Dagur - 14.07.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 14. júlí 1990
„EG MAN FRA BERNSKUDÖGUM...
Hjörleifur Jónsson fæddist 2. ágúst
1890 að Gilsbakka í Austurdal. For-
eldrar hans voru Jón Jónsson, bóndi
þar, og s.k. hans, Aldís Guðnadóttir
frá Villinganesi. Jón var hagmæltur
mjög, og urðu sumar vísur hans
landskunnar. Hjörleifur Jónsson
andaðist snemma vors 1985. Hann
bjó alla tíð á Gilsbakka.
Á- Árið 1957 var reist nýtt íbúðarhús á Gilsbakka. Gamli bærinn var orð- y**'-
inn lélegur, og tæpast lengur not-
hæfur. Hjörleifur Kristinsson segir ; /JlBtii,i SS|
' . " þannig frá því þegar heimilisfólkið
flutti í nýja húsið: „Við fluttum inn *W7/ :£i‘" ^2
. á sumardaginn fyrsta. Ég man að
um kvöldið þann dag var nafni býsna lengi inni í gömlu baðstof- w || fl
|Éf|> " ^ # unni. Hann var að kveðja gamla
bæinn. Það var líka ómögulegt ann-
að en að sakna gömlu baðstofunnar, iVk/d r
1111^ i' þar var allt önnur stemmning sem
hvergi finnst í nýrri húsum.“ | |
mIiii 'i/!
fá sér útvarpstæki. Honum þótti
líka mikill fengur að símanum,
og mun hafa hjálpað til að knýja
á um hann. Þó var hann gætinn
og íhugull, og hljóp ekki strax á
eftir öllu tæknibrölti. Framfarir
kunni hann vel að meta.“
- Hvernig líst þér á framtíð
búskapar hér í sveitinni?
„Mér líst frekar illa á þau mál,
og sé ekki betur en búskapurinn
sé á hröðu undanhaldi. Ég er
ekki að kenna stjórnvöldum um,
þróunin er einhvern veginn
svona. Heimurinn er sífellt að
breytast. Eitt er það þó sem ég
verð alltaf sannfærðari um, og
það er að enginn skyldi reyna að
spá langt fram í tímann. Spádóm-
ar reynast oftast nær tóm vit-
leysa. Ég las einhvers staðar eftir
vitrum manni, að einkenni mann-
legrar hugsunar væri að hafa
rangt fyrir sér. Ég hallast sífellt
meira að því.
Nafni var ekki mikið gefinn
fyrir að spá í framtíðina, en ég
býst við að hann hafi talið, eins
og fleiri, að stöðugt væri hægt að
auka ræktun og framleiðslu. Öll
rök sýndust mæla með því, þjóð-
inni fjölgaði og hungur var víða í
heiminum. En það átti eftir að
fara á annan veg.“ EHB
Bókakynning:
Máttarorð
Nú er mikið rætt og ritað um heil-
brigt líferni og heilsurækt. Menn
skokka, taka lýsi, borða heilbrigð-
an mat og fara í heilsuræktar-
stöðvar og nudd. Allt er þetta í
hófi bæði gott og gagnlegt og
eykur líkamlega hreysti. Það
munu hafa verið forngrikkir sem
sögðu þessa skynsamlegu setn-
ingu: „Heilbrigð sál í hraustum
líkama.“ Lífsspeki þeirra var
skynsamleg, þeir gleymdu ekki
sálinni, gleymdu ekki andlegri
hlið mannsins. Hraustur líkami
er gagnslítill ef andlega hliðin er í
rusli. Vissulega bjóðast mönnum
ýmis andleg meðul sem sögð eru
til bóta, en mig langar til að
benda á það meðal sem mér hef-
ur gagnast best til andlegrar heil-
brigði, en það er boðskapur
Biblíunnar. Vegna þess að mörg-
um þykir boðskapur Biblíunnar
nokkuð strembinn og viðamikill
tel ég rétt að benda á litla bók
sem matreiðir þennan boðskap
og auðveldar okkur að njóta
hans. Henni er ætlað að vera
okkur til andlegrar heilsubótar.
Góðbók þessi nefnist Máttar-
orð og er eftir norskan prest og
rithöfund, Erling Ruud, en Bene-
dikt Arnkelsson hefur þýtt og
staðfært. Útgefandi er Fjölvaút-
gáfan og er bókin hin smekkleg-
asta í útliti, nokkuð þykk en í
handhægu vasabókarbroti. Og
vissulega þarf þessi bók að vera
handhæg vegna þess að hún er
hugsuð sem handbók. Hún hefur
að geyma trúarlegan boðskap
byggðan á Biblíunni, eina hug-
leiðingu fyrir hvern dag. Hug-
leiðing hvers dags ársins nær yfir
eina blaðsfðu, enda er bókin 380
síður. Hver hugleiðing er þannig
byggð upp að fyrst er stutt dæmi-
saga úr daglega lífinu, þá útlegg-
ing hennar, Biblíuvers um sama
efni og loks eitt sálmavers. Hefur
þýðandinn valið íslensk sálma-
vers af mikilli smekkvísi. Allt
tengist þetta sama efninu, hug-
leiðingarefni dagsins.
Sem dæmi um uppbyggingu
hugleiðinganna má nefna 18.
nóvember. Þá er sagt frá fár-
veikri konu sem spurð var að því
hvort hún kysi fremur að lifa eða
deyja. „Eins og Guð vill,“ svar-
aði hún. „En ef Guð léti þig
ráða? Hvort mundir þú þá
velja?“ Hún svaraði: „Ég mundi
fela honum að velja fyrir mig."
Þessi dæmisaga er síðan notuð
sem inngangur að Biblíutextan-
um úr sálmi 37: „Fel Drottni
vegu þína og treyst honum, hann
mun vel fyrir sjá." Hugleiðing-
unni er svo lokið nteð erindi
Friðriks Friðrikssonar:
Drottinn Guð, þig dái ég.
Dýrðarínnar bjarta veg
gafst þú mér að ganga.
Veit mér ungum visku og náð,
vaxtarkraft og heilnæm ráð.
Lát mig til þín langa.
Nafn bókarinnar, Máttarorð,
bendir til þess að orð hennar hafi
mátt, kraft. Boðskapur Biblíunn-
ar felur í sér mikinn kraft, Guð
getur gert kraftaverk einnig á nú-
tímamanninum. Ég get þess hér að
Sögufélag Eyfirðinga:
Tímaritið Súlur
Norölenska tímaritið Súlur er
komið út, 30. hefti 1990, og er
þetta sautjándi árgangur tíma-
ritsins. Ritstjóri og ábyrgðar-
maður er Arni J. Haraldsson.
Ur - B “í?
y □□ □SLviHr, Rvr
GISTIHÚSIÐ FRUMSKÓGAR
HVERAGERÐI
S 98-34148
98-34280 Ferðaþjónusta Suðurlandsi
Gisting ★ Sumarhús
Tímaritið er selt til áskrifenda
og einnig er hægt að fá það
keypt hjá Skjaldborg, Hafnar-
stræti 75.
Meðal efnis í Súlurn er ritgerð
um Hrísey, frásögn af hópferð
hestamanna 1976, gömul bréf,
þulur og kvæði, frásögn af dular-
fulluin atburði og grein um hag-
yrðinginn á Hamri.
Það er Sögufélag Eyfirðinga
sem gefur Súlur út og í stjórn
félagsins sitja: Guðmundur
Steindórsson, formaður, Þórgnýr
Þórhallsson, gjaldkeri. Hörður
Jóhannsson, ritari, Birgir Þórðar-
son, meðstjórnandi, og Haraldur
Hannesson, meðstjórnandi. SS
Þriðja tölublað Þroska-
hjálpar 1990 komið út
framan að margir taka lýsi dag-
lega eða þjálfa líkamann reglu-
lega. Á sama hátt held ég að bók-
in Máttarorð sé öllum mönnum
gagnleg fyrir heilbrigði sálarinn-
ar, en með hennar hjálp getum
við kynnst reglulega og daglega
ákveðnum skammti kristins boð-
skapar sem fólginn er í Biblíunni.
Ég nefndi þessa litlu bók
handbók. Menn telja gagnlegt að
hafa landakort eða að minnsta
kosti Vegahandbókina í bílnum
þegar ferðast er um landið. Ég tel
ekki síður nauðsynlegt að hafa
Biblíuna við hendina á ævivegum
okkar, og bókin Máttarorð er
einskonar „Vegahandbók“ byggð
á Biblíunni.
Bjarni E. Guðleifsson.
Tímaritið Þroskahjálp 3. tölu-
blað 1990 er komið út. Útgef-
andi er Landssamtökin Þroska-
hjálp.
í þessu tölublaði kynnumst við
samskipan fatlaðra og ófatlaðra
forskólabarna og því hve miklum
árangri er hægt að ná þegar sam-
an fer áhugi, þekking og kunn-
átta. Dagheimilið Ösp var heim-
sótt og rætt við Jónínu Konráðs-
dóttur forstöðukonu. Þá skýra
foreldrar tveggja snáða sem eru á
Öspinni frá viðhorfum sínum og
einnig fleiri sem koma við sögu.
Helga Veturliðadóttir sem hef-
ur 30 ára reynslu af umönnun
barna segir frá reynslu sinni og'
kemur margt athyglisvert fram
hjá henni. Hún hefur alið upp 11
börn á fjölskylduheimili og finnst
að slík heimili eigi enn rétt á
sér.
Af öðru efni má nefna erindi
um væntingar foreldra eftir
Guðmund Ragnarsson sem hann
flutti nýlega og þýdda grein um
Downs syndrom og heyrnarmein.
Þá er skýrt frá skólaslitum
Þroskaþjálfaskóla fslands og
nokkrir þroskaþjálfar teknir tali
þar sem spáð er í framtíðina.
Spjallað er við einn af umræðu-
hópum þroskaheftra og segja
fulltrúar opinskátt frá reynslu
sinni úr daglegu lífi.
Tímaritið Þroskahjálp kemur
út sex sinnum á ári. Það er sent
áskrifendum og fæst í lausasölu í
bókabúðum, á blaðsölustöðum
og skrifstofu samtakanna að
Suðurlandsbraut 22.
Æskulýðsmót í
hestajþróttum
fyrirhugað á
Melgerðismelum
Fyrirhugað er að halda æsku-
lýðsmót í hestaíþróttum með
þátttöku krakka og unglinga á
Norðurlandi eystra á Melgerð-
ismelum 20.-22. júlí nk.
Þau sem vilja taka þátt í mót-
inu skrái sig hjá Guðrúnu í síma
23862 í síðasta lagi á sunnudag
15.7. Hún veitir einnig nánari
upplýsingar.
Útgáfufyrirtækið Fróði:
Handbók fyrir silungsveiðimenn
Útgáfufyrirtækið Fróði hefur
sent frá sér Vatnahandbókina
eftir Guðmund Guðjónsson.
Þetta er 2. útgáfa bókarinnar
en fyrsta útgáfa seldist up^á
skömmum tíma. *
Vatnahandbókin geymir upp-
lýsingar um silungsveiðivötn og
silungsveiðiár á íslandi. Lýsing er
á vötnunum og veiðistöðum og
upplýsingar um hvar unnt er að
fá leyfi keypt.
Bókin skiptist í nokkra meg-
inkafla. í fyrstu köflunum er
fjallað um lifnaðarhætti íslensku
vatnafiskanna. Þá eru kaflar um
meðferð afla, umgengni á veiði-
stöðum, meðferð báta og þann
útbúnað sem nauðsynlegt er að
hafa með sér í veiðiferðina. í
meginkafla bókarinnar er annars
vegar fjallað um stærstu veiði-
vötn landsins og veiðiárnar og
eru loftljósmyndir af þeirn
flestum. Hins vegar er umfjöllun
um minni árnar. JÓH
Gronn-námskeiðið á Vopnafírði
Grpnn er nú á hringferð um land-
ið með námskeið fyrir ofætur
(bæði karla og konur) sem vilja
hætta ofáti. Ofát getur falist í því
að borða of lítið eða mikið og
óreglulega. Við lítum á ofát sem
sjúkdóm, fyllilega santbærilegan
við alkóhóhsma. Aðferðirnar
sem við beitum til að öðlast frelsi
frá ofátinu eru því á margan hátt
líkar þeim aðferðum sem S.Á.Á.
beita á alkóhólisma.
Staðirnir sem orðið hafa fyrir
valinu í þessari ferð, ráðast af því
að þaðan hafa komið fyrirspurnir
og einstaklingar hafa beðið um
námskeið á staðinn. Sumarið er
nú allt skipulagt og ekki er hægt
að bæta fleiri námskeiðum inn
fyrr en í haust.
Námskeið verður haldið í
Félagsheimilinu Miklagarði á
Vopnafirði sunnudaginn 22. júlí
kl. 947 ásamt dögunum 23., 24.
og 25. júlí. (3 klst. hvert kvöld).
Alls stendur það yfir í u.þ.b. 16
klst. og þátttökugjald er 6000 f.
manninn.
Kynningarfundur verður hald-
inn í Félagsheintilinu Miklagarði
mánudaginn 16. júlí kl. 21. Hann
stendur í u.þ.b. klukkustund og
er aðgangur ókeypis. Skráning á
námskeiðið fer fram á fyrirlestr-
inum og mikilvægt er að væntan-
legir þátttakendur mæti á fyrir-
lesturinn til að námskeiðið nýtist
þeim til fulls. Leiðbeinandi er
Axel Guðmundsson sem sjálfur
er ofæta og hefur náð góðum
árangri í baráttunni við sjúkdóm-
inn. (Fréttatilkynning)