Dagur - 19.07.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 19.07.1990, Blaðsíða 12
sameinað á eirni stað - kennslu hætt í Skúlagarði Skólahald í Skúlagarði í Keldu- neshreppi hefur verið aflagt og munu nemendur sem þar voru við nám síðastliðið skólaár stunda nám sitt í Lundi í Öxar- firði á komandi vetri. Keldu- neshreppur og Öxarfjarðar- hreppur hafa staðið sameigin- Iega að skólahaldi á þessum tveimur stöðum fram að þessu. Nemendur á aldrinum 6-11 ára úr báðum þessum hreppum hafa verið í skóla í Skúlagarði og hef- ur nemendum úr Öxarfjarðar- hreppi verið ekið á milli. Tólf ára og eldri hafa hins vegar verið við nám í Lundi og Keldnesingum ekið þangað. Milli þessara staða eru um 15 km. Nú á sem sagt að sameina skólahald hreppanna á einn stað, til hagræðingar. Nemendur í Skúlagarði voru þrettán á síðasta skólaári og þeim hluta þeirra sem eru úr Keldu- neshreppi verður ekið til og frá Lundi næsta vetur. Einn kennari starfaði við skólann í Skúlagarði sl. vetur og hefur honum verið boðið starf í Lundi. Skúlagarður hefur einnig verið félagsheimili Keldhverfinga og má búast við að hann þjóni því hlutverki áfram, þrátt fyrir að skólahald leggist niður. Skóla- stjórabústaður sá, sem er við Skúlagarð, er í eigu Keldunes- hrepps og ríkisins og mun hrepp- urinn væntanlega geta ráðstafað honum eins og hann vill. -vs Gáfu dýraspítalanum 17 þúsimd Þessar brosmildu stúlkur, sem heita Sif Dorothea Mörk, Guðrún Hallgrímsdóttir og Eva María Hall- grímsdóttir, sýndu það í verki á dögunum að þær eru miklir dýravinir. Þær tóku sig til og efndu til hluta- veltu til styrktar dýraspítalanum og söfnuðu hvorki meira né minna en 17.100 krónum. Stúlkurnar eiga lof fyrir framtakið og það verður væntanlega öðrum til eftirbreytni. Þess má geta að fyrir þá sem vilja leggja þessu góða málefni lið er söfnunarnúmerið gíró 2119 í Búnaðarbankanum á Akureyri. óþh „Þetta hefur gengið vel og við- tökurnar verið prýðilegar,“ sagði Magnús Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Sana á Akureyri, þegar Dagur grennsl- aðist fyrir um það hvernig neytendur hefðu tekið nýjustu afurð verksmiðjunnar, Helga magra. Að sögn Magnúsar virðist það hafa hitt í mark að bjóða upp á kaloríuskertan bjór og ekki spillti fyrir hversu ódýr hann væri. Verksmiðjan var með allmargar bjórtegundir fyrir á markaðinum og segir Magnús að þær verði all- ar framleiddar áfram. Aðspurður sagði Magnús að ekkert ólíklegt væri að frekari nýjungar myndu líta dagsins ljós hjá verksmiðjunni. „Það er alltaf eitthvað í gerjun hjá okkur, f orðsins fyllstu merkingu. Við, eins og öll önnur iðnfyrirtæki, verðum að vera með einhverja vöruþróun og hún er alltaf í gangi,“ sagði hann. Magnús segir að bjórsala hafi verið ágæt í sumar og virðist vera sem svo að veðrátta hafi töluverð áhrif á hana, svo og það hvenær fólk er í sumarleyfi. -vs Sturtuaðstöðu óskað við tjaldstæðið á Húsavík: Menn skríða ekki sandblásnir í svefiipokana - segir Gunnar Höskuldsson, tjaldvörður Ferðamálafélag Húsavíkur, sem sér um rckstur tjaldstæðis- ins í bænum, óskaði eftir því við bæjaryfirvöld að staðsetja þvottavél á tjaldstæðinu fyrir ferðamenn, til þess að þeir gætu þvegið af sér flíkurnar, Veðurblíða í Mývatnssveit: Gróska í lífríkinu og ferðaþjómistimni og einnig sturtuaðstöðu. Þvottavélin er komin á svæðið, en hvað með sturtuna? Bjarni Þór Einarsson, bæjar- stjóri, sagði að hún yrði sett á fjárhagsáætlun næsta árs. „Það er aðstaða til að koma upp sturtu- klefa við tjaldstæðið. Annars er sundlaugin þarna við hliðina og við höfum ætlast til þess að fólk noti þá aðstöðu til að þvo sér,“ sagði Bjarni. Gunnar Höskuldsson, tjald- vörður, sagði í samtali við Dag að utan opnunartíma sundlaugar- l innar væri oft mikil þörf hjá ferða- i fólki að komast í bað. „Eftir að hafa skoðað Öskju t.d., þá er ekki kræsilegt að skríða sand- blásinn ofan í svefnpokana,“ sagði Gunnar. Á meðan sturtan er ekki komin þá er hliðrað til með því að opna sundlaugina og sagðist Gunnar vera með lykla að henni, auk þess sem starfsfólk laugarinnar væri hið hjálpsam- asta fólk. Gunnar sagði að miðað við blíðviðrið síðustu daga þá hafi aðsókn verið lítil að tjaldstæð- inu. „Það er eins og allir vilji vera við Mývatn. Hér á Húsavík er fjölmargt að skoða og margt í boði fyrir ferðamenn,“ sagði Gunnar. Hjá honum er hægt að fá veiðileyfi og stangir til að veiða í Botnsvatni, rétt fyrir ofan bæinn. „Þar má veiða með öllu nema dínamíti," sagði Gunnar. Þvottavélin er komin í skúr við tjaldstæðið og sagði Gunnar að þar væri við margt að dunda. Bókasafn með yfir 90 bókum er í skúrnum, en Gunnar kvartaði yfir nokkrum vanskilum á bókun- um, sem eru flestar enskar papp- írskiljur. -bjb Keldunes- og Öxarfjarðarhreppur: Skólahald Helgi magri fær góðar viðtökur - mikið um rykmý og ungar dafna vel Fimmtíu flytja burt frá Skagaströnd: Er ástæðan draumurinn um borgina við sundin blá? Aö undanförnu hefur verið mikiö af ferðamönnum í Mý- vatnssveit enda veðurblíða upp á hvern dag og hitinn sjaldan undir 20 gráðum. Ferðamannastraumurinn virðist stjórnast mjög af veðurfari og hefur það komið hagsmunaaðilum á Norður- landi til góða síðustu vikur eftir kuldakastiö alræmda sem fældi fólk frá þessum landshluta. „Þetta búið að vera mjög h'f- legt undanfarið í veðurblíð- unni. Það er greinilegt að veðr- ið hefur mikil áhrif í ferðaþjón- ustunni og stjórnar ekki bara innlendum ferðamönnum held- ur líka erlendum ferðamönnum sem ekki eru í skipulögðum hópferðum. Ég hef tekið eftir því að straumurinn skiptist meira milli landshluta eftir veðri en fyrir nokkrum árum, ekki síst hjá þeim sem eru með tímamiða í rúturnar,“ sagði Jón Illugason, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar Eldár hf. í Reykjahlíð. Jón gat þess einnig að það væri ánægjulegt að sjá hve líf- ríkið hefði tekið vel við sér í Mývatnssveit og hann sagði að þar væri geysilega mikil gróska. Mikið er um rykmý og fjöl- margir ungar á vatninu sem dafna vel. Þetta er veruleg breyting til batnaðar. „Það er mjög langt síðan það hefur verið svona mikið rykmý hérna. Þetta er búið að vera viðvarandi síðan í maí og menn tala um að þeir hafi ekki séð annað eins í nokkra áratugi,“ sagði Jón og því óhætt að segja að sveitin blómstri þetta sumar- ið. Að lokum má geta þess að biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, var væntanlegur til Mývatnssveitar í gærkvöld í því skyni að vísitera Reykjahlíðar- kirkju. SS LJmtalsveröar mannabreyting- ar eru á Skagaströnd á þessu ári. Allt að 50 manns munu flytja burt og væntanlega ein- hverjir skila sér í staðinn. Sveitarstjóraskipti hafa átt sér stað og útgerðarstjórinn hjá Skagstrendingi hf. hverfur suð- ur svo eitthvað sé nefnt. Ann- ars gengur allt sinn vanagang að sögn Magnúsar Jónssonar, hins nýja sveitarstjóra. Af Skagstrendingi hf. er það að frétta að Arnar HU 1 hélt aft- ur til veiða sl. föstudag eftir að hafa verið stopp vegna bilunar í tíu daga umfram sumarfríið. Vinna hefur því verið minni fyrir vikið og sumarfríið lengra þó að Örvar HU 21 hafi haldið sig við veiðarnar. Skagstrending vantar nú útgerðarstjóra, netagerðar- meistara og bókara. Að sögn Sveins Ingólfssonar, fram- kvæmdastjóra, er samt allt gott að frétta af fyrirtækinu og veiðin að glæðast svo að atvinnuskortur ætti ekki að verða hjá því á næst- unni. Nú stendur yfir bygging nýrrar kirkju á Skagaströnd og er gólf- efnið fengið alla leið frá Kína. Vonir standa til að hægt verði að vígja nýju kirkjuna um mitt næsta ár, en að sögn Magnúsar sveitarstjóra vantar prest í kirkj- una, því að sr. Ægir Fr. Sigur- geirsson er nú tekinn við Kárs- nesprestakalli í Kópavogi. Stað- inn vantar einnig hjúkrunarfræð- ing og kennara, en vonandi að úr því rætist innan tíðar. „Þetta var harður vetur og fór illa með fólk og ég vil meina að það sé partur af skýringunni á þessum fólks- flutningum, fyrir utan náttúrlega drauminn um borgina miklu við sundin blá,“ sagði Magnús þegar Dagur ynnti hann eftir einhverri skýringu á þessum brottflutningi fólks frá Skagaströnd. Gamall draumur þeirra Skag- strendinga er nú að rætast með lagningu gangstétta á staðnum. Að sögn Magnúsar hefur það hingað til alltaf þurft að víkja fyr- ir brýnni framkvæmdum, en nú fer fólk loksins að geta látið ,skósólana smella á steyptum stéttum þegar gengið er um bæ- inn. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.