Dagur - 19.07.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 19. júlí 1990
Bílarnir eru mikið skemmdir og verða vart á götum bæjarins í bráð. Myndir: kl
Tveir árekstrar á tveim dögum á mótum Hrafnagilsstrætis og Þórunnarstrætis:
Uppsetning umferðarljósa ekki á dagskrá
- segir Gunnar Jóhannesson, verkfræðingur hjá Akureyrarbæ
skákmót
Sumarhraðskákmót Skákfé-
iags Akureyrar verður haldið í
skákheimilinu við Þingvalla-
stræti föstudagskvöldið 20. júlí
og hefst keppni kl. 20.00.
Eins og fram hefur komið sigr-
aði sveit Skákfélags Akureyrar
undir merkjum Ungmennafélags
Akureyrar á Landsmóti UMFÍ.
Sveitin vann þar með Faxabikar-
inn sem keppt hefur verið um
síðan 1969. Þessi bikar verður til
sýnis í skákheimilinu.
Sveit UFA sigraði í skákkeppni
landsmótsins með 20 vinninga,
fjórum vinningum meira en
næsta sveit. Aðrar norðlenskar
sveitir stóðu sig einnig vel. Ung-
mennasamband Austur-Húnvetn-
inga og Ungmennasamband
Eyjafjarðar fengu 13,5 vinninga
hvor sveit og lentu í 5.-6. sæti.
Sveit Héraðssambands Suður-
Þingeyinga fékk 9 vinninga. SS
Collins skákmótið:
Ágætur árangur
hjá Örvari
Unglingar frá íslandi voru að
tefla á dögunum við jafnaldra
sína í Bandaríkjunum. Þessi
landskenpni er kennd við
Collins, þjálfara Fischers, og
leiða 12 manna sveitir unglinga
saman hesta sína í fjórfaldri
umferð.
Leikar fóru þannig að sveit
Bandaríkjamanna sigraði með 29
vinningum gegn 19. Einn Akur-
eyringur var í íslensku sveitinni,
Örvar Arngrímsson, og tefldi
hann á 6. borði.
Örvar náði bestum árangri
íslendinganna í landskeppninni
og fékk 3Vi vinning af 4 möguleg-
um. SS
Harður árekstur varð á gatna-
mótum Hrafnagilsstrætis og
Þórunnarstrætis á Akureyri á
tíunda tímanum í gærmorgun.
Sendiferðabfll og fólksbíll
skullu saman og eru báðir bíl-
arnir mikið skemmdir. Öku-
menn bílanna og farþegi í
fólksbflnum voru fluttir á
slysadeild, en ekki fengust
upplýsingar um meiðsli þeirra í
gær.
Svo undarlega vildi til að á
þessum gatnamótum varð einnig
árekstur í fyrradag. Þetta vekur
því spurningar um hvort tíðni
árekstra á þessum gatnamótum
sé óvenjulega há og hvort ekki sé
ástæða til að setja þar upp
umferðarljós, ef þau kynnu að
fyrirbyggja frekari slys. Ólafur
Asgeirsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn, sagði það tilviljun að
þarna hefðu orðið tveir árekstrar
á tveim dögum, en staðreyndin
væri sú að síðustu ár hefði tíðni
umferðarslysa þar ekki verið
áberandi há.
Fyrir nokkrum árum var stöðv-
unarskyldu á umræddum gatna-
mótum breytt í þá veru að nú ber
ökumönnum sem keyra Hrafna-
gilsstræti að virða stöðvunar-
skyldu. Áður átti Hrafnagils-
stræti réttinn. Ólafur segir að
þessi breyting á sínum tíma hafi
ruglað margan í ríminu og tíðni
slysa á gatnamótunum hafi hækk-
að tímabundið. Hann sagði að
rökin fyrir því að ekki væri sett
upp umferðarljós á þessum
gatnamótum hefðu verið að
umferð væri þar of lítil. „Hins
vegar hefur hún aukist, til dæmis
vegna tilkomu Verkmenntaskól-
ans og þá fara starfsmenn Fjórð-
ungssjúkrahússins í auknum mæli
þarna um,“ sagði Ólafur.
Gunnar Jóhannesson, verk-
fræðingur hjá Akureyrarbæ, seg-
ir ekki á dagskrá hjá bænum að
setja upp umferðarljós á marg-
nefndum gatnamótum. „Menn
hafa velt þessu fyrir sér, en hins
vegar er umferð þarna talin það
lítil að umferðarljós þarna
í frumvarpi til laga um leik-
skóla, sem menntamálaráð-
herra lagði fram á Alþingi sl.
vetur, er gert ráð fyrir mikilli
aukningu leikskólarýmis í
landinu á næstu 10 árum. Er
gert ráð fyrir að bæta þurfí við
milli 4 og 5 þús. heilsdagsrým-
um og verði heilsdagsrými þá
rúmlega 10 þúsund.
Ein forsenda þess, að mark-
miðið náist er stóraukin fjöldi
þeirra, sem lýkur fóstrunámi.
Nefndin, sem samdi áðurnefnt
frumvarp, gerði ráð fyrir 10 ára
átaki til að fjölga fullmenntuðum
fóstrum.
Meðal þeirra úrræða, sem
nefndin lagði til, er dreifð og
sveigjanleg fóstrumenntun, en
þar er átt við menntun sem unnt
er að stunda víða á landinu og
hefur verið ákveðið að hefja
undirbúning slíks náms. Mennta-
málaráðuneytið hefur skipað
nefnd til að annast undirbúning-
inn og gert er ráð fyrir að námið
geti hafist á haustönn 1991.
Gyðu Jóhannsdóttur, skóla-
stjóra Fósturskóla íslands og
þremur kennurum skólans hefur
verið falinn undirbúningurinn og
með þeim mun starfa Berit
Johnse, cand.polit., sem ráðin
hefur verið í hlutastarf.
í frétt frá menntamálaráðu-
neytinu segir að gert sé ráð fyrir
að dreifð og sveigjanleg fóstru-
menntun verði sambærileg að
innihaldi við hefðbundið fóstru-
nám á hverjum tíma. Námið
verði skipulagt í námskeiðum/
myndu vera til skaða frekar en
hitt,“ sagði Gunnar. Hann sagði
að við uppsetningu umferðar-
ljósa væri miðað við ákveðna lág-
marksumferð og í þessu tilfelli
væri umferðin langt fyrir neðan
viðmiðunarmörkin. óþh
áföngum. Verði það í formi stað-
bundinnar kennslu og fjar-
kennslu og einnig sé gert ráð fyrir
möguleika á námssamningum:
1. Staðbundin kennsla fari
fram í eina eða fleiri vikur í einu
utan Reykjavíkur eða í Reykja-
vík ef henta þykir. Gert er ráð
fyrir að námið fari fram þar sem
flestir þátttakendur búa hverju
sinni.
2. Fjarkennsla fari fram í formi
símasambands, bréfaskipta,
tölvutengsla og e.t.v. með hljóð-
og myndblöndun.
3. Námssamningur: nemendur
geti lokið ákveðnum verkefnum
samkvæmt samningi við skólann.
Um getur verið að ræða minni
eða stærri verkefni sem nemend-
ur vinna sjálfstætt eða í sam-
vinnu. Gert er ráð fyrir að
aðgang að náminu hafi þeir sem
starfandi eru á dagvistarstofnun-
um og aðrir, sem áhuga hafa á að
afla sér fóstrumenntunar. Inn-
tökuskilyrði yrðu sveigjanleg og
hver einstaklingur metinn í ljósi
menntunar sinnar og reynslu.
Námslengd verður mismun-
andi eftir einstaklingum og fer
eftir því hvaða nám þeir hafa
stundað áður. Fóstrunám er nú
þrjú ár.
Nefndin lagði til að starfsmenn
dagvistarstofnana, sem taka vilja
þátt í náminu fái leyfi á launum
a.m.k. á þeim tíma, sem stað-
bundna námið fer fram og einnig
er talið mikilvægt að dagleg
vinnuskylda verði eitthvað styttri
en hjá fólki í fullu starfi.
UNNUMto
VISA
frá kl. 9-20
frá mánudagi til föstudags
Laugardag
kl. 10-20.
Sjáumst
í Sunnuhlíð!
Menntamálaráðuneytið:
Fóstrunám um land allt
haustið 1991
Skákfélag Akureyrar:
Sumarhrað-