Dagur - 14.07.1990, Qupperneq 18
18 - DAGUR - Laugardagur 14. júlí 1990
poppsíðan
Jeff Healey:
Gítarsnillingur í
orðsins fyllstu merkingu
Því er haldið fram að fólk sem
orðið hefur svo ógæfusamt að
fæðast sjón- eða heyrnarlaust,
eða orðið fyrir því að missa ann-
aðhvort sjón eða heyrn einhvern-
tímann á lífsleiðinni, sé næmara
tilfinningalega fyrir snertingu en
þeir sem hafa óskerta sjón eða
heyrn. í stað auga og/eöa eyrna
eru hendurnar skynfærið sem
verður til að tjá og túlka umhverf-
ið ofan á hið hefðbundna hlut-
verk þeirra.
Þessi kenning á svo sannar-
lega við um hinn tuttugu og fjög-
urra ára blinda gítarleikara frá
Toronto í Kanada, Jeff Healey.
Healey sem missti sjónina um
eins árs aldur eignaðist sinn
fyrsta gítar aðeins þriggja ára
gamall og byrjaði þá þegar að
læra á hann.
í fyrstunni lék hann á hefð-
bundinn hátt á gítarinn en tilfinn-
ing hins blinda var óþægileg og
því ákvað Healey að setja gítar-
inn í kjöltu sér og leika á hann
þannig. Hefur þessi spilháttur
auk hinna ótvíræðu hæfileika
vakið gífurlega aðdáun á Healey
og eftir útkomu fyrstu plötunnar
hans See the Light 1988 voru
plötugagnrýnendur ekki að spara
hrósyrðin. „Ný gítarstjarna
fædd“, „Annar Jimi Hendrix" og
víðlíka umsagnir sáust og eldri
gítargoð á borð við B.B. King og
Stevie Ray Vaughan áttu vart orð
til að lýsa hrifningu sinni á
Healey.
Nú er Jeff Healey kominn með
sína aðra plötu Hell to Pay. Er
skemmst frá því að segja að mik-
il breyting hefur átt sér stað frá
See the Light. Á henni var það
blúsinn sem aö mestu réð
ríkjum, upptakan var í einfaldara
lagi og ekki of miklu kostað til við
hana sem þó engan veginn kom
niður á gæðum plötunnar.
En á Hell to Pay er sem sagt
um mikla breytingu að ræða. Hafi
See the Light verið blúsplata þá
er hell to Pay rokkplata, og það í
kröftugara lagi.
Sem fyrr eru Joe Rockman
bassaleikari og Tom Stephen
trommuleikari meðbræður
Healeys í hljómsveitinni en auk
þeirra spila á plötunni ekki
ómerkari gestir en Mark
Knopfler, George Harrison og
Jeff Lynne (fyrrum höfuðpaur
ELO).
Þeir tveir fyrrnefndu eiga sitt-
hvort lagið, Knopfler nýtt lag sér-
staklega samið handa Healey I
think I love you too much sem er
hreint frábært blúslag og Healey
fer á kostum í og er ásamt titillag-
inu og Full Circle besta lag plöt-
unnar, Harrison leggur hins veg-
ar til gamla lagið sitt While my
guitar gently weeps og leikur á
kassagítar ásamt Lynne í því.
í heild má segja að Hell to Pay
nái að fylgja See the Light eftir
þrátt fyrir að eiga fátt sameigin-
legt með henni þó telja verði See
the Light jafnbetri.
En fyrir Jeff Healey sjálfan
verður Hell to Pay að enn frekari
staðfesting á snilli hans sem gít-
arleikara og þá fer honum fram
sem söngvara. Það er því full
ástæða að mæla með Hell to
Pay við þá sem ekki þekkja Jeff
Healey nú þegar, hinir sem það
aftur á móti gera eru nær örugg-
lega búnir að næla sér í gripinn.
Að lokum er rétt að geta þess
að auk þessara tveggja platna
hefur Jeff Healey Band komið
fram í myndinni Road House og
á plötu sem gefin var út með tón-
listinni úr henni á hljómsveitin
fjögur lög hvert öðru betra.
i
L
Jeff Healey ásamt félögum sínum.
Hittog
þetta
Jon Bon Jovi
Fyrir allnokkru skýrði poppsíðan
frá því að léttþungarokkssveitin
Bon Jovi væri hætt vegna inn-
byrðis deilna.
Nú hefur hins vegar forsprakk-
inn sjálfur Jon Bon Jovi kveðið all-
ar dauðafregnir í kútinn og segir
þær kjaftasögur einar enda hafi
það verið breska dagblaðið The
Sun sem fyrst kom með fréttina,
en það blað er ekki beinlínis
þekkt fyrir áreiðanleika.
Annars er það að frétta af Bon
Jovi sjálfum að hann hefur haft í
nógu að snúast síðan Bon Jovi
(hljómsveitin) tók sér frí fyrir all-
nokkru. Hann hefur m.a. verið að
dunda sér við kvikmyndaleik eins
og svo margir tónlistarmenn aðrir
nú um stundir, en hann kemur
Living Colour á leiðinni með nýja plötu.
fram í litlu aukahlutverki í mynd-
inni Young Gods II sem sýningar
hefjast bráðlega á. Auk þess hef-
ur hann síðan samið fjögur lög
fyrir myndina sem munu ásamt
sex öðrum lögum koma út á sól-
óplötu sem kappinn ætlar að
senda frá sér í ágúst. Mun hún
nefnast Blaze of Glory, eftir einu
laganna úr myndinni.
George Michael
Hinn grískættaði hjartaknúsari
George Michael er nú aftur kom-
inn á kreik eftir um þriggja ára
hlé.
Mun hann senda frá sér nýtt
lag, Playing for time í byrjun
næsta mánaðar og nýja plötu,
Listen without prejudice í sept-
ember, þá fyrstu síðan Faith kom
út árið 1987.
Síðast en ekki síst mun ævi-
saga Michaels koma út um líkt
leyti og platan og kallast hún ein-
faldlega Bare (Ber) og verður
væntanlega „bersögul" í meira
lagi ef marka má heitið.
Duran Duran
Meðlimir Duran Duran rembast
enn við að halda í þá ofurfrægð
sem hljómsveitin hlaut á fyrstu
árum níunda áratugarins. Það
gengur þó ekki áfallalaust fyrir
sig því nýlega veiktist hljóm-
borðsleikarinn Nick fíhodes alvar-
lega af völdum of mikils álags við
vinnu að nýju myndbandi hljóm-
sveitarinnar.
Er af þessum sökum mikil
vinna farin fyrir lítið og rúmlega
átta þúsund pund töpuð. En þrátt
fyrir þetta hyggst hljómsveitin
senda frá sér nýtt lag nú seinna í
mánuðinum sem kallast Ifiolence
of Summer og verður það á nýrri
plötu, Liberty sem út kemur 20.
ágúst.
Umsjon:
Magnús Geir
Guömundsson
The Bunnymen
Eftir að forsprakkinn lan McCulloch
sagði skilið við Echo and the
Bunnymen hefur lítið farið fyrir
eftirlifandi meðlimum hljómsveit-
arinnar. Nú eru hins vegar félag-
arnir í The Bunnymen byrjaðir að
vinna að nýrri plötu og er sagt að
upptökustjóri verði e.t.v. enginn
annar en Geoff Emerick sem var
útsetjari á meginþorra efnis sem
The Beatles sjálfir tóku upp.
Bo Diddley
Blúsaðdáendur hafa ástæðu til
að kætast bráðlega því að á veg-
um MCA útgáfunnar verður gef-
inn út heljarmikill kassi meö
blúsjöfrinum Bo Diddley nú í
sumar.
Er um að ræða samtals 45 lög
sem Diddley hljóðritaði fyrir Chess
útgáfuna en þar af eru níu lög
sem aldrei hafa heyrst áður auk
nokkurra annara sem ekki hafa
komið á plötu.
Donald Fagan
Gömlu félagarnir Donald Fagan og
Walter Backer sem eitt sinn skip-
uðu dúettinn Steely Dan eru enn
og aftur farnir að starfa saman.
Þó er ekki um að ræða endurlífg-
un Steely Dan heldur samstarf við
vinnu á nýrri sólóplötu Fagans.
Munu margir eflaust bíða
spenntir eftir þessari nýju plötu
Fagans og verður fróðlegt að sjá
hvort hún nær að slaga upp í
meistarastykkið hans Nightfly, en
sú plata þykir vera ein besta með
fullorðinspoppi á níunda ára-
tugnum.