Dagur - 17.08.1990, Page 1

Dagur - 17.08.1990, Page 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 17. ágúst 1990 156. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Mvnd: Golli Sigurður Aðalsteinsson tekur við leyfínu í hendi Ólafs Ragnars Grímssonar Tollfrjáls varningur á Akureyrarflugvelli: Afgreiðslumátmn sá sami og á Keimedy-flugvelli Frá og með gærdeginum er Flugfélagi Norðurlands heim- ilt að selja farþegum í milli- landaflugi til og frá Akureyr- arflugvelli tollfrjálsan varning. Ekki er um að ræða fríhöfn með sama sniði og menn þekkja úr Keflavík heldur forðageymslu sem starfsmenn félagsins afgreiða úr samkvæmt pöntunum farþega. Ölafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra afhenti í gær Sigurði Aðalsteinssyni fram- kvæmdastjóra Flugfélags Norðurlands bréf þar sem félag- inu er veitt leyfi til reksturs toll- frjálsrar forðageymslu. Enn- fremur er félaginu heimilað fyrst um sinn, eða þangað til tollfrjáls verslun á vegum ríkis- ins hefur verið sett á fót á Akur- eyri, að afhenda farþegum sem koma erlendis frá áfengi og tóbak úr þessari geymslu. Salan fer fram með þeim hætti að farþegar útfylla pöntunarseðla í vélunum þar sem þeir merkja við þann varning sem þeir vilja kaupa. Þegar vélin lendir er það svo starfsmaður félagsins sem undir eftirliti tollvarðar afgreið- ir pantanirnar. „Þetta er aðferð sem meðal annars er notuð á Kennedy- flugvelli sem er með stærstu alþjóðlegu flugvöllum í heimi,“ sagði Ólafur Ragnar þegar hann afhenti Sigurði leyfið. Ólafur sagðist vona að þessi nýja þjónusta myndi skila sér í aukningu á millilandaflugi til og frá Akureyri. Hann sagði enn- fremur að hér væri um að ræða mikinn trúnað sem félaginu væri sýndur. Sigurður Aðal- steinsson sagði að FN myndi gera sitt til þess að væntingar ráðherra mættu rætast. ET Sveitarfélögin framan Akureyrar: Kosning um sameiningu verður í október - sameining gæti átt sér stað um áramót Iðnþróunarfélag Þingeyinga: FuUtrúi alþjóðlegs ráðgjafarfyrirtækis til viðræðna Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi hjá Iðnþróunarfélagi Þingey- inga hefur að undanförnu ver- ið í sambandi við alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki, Plant Locat- ion International. Fulltrúi fyrirtækisins, W.P. Vossen, er væntanlegur á fund sem hald- inn verður á Hótel Húsavík nk. þriðjudag 21. ágúst og hefst kl. 10 árdegis. Fyrirtækið sérhæfir sig í að veita fyrirtækjum sem eru að breyta til, stækka við sig, setja af stað nýja starfsemi eða flytja, ráðgjöf um hvar þau eigi að koma sér fyrir. Fyrirtækið býður upp á verkefni í fjórum þáttum, m.a. veitir það beina markaðs- aðstoð við að finna fyrirtæki sem myndu vilja fjárfesta í rekstri á ísíandi. Þetta er dýrt og umfangsmikið verkefni og m.a. hafa verið boðn- ir til fundarins á þriðjudag ýmsir sveitarsjtórnarmenn í Þingeyjar- sýslum, iðnráðgjafar sem munu flestir mætar fulltrúar frá Iðnað- arráðuneyti, Umhverfismála- ráðuneyti, Byggðastofnun, Iðn- tæknistofnun, Félagi íslenskra iðnrekenda og alþingismenn. Að sögn Ásgeirs verður umræðuefni fundarins að gera sér grein fyrir hvort verkefni af þessu tagi gangi upp, það er að segja hvort kostnaður og líklegur árangur sé í samræmi og hvort þjónusta fyrirtækisins henti aðstæðum, einkanlega í Þing- eyjarsýslum en svo á öðrum stöð- um á landinu. Eftir fundinn á Ásgeir von á tilboði frá fyrirtæk- inu og verður verkefnið sett upp, hvað varðar kostnað og tímasetn- ingu, og borið undir hagsmuna- aðila. IM íbúar í sveitarfélögunum fram- an Akureyrar ganga væntan- lega að kjörborði í október- mánuði næstkomandi þar sem kosið verður um það hvort sameina eigi Saurbæjarhrepp, Önguisstaðahrepp og Hrafna- gilshrepp í einn hrepp um næstkomandi áramót. Fari svo að samþykkt verði að sameina Umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra á Þórshöfn rann út sl. miðvikudag og bárust alls fjórar umsóknir. Eins og fram hefur komið í blaðinu lætur Daníel Árnason af starfi sveit- arstjóra á Þórshöfn eftir 4ra sveitarféíögin þrjú er líklegt að núverandi sveitarstjórnir komi sér saman um einn framboðs- lista til nýrra sveitarstjórnar- kosninga sem þá þyrftu að fara fram fyrir áramót, þ.e. ef mót- framboð bærist. Ólafur Vagnsson, oddviti Hrafnagilshrepps, segir að stefnt sé að því að sameining, verði hún ára setu í því embætti. Ekki fengust upplýsingar um nöfn umsækjenda þar sem hreppsnefnd Þórshafnarhrepps kemur ekki saman fyrr en á mánudag til að fjalla unt umsókn- irnar. -bjb samþykkt, eigi sér stað um ára- mót. Félagsmálaráðuneytið hefur lagt nokkra áherslu á að menn komi sér saman um lista fólks úr öllum hreppunum þannig að það sé tryggt að allir gömlu hrepparn- ir eigi fulltrúa í nýrri sveitarstjórn á fyrsta kjörtímabili. I skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor kom í ljós að um 80% fólks í þessum hreppum töldu að stefna bæri að sameiningu hreppanna þriggja. Því má telja miklar líkur á að af þessari sameiningu verði. Auk heldur þarf meirihluti íbúa sveitarfélaganna að greiða atkvæði gegn sameiningu í kosn- ingum til þess að hún falli. Með hjásetu í þessum kosningum er því fólk í raun að greiða atkvæði með sameiningu. Ólafur segir að gert sé ráð fyrir að íbúum sveitarfélaganna verði kynntar hugmyndir núverandi sveitarstjórna um fyrirkomulag ýmissa hluta við sameiningu sveitarfélaganna þriggja. „Áð vísu er það svo að við getum ekki bundið hendur þeirrar sveitar- stjórnar sem tæki við hinu nýja sveitarfélagi. Því er það hinnar nýju sveitarstjórnar að taka ákvarðanir um marga hluti," sagði Ólafur. Að líkindum verða nokkur nöfn á hinn nýja hrepp lögð í dóm íbúanna samhliða kosning- unni um sameiningu og þeim þá jafnframt gert mögulegt að setja fram aðrar tillögur. Ólafur segir að gert sé ráð fyrir að ráðinn verði sveitarstjóri í fullt starf, verði sameining samþykkt. Engar reglur eru fyrir því hvort hann er utanaðkom- andi eða ráðinn úr hópi þeirra sem skipa sveitarstjórnina. JÓH Húsavík: Skálabergið selttil Saltfangs hf. á Neskaupstað Fækkun varð í bátaflota Hús- víkinga sl. fímmtudagskvöld cr Skálaberg ÞH-244 sigldi úr höfn, selt Saltfangi hf. á Nes- kaupstað. Á iínuvertíðinni á haustin hafa samtals 16-18 manns haft atvinnu sína sem skipverjar á bátnum og við úrvinnslu afla hans hjá Fiska- bergi. Skálaberg er 63 tonna fram- byggður eikarbátur, smíðaður í Danmörku 1957 en endurbyggð- ur frá grunni 1985 hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur. Báturinn er á sóknarmarki með 270 tonna þorskkvóta og 90 tonn af rækju, og á talsvert eftir af þessa árs kvóta. Hann hefur undanfarin ár veitt um 200 tonn á línuvertíðinni á haustin. Eigendur Skálabergs voru bræðurnir Egill og Aðalgeir Ol- geirssynir. Aðalgeir rekur fisk- verkunina Fiskaberg sem á næstu dögum mun skipa út miklu af skreið. Aðspurður um hvort verkefnaskortur yrði hjá starfs- mönnum fyrirtækisins eftir að skreiðinni hefði verið skipað út eða hvort þeir bræður ætluðu að kaupa annan hát, sagði Aðalgeir að það yrði hans verkefni að leysa þennan vanda á næstu vikum. Auðvitað vantaði bát en markaður væri þungur og hann teldi núverandi aðstæður ekki vera þannig að þær ykju bjart- sýni. IM Vopnafjörður: Vilmiindur Gíslason ráðinn sveitarstjóri Fyrir skömmu var gengið frá ráðningu nýs svcitarstjóra á Vopnafirði. Vilmundur Gíslason, fjármálastjóri Tanga hf., var ráðinn en hann var ekki á meðal um- sækjenda uin stöðuna. Níu untsóknir bárust en hreppsnefnd Vopnafjarðar- hrepps kom sér ekki saman unt að ráða neinn úr þeim hópi og var því leitað til Vilmund- ar. Mánuöur cr liðinn frá því umsóknarfrestur rann út en eins og áður sagði komst hreppsnefndin ekki að sam- komulagi um hvern ætti að ráða, þrátt fyrir þennan umþóttunartíma. Vilmundur er úr Rcykjavík en hefur starfað sem fjármála- stjóri hjá Tanga hf. á annað ár. Hann tekur forntlega við stöðunni þann 1. oktöber nk. Fráfarandi sveitarstjóri er Sveinn Guðmundsson. -vs Staða sveitarstjóra á Þórshöfn: Fjórar umsóknir bárust

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.