Dagur - 17.08.1990, Síða 7

Dagur - 17.08.1990, Síða 7
Föstudagur 17. ágúst 1990 - DAGUR - 7 Innpakkaðar rúllur bíða flutnings. Myndir: þi Aukinn kostnaður Þau tæki sem þarf til að rúlla hey og pakka því í lofttæmdar umbúður útheimta tölverðan stofnkostnað. Verð á rúlluvél er á bilinu frá sex- til níuhundruð þúsund krónur eftir tegundum og stærðum véla. Vél ti! pökkunar kostar minna en óvarlegt er að áætla verðið undir hálfri milljón og margar gerðir öllu dýrari. Baggagreip á ámoksturstæki dráttarvélar kostar allt að eitt hundrað þúsund krónur en slíkt tæki er nauðsynlegt til að hreyfa heyrúllurnar úr stað. Ef miðað er við að bóndi eigi að minnsta kosti eina 60 til 70 hestafla dráttarvél með ámoksturstækjum má reik- ina með að stofnkostnaður við rúlluaðferðina sé ekki undir einni og hálfri milljón króna. Einnig verður að líta á þessa upphæð sem lágmarksstofnkostn- að þar sem gera verður ráð fyrir að dráttarvélakaup verði nauðsyn- leg, einkum þar sem notast hefur verið við minni og eldri gerðir véla. Þá eru breytingar sem hugs- anlega verður að gera á gripahús- um og hlöðum og búnaður til vetrarfóðrunar ekki talinn með en slíkar breytingar eru misjafnar og fara eftir þeim byggingum og aðstöðu sem fyrir hendi er á hverjum sveitabæ. Með hliðsjón af því má gera ráð fyrir að heild- arkostnaður fyrir bónda sem skiptir yfir í rúlluaðferð og hefur byggt á jörðinni ineð annarskon- ar heyverkunaraðferðir í huga verði ekki undir tveimur og hálfri til þrem milljónum króna. Hafa verður í huga að þessar tölur eru algjörlega áætlaðar og aðstæður verulega mismunandi milli ein- stakra bæja. Einnig getur verið misjafnt hvað einstakir bændur vilja leggja í mikinn stofnkostnað til að hagræða vetrarstörfum. Þrjár aðferðir á sama bænum Nokkrir bændur hafa alfarið skipt um heyverkunaraðferðir. Þeir eru þó mikið fleiri, sem hafa fengið sér tæki til rúllunar, en nota einnig gömlu aðferðirnar jafnframt nýjunginni. Bændur sem rætt var við töldu flestir aug- ljósa kosti við rúiluaðferðina en kváðust samt ekki tilbúnir að fórna eldri aðferðum fyrir hana. Rúlluaðferðin er mjög hagstæð þegar erfitt er að þurrka á velli sökum tíðarfars og af samtölum við inenn má ætla að óþurrkar undanfarin tvö til þrjú sumur hafi flýtt því að margir keyptu sér þessi tæki og hafa notað þau í meira mæli en þeir höfðu ef til vill hugsað sér í byrjun. Mörg eldri heyskapartæki, svo sem heyhleðsluvagnar, heydreifikerfi, bindivélar og síðast en ekki síst súgþurrkunarkerfi eru í fullu gildi en lítils virði ef hætt er að nota þau vegna breytinga á heyskaparaðferðum. Ennfremur hafa erfiðleikar við geymslu og vetrarfóðrun dregið úr mörgum bændum að hagnýta sér rúllu- heyskapinn til fulls. Þeir bændur sem rætt var við hafa farið nokk- uð mismunandi leiðir við að geyma rúllur og fóðra úr þeim. Þær aðferðir hafa að mestu mið- ast við byggingar og aðstæður á hverjum stað. Það kom fram í máli manna að ákveðinnar fyrir- huggju yrði að gæta, menn yrðu að hugsa dæmið til enda og gera sér fulla grein fyrir hvernig þeir ætluðu að nýta rúlluheyið áður en lagt væri út í miklar fjárfest- ingar við kaup á tækjum. Verktakastarfsemi í heyskap Fyrir tuttugu og átta árum ferð- aðist Gunnar Bjarnason, ráðu- nautur, um landið og hélt fyrir- lestra um það sem hann nefndi nýja stefnu í landbúnaði. Hann talaði meðal annars um að skyn- væða þyrfti íslenska bændur. Þar átti hann við ýmiskonar hagræð- ingu er hann taldi að gagni myndi koma og meðal annars ræddi hann um samnýtingu ýmiskonar vélakosts. Bændur tóku boðskap Gunnars misjafnlega, margir töldu hann illa henta þjóðarsál- inni til sveita og á fjölmennasta fundi sem Bændaklúbbur Eyja- fjarðar hefur staðið fyrir og hald- inn var í Sjallanum veturinn 1964 kepptust bændur við að andmæla honum til klukkan að ganga fjög- ur um nótt. Samnýting véla var ekki á dagskrá og eiginleg verk- takastarfsemi þekktist ekki til sveita utan umferðavinnuvéla búnaðarfélaga og ræktunarsam- banda. Með tilkomu rúllu- heyskaparinns hefur slík starf- semi tekið að þróast. Bændur hafa fengið nágranna sína eða sveitunga, sem eiga rúlluvélar, til að rúlla eitthvert magn af heyi fyrir sig. Á þann hátt hefur mönnum gefist kostur að prufa sig áfram með fóðrunina og finna út á hvern hátt hentugast sé fyrir þá að hagnýta sér þessa tækni áður en þeir leggja sjálfir út í kaup á dýrum tækjum. Fullyrða má að verktakastarfsemi af því tagi eigi ekki aðeins fullan rétt á sér, heldur sé hún beinlínis nauð- synleg, ekki síst fyrir þá sem aðeins vilja rúlla mjög takmark- að magn af sínum heyskap. Kýrin hefur nokkuð að segja Þótt mikill áhugi sé fyrir rúllu- heyskap er engin bylting á ferð- inni. Það sést best á því hvað bændur hafa verið hikandi að hætta öðrum heyskaparaðferð- um. Húsakynni og geymslu- aðstaða er þess valdandi að rúllu- aðferðin á erfiðara uppdráttar en ætla mætti. Bændur eru einnig hikandi að leggja í miklar fjár- festingar meðan annar búnaður er í fullu gildi. Þó er ljóst að þessi heyskaparaðferð mun koma til með að aukast á næstu árum. Það hefur reynsla tveggja síðustu sumra sýnt. Fóðurfræðingar telja að fóðurgildi rúllaðs heys sé svip- að eða ívið meira en þess sem verkað er með eldri aðferðum. Það fer þó að sjálfsögðu eftir gæðum þess hráefnis sem notað er. Á erfiðum sumrum geta gæð- in því orðið mun meiri en ef hrakið hey er flutt í hlöðu. Bænd- ur sem rætt var við töldu þó að „sælkerinn" kýrin sé allt eins hrif- in af gömlu súgþurrkuðu töð- unni, ef hún er vel verkuð, og hinu rúllaða fóðri. Og það má vera að á því strandi algjör inn- reiö rúlluheyskaparinns í íslensk- an landbúnað. Kýrin hefur nefni- lega þó nokkuð að segja ef hún myndar sér skoðun á annað borð. Og hún er vanaföst. Það fer þó ekki hjá því að rúlluheyskapur- inn á sinn þátt í hvað heyönnum líkur snemma á þessu sumri þótt góða veðrið hafi einnig hjálpað mikið til. ÞI. Hentug geymsluaðferð þar sem heyhlöður vantar. Vegna mikillar sölu vantar bíla á staðinn. MMC Lancer station 4x4, árg. ’88, ek. 40.000. MMC Space Wagon 4x4, 7 manna, árg. ’88, ek. 40.000. MMC Pajero Turbo, disel, iangur, árg. ’87, ek. 76.000. lange Rover, 72.000. árg. ’82. ek. C.H. Monza 1,8 SLE, árg. ’87. ríiASALINN Möldursf. BÍIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. Pajero, stuttur, turbo, disel, árg. ’84. Uno 60s, árg. ’86, ek. 38.000. MMC Colt 1500 GLX, 5 dyra, árg. ’86. Góð kjör. Bílasala • Bílaskipti

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.