Dagur - 19.07.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 19.07.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 19. júlí 1990 - DAGUR - 11 JÚdÓ: Þrenn verðlaun af femum til KA-manna Tækniráð Júdósambands ís- lands kom nýlega saman þeirra erinda að velja þá einstaklinga sem taldir voru skara fram úr hvað tæknilega getu varðar á nýliðnu keppnistímabili. Veitt voru fern verðlaun og komu þrenn þeirra í hlut júdómanna úr KA, þeirra Freys Gauta Sig- mundssonar, Smára Stefáns- sonar og Fjólu Guðnadóttur. Fjórðu verðlaunin komu í hlut Bjarna Friðrikssonar. Veitt voru verðlaun í fullorð- insflokki, flokki karla yngri en 21 árs, flokki drengja yngri en 15 ára og í kvennaflokki. Útnefningin í fullorðinsflokki Fjóla. 1. deild kvenna UBK 5 4-0-1 13: 3 12 ÍA 5 4-0-1 8: 4 12 Valur 5 3-1-1 12: 3 10 Þór 6 2-1-3 9:10 7 KR 5 1-1-3 7:12 4 KA 6 0-1-5 2:19 1 3. deild Úrslit á þriðjudagskvöld TBA-Þróttur R. 0:2 BÍ-Haukar 0:2 Reynir-Þróttur N. 1:5 Einherji-IK Þróttur R. Haukar ÍK Þróttur N. Dalvík Reynir Völsungur Einherji TBA BÍ 4:1 9 8-0-1 27: 7 24 9 7-1-1 22: 9 22 9 6-0-3 24:16 18 9 5-2-2 31:17 17 8 3-1-4 13:17 10 9 3-1-5 14:22 10 8 1-4-3 9:13 7 9 1-3-5 13:22 6 9 2-0-7 5:31 6 9 1-2-6 16:24 5 Markahæstir: Þráinn Haraldsson, Þrótti N. 10 Ólafur Viggósson, Þrótti N. 9 Óskar Óskarsson, Þrótti R. 9 Jóhann Ævarsson, BÍ 8 Garðar Níelsson, Reyni 7 Júltus Þorfmnsson, ÍK 7 kom ekki á óvart en hana hlaut Bjarni Friðriksson úr Ármanni. Um það val er fátt að segja. Bjarni hefur um árabil borið höf- uð og herðar yfir aðra íslenska júdómenn og hefur verið einn af sterkustu júdómönnum heims undanfarin 10 ár. Freyr Gauti Sigmundsson hlaut útnefninguna í flokki karla yngri en 21 árs. Freyr Gauti hefur vak- ið mikla athygli á mótum víðs vegar um Evrópu vegna frábærr- ar frammistöðu. Þótt hann sé aðeins 18 ára gamall er hann nú tvímælalaust orðinn einn af bestu júdómönnum íslands. Útnefning í flokki drengja 15 ára og yngri koin í hlut Smára Stefánssonar. Smári er geysimik- ið efni, ekki aðeins í júdó heldur einnig í frjálsum íþróttum. Hann Smári. KSI: Bragi fékk aðvörun! - Fram slapp með ávítur Á stjórnarfundi KSÍ í fyrra- kvöld var samþykkt að veita Braga Bergmann, knatt- spyrnudómara, stranga aðvör- un vegna frágangs á skýrslu hans eftir leik Vals og Fram í Bikarkeppninni á dögunum. Bragi varð þá fyrir aðkasti frá Frömurum, sérstaklega Pétri Ormslev, fyrirliða. Framarar sluppu með harðorðar ávítur. Bragi sendi KSÍ sérstaka skýrslu urn framkomu Framara en gat hennar ekki á leikskýrslu og því vísaði Aganefnd málinu til stjórnar KSÍ sem felldi fyrr- greindan úrskurð. Dagur hafði í gær samband við nokkra dómara og menn sem þekkja vel til í knattspyrnuheim- inum og töldu þeir allir afgreiðslu þessa máls afar furðulega. sýndi glæsilega tækni á íslands- móti drengja og sigraði þar með yfirburðum. í kvennaflokki var útnefnd Fjóla Guðnadóttir. Fjóla er yfir- burðamanneskja í kvennaflokki á íslandi og má segja að engin önnur hafi komið til greina við þetta val. Það vekur óneitanlega athygli að þrenn af fernum verðlaunum fara til KA en það ætti þó ekki að koma á óvart þeim sem fylgst hafa með framgangi júdómála á Akureyri. Undanfarin fimm ár hafa verið óslitin sigurganga KA- manna í júdó og verður frammi- staða þeirra að teljast frábært afrek því þeir æfa við mun lakari aðstæður en Reykvíkingar. TBA-maðurinn Egill Áskvlsson. Hann og félagar töpuðu fyrir Þrótti R. Mynd: KL. 3. deild: Fyrsti sigur Einheqa Einherji vann sinn fyrsta sigur í 3. deildinni í sumar þegar lið- ið lagði ÍK á Vopnafirði í fyrrakvöld. Á sama tíma vann Þróttur N. stóran sigur á Reyni á Árskógsströnd og Þróttur R. sigraði TBA á Akureyrarvelli. Einherji lék undan nokkrum vindi í fyrri hálfleiknum gegn ÍK og var mun betri aðilinn framan af. Liðið náði tveggja marka for- ystu með mörkum Arnars Gests- sonar og Gísla Davíðssonar áður en Hörður Magnússon minnkaði muninn fyrir hlé. f seinni hálfleik voru ÍK-ingar meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Einherjamenn beittu skyndisóknum með góðum árangri og bættu þeir Ólafur Ármannsson og Helgi Þórðarson livor sínu markinu við og tryggðu Einherja 4:1 sigur sem liðið getur fyrst og fremst þakkað góðri bar- áttu. Þróttarar frá Neskaupstað voru ívið betri aðilinn í fyrri hálf- leiknum gegn Reyni á Árskógs- strönd. Þeir náðu að skora tví- vegis með tíu mínútna millibili, Reynismenn klóruðu í bakkann en Þróttarar bættu þriðja mark- inu við fyrir hlé. í seinni hálfleiknum réðu Reynismenn gangi leiksins og voru mun meira með boltann en færin létu á sér standa. Svo fór að það voru Þróttarar sem bættu tveimur mörkum við og úrslitin urðu 5:1. Annað markið í síðari hálfleik var skorað úr vítaspyrnu og var sá dómur nokkuð vafa- samur. Reynismenn voru ákaf- lega óhressir með dómgæsluna í leiknum en þess má geta að fyrir- liði þeirra, Kristján Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið. Kristján Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Þrótt og Þráinn Haraldsson, Árni Freysteinsson og Ólafur Viggósson skoruðu eitt mark hver. Garðar Níelsson skoraði mark Reynis. Leikur TBA og Þróttar frá Reykjavík fór fram á Akureyrar- velli og skiptust liðin á að sækja í fyrri hálfleik. TBA-menn fengu þá mun betri færi en gekk illa að nýta þau og það var Þróttarinn 1. deild kvenna: Stórsigur UBK á KA KA beið stóran ósigur þegar liðið mætti Breiðabliki í 1. deild kvenna á KA-vellinum í fyrrakvöld. Eftir að Breiðablik hafði náð að skora þrívegis í frekar jöfnum fyrri hálfleik var allur vindur úr KA-stúlkunum og þær máttu þola 5:0 ósigur. Golf: Húsavíkiinnótið um helgina Opna Opna Húsavíkurmótið í golfí fer fram á Katlavelli um næstu helgi. Leiknar verða 36 holur, með og án forgjafar í fímm flokkum. Opna Húsavíkur- mótið er haldið á hverju ári og hefur þátttaka í því farið stig- vaxandi síðustu ár. Mótið hefst kl. 8 á laugardags- morgun og lýkur á sunnudag. Forráðamenn mótsins beina þeim tilmælum til kylfinga að skrá sig sem fyrst en skráningar- frestur rennur út á morgun kl. 18. Rástímar liggja fyrir kl. 21 annað kvöld. Skráning fer fram í golf- skálanum en síminn þar er 96- 41000 og verður svarað í hann eftir hádegi í dag og á morgun. Það er Landsbanki íslands sem gefur verðlaun í mótið. Breiöablik skaust með þessum sigri á topp deildarinnar en KA situr í neðsta sætinu. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og sóttu þau á víxl. KA-liðinu gekk þó ekki vel að skapa sér færi en Breiðabliks- stúlkurnar fengu þrjú færi og skoruðu úr þeim öllum. í síðari hálfleik virtist KA-liðið gefast upp og var um algera ein- stefnu að ræða. Blikastúlkur bættu tveimur mörkum við og tryggðu sér sigur sem var sann- gjarn en óþarflega stór. KA-liðið hefur verið óheppið með meiðsli og svo var einnig í þessum leik. Linda Hersteins- dóttir meiddist og þurfti að fara af leikvelli þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá hafði KA-liðið skipt inná báðum varamönnum sínum þannig að það lék með 10 leikmenn til leiksloka. Sigrún Óttarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik og Kristrún Lilja Daðadóttir, Rósa Dögg Jónsdóttir og Vanda Sigurgeirs- dóttir skoruðu eitt mark hver. Stefán Steinsen sem skoraði eina mark hálfleiksins með glæsileg- um skalla í samskeytin. í síðari hálfleik voru Þróttarar mun sterkari aðilinn og náði Haukur Magnússon að skora annað mark og tryggja Þrótti sigur. TBA-maðurinn Ólafur Hilmarsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir að stoppa knöttinn með höndum. Aganefnd KSÍ: f-i* / • ^ 't Fjonr ur 1. deild í bann Fjórir 1. deiidarleikmenn voru dæmdir í leikbann á fundi Aganefndar KSÍ í fyrrakvöld. Sigurður Lárusson, Þór, Krist- inn R. Jónsson, Fram, og Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals, voru dæmdir í eins leiks bann vegna brottvísana og Guðmundur Valur Sigurðsson, FH, var dæmdur í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Ólafur Hilmarsson, TBA, fékk leikbann vegna brottvísunar sem hann hefur þegar tekið út. Þá fékk Viðar Egilsson, 2. flokki Völsungs, eins leiks bann vegna brottvísunar. íþrótta- og tómstundaráð: Götuteikni- keppni við Dynheima - á laugardaginn Á laugardaginn gengst íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar fyrir götuteiknikeppni. Keppn- in fer fram fyrir framan Dyn- heima og hefst hún kl. 14. Keppnin felst í að teikna bestu myndina á götuna fyrir framan Dynheima. Teiknað verður með krít sem íþrótta- og tómstunda- ráð leggur til. Keppnin er ætluð börnum 14 ára og yngri og er þátttökugjald 200 kr. Skráning fer fram í Dynheimum frá kl. 10- 11 daglega í síma 22710 en einnig er hægt að mæta á staðinn án þess að skrá sig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.