Dagur


Dagur - 19.07.1990, Qupperneq 7

Dagur - 19.07.1990, Qupperneq 7
Fimmtudagur 19. júlí 1990 - DAGUR - 7 Elsta flugvclin sem lét sjá sig á Varma var þessi vél, af gerðinni Piper Ercoupe, sem Sigurður Frostason flaug. Engin ellimörk að sjá á henni þrátt fyrir 44 ára aldur. Mynd: -bjb Flugáhugamenn af Norðurlandi: Komu saman á Varma við Varmahlíð - færri vélar komu en vildu Nokkrir flugáhugamenn af Norðurlandi komu saman sl. laugardag á bökkum Húseyjar- kvísiar fyrir neðan Varmahlíð í Skagafírði á flugvelli sem þar hefur verið komið upp. Flug- völlurinn gengur undir nafninu Varmi á meðal flugmaúna og gegndi hann m.a. stóru hlut- verki á nýafstöðnu Landsmóti hestamanna á Vindheimamel- um. Alls mættu 6 vélar af Norðurlandi á Varma og til stóð að flugvélar frá Reykjavík kæmu en ófært var vegna roks í Reykjavík. Þegar flugáhugamenn koma saman eins og á Varma er gjarn- an talað um flugkomudag. Auk þess að sýna sínar vélar og sjá aðrar, bera flugmenn saman bækur sínar og það er ekki fyrir ókunnuga að vera viðstaddir þær samræður. Flugmenn frá Sauðár- króki voru fjölmennastir á Varma sl. laugardag, en einnig komu vélar frá Akureyri og Blönduósi. Sá sem hefur gengið fremst í flokki að koma upp góðri lend- ingaraðstöðu á Varma er Bryn- leifur Tobíasson í Varmahlíð. Brynleifur er landsþekktur flug- áhugamaður og hefur m.a. smíð- að svokallaðan „gírókopta“ og sýnt hann á flugsýningum hér- lendis. Brynleifur tók að sér túnblett fyrir neðan Varmahlíð og í fyrrasumar gátu litlar flug- vélar farið að lenda þar í meira mæli eftir að rafmagnslínur, sem höfðu legið þvert yfir völlinn, voru settar í jörð undir vellinum. Brynleifur naut góðrar aðstoðar Sigurðar Frostasonar frá Sauðár- króki við að byggja Varma upp, en þess má til gamans geta að Sigurður á heiðurinn af uppbygg- ingu flugvallar við Ingólfsskála Ferðafélags Skagafjarðar, rétt norðan Hofsjökuls, og er sá völl- ur kallaður Frosti á meðal flug- manna. Því þótti mönnum við hæfi að völlurinn við Varmahlíð yrði kallaður Varmi, sem nokk- urs konar mótvægi! Varmi var mikið notaður á meðan Landsmót hestamanna stóð yfir nýlega og kom völlurinn í góðar þarfir, því stutt var á Mel- ana, og fjölmargir mótsgestir fóru í útsýnisflug yfir svæðið. Það má búast við því að Varmi verði mikið notaður í framtíðinni af flugmönnum lítilla véla og hentar völlurinn vel til samkomu flug- manna á borð við þá sl. laugar- dag. -bjb Einn af forvígismönnum þess að koma Varma upp, Brynleifur Tobíasson, á „gírókoptanum“ sem hann smíðaði sjálfur. Mynd: kga Ljósmyndasamkeppni I tilefni af 25 ára afmæli Pedromynda á Akureyri efnir fyrirtækið til Ijósmyndasamkeppni í samvinnu við Dagblaðið Dag. Takið þátt í Ijósmyndasamkeppninni! eru einfaldar Öllum er heimil þátttaka. Myndefni er þátttakendum í sjálfsvald sett. Æskileg stærö mynda er 10x15 cm. Keppnin stendur yfir til 15. september nk. Tekið er á móti myndum í verslunum Pedromynda í Hafnarstræti 98 og Hofsbót 4 á Akureyri. Veitt veröa tvenn verðlaun: Annars vegar fyrir „lifandi myndefni" (menn og dýr) og hins vegar fyrir landslag eöa form. Dagur áskilur sér rétt til aö birta þær myndir sem til álita koma, sér aö kostnaðarlausu. Úrslit verða tilkynnt um miðjan október. Verðlaunin fyrir bestu mynd í hvorum flokki er myndavél af gerðinni CHINON GENESIS, með aukahlutum, að verðmæti 30 þúsund krónur. ^Peáíomyndir DMMsi Hafnarstræti 98, sími 23520 ■ Hofsbót 4, simi 23324 Strandgötu 31, sími 24222

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.