Dagur - 17.08.1990, Page 9

Dagur - 17.08.1990, Page 9
Föstudagur 17. ágúst 1990 - DAGUR - 9 I snemma vanist öllum heimilis- störfum auk þess að vinna við búskap, fiskverkun og veiðar- færi. Finnur og Anton bróðir hans, sem bjó með honurn í fé- lagsbúi ásamt Guðrúnu Sigur- jónsdóttur konu sinni, ráku útgerð jafnhliða búskapnum. Var því í nógu að snúast allan ársins hring fyrir alla er vettlingi gátu Valdið og Birna fór ekki varhluta af því puði. Ekki átti það fyrir Birnu að liggja að setjast að á æskustöðv- unum. Ung að árum kynntist hún mannsefninu sínu Jóni Sigurjóns- syni, bróður Guðrúnar sem fyrr er nefnd. Þáu giftust 21. nóvember 1936 og bjuggu allan sinn búskap á Akureyri, þar sem Jón stundaði smíðar og rak síðar trésmíða- verkstæði. Birna og Jón byggðu sér hús að Holtagötu 2 og fluttu í það vorið 1938. Þetta varð hús hamingju, gestrisni oggóðvildar. Fjölmargir vinir og vandamenn og einnig þeir sem kalla má óviðkomandi nutu greiðasemi þeirra hjóna. Þótt húsið væri ekki stórt var þar ætíð nóg rúm fyrir gesti og gangandi. Auk vinafólks og ættingja á Akureyri, sem litu inn til þess að njóta góðs beina og létta sér geð- ið með spjalli við þau hjón, lágu leiðir margra ferðalanga einkum frá Ólafsfirði inn á heimilið til lengri eða skemmri dvalar. Þessir ferðalangar gistu gjarnan milli ferða póstbátsins Drangs, sem var helsta samgöngutækið við útbyggðir Eyjafjarðar hér á árum áður. Það kom sér oft vel að hús- móðirin var vön margmenni í heimili frá æskustöðvunum, því að oft var þröng á þingi á Holta- götunni. Öllum var tekið opnum örmum rétt eins og þar væri þeirra annað heimili. í bernsku þurfti móðir mín eitt sinn að koma mér í fóstur heilan vetur. Ég veit að það var erfið ákvörðun fyrir hana sem ein- stæða móður að láta einkason sinn frá sér og fá ekki að sjá hann um margra mánaða skeið vegna dvalar í öðrum landshluta. Okk- ur báðum til gæfu tóku Birna og Jón mig að sér þennan vetur og fóstruðu mig sem sinn eigin son. Alla tíð síðan hef ég verið bund- inn þeint og heimili þeirra sterk- um böndum. Þótt gestagangur setti oft svip sinn á heimilið á Holtagötu 2 var það þó öðru fremur samastaður samhentra, hamingjusamra hjóna og barnanna þeirra. Birna og Jón eignuðust þrjú börn: Helgu sem er gift Grétari Ólafssyni, Kristínu sem er gift Rafni Sveinssyni og Sigurjón sem er kvæntur Þóru Hjaltadóttur. I Þau eru öll búsett á Akureyri. Þótt Birna ætti lengst af gæfu- ríka ævi í samfylgd góðs maka og barna urðu síðustu æviárin henni erfið og áreynslumikil. í árslok 1985 dó móðir hennar. í mars 1986 missti hún eiginmann sinn og tveimur mánuðum síðar féll faðir hennar frá. Sjálf veiktist hún af krabbameini og var oft kvölum kvalin. Baráttan við þennan illvíga sjúkdóm varð löng og ströng áður en yfir lauk. Með Birnu Finnsdóttur er góð kona gengin til moldar. Margir munu minnast hennar og biðja henni blessunar í hinstu för með þökk fyrir allt sem hún veitti þeim á lífsleiðinni. Hreinn Bernharðsson. Margs er að minnast, margt er þér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Bricm.) í dag verður til moldar borin frá Akureyrarkirkju Birna Kristín Finnsdóttir. Hún var fædd í Ólafsfirði 18. ágúst 1917. Birna var elst 20 barna sem þau foreldr- ar hennar Mundína Freydís Þor- láksdóttir og Finnur Björnsson frá ytri-Á í Ólafsfirði eignuðust og komust 16 þeirra til fullorðins ára. Er nú Birna þeirra fyrst til að kveðja þennan stóra en óvenju samstillta systkinahóp. Birna giftist 21. nóvember 1936 Jóni Sigurjónssyni trésmið en hann lést 22. mars 1986. Þau bjuggu lengst af í Holtagötu 2 á Akureyri. Þau eignuðust 3 börn Helgu, Krístínu og Sigurjón Hilmar sem öll eru búsett á Akureyri. Mér er það minnisstætt þegar ég fór að venja komur mínar á þeirra heimili fyrir hart nær 30 árum sem tilvonandi tengdasonur hve Birna tók mér strax af ein- skærri hlýju og það var ábcrandi hvað hún bar mikla umhyggju fyrir allri fjölskyldunni og fram- tíð barna sinna og síðar barna- barnanna. Á þessu heimili var sérstakur siður í heiðri hafður en það var morgunkaffið á sunnu- dagsmorgna. Þar sameinaðist öll fjölskyldan og ræddi dægurmálin og alltaf var nóg pláss þó svo að fjölskyldan væri alltaf að stækka og þarna komu líka nokkrir ná- grannar og vinir. Hélst þessi sið- ur þar til nú fyrir 3 mánuðum að Birna varð að fara á sjúkrahús sökum sjúkdóms síns. Birna var sterk og ákveðin og lífssýn hennar varð ekki breytt. Það varð mér til mikillar gæfu að fá hana fyrir tengdamóður því fáar konur munu henni líkar. Æðruleysi og óbilandi trú á hið góða var sterkur þáttur í lífi hennar, hún var mjög minnug og var oft gaman að heyra hana rifja upp bernskuár sín frá Ólafsfirði. Hún hafði jafnan á takteinum öll örnefni þaðan því að Ólafsfjörð- ur var fjörðurinn hennar, þá var viðbrugðið ættfræðifróðleik hennar svo maður undraðist oft hvernig hægt var að muna allt þetta. Hún hélt fagurt og einkar hlý- legt heimili þar sem snyrti- mennska var í fyrirrúmi. Þetta heimili var jafnan öllum opið og var þar oft mikill gestagangur og eru þeir ófáir sem þar hafa gist um lengri eða skemmri tíma. Það hlýtur að vera hverjum manni hvatning að sjá hvernig hægt er að taka erfiðum sjúk- dómi með svo mikili rósemi og yfirvegun eins og Birna gerði. Aldrei örlaði á uppgjöf eða sjálfsvorkunn og það var allt svo sjálfsagt og rétt sem læknarnir lögðu fyrir hana að ég efast um að til hafi verið samvinnuþýðari sjúklingur. Að lokum vil ég þakka þessari góðu konu fyrir alla tryggðina og elskuna í minn garð og fjölskyldu minnar. Ég veit að algóður Guð bíður eftir henni og veitir henni skjól og vernd við hlið manns síns er þau nú sameinast að nýju í skauti hans því nú er hún komin þangað þar sem henni líður vel. Rafn Sveinsson. Kveðja frá Kvennadeild S.V.F.Í. á Akureyri Birna Finnsdóttir er látin. Hún var ein af fyrstu konunum sem gengu í deildina eftir stofnun hennar og var hún alla tíð virkur félagi. Birna var ein af þeim konum sem gott var að leita til þegar á hjálp þurfti að halda við ýmis verkefni, sem unnið var að. Hún virtist alltaf vera tilbúin til starfa og það korn sér oft vel. En hún gerði meira, hún fékk manninn sinn í lið með sér til að vinna fyrir deildina. A Jón Sigurjónsson, maður Birnu, vann við smíði björgunar- skýlisins við Þorgeirsfjörð og einnig við smíði Sesseljubúðar á Öxnadalsheiði og lagði með því deildinni mikið lið. Allt þctta vann hann endurgjaldslaust. Þau Birna og Jón sáu um rekst- ur og viðhald Sesseljubúðar í mörg ár og þökkum við það heils- hugar. Birna var í mörg ár í stjórn deildarinnar og vann að málefn- um hennar meðan kraftar leyfðu. Það er mikils virði fyrir félag eins og S.V.F.Í. að eignast með- limi sem hafa hugsjónina að leið- arljósi og vinna að henni af heil- um hug. Við þökkunt Birnu öll hennar góðu störf og vottum börnum hennar og öllum aðstandendum samúð. Blessuð sé minning hennar. Þessir tveir ungu athafnanienn, Sigurður Þór Sveinsson og Hjálmar Guð- mundsson, héldu hlutaveltu og söfnuðu kr. 2125,00 til styrktar barnadeild FSA. i dagskró fjölmiðla Sjónvarpið Föstudagur 17. ágúst 17.50 Fjörkálfar (18). (Alvin and the Chipmunks.) 18.20 Unglingarnir í hverfinu (15). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.20 Leyniskjöl Piglets (1). Breskur gamanmyndaflokkur þar sem gert er grín að starfsemi bresku leyni- þjónustunnar. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Eddie Skoller (2). Gestur hans í þetta skiptid er söngvar- inn Cliff Richard. 21.35 Víg í köldu striði. (The Cold War Killers.) Bresk spennumynd byggð á skáldsögu eftir Antony Price. Fyrrum prófessor í Oxford og sérfræðingur i málefnum Aust- urlanda nær fer að rannsaka dularfullt flugslys sem varð árið 1956. Aðalhlutverk Terence Stamp og Carmen Du Sautoy. 23.00 Gíslinn. (Hostage) Bandarísk bíómynd frá árinu 1987. Ung kona, sem er fangelsuð vegna morðs þótt saklaus sé, flýr eftir að faðir hennar ógnar lífi hennar og tekur fimmtuga konu sem gisl. Aðalhlutverk Carol Burnett og Carrie Hamilton. 00.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 17. ágúst 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Emelía. 17.35 Jakari. 17.40 Zorro. 18.05 Hendersonkrakkarnir. 18.30 Bylmingur. 19.19 19.19 20.30 Ferðast um tímann. (Quantum Leap.) 21.20 Á ströndinni.# (Back to the Beach.) í upphafi sjöunda áratugarins nutu dans- og söngvamyndir Annette Funicello og Frankie Avalon mikilla vinsælda hérlendis sem annars staðar. Myndin sem við sýn- um nú tekur upp þráðinn 20 árum síðar. Þau skötuhjú eru ekki lengur áhyggju- lausir táningar heldur miðaldra hjón með börn á táningsaldri. Aðalhlutverk: Annette Funicello, Frankie Avalon og Lori Loughlin. 22.50 í ljósaskiptunum. (Twilight Zone.) 23.15 Sjálfstæði.# (Independence.) Bandarísk sjónvarpsmynd sem greinir frá lögreglustjóra í Villta vestrinu svokallaða. Hann hefur einsett sér að hefna fjöl- skyldu sinnar sem var myrt og að halda uppi lögum og reglu í smábæ einum, útverði siðmenningarinnar. Hann átti ein- mitt mestan þátt í því að koma aga á bæjarlifið. Bönnuð börnum. 00.50 Furðusögur VII. (Amazing Stories VH) Fjórar smásögur sem allar hafa það sam- eiginlegt að teygja skemmtilega á imynd- unaraflinu. Meðal annars er greint frá því þegar jóla- sveinninn er handtekinn á jólanótt, fyrir innbrot, strákhnokki og afi hans skiptast á líkömum eina dagstund svo að sá gamli geti notið útivistar einu sinni enn, rithöf- undur fær óvenjulegan aðstoðarmann, eða öllu heldur aðstoðarhlut, og fleira. Aðalhlutverk: Robert Townsend, M. Emmet Walsh og Charles Durning. 02.20 Daqskrárlok. Rás 1 Föstudagur 17. ágúst 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfiriit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Sumarljóð kl. 7.15, hreppstjóraspjall rétt fyrir kl. 8.00, menningarpistill kl. 8.22 og ferðabrot kl. 8.45. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Á Saltkráku" eftir Astrid Lindgren. Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sína (10). 9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur. 9.30 Innlit. 10.00 Fróttir. 10.03 Þjónustu- og neytendahornið. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Á ferð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fróttayfirlit. Úr fuglabókinni. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Vedurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Hárkollur. 13.30 Miðdegissagan: „Vakningin“ eftir Kate Chopin. Sunna Borg les þýðingu Jóns Karls Helga- sonar (17). 14.00 Fréttir. 14.03 Ljúflingslög. 15.00 Fróttir. 15.03 í fréttum var þetta helst. Þriðji þáttur: Skilaboð að handan. 16.00 Fréttir. 16.03 Að utan. 16.10 Dagbókin. 16.15 Vedurfregnir. 16.20 Barnaútvarpid - Létt grín og gaman. 17.00 Fréttir. 17.03 Spænsk tónlist á síödegi. 18.00 Fróttir. 18.03 Sumaraftann. 18.30 Tónlist Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Vedurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Hljómplöturabb. 20.40 í Múlaþingi. Umsjón: Guðmundur Steingrímsson. 21.30 Sumarsagan: „Ást á Rauöu ljósi" eft- ir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Guðrún S. Gísladóttir les (8). 22.00 Fróttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir ■ Orð kvöldsins. 22.25 Úr fuglabókinni. 22.30 Danslög. 23.00 Kvöldgestir. 24.00 Fróttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Föstudagur 17. ágúst 7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lífsins. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. 11.03 Sólarsumar með Jóhönnu Harðardóttur. Molar og mannlífsskot í bland við góða tónlist. - Þarfaþing kl. 11.30. 12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir. - Sólarsumar heldur áfram. 14.10 Brot úr degi. 16.03 Dagskrá. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur i beinni útsendingu, sími 91-686090. 19.00 Kvöldfróttir. 19.32 Söðlad um. Magnús R. Einarsson kynnir bandariska sveitatónlist. 20.30 Gullskífan - „Rickie Lee Jones" frá 1979. 21.00 Á djasstónleikum. 22.07 Nætursól. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Nóttin er ung. 2.00 Fréttir. 2.05 Gramm á fóninn. 3.00 Áfram ísland. 4.00 Fróttir. 4.05 Undir værðarvoð. 4.30 Veöurfregnir. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Á djasstónleikum. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Úr smiðjunni - Little Richard. 7.00 Áfram ísland. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 17. ágúst 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Föstudagur 17. ágúst 07.00 Eiríkur Jónsson. 09.00 Fréttir. 09.10 Páll Þorsteinsson. 11.00 Valdís Gunnarsdóttir. 14.00 Heigi Rúnar Óskarsson. 17.00 Siðdegisiréttir. 17.15 Reykjavík siðdegis. 18.30 Kvöldstenunning i Reykjavik. 22.00 Á næturvaktinni. 03.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hljóðbylgjan Föstudagur 17. ágúst 17.00-19.00 Axel Axelsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.