Dagur - 19.07.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 19. júlí 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Slæmar horfur í bygg-
ingariðnaði á Akureyri
Byggingamenn á Akureyri horfa með kvíða til
atvinnuástandsins næsta vetur. Þeir sem hafa
kynnt sér verkefnastöðu byggingafyrirtækjanna í
bænum vita að ástæða er til að óttast meira
atvinnuleysi í byggingargreinum á haust- og
vetrarmánuðum en þekkst hefur um langt skeið.
Orsakirnar fyrir þeim vanda sem við blasir eru
margar.
Undanfarin ár hefur þróunin í byggingariðnaði á
Akureyri verið mjög í þá veru að auka vægi félags-
legra íbúðabygginga af ýmsu tagi á markaðnum.
Byggingar fyrir verkamannabústaði vega þyngst.
Stór verkefni hafa verið í gangi, t.d. hvað snertir
íbúðabyggingar fyrir aldraða við Víðilund, en fram-
hald þeirra er óljóst á þessari stundu. Tvö hús hafa
verið byggð, en að sögn kunnugra er grundvöllur
fyrir eitt í viðbót.
Margir undirverktakar sjá fram á verkefnaþurrð
með haustinu. Hjá múrurum hafa málin snúist á
þann veg að meirihluti þeirra er bundinn við inni-
vinnu í sumar, en slík vinna hentar múrarastétt-
inni betur yfir veturinn, þegar útilokað er að vinna
utanhúss í steypuvinnu vikum og mánuðum saman.
Öll stærstu verkefni sem unnið er að í bænum nú
munu klárast í haust. Almennt ríkir svartsýni hjá
mönnum varðandi húsbyggingar á Akureyri á
komandi mánuðum. Það er eins og flestir haldi að
sér höndum og bíði. Margir hafa viðrað þá skoðun
að ekkert vit sé í að fjárfesta í húsnæði í bænum
meðan óvissa ríki um framtíð atvinnumála á svæð-
inu. Komi stóriðja á suðvesturhorn landsins muni
íbúðaverð hríðfalla hér í kjölfar minnkandi eftir-
spurnar og minna fjármagns í umferð.
Byggingafyrirtækin á Akureyri hafa lagt mikla
áherslu á að byggja íbúðir fyrir verkamannabú-
staði. Góð reynsla hefur verið af þessu félagslega
íbúðakerfi í bænum, og ekkert nema gott um það
að segja. Þó er sú staðreynd borðliggjandi að ekki
geta allir byggt fyrir verkamannabústaði, til þess
eru verktakarnir of margir miðað við verkefna-
framboð á hverju ári. Verktakar verða að byggja
jöfnum höndum fyrir félagslega íbúðakerfið, opin-
bera aðila og einstaklinga. Það eru einmitt síðast-
nefndu hóparnir sem hafa látið mjög undan síga á
byggingamarkaðnum, og haldi sú þróun áfram
blasir ekkert annað við en að verktökum fækki og
atvinnutækifærum þar með.
Biðstaðan í álmálinu helst ekki óbreytt mikið
lengur. Verði ákveðið að reisa álver í Eyjafirði
þurfa hvorki byggingamenn eða aðrir að óttast
atvinnuleysi. Komið álverið hins vegar annars
staðar er augljóst að iðnaðarmenn og verkamenn
munu í stórum stíl yfirgefa Eyjafjarðarsvæðið.
EHB
Stæður með upplagi fyrsta tölublaðs Tilboðstíðinda í Prentsmiðjunni Odda. Á myndinni eru Ólafur Ragnarsson,
framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells hf., Kristín Svcinsdóttir, ritstjóri og Þórarinn Friðjónsson, útgáfustjóri.
Mynd: J. Long
Vaka-Helgafell:
Tilboðstíðindi í 88 þúsund eintökum
Nýstárlegt rit hefur nú bæst í
hóp íslenskra prentmiðla. Það
ber heitið Tilboðstíðindi og
undirtitillinn Pöntunarhefti
heimilanna. Það er útgáfufyr-
irtækið Vaka-Helgafell hf. sem
stendur að útgáfu ritsins.
Upplag fyrsta sumarheftis Til-
boðstfðinda er 88.000 eintök og
er ritinu dreift endurgjaldslaust
inn á hvert heimili landsins. Til-
boðstíðindi eru að þessu sinni 48
síður að stærð.
Þessi nýi sölumiðill mun koma
út tvisvar á þessu ári, auk sumar-
heftisins mun hausthefti verða
dreift í lok októbermánaðar, en
gert er ráð fyrir að ritið komi oft-
ar út á næsta ári.
Tilboðstíðindi birta lesendum
fjölbreytileg tilboð íslenskra
fyrirtækja, samtaka og stofnana
um kaup á vöru eða þjónustu og
fylgja tilboðunum yfirleitt pönt-
unarseðlar sem auðvelt er að rífa
eða klippa út úr heftinu og má
setja marga þeirra ófrímerkta í
póst. Að öðrum kosti eru gefin
upp símanúmer þar sem pöntun-
um er veitt móttaka.
Sambærilegir sölumiðlar hafa
verið gefnir út á Norðurlöndun-
um í nokkur ár og njóta sívax-
andi vinsælda enda hefur póst-
verslun erlendis margfaldast á
undanförnum árum.
Við undirbúning að útgáfu Til-
boðstíðinda hefur Vaka-Helga-
fell átt samstarf við útgefendur
hliðstæðra pöntunarhefta á
Norðurlöndum. Kannanir í Dan-
mörku og Svíþjóð hafa sýnt að
þarlend tilboðstíðindi eru skoðuð
og lesin mörgum sinnum á hverju
heimili og svörun við tilboðun-
um er meiri en í öðrum auglýs-
ingamiðlum.
Tilboðstíðindi eru gefin út í
stærra upplagi en nokkurt annað
blað eða tímarit sem selur aug-
lýsingar hér á landi, í 88 þúsund
eintökum. Ritstjóri Tilboðstíð-
inda er Kristín Sveinsdóttir.
Ferðamálaráð íslands:
Tjaldsvæði eru ekki skemmtistaðir
- tjaldgestir eiga rétt á næturró
íslendingar ferðast sífellt
meira um eigið land, og er
ástæða til að fagna því. Það er
mikils vert að sjá sig um í
heiminum, en engu síður
minna um vert að þekkja sitt
eigið land og njóta þess.
Margir ferðalangar kjósa að
gista á tjaldsvæðum, enda fer
slíkum svæðum fjölgandi og
aðbúnaður þar batnandi. í nýjum
bæklingi Félags eigenda sumar-
dvalarsvæða eru haldgóðar upp-
lýsingar um 96 tjaldsvæði, þar
sem sum hver hafa að vísu ekki
upp á önnur þægindi að bjóða en
rennandi vatn og salerni, en
býsna mörg eru búin flestum eða
öllum þeim þægindum, sem hægt
er að vænta á slíkum stöðum.
Tjaldgisting er oft eini kosturinn
í óbyggðum, en annars staðar
góður kostur fyrir þá, sem vilja
spara og um leið njóta tengsla við
náttúruna.
Eitt vandamál er þó verulegt
áhyggjuefni, og það er sá regin-
misskilningur sumra íslendinga,
að tjaldsvæði séu skemmtistaðir,
en ekki hvíldarstaðir. Slíkir
menn ræna aðra nætursvefni með
drykkjulátum og háreisti og eru
öllum til ama, því tjalddúkur lok-
ar engan hávaða úti. Oft er um
að ræða stóra hópa, sem efna til
Bakkusarblóta á tjaldsvæðum
undir yfirskini náttúruskoðunar
og sýna öðrum algjört tillitsleysi
með hátterni sínu. Erlendir
ferðamenn eiga erfitt með að
skilja þessa tegund „náttúrudýrk-
unar“ og fá ekki beinlínis
ánægjulega mynd af landanum
við þá reynslu að eyða nótt á
tjaldsvæði við þessar aðstæður.
Hávaðamengun er engu minna
vandamál en mengun úrgangs og
að því leyti verri, að hún raskar
þeirri næturró, sem tjaldgestir
eiga rétt á. Ferðamálaráð skorar
á umsjónarmenn tjaldsvæða að
fylgja fast eftir reglum um kyrrð
að næturlagi og gera gestum sín-
um það ljóst, að tjaldsvæði eru
ekki skemmtistaðir, heldur hvíld-
ar- og griðastaðir.
(Tilkynning frá Ferðamálaráði.)
lesendahornið
Akureyri:
Ungur ökumaður til fvrirmyndar
Kona frá Dalvík hringdi:
„Ég vil vekja athygli á einu máli
sem tengist unglingum í dag og
þeirri neikvæðu umfjöllun sem
þeir gjarnan fá. Ég vil hins vegar
benda á að þeir hegða sér betur
en fullorðnir á flestan hátt. Þann-
ig var sl. föstudagskvöld að bakk-
að var aftan á kyrrstæðan bílinn
minn á bílastæðinu við íslands-
banka á Akureyri, þar sem sonur
minn hafði lagt bílnum. Sá sem
bakkaði á bílinn var 17 ára strák-
ur og það urðu engin vitni að
þessu. I stað þess að aka burtu af
staðnum, eins og fullorðnir gera
gjarnan að mínu mati, þá lét
strákurinn gera leit að syni mín-
um og tilkynna honum óhappið.
Þetta tel ég til fyrirmyndar og
sannar að unglingarnir eru ekki
verstir í umferðinni, heldur eru
það við, fullorðna fólkið. Ég vildi
bara benda á þetta, því hefði full-
orðin manneskja bakkað aftan á
bílinn, þá hefði hún örugglega
keyrt í burtu, þar sem ekkert
vitni var af þessari aftanákeyrslu."