hingað ráðskona, Kristrún Helga- dóttir, en hún giftist seinna Hjör- leifi Jónssyni. Þau áttu saman fjögur börn, Aldísi, Jón, Þórdísi og Ásdísi. Kristrún átti börn fyrir, og á nokkrum árum varð býsna fjölmennt hér á Gilsbakka, upp undir tíu manns í heimilinu. A löngu tímabili var því oft margt um manninn, en haustið 1978 flutti dóttir nafna til Akur- eyrar ásamt fjölskyldu sinni, og síðan hef ég verið einn.“ Hagyrðingurinn og bóndinn á Gilsbakka Samtalið snýst nú að Hjörleifi Jónssyni, bónda og hagyrðingi á Gilsbakka. Hin stórbrotna nátt- úrufegurð Austurdals hefur ekki látið hann ósnortinn frekar en aðra dauðlega menn, enda birtast um það mörg dæmi í ljóðunum. Andstæðurnar; snarbrött og tröllsleg gljúfrin, ár og lækir, gróið land ásamt harðri lífsbar- áttu og vinnugleði, menn og málleysingjar, vangaveltur um tilgang lífsins og endalok, allt varð honum að yrkisefni. Hjör- leifur var hagyrðingur af Guðs náð, en kannski fyrst og síðast barn náttúrunnar. Hjörleifur Kristinsson var spurður að því hvenær hann hefði séð nafna sinn í fyrsta sinn. „Ég man fyrst eftir honum þeg- ar hann kom út í Hjaltastaði, en foreldrar mínir bjuggu þar. Móð- ir mín var alin upp á Gilsbakka, uppeldissystir og jafnaldri hans. Það varð til þess að ég var látinn heita í höfuðið á honum, og einnig þótti sjálfsagt að ég færi hingað í sveit. Nafni var merkilegur maður að mörgu leyti, og við störfuðum ákaflega lengi saman. í fyrstu hann fullorðinn maður og ég krakki, en með árunum snérust hlutverkin, hann varð gamall maður en ég á sæmilegum aldri. Eitt var það sem einkenndi nafna; honum var ákaflega létt að yrkja og seigur að hitta nagl- ann á höfuðið. Hann var gæddur góðri kímnigáfu og var fundvís á hið spaugilega. í aðra röndina var hann mikill alvörumaður og jafnvel þunglyndur. Einkennilegt var hversu þetta tvennt fléttaðist saman í skapgerð hans og per- sónuleika. Hann sá alltaf það kímilega í gegnunt þunglyndið. Það var einkenni á nafna hversu friðsamur hann var. Öll þessi ár kom varla fyrir að ég sæi hann skipta skapi eða rífast. Hann var til í að fórna þó nokkru til að halda friðinn, það var ekki vafi. Samt hafði hann sitt fram með lagni. Ef honum iíkaði eitthvað stórilla brá hann á það ráð að þegja, þegar aðrir hefðu kannski farið að rífast og skammast." Vinnugefinn og óttalaus kjarkmaður Hjörleifur Jónsson var mjög vinnugefinn og féll nánast ekki verk úr hendi. Nafni hans segir MYNDIR OG TEXTI: EGILL H. BRAGASON svo frá: „í rauninni var hann aldrei sáttur við sjálfan sig nema slituppgefinn. Samviskan var ekki í lagi nema hann væri búinn að kúga sig á vinnu dag hvern. Mikill göngumaður var hann, sem kom sér vel á þessari jörð þar sent fénaðarfærð er erfið. Góður klettamaður var hann einnig. Hann var yfirleitt laus við alla hræðslu, vissi t.d. ekki hvað myrkfælni var sem fullorðinn maður, þótt aðeins hefði hann kynnst henni sem barn. Glanni var hann í klettum og öllum við- skiptum sínum við brattann hérna í giljunum, alveg fram á gamals aldur. Eiginlega finnst mér furðulegt að hann skyldi allt- af sleppa. Einu sinni var hann að síga eft- ir kind í sjálfheldu. Þá hrundi á hann grjót og fór það í andlitið. Þá var hann rétt að segja dauður, því hann var í handvað sem engu munaði að hann missti. Eftir þetta mátti hann ekki heyra nefnt að vera með vað, ef þurfti að losa úr sjálfheldu, heldur var klifrað bandlaust. Hann hafði skömm á vaðnum eftir þetta atvik. En bæði var nafni einstaklega óragur sjálfur, og eins um aðra. Ég man þegar ég elti hann í klettum sem ungur drengur, þá leit hann ekki einu sinni við til að gá að mér. Svo sjálfsagt þótti honum að ég gæti klifrað.“ Fyrsta og eina ljóðabókin - Fyrsta og eina ljóðabók Hjör- leifs Jónssonar, „Mér léttir fyrir brjósti“ var ekki gefin út fyrr en hann var orðinn 88 ára. „Já, rétt er það. Við gengum í það sem stóðum honum næst að gefa bókina út, rétt um það bil er hann varð níræður. Elín stjúp- dóttir hans, dóttir Kristrúnar, gekk vel fram í því, og ég hjálp- aði eitthvað til. Þegar bókin kom út var nafni kominn á sjúkrahús. Ég man að hann var því mjög mótfallinn að ákveðnar vísur yrðu prentaðar í bókinni, og var hálfhræddur um að þær birtust. En okkur datt auðvitað ekki í hug að setja þar neitt sem hann vildi ekki sjálfur. Þessum vísum held ég ekki á lofti. Þær eru meinlausar nú, frá mínum sjónarhóli, en hafa kannski verið svolítið særandi á sínum tíma. Á sextugsafmæli Hjörleifs birti hann gestum ljóð sem heitir Afmælisþankar: / fyrradag til sólarlags var ég verkamaður og vanr þá fyrir spesíu og nærri hálfum dal, svo hvíldist ég með velþóknun, í gær var ég svo glaður því glöggt ég heyrði saklausra barna minna hjal. I dag er ég sem konungur með vinahóp að verði sem vakta mína göngu, já næstum fótmál hvert með lofi fyrir allt sem ég aldrei raunar gerði en ýmsum þótti gagnlegt og næsta mikilsvert. Á morgun verð ég kannski að mestu leyti gleymdur en minningarnar tíni ég í reynslu minnar sjóð. Og svo má fara að þar verði margur hlutur geymdur sem minni á hrunda vörðu á ferðamannsins slóð. Svo bý ég mig á ströndinni og bíð þar eftir fari og byr sem greiði förina yfir hafið þvert. Ég berfram eina spurningu, býst ekki við svari: Báturinn mun koma og flytja mig - en hvert? Þarna kemur trú hans á fram- haldslíf berlega í Ijós. Kvæðið er að sumu leyti táknrænt fyrir ævi Hjörleifs. Mérfinnst kvæðið „Að sumarmálum“ líka vera mjög merkilegt. Það verður að telja eitt af höfuðkvæðum hans.“ Hann hugsaði mikið um fram- haldslíf, og við ræddum oft um hvað tæki við að lokinni jarðvist manna. f gamla bænum, í bað- stofunni, sigldu umræður okkar um þessi mál alltaf í strand, þeg- ar við gáfumst upp á að velta spurningunum fyrir okkur. En nafni minn var mjög gefinn fyrir að hugleiða „framhaldið.“ Um niðurstöðu hans í þessum efnum verður að taka fram að hann var alla tíð mikill efasemd- armaður. Auðvitað er því ekki að neita að fyrir fólk sem hefur alist upp á stöðum á borð við þennan, er orðinn ákaflega mikill munur á svartasta skammdeginu og birt- unni á vorin. En eiris og ég sagði áðan þá var töluvert þunglyndi til í honum, og þrátt fyrir æðruleys- ið hugsaði nafni mikið um dauð- ann. En langt var frá því að hann kæmist að einhverri niðurstöðu, þrátt fyrir ævilangar vangaveltur, og viðurkenndi hann það. Fyrstu tvö erindin í Að sumar- málum hljóða þannig: Mér léttir fyrir brjósti, það lifnar hugur minn, mig langar til að fara að stíga sporið, og eldinn, sem var falinn, ég endurvakinn finn og afl í vöðvum - það er blessað vorið. Horft yfir Merkigil heim að Bústöðum. Eitt sinn kölluðust þeir á yfir Jökulsárgii, Hjörleifur Jónsson og Olafur Tómasson, bóndi á Bústöðum. Ólafur sló um sig, þegar hann hafði fallegar kaupakonur. Þá orti Hjörleifur: Drott- inn gildi metur manns,/miðlar ójafnt konum./Ólafur er einn af hans/eftirlætissonum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.