Dagur - 31.07.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 31.07.1990, Blaðsíða 6
6— DAGUR r- Þfiðjudagur 31. júlí 1990 Norðlendingar gerðu það gott í Englandi: ískaldur trymbill frá íslandi! - tónlistarmenn á vel heppnuðu tónleikaferðalagi og komust á síður ensks stórblaðs í breska stórblaðinu „Evening News“, sem Degi barst nýlega, mátti rekast á grein og stóra mynd með fyrirsögninni „Ice- land drummer real cool“. A myndinni mátti þekkja Akur- eyringinn Ingva Rafn Ingva- son, sem m.a. er þekktur fyrir að leika á trommur með big- bandi Tónlistarskólans á Akureyri, og með honum er lítil bresk stelpa. (Sjá með- fylgjandi úrklippu úr blaðinu.) Dagur fór á stúfana og kannaði máiið nánar. Kom þá í Ijós að Ingvi er nýlega kominn frá Englandi, þar sem hann lék á trommur á tveggja vikna tón- leikaferðalagi með Léttsveit Húsavíkur og kórnum „Norð- austan 12“ frá Húsavík. Og að sjálfsögðu eru kórfélagar tólf! Ingvi var fenginn með í för til að leysa trommuleikara Létt- sveitarinnar af sem komst ekki, og í samtali við blaðið sagði hann að ferðin hafi tekist í alla staði mjög vel. Hljómsveit og kór ferð- uðust á milli 5 skóla í Mið-Eng- landi og spiluðu og sungu fyrir krakka á aldrinum 7-15 ára. Ferðin til Englands var farin í tilefni af því að tónlistarkennar- arnir Sandy Miles frá Englandi og hjónin Sharon og David Thompson frá Bandaríkjunum voru að hætta kennslu og yfirgefa Húsavík eftir tveggja ára dvöl. Sandy hefur stjórnað Léttsveit- inni og David kórnum. Félagar í sveitinni og kórnum ákváðu að kveðja þau með því að fara til Englands í tónleikaför og fengu Sandy til að skipuleggja ferðina. Húsvíkingar verða áfram með Englending í tónlistarkennslunni því Norman H. Dennis, sem ver- ið hefur á Akureyri síðustu miss- eri við Tónlistarskólann, mun taka við og stjórna kórnum og Léttsveitinni einnig. Leikin lög eins og Tequila og Vertu ekki að plata mig í greininni í Evening News segir að ensku krakkarnir hafi tekið tónleikunum mjög vel og tók Ingvi Rafn undir það. „Þau klöppuðu með og virtust skemmta sér konunglega. Við lékum m.a. bítlalög, létt lög eins og „Tequila“ og “Sweet Georgia Brown“ og íslensk lög á borð við „Vertu ekki að plata mig“. Pessi lög féllu vel í kramið,“ sagði Ingi Rafn. Orðrétt segir m.a. í greininni: „Meðlimir hljómsveitarinnar gerðust fljótlega vinir krakkanna á meðan þeir spiluðu í skólanum um daginn og síðan aftur um kvöldið í grillveislu, þar sem for- eldrar þeirra mættu.“ Haft er eft- ir kennslukonu í skólanum að hljómsveitin hafi hreinlega bjarg- að grillveislunni og af greininni má dæma að Englendingarnir hafi kunnað vel að meta tónlist- argáfur Norðlendinganna. Eiginhandaráritanir gefnar í gríð og erg Ingvi Rafn sagði að viðtökurnar hafi verið frábærar og í eitt af fáum skiptum á ævinni hafi hann þurft að gefa eiginhandaráritanir í gríð og erg! „Það var ekki bara ég sem þurfti að gefa áritanir, heldur á einum staðnum gáfu all- ir í kórnum og hljómsveitinni krökkunum eiginhandaráritanir, m.a.s. þeir sem voru hvorki að spila eða syngja,“ sagði Ingvi og var greinilega skemmt þegar hann rifjaði upp ferðina. Ingvi sagði að þeir hafi gert meira en að spila og syngja í skól- um vítt og breitt um England. „Við fórum nokkrir úr sveitinni á tónleika með Prince í Birming- ham og það var mjög gaman. Einnig litum við á sinfóníutón- leika í London, þannig að þetta var mikil upplifun,“ sagði Ingvi Rafn að lokum. Farið að huga að næstu ferð Fararstjóri kórfélaga í Norðaust- an 12 var Auður Gunnarsdóttir í samtali við Dag sagðist hún vera yfir sig hrifin með ferðina til Englands. Hljómsveitar- og kór- félagar ákváðu að safna fyrir ferðinni til að greiða niður kostn- Fyrrum yfirfógetahjón í Manitobafylki: Hafa komid 20 sinnum hingað tíl lands og stuðlað að ferðum tugum annarra Vestur-íslendinga Um miðjan júlímánuð voru á ferðinni hér á Akureyri Vest- ur-íslendingarnir og hjónin Stefán Júlíus Stefánsson og Olivía Svanhvít Einarsson frá Gimli í Manitóbafylki í Kan- ada sem hafa að öðrum ólöst- uÖum verið mjög iðin við að heimsækja ísland. Stefán er sonur Valdimars Stefánssonar, Stefánssonar Ei- ríkssonar frá Djúpadal í Blöndu- hlíð, Skagafirði, en bjó að Ketu í Rípurhreppi, Skagafirði, er hann flutti vestur um haf árið 1888. Stefán bjó félagsbúi með föður sínum að bújörð þeir.a, Nýjabæ fram til 1950 er hann var skipað- ur fógetafulltrúi við héraðsdóm- stólinn á Gimli. Við stækkun dómstólssvæðisins var hann skipaður fógeti (sheriff) við dómstólana í Winnipeg, Selkirk og Beausejour í Manitoba og varð að lokum yfirfógeti (Chief Sheriff of the Provience) í Mani- tobafylki 1971. Stefán var lengi í stjórn Þjóð- ræknifélags íslendinga í Vestur- heimi og stuðlaði þar mjög að ferðum til íslands, en stærsta átakið var þó unnið er þau hjónin voru meðeigendur í Ferðaskrif- stofunni Viking Travel í Winni- peg og á Gimli og voru fararstjór- ar í mörgum hópferðum til ís- lands, þar á meðal á 1100 ára landnámshátíðina á Þingvöllum 1974, enda hafa þau komið 20 sinnum hingað til lands. Einnig voru þau hjónin í stjórn nefndar er sá um móttöku fólks frá íslandi á 100 ára byggðaraf- mæli Nýja-íslands 1975, en með- al gesta var þáverandi forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn. Kona Stefáns, Olivia, er dóttir Vinningstölur laugardaginn 28. júlí ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 I 0 1.984.646.- O 4af5l%a 4 86.032.- 3. 4af 5 120 4.946.- 4. 3af 5 3.636 380.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.303.974.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002 Blaðaúrklippan úr „Evening News“. Greinin birtist á besta stað í blaðinu, enda hin besta mynd af Ingva Rafni og bresku stelpunni Rebekku Fletcher, sem fékk að taka í kjuðana. að og tókst söfnunin vel. Makar voru með í för, en alls taldi hóp- urinn 45 manns. Auður sagði að hópurinn hafi fengið mjög gott veður í ferðinni. „Þetta tókst mjög vel og allir ánægðir. Nú er bara að huga að næstu ferð út, eftir svona 2 ár,“ sagði Auður og taldi líklegt að eitthvert land í Evrópu yrði fyrir valinu. -bjb Hjónin Olivía Svanhvít Einarsson og Kanada. Stefán Júlíus Stefánsson frá Gimli í Mynd: KL Sigurðar Einarssonar bónda í Þórsmörk við Gimli, Einarssonar frá Auðnum í Laxárdal Suður- Þingeyjarsýslu, en hann bjó lengi á Hrauni í Aðaldal ásamt konu sinni Guðbjörgu Grímsdóttur frá Oddsstöðum á Sléttu. Þau fluttu hins vegar til Vesturheims frá bænum Klömbrum í Aðaldal. 5. ágúst nk. koma vestur- íslenskir bændur hingað til lands, og gista m.a. á 48 bæjum víðsveg- ar við Eyjafjörð. Þetta fólk á ætt- ir að rekja víðs vegar um landið, en nefna má Austman frá Auðna- stöðum í Víðidal og Geirastöð- um nærri Þingeyrarkirkju; Blood frá Sauðárkróki; ísfeld úr Mývatnssveit; ísleifsson úr Þor- kelshólshreppi í Húnavatnssýslu; Johnson frá Skagafirði og Akur- eyri; Pridmore úr Mývatnssveit; McCrady frá Molastöðum í Húna- vatnssýslu; Skardal frá Ytranesi í Mývatnssveit og Sigurðarstöðum á Sléttu; Sumarlidason frá Sauð- árkróki; Whiteway frá Laxamýri í Vopnafirði og Wilkies frá Sauð- árkróki og Skagafirði. Þau Stefán og Olivía hafa aðstoðað Viking Travel vegna komu þessa bændahóps hingað til lands, og segjast ómögulega get hætt því alveg jafnvel þó form- legum afskiptum þeirra af starf- semi Viking Travél sé hætt. Áhugi þeirra fyrir landi forfeðr- anna er slíkur, að þau eiga örugg- lega bæði eftir að koma hingað til lands eina ferðina enn, ojg eins stuðla að ferðum Vestur-Islend- inga hingað. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.