Dagur - 14.07.1990, Síða 11
Laugardagur 14. júlí 1990 - DAGUR - 11
Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka. Myndir: ehb
Ég man frá bernskudögum, hvað mér fannst
stundum bjart,
ég man að það var einkanlega á vorin.
En þá var líka skammdegið oft skuggalega
svart,
og Skjalda gamla kannski ekki borin.
Um trú sína var nafni ekki
margorður. Áður en ég kom að
Gilsbakka hafði hann kynnst
Arthur Gook, trúboða, og stóð
um tíma nærri þeirri hreyfingu,
en gekk þó aldrei í söfnuðinn.
Hann flíkaði trú sinni ekki mikið,
en gamla barnatrúin var honum
þó ekki nægjanleg. Nokkurn
áhuga hafði hann á spíritisma, en
fór ekki heldur mikið út á það
svið. Ég held að hann hafi
aðhyllst sjónarmið Sigurðar
Nordals: að láta skynsemina vísa
veginn í trúmálum, eins langt og
hún náði.“
Búskapurinn á Gilsbakka
- Hvernig var búskapurinn á
Gilsbakka, þegar þú komst þang-
að fyrst?
„Nafni var fyrst og fremst með
fjárbú. Þá var fé hérna á seli, og
hann gekk á selið í áratugi, allt
fram á gamals aldur, svo lengi
sem gamla féð var. En fjárskipti
urðu og niðurskurður á árnum
1949-’50. Eftir það tók ég við að
ganga á selið.
Nafni var ákaflega mikill
kindamaður, og fjárbúskapurinn
átti hug hans. Það tíðkaðist að
setja djarft á og nota mikið beit,
og eiginlega fór furðulega lítið
hey í hverja kind. Á árunum frá
1930 til '60 var samfellt góðæri,
a.m.k. miðað við það sem orðið
hefur seinna. Síldarmjöl var mik-
ið notað og uppistaða í fóðrinu,
því það virtist eiga ákaflega vel
við beitina. Svo var heygjöf ef
hríðar voru, og fé gat ekki beitt
sér. Fátt var tvílembt og sleppt
snemma, meira að segja vissi ég
að selsærnar fóru eitt sinn af gjöf
á þorraþræl. Þær ruku fram á dal
ef gerði góða hláku, og þá var
ekkert verið að eltast við þær.
Ekkert var gefið eftir að góan
kom og langalgengast að sleppa
fénu annað hvort á einmánuði
eða góunni. Þá þekktist ekki að
vera með það heima á túnum yfir
sauðburðinn eða passa það sér-
staklega; ærnar báru fram um all-
an dal og upp um fjall. Menn
fóru einstaka sinnum að gamni
sínu að líta á þetta, og gá hvort
þeir sæju ekki eitthvað af
lömbum.
Svo kom vorsmalamennska,
fyrst til að marka og rýja geldfé,
síðan til að rýja ærnar. Þá var
hefð, ef rolla kom sem ekki var
með lambi, að telja víst að tófan
hefði drepið það. Ég hef nú mik-
ið efast um það í seinni tíð að
þetta væri rétt, því rnanni sýnist
að lömbin geti vel horfið þótt tóf-
an sé ekki að verki.“
- Er erfitt að búa með fé við
gilið?
„Nei, það hefur ekki farið
margt fé í gilið. En vissar ær
höfðu fyrir reglu þegar farið var
að smala og nálgast réttina, að
stinga sér í gilið til að forða sér.
Þetta þóttu erfiðar kindur, sem
náðust oft ekki fyrr en eftir mik-
inn eltingaleik. Þær voru kallaðar
gilær.“
Hjörleifur eldri kunni vel að
fara með byssu, og veiddi rjúpur
til drýginda fyrir heimilið.
„Nafni var mikil rjúpnaskytta á
yngri árum. Hann fór á rjúpna-
vertíð yfir í Lýtingsstaðahrepp á
haustin. Veiðarnar stundaði
hann í Hamraheiðinni, suður af
Mælifellshnjúknum. Hann hélt til
hjá skyldfólki sínu á þessum
slóðum, og þótti hinn mesti afla-
maður, hafði meira af rjúpu en
flestir aðrir, því hann var léttur
til gangs og lagin skytta. Fram
eftir öllum aldri var hann eitt-
hvað við rjúpnaskytterí hér á
Gilsbakka,“ segir Hjörleifur.
- Hvernig er jörðin fallin til
búskapar?
„Þessi jörð verður að teljast
góð beitarjörð, hér er góð vetrar-
beit. Þó eru ræktunarskilyrðin
ekki að sama skapi góð, og þegar
búskapurinn fór að byggjast
meira á ræktun var langt frá því
að hægt væri að tala um að jörðin
væri í fyrsta flokki. Árið 1713
segir um Gilsbakka í Jarða- og
búendatali Skagafjarðarsýslu:
Lömbunt og öðru kvikfé ætlaður
útigangur, sem hér er í besta lagi
og bregst mjög sjaldan eða nær
aldrei nema í stærsta hallæri. Á
þessu var höfuðkostur jarðarinn-
ar og fleiri jarða hér í dalnum tal-
inn byggjast, að beit brygðist
ekki. Énda var hún óspart notuð.
Hvað smalamennsku snertir er
Gilsbakki erfið jörð, sérstaklega
dalurinn, einkum þegar fer að
frjósa, en jafnvel þótt frost sé
ekki í jörðu er ómögulegt að búa
hér fyrir menn, nema þeir geti
dálítið í klettum."
„Lappi, komdu heini“
Fjárbændur hafa löngum kunnað
að meta góða smalahunda. Hjör-
leifur Jónsson var engin undan-
tekning hvað það snerti. Hann átti
frábæran smalahund, sem Lappi
hét. Um þennan hund er til
merkileg frásögn af því þegar
hann hlýddi húsbónda sínum eft-
ir skipun í síma. Hjörleifur Krist-
insson segir frá:
„Þannig stóð á að nafni ætlaði
út á Krók. Hann fór ríðandi út í
Silfrastaði og Lappi með honum.
Þar varð Lappi eftir, og beið eftir
húsbónda sínum. Einhverra
hluta vegna atvikaðist það svo að
nafni fór með bíl til baka framyfir
Norðurá, og kom hundlaus heim.
Þá var sími nýlega kominn í
sveitina, og nafni hringdi í
Jóhannes heitinn á Silfrastöðum.
Bað hann Jóhannes um að láta
Lappa koma að símanum, og var
það gert. „Lappi, komdu heim,“
sagði nafni í símann. Lappi
hlýddi þegar, og kom skömmu
síðar heim. En ekki mun vera
mikið um að hringt hafi verið í
hunda.“
Tæknibylting í landbúnaði
Á millistríðsárunum varð tækni-
bylting í íslenskum landbúnaði,
þegar vélvæðingin hélt innreið
sína. Það var þó ekki fyrr en eftir
síðari heimsstyrjöldina sem
dráttarvélar og jeppar komust
almennt í bændaeign. Hjörleifur
var spurður um tækniþróunina
hvað þetta snerti í sveitinni og á
Gilsbakka sérstaklega.
„Fyrsta vélvæðingin var hesta-
sláttuvélin, og hestavélaöldin var
tímabil útaf fyrir sig. Eitt var það
sem nafni var ákaflega duglegur
og áhugasamur við, en það var að
stækka og slétta túnið. Hann stóð
sig vel í því verki, fyrst með
hestaverkfærum, en seinna stór-
virkari tækjum, þegar þau komu.
Þaksléttur voru til hér í sveit-
inn þegar ég kom, og jafnvel
beðasléttur, en sumar þaksléttur
voru beðasléttur. Fyrir utan það
þekktust ltka græðisléttur og
sáðsléttur. Græðisléttun var
þaunig að fyrst var plægt, valtað
og herfað en ekkert sáð. Landið
var síðan látið gróa upp af sjálfu
sér. Við þaksléttun var fyrst rist
ofan af, og gerðar laglegar
þökur. Því næst voru þúfurnar
jafnaðar og sléttaðar með skótlu,
þegar grasrótin var farin. Að lok-
um var landið þakið að nýju.
Þannig var landið næstum tilbúið
strax.
Seinna varð svo til alsiða að
notast við sáðsléttun, sem var
frábrugðin græðisléttun hvað það
varðaði að menn sáðu grasfræi
eftir að reiturinn var tilbúinn.
En hestasláttuvélarnar voru
auðvitað bylting frá orfslættin-
um. Nafni sló alla tíð nteðan
hann gat eitthvað með orfi og ljá,
líka eftir að vélarnar komu. Þá
sló hann meðfram skurðum og á
slíkum stöðum þar sem vélar
komust ekki að. Hann var ákaf-
lega nýtinn á slægjur, og mátti
alls ekki sjá neitt skilið eftir. Jón
faðir hans var þó jafnvel ennþá
magnaðri, því hann fór að slá
geira niðri í gili, setti í poka og
bar upp á bakkann. Mörgum
fannst þetta fulllangt gengið, en
hann sagði þá að þetta væri
skárra en að fara með betlipoka á
bakinu að vorinu á aðra bæi, til
að biðja menn að hjálpa sér með
hey.
Ég ntan ekki nákvæmlega hve-
nær fyrsta dráttarvélin kom
hingað, en það var rétt fyrir 1960
sem nafni eignaðist hluta í drátt-
arvél. Þeir eignuðust hana í félagi
hann og Oddur í Flatatungu. Þeir
áttu vélina til helminga, og hún
gekk á milli bæjanna. Þetta var
ensk vél, uppgerð, sem er hér
ennþá. Seinna eignaðist hann alla
vélina."
Horft frá Gilsbakka niður túnið að
ræktar.
í sjúkraflutningum og
ballferðum á gamla Willys
Hjörleifur Kristinsson átti lengi
Willys jeppa, en það var lengi
eina bifreiðin fyrir framan
Norðurá.
„Ég eignaðist Willys jeppa árið
1946, löngu áður en dráttarvélin
kom. Þá voru þeir kallaðir land-
búnaðarjeppar, og ég þurfti mik-
ið fyrir því að hafa að eignast
hann, því barist var um þá. Björn
Egilsson á Sveinsstöðum barðist
ntikið í því máli með mér. Lengi
vel var jeppinn eini bíllinn fyrir
framan Norðurá, og kont strax
inn í heyskapinn. Heyiö var dreg-
ið heim á honum, og hann eigin-
lega notaður sent dráttarvél hér á
Gilsbakka, þar sem því varö við
komið.
Á þessum árum var bensín-
skömmtun og naumt skammtað.
Ég fékk þá plagg frá Torfa hér-
aðslækni um að ég ætti að fá
bensín eftir þörfum, því jeppinn
mætti ekki verða bensínlaus af
öryggisástæðum, ef ná þyrfti í
lækni eða flytja mann.“
- Fólk hefur þá leitað til þín í
slíkum erindagjörðum.
„Já, það var gert, og einnig
lenti ég í sjúkraflutningum. Ég
flutti t.d. tvær konur héðan úr
sveitinni í sínar síðustu ferðir,
aðra til Akureyrar en hina til
Sauðárkróks. Líka var talsvert
um læknaferðir.
Ég var orðinn gamla Willys
ákaflega kunnugur, maður varð
að bjarga sér sjálfur því ekki
voru miklir peningar til að kosta
dýrar viðgerðir. Segja má að ég
hafi þekkt jeppann út og inn, fór
t.d. í mótorinn.
Ég hef því góða reynslu af
Willys og hef haldið því fram að
maður geti átt slíkan jeppa í
mörg ár áður en hann kemst að
því hvað jeppinn getur raunveru-
lega í torfærum. Oft er það kost-
ur við torfærubíl að hann sé lítill.
Svo keyrði ntaður á böllin, og
þá var ég stundum ólöglegur því
svo margir þurftu að fá að fara
nteð. Hæst komst ég í að vera
með ellefu í jeppanum í einu.
Fyrstu árin var jeppinn með
blæjum, og eiginlega var skárra
að vera með hann þannig í ball-
skógarreitnum sem Hjörleifur yngri
ferðunum því blæjurnar létu svo-
lítið undan. Seinna lét ég byggja
yfir hann, og það var mikill
munur, sérstaklega að vetrinum,
enda miðstöðin aldrei góð í
gamla Willys."
Á Gilsbakka fyrr og nú
- Hvernig var með aðdrætti og
samgöngur að Gilsbakka?
„Fyrsta átakið í að lagfæra veg-
inn hingað frameftir var gert til
að koma traktor sem búnaðar-
sambandið átti á bæina. Hann
var á járnhjólum, og var fenginn
til að slétta gamia túnið á Gils-
bakka. Þá var farið að breikka
gömlu hestagöturnar, þannig að
traktorar komust með naumind-
um um þær. Á hestavélaöldinni
var mikið flutt á hestakerrum á
bæina, og hleðslan miðuð við að
hesturinn rétt aðeins hefði það
upp bröttustu brekkurnar.
Ég ntan að ég var ákaflega feg-
inn og naut þess þegar jeppinn
kom, því þetta var ekki skemmti-
leg meðferð á hestunum. Drátt-
arhestarnir lentu oft í ntiklu erf-
iði, slátturinn var t.d. þrælerfið-
ur. eins og reyndar flest verkefni
þeirra."
- Var mikið af hrossum á Gils-
bakka?
„Nei, varla er hægt að segja
það. Hrossum var venjulega
komið eitthvað burt af bænum að
vetrinum, en í gamla daga, fyrir
mína tíð, tíðkaðist ekki að hafa
stóð hér frantmi í dölunum.
Tömdu hestunum var yfirleitt
komið á aðra bæi, neðar í sveit-
inni. Nafni var ekkert sérlega
gefinn fyrir hross, hann notaði
hesta eins og aðrir urðu að gera,
en ekki út yfir það. Hann var
kannski ekki mikill Skagfirðingur
að því leyti."
- Hvernig féllu nafna þínum
þær breytingar sem urðu í hans
tíð á landbúnaði og búskapar-
háttum?
„Ég veit að hann var ákaflega
ánægður nteð alla þá ræktun sem
varð. Túnin stækkuðu, heyfengur
óx og búin gáfu meira af sér.
Hann var ekki íhaldssamur hvað
tækni snerti, var t.d. einn af
fyrstu mönnum hér í sveit til að
Litadýrð í Jökulsá.
Frá Merkigili.