Dagur - 17.08.1990, Page 12

Dagur - 17.08.1990, Page 12
Akureyri, föstudagur 17. ágúst 1990 Fjölbreytt kaffihlaöborð alla sunnudaga frá kl. 15-17. Hægt að sitja úti ef veður leyfir. Árskógsströnd: Þýskir sægarpar stöðvaðir Bóndinn á Litlu-Hámundar- stöðum á Arskógsströnd kom í gær í veg fyrir glæfralega sigl- ingu um fimmtán Vestur-Þjóð- verja á gúmmíbát tii Hríseyjar. Þjóðverjarnir eru komnir hing- að til Iands með eigin rútu þar sem allt er til alls, þar á meðal stór og mikill gúmmíbátur, ekki ólíkur velþekktum bátum af svokallaðri Zodiac-gerð. Um hádegisbil í gær hugðust fimmtán úr hópnum leggja upp frá Hámundarstaðahálsinum og var ferðinni heitið til Hríseyjar. Fólkið ætlaði að róa þessum fyrirferðarmikla bát til eyjarinnar með aðeins tveimur árum og var ekkert þeirra búið björgunarvest- Bónda tókst að fá fólkið ofan af fyrirætlunum sínum enda væri hér um mikla glæfrasiglingu að ræða með slíkum búnaði. Um er að ræða 4-5 kílómetra leið þar sem straumar eru erfiðir og mikið um hættuleg sker. ET Útgerðarfélag Akureyringa: Bíður eftir svari við tilboði í Aðalvík KE-95 Útgerðarfélag Akureyringa h.f. hefur gert tilboö í frysti- togarann Aðalvík KE-95 sem er 451 tonn að stærð, en svar frá eigendum skipsins, Hrað- frystihúsi Keflavíkur hf. er ekki að vænta fyrr en eftir helgi þar sem beðið er eftir bókhaldsuppgjöri og svo hafa forráðamenn félagsins verið að semja við lánadrottna, og voru m.a. a Akureyri á miðvikudag til viðræðna við forsvarsmenn Slippstöðvarinnar, en Slipp- stöðin mun eiga um 40 milljón króna kröfu á Hraðfrystihús Keflavíkur vegna Aðalvikur. Þingmenn Reykjaneskjördæm- Blönduós: „Húnaver ’89“ á uppboði óskilamunum komið út Fjölmenni var á lögreglu- stöðinni á Blönduósi seinni- part sl. miðvikudags. Þar fór fram uppboð á óskila- munum frá því í Húnver 89 og einnig var á staðnum nauðungaruppboð á dráttar- vél, bíl og fleiru. Meðal þeirra óskilamuna, sem boðnir voru upp, voru tjöld, svefnpokar og eitthvað af fötum. Að sögn inanna var ekki mikill slagur um neitt af þessu, en boðið grimmt og svefnpoki og tjald fór saman á 500 til 3000 krónur. Allt voru þetta heillegir hlutir, en öllu sem ónýtt var hafði lögreglan hent. Agóðinn af uppboðinu rennur til Félags lögreglu- manna, en það er vaninn um land allt. Á nauðungaruppboðinu var það dráttarvél af Belarusgerð sem mesta athygli vakti og fór hún á hlutfallslega hæsta verö- inu á uppboðinu. Einnig var boðinn upp bíl, sjónvarp og hljómflutningstæki. Að sögn Kristjáns Þor- björnssonar, aðalvarðstjóra, er svona uppboð yfirleitt einu sinni á ári á Blönduósi og allt- af mætir á þau fjöldi fólks, aðallega til aö fylgjast með. SBG is hafa fundað með eigendum um leiðir til að halda skipinu í hér- aði, en ekki eru líkur á að það verði. Skipið hefur sóknarmarks- kvóta, um 1800 þorskígildi, en líklegt er að skipinu verði haldið á ísfiskveiðum ef að kaupum verður. Pétur Bjarnason stjórnarfor- maður Ú.A. segist vera sæmilega bjartsýnn á að samningar takist ef Hraðfrystihúsinu takist að ganga frá samningum við sína lándadrottna, en félagið er í greiðslustöðvun út þennan mánuð. Söluverð Aðalvíkur gæti verið nærri 500 milljónir króna ef mið- að er við gangverð og kvóta svip- aðra skipa. GG Á suðupunkti. Mynd: Golli Krossanesverksmiðj an: Jóhann Pétur Andersen ráðinn framkvæmdastjóri Stjórn Krossanesverksmiðj- unnar ákvað á fundi sínum sl. miðvikudag að ráða Jóhann Pétur Andersen sem fram- kvæmdastjóra verksmiðjunn- ar. Jóhann Pétur hefur að undanförnu starfað sem fram- Sláturhús Fjallalambs hf. á Kópaskeri: „Gefur okkur vonir um að botninum sé náð“ - segir Haraldur Sigurðsson „Stóra spurningin er hvernig tekst til með reksturinn á þessu húsi. Ef vel tekst til mun slát- urhúsið skipta gríðarlegu máli fyrir byggðarlagið,“ segir Har- aldur Sigurðsson, hrepps- nefndarmaður á Núpskötlu 2 í Presthólahreppi, um slátrun í sláturhúsi Fjallalambs hf. á Kópaskeri. „Þetta gefur okkur vonir um það að botninum sé náð og við förum að snúa hlutunum við í Presthólahreppi og nærliggjandi sveitarfélögum. Fleira er í far- vatninu. Fram hefur komið að við erum að skoða sameiningu sveitarfélaganna og hér var nýlega ráðinn atvinnumálafulltrúi. Það er öruggt mál að við erum ekkert að gefast upp. Við ætlum okkur að snúa vörn í sókn. Sláturhúsið er bara fyrsta skrefið af vonandi mörgurn," sagði Haraldur. óþh kvæmdastjóri hjá Fiskimjöli og lýsi hf. í Grindavík og ekki er ákveðið nákvæmlega hve- nær hann mun hefja störf í Krossanesi. Hólmsteinn Hólmsteinsson, stjórnarformaður Krossaness, sagði í samtali við Dag að miklar vonir væru bundnar við störf Jóhanns. Jóhann Pétur ætti ekki að vera Akureyringum ókunnug- ur því hann starfaði á árum áður sem fjármálastjóri Slippstöðvar- innar og skömmu áður en hann yfirgaf Akureyri starfaði hann hjá Krossanesverksmiðjunni þeg- ar Pétur Antonsson var fram- kvæmdastjóri. Jóhann Pétur starfar einmitt nú við hlið Péturs í Grindavík. Hólmsteinn sagði að Jóhann myndi klára sinn uppsagnarfrest í Grindavík og þessa dagana er verið að ganga frá því hvenær hann byrjar í Krossanesi. Eins og komið hefur fram hafa viðræður verið í gangi milli Krossaness og ístess um fyrirhugað samstarf af einhverju tagi, og Hólmsteinn sagði að með ráðningu Jóhanns væri verið að taka ákveðna stefnu í því máli. „Við ætlum að vera með okkar framkvæmdastjóra og ræða við ístess um önnur hagræðingarmál, eins og t.d. gæðaeftirlit og lager. Við ætlum að ná eins góðri sam- vinnu við ístess og við getum, þannig að það verði til hag- ræðingar fyrir báða aðila,“ sagði Hólmsteinn og bætti við að auk hefðbundinna framkvæmdastjóra- starfa myndi Jóhann Pétur sjá um bókhald og sölumál verksmiðj- unnar. -bjb Húsavík: Húsnæðisnefiid býður út blokk Húsnæðisnefnd Húsavíkur- bæjar hefur boðið út byggingu 12 íbúða fjölbýlishúss að Grundargarði 6 og verða til- boð opnuð þriðjudaginn 21. ágúst. Húsnæðisnefndin hefur lieim- ild til að hefja byggingu átta íbúða á þessu ári og samþykki hefur fengist til að hefja byggingu Fulltrúar í menntamálanefnd sænska þingsins á Akureyri: ¥7 / / 1 i 1/1 Miuia ser s isornun o? reKsrnr SKoia tj Það hefur lengi verið sagt að íslenska skólakerfið sé að mestu leyti eftirmynd þess sænska. Nú virðast Svíar telja sig geta lært eitthvað af Islend- ingum því í gær voru staddir á Akureyri 18 fulltrúar í mennta- málanefnd sænska þingsins í þeim tilgangi að kynna sér ýmis atriði varðandi rekstur og stjórnun skóla á íslandi. Á Akureyri heimsótti nefndin Menntaskólann og Verkmennta- skólann, Háskólann og auk þess Útgerðarfélag Akureyringa. Til Akureyrar komu Svíarnir frá Hólum þar sem þeir kynntu sér rekstur bændaskólans en áður höfðu þeir kynnt sér bæði grunn- skóla og framhaldsskóla í Reykjavík. Meðal þeirra atriða sem hinir sænsku gestir vilja fræðast um er verkaskipting ríkis og sveitar- félaga í rekstri skóla, kennslu- starf í dreifbýli, kennsla fatlaðra, reynsla af bekkjarkerfum annars vegar og áfangakerfum hins veg- ar í framhaldsskólum svo nokkuð sé nefnt. Þá vilja þeir fræðast um íslenska námslánakerfið. ET blokkarinnar. Ekki er ákveðið að Búseti gangi til samstarfs við húsnæðisnefndina um byggingu blokkarinnar en Búseti hefur heimild til að hefja byggingu fimm íbúða á árinu, auk bygging- ar raðhúss sem framkvæmdir eru hafnar við. Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri sagði að Búseti væri velkominn til samstarfsins ef þeir aðilar teldu það henta sér. Búseti hefur auglýst eftir eldri íbúðum til kaups og mun vera að kanna hvaða valkostir eru fyrir hendi. Ef Búseti gengur ekki til sam- starfsins reiknar Húsnæðisnefnd með að nýta hluta af heimild næsta árs til byggingar þeirra fjögurra íbúða se óráðstafað er. Fjölbýlishúsið verður byggt eftir sömu teikningu og húsið að Grundargarði 4, sem tekið var í notkun í janúar sl. IM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.