Dagur - 19.07.1990, Side 1
73. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 19. júií 1990
136. tölubiað
„Bijáluð“ ufsaveiði
að undanförnu
Forsætisráðherra-
hjón frá Iiechten-
stein í heimsókn
feaffið
hressir
Biuua
við Grímsey
Mikil ufsagengd virðist nú vera
við Grímsey, og hafa bátarnir
verið að fá mjög góðan afla
undanfarna dag. Á mánudag
og þriðjudag hefur löndun
numið allt að 40 tonnum, en
ufsinn er smár. M.a. landaði
oddvitinn, Þorlákur Sigurðs-
son, rúmlega fjórum tonnum á
þriðjudag. Eitthvað hefur þó
fengist af þorski.
Þorsteinn Orri verkstjóri hjá
Fiskverkun KEA segir að ufsinn
og aðrar tegundir en þorskur fari
allar með ferjunni til Hríseyjar
þar sem ufsinn fer í frystingu og
saltflök. Á þriðjudag tók ferjan
um 40 tonn sem fóru til vinnsíu i
Frystihúsi KEA í Hrísey. Níu
skólabörn hafa vinnu hjá Fisk-
verkun KEA, og byrjar vinnu-
dagurinn oft klukkan sex á
morgnana og lýkur upp úr
Siglufjarðarskarð:
Umferð
fólksbfla
byrjuð
Samkvæmt upplýsingum frá
lögrcglunni á Siglufirði eru
fólksbílar byrjaðir að fara
yfir Siglufjarðarskarð, og er
það miklu fyrr en bjartsýn-
ustu menn þorðu að vona.
Upphaflega héldu menn að
aðeins jeppar gætu farið um
skarðið í sumar.
Eins og kom fram í blaðinu
sl. þriðjudag er mokstri nýlok-
ið í skarðinu. Þá var sagt að
vegurinn um skarðið yrði fær
fyrir jeppaumferð eftir tvær til
þrjár vikur en þau orð eru fyr-
ir bí, ef marka má upplýsingar
lögreglunnaráSiglufirði. -bjb
hádegi, en stundum er unnið
lengur.
Um þrjátíu bátar, allir undir 10
tonn að stærð, eru á veiðum við
eyjuna og er um helmingur þeirra
heimabátar. Hinir eru flestir af
Eyjafjarðarsvæðinu en einn kem-
ur úr Reykjavík. Flestir þessara
báta eru með DNG-færarúllur,
og er almenn ánægja og hrifning
með þær.
Verð á ufsa er hins vegar mjög
lágt nú, og hefur verðið farið nið-
ur í tæpar 10 krónur á fiskmörk-
uðunum, svo sjómenn hafa verið
að vonast eftir þverrandi ufsa-
göngu en að sama skapi vaxandi
þorskgengd.
í sumar hefur verið rekinn
greiðasala í Félagsheimilinu
Múla þar sem hægt hefur verið
að fá kevpta létta rétti, og sér
Irma Ingimarsdóttir frá Dalvík
um þann rekstur í sumar. Tals-
verð aukning hefur verið á ferða-
mannastraumnum til Grímseyjar
í sumar, aðallega með tilkomu
nýju ferjunnar, Sæfara, en ferjan
stansar í þrjá tíma meðan farþeg-
ar sem ekki hafa næturgistingu
skoða sig um. Fjölgun erlendra
ferðamanna er áberandi. GG
Hugleiðsla á hringtorgi!
Mynd: Kl.
Forsætisráðherrahjón smárík-
isins Liechtenstein, Hans og
Bernadette Brunhart, eru
stödd hér á landi í opinberri
heimsókn og í gær brugðu þau
sér norður í S-Þingeyjarsýslu
og kynntu sér þingeyska nátt-
úrufegurð í dýrðlegu þing-
eysku veðri. Með í för voru
m.a. íslensku forsætisráð-
herrahjónin, Steingrímur Her-
mannson og Edda Guðmunds-
dóttir.
Brunhart-hjónin flugu með
flugvél Flugmálastjórnar norður
á Aðaldalsflugvöll snemma í
gærmorgun. Þaðan var m.a.
haldið í Alviðru, Dimmuborgir,
Mývatnssveit og Námaskarð.
Hádegisverður var snæddur í
Hótel Reynihlíð og að því búnu
var haldið að Laxárvirkjun, áður
en flogið var aftur suður á
bóginn.
Tveir aðstoðarmenn forsætis-
ráðherrahjónanna, Willy Andrea
og Roland Marxer, voru í fylgd-
arliði þeirra í gær. Af íslenskum
gestum í ferðinni má nefna
Guðmund Benediktsson, ráðu-
neytisstjóra í forsætisráðuneytinu
og konu hans Kristínu Claessen
og Helgu Jónsdóttur, skrifstofu-
stjóra í forsætisráðuneytinu og
mann hennar Helga H. Jónsson,
fréttamann. óþh
Iðnþróunarfélagi Þingeyinga breytt í hlutafélag:
Hefur tekíð ujip samstarf
við erlent ráðgj afafyrirtæki
Til stendur að breyta Iðnþró-
unarfélagi Þingeyinga í hluta-
félag og af því tilefni hefur
Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi
Þingeyinga, sent sveitarfélög-
fyrirtækjum og einstakl-
um,
Húsnæðismál á Húsavík:
Búseti og bærinn í eina sæng?
Húsavíkurbæ var úthlutað á
þessu ári 8 íbúðum úr félags-
lega íbúðakerfinu og Búseta
var úthlutað 5 íbúðum, en
framkvæmdir við þessar íbúðir
eru ekki hafnar. Búseti hefur
óskað eftir raðhúsalóð undir
sínar íbúðir en lítið framboð
mun vera af nýjum lóðum af
því tagi á Húsavík.
Bjarni Þór Einarsson, bæjar-
stjóri, sagði að undirbúningur
framkvæmda á íbúðunum 8 sem
fengust í ár væri á lokastigi en
tafir hafi orðið í stjórnkerfinu.
Ný húsnæðisnefnd er að taka til
starfa á Húsavík, eins og víðar
annars staðar, og tekur við af
stjórn verkamannabústaða, sem
lögð er niður.
Um síðustu áramót var lokið
við byggingu 12 félagslegra íbúða
á Húsavík í einni blokk og sagði
Bjarni að fyrirhugað væri að
hefja byggingu annarar slíkrar
blokkar. „Vandamálið er að í
blokkinni verða 12 íbúðir en við
fengum bara 8 á þessu ári. Annað
hvort munum við fá Búseta í
samvinnu með okkur, eða þá að
ná samningum við Húsnæðis-
stofnun um að deila þeim áföng-
um sem við gerum á þessu ári
niður á 8 íbúðir í staðinn fyrir 12
og bæta við fjórum íbúðum á
næsta ári, sem við fáum vonandi
úthlutað,“ sagði Bjarni og bætti
við að það yrði verkefni nýrrar
húsnæðisnefndar að leysa þetta
mál á næstu dögum.
Mikið er um byggingar einbýl-
ishúsa hjá einstaklingum á Húsa-
vík í dag og sagði Bjarni að ekki
hafi svo mörg hús verið í bygg-
ingu í nokkur ár. -bjb
ingum í sýslunni og stofnunum
beiðni um aðild að hlutafjár-
sjóði. Þessir aðilar hafa þessa
beiðni nú til umræðu og í sam-
tali við blaðið sagðist Ásgeir
ekki hafa orðið var við annað
en jákvæð viðbrögð. Eftir
breytinguna mun félagið heita
Atvinnuþróunarfélag Þingey-
inga hf.
Ásgeir sagði að ástæðan fyrir
því að Iðnþróunarfélaginu ætti
að breyta í hlutafélag, væri til að
það gæti sjálft tekið þátt í þeim
verkefnum sem félagið vinnur
að. „Hlutafjársjóðurinn er hugs-
aður sem nokkurs konar áhættu-
sjóður til að lyfta undir alls konar
þróunarstarfsemi, nýstofnun
fyrirtækja og fleira," sagði Ás-
geir.
Til að byrja með á hlutafjár-
sjóðurinn að standa í 7 milljón-
um króna og hefur Húsavíkurbær
verið beðinn um tveggja milljón
króna hlut. Fram að þessu hefur
starfsemi Iðnþróunarfélagsins
verið fjármögnuð með samstarfs-
samningum við sveitarfélög, fé-
lagsgjöldum, ríkisframlagi,
styrkjum og fieiru.
Eitt stærsta verkefni Iðnþróun-
arfélagsins hefur verið auðlinda-
og staðháttakönnun í Þingeyjar-
sýslum. Könnunin fer m.a. fram
á hæfni og getu vinnuafls, vinn-
anlegum jarðefnum, orkusvæð-
um, beitarlöndum og náttúru
héraðsins í sambandi við ferða-
mennsku. í tengslum við þetta
verkefni hefur félagið tekið upp
samband við erlenda ráðgjafa-
skrifstofu sem sérhæfir sig í ráð-
gjöf í staðsetningum fyrirtækja
sem eru flytja sig til, auka starf-
semi sína eða komast að ein-
hverju nýju.
Hugmyndin er sú að láta þessa
ráðgjafaskrifstofu fá staðhátta-
lýsingu til handa umbjóðendum
sínum svo þeir geti metið hvort
Þingeyjarsýslur henti til að koma
þar upp starfsemi á því sviði sem
fyrirtækin eru á. Að sögn Ásgeirs
er von á manni frá ráðgjafaskrif-
stofunni hingað til lands í næsta
máriuði til að skýra málið betur
fyrir heimamönnum. Skrifstofan,
sem er alþjóðleg, er með mörg
stórfyrirtæki á sínum snærum og
hefur hún verið með í ráðum um
staðsetningar fjölmargra fyrir-
tækja, og er starfsemi þeirra met-
in á 2100 milljarða króna síðustu
29 ár í Evrópu einni saman. -bjb
Skagaflörður:
Þrettán km klæddir
- byrjað í þessari viku
Á næstu vikum verður lögð
kiæðning á samtals um 13 km í
Skagafirði. Byrjað verður á
Hólum í Hjaltadal í þessari
viku og síðan farið í Skaga-
fjarðarveg fram í Lýtingsstaða-
hreppi og endað á nýja Blöndu-
hlíðarveginum. Það er Borgar-
verk frá Borgarnesi sem vinnur
verkið.
Lagt verður á um einn km á
Hólastað og eru það götur stað-
arins sem fá þá klæðningu. Á
Skagafjarðarveg verður lögð 1.7
km löng klæðning frá Varmalæk
að Svartá. Frá Héraðsdalsvega-
mótunum og inn að Mælifellsánni
verður síðan sett malarslitlag í
næstu viku. Blönduhlíðarklæðn-
ingin verður um 10 km löng og
vonast er til að'lokið verði við
þann kafla fyrir Verslunarmanna-
helgi svo að hægt verði að nýta
hann í þá miklu umferð sem þá
fer um fjörðinn.
Útboð á þessum klæðningar-
pakka fór fram í vor og átti Borg-
arvirki lægsta tilboðið sem hljóð-
aði upp á 13,1 milljón króna.
Ætlunin er að þeir byrji að klæða
áður en þessi vika er liðin. SBG