Dagur - 04.09.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 04.09.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 4. september 1990 Sjóstangveiðimót SJÓAK 1990: Marhnúturinn kveikti stolt í brjósti veiðimannsins Aflahæsta sveit mótsins, sveit Bjarka Arngrímssonar. Aðrir í sveitinni eru talið f.v.: Andri Páll Sveinsson, Páll Pálsson og Rúnar Sigmundsson. Þessir veiðimenn voru „munstraðir“ á Sunnu. Páll Pálsson hampar hróðug- ur marhnúti einum miklum. Þessar aflaklær veiddu undir vökulum augum blaðamanns Dags á Hrönn EA. Talið f.v.: Jóhannes Héðinsson, Anna Jónasdóttir, Jón Ingi Steindórs- son og Pétur Jónasson. Hugðarefni manna eru ýmiss konar, misjafnlega dýr eins og gengur og gerist og fjölbreyti- leg eins og þau eru mörg. Fjöldi manna stundar stang- veiði í ám og vötnum landsins, en vaxandi hópur fólks leggur stund á sjóstangveiði. Haldin eru mót víðs vegar um landið á sumri hverju, og sum þeirra eru hluti af íslandsmeistara- móti, þ.e. mót sem nú haldin eru á Akureyri, Isafirði og Vestmannaeyjum. Reyndar hafa staðið yfir breyt- ingar á fyrirkomuiagi íslands- mótsins, og hefur m.a. verið rætt um það að halda mótið á fleiri stöðum en þeir sem þátt taka gætu látið árangur þeirra þriggja móta, sem þeir ná bestum árangri í, gilda. Með þessu fyrirkomulagi yrði ekki nauðsynlegt að taka þátt í öllum mótunum, enda er þetta nokkuð dýrt sport, þátt- tökugjald um níu þúsund krónur auk ferðakostnaðar og uppi- halds, sem kannski er þó ekki eins dýrt eins og sumt annað sport sem stundað er hérlendis þegar öllu er á botninn hvolft. Lagt upp frá Dalvík Sl. föstudag hófst Akureyrarmót í sjóstangveiði, og voru margir vígalegir veiðimenn mættir við biðskýli strætisvagnanna við Ráðhústorg kl. 6 um morguninn til þess að taka sér far með rú’tu til Dalvíkur. Frá Dalvíkurhöfn skyldi síðan haldið til veiða á slaginu kl. 7. Með í för var blaða- maður Dags sem nú skyldi leidd- ur í allan sannleika um hversu geysiskemmtileg þessi íþrótt er. Á Dalvík biðu 12 bátar eftir þátttakendum, en á fimmtudags- kvöld var mótið sett á Hótel KEA og þar fengu allir keppnis- gögn og upplýsingar um á hvaða bát þeir skyldu vera. Því gekk það fljótt fyrir sig að komast um borð og á slaginu sjö sigldu allir bátarnir út úr hafnarmynninu. Blaðamanninum hafði verið komið fyrir á HRÖNN frá Greni- vík, en skipstjóri er Heiðar Bald- vinsson og með honum fyrri keppnisdag Gísli Gíslason en seinni dag Þórður Ólafsson. Veiðimenn voru hins vegar Pétur Jónasson frá ísafirði, Jóhannes Héðinsson frá Akureyri, Jón Ingi Steindórsson frá Vestmannaeyj- um og Anna Jónasdóttir frá Hauganesi en hún var að taka þátt í sínu fyrsta sjóstangveiði- móti. Haldið var út undir Múla eins og reyndar flestir aðrir bátar og þar rennt eigi ýkja langt frá landi. Þar fór hann strax að gefa sig. Haldi menn að sjóstangveiði- kempur hafi aðeins með sér örfáa' öngla eða eins og einn og einn slóða þá er það mesti misskiln- ingur, því flestir hafa meðferðis verkfærakassa fullan af önglum, slóða, línurh o.fl. sem of flókið mál er fyrir landkrabba að telja upp eftir aðeins eina sjóferð. Beitu fá keppendur hins vegar á bátnum, og var beitt rækju og kúskel sem þeir Heiðar og Gísli sáu samviskusamlega um að veiði- klærnar hefðu nóg af. Veðurfar og sjóveiki Veður var ekki sem best, 3 til 4 vindstig af norðaustri og talsverð hreyfing á bátunum, og því tók það sinn toll í röðum keppenda þegar leið fram á morguninn, því sjóveiki fór þá að angra suma keppendur enda varð aflinn þá í samræmi við það, eða nokkur kóð. Allir á HRÖNN voru hins vegar við hestaheilsu, það var helst að matarlyst blaðamannsins hyrfi um tíma, sérstaklega þegar komið var út fyrir Hrólfssker, enda valt þá báturinn ansi mikið. Afli var nú ekki sérlega mikill, svona tæplega einn plastkassi á hvern keppenda, en þó veiddist eilítið af karfa og einar þrjár ýsur utan þorsks, en mikill fögnuður braust út þegar Vestmanneying- urinn dró líka þennan fína mar- hnút. Klukkan hálfþrjú drógu svo allir upp og héldu til lands þar sem aflinn var vigtaður í Frysti- húsi KEA á Dalvík, en tíminn fram að því var óspart notaður, því það var ekki fyrr en báturinn var gangsettur að síðasta fiskin- um var kippt innfyrir. Eina hléið sem gert var á veiðiskapnum var þegar HRÖNNIN kippti frá Múl- anum og norður fyrir Hrólfssker, þá var tíminn notaður til að næra sig og bera saman bækur sínar, og að sjálfsögðu hlusta á sögur af því hversu gífurlegur afli hefði fengist á öðrum mótum á undan- förnum árum, og voru þá keilu- veiðar við Vestmannaeyjar ekki undanskildar auk annnars stór- fiskerís sem þar er stundað. Verðlaunin sko ekkert „slor“ Mótið hélt svo áfram á laugar- deginum án eftirlits blaðamanns- ins, en á Iaugardagskvöldið var svo lokahóf á Hótel KEA, þar sem keppendur uppskáru eins og þeir sáðu, eða kannski væri réttara að segja: eins og þeir beittu. Verðlaunaafhendingunni stjórnaði Júlíus Snorrason, for- maður SJÓAK, af röggsemi, en veitt voru verðlaun fyrir þyngsta marhnútinn; keiluna; lúöuna; steinbítinn; karfann; ufsann; ýsuna; þorskinn; flestar tegundir sem voru 7; flesta fiska sem voru 114; mestan afla karla; mestan afla kvenna; aflahæstu sveitir karla og kvenna; mestan afla; stærsta fiskinn og þrjá aflahæstu bátana, en það voru Gunnar Níelsson (skipstjóri Árni Hall- dórsson) með 106,81 kg/stöng; annar Goði (skipstjóri Anton Harðarson) með 101,00 kg/stöng og þriðji Sunna (skipstjóri Guð- jón Steingrímsson) með 81,14 kg/ stöng. Hverjum verðlaunahafa var fagnað rétt eins og hann hefði orðið Olympíumeistari í því að draga fisk úr sjó á stöng, þvílíkur var fögnuðurinn. Heilarafli þátt- takendanna 52ja var 3407 kg að þessu sinni og hefur oft verið meiri eða allt að 7000 kg. En er ekki best að kenna veðrinu um, eða hvað? Ekki verður skip- stjórunum kennt um því þeir gerði sitt besta í veltingnum, enda er þetta líka keppni þeirra á milli um heildarafla. Aflakló mótsins Aflákló þessa Akureyrarmóts er óumdeilanlega Gunnar Snorra- son frá Reykjavík sem hlaut verðlaun fyrir stærsta þorskinn, stærstu lúðuna, var aflahæstur einstaklinga með 121,85 kg og veiddi flesta fiska eða alls 114, en hann hefur aldrei fyrr keppt á sjóstangveiðimóti á Eyjafirði. Áflahæst kvenna var Ása Gríms- dóttir frá ísafirði, og hún varð í öðru sæti með flesta fiska, eða alls 107. En hvaða töframeðal notaði Gunnar til að ná þessum árangri? Var hann með „öðruvísi veiðar- færi“ eða er hann bara svona fiskinn? „Nei, nei, ég var með svipaðan útbúnað og aðrir, en ég hef mik- inn áhuga og tilfinningu fyrir því sem ég er að gera meðan á veið- inni stendur. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að mér hefur gengið svona vel,“ sagði aflaklóin Gunnar Sorrason kampakátur eftir verðlaunaveit- inguna á laugardagskvöldið. Sjóstangveiði er skemmtileg íþrótt, það getur undirritaður vottað um þótt þátttaka hans hafi ekki verið mikil. En hver veit nema á þessu móti hafi verið kveiktur sá neisti að á meðal þátttakenda á næsta móti verði sá sem vopnaður var myndavél og penna á Sjóstangveiðimóti SJÓ- AK 1990? Hver veit?! GG Aflahæstu skipstjórarnir kampakátir með sigurlaunin. Pottablóm Blómapottar — áburdnr — mold og margt fleira til blómaræk tunar. - O Bjöm Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar41534 • Sérleyfisferðir ■ Hópferðir • Sætaferðir • Vöruflutningar SÉRLEYFISFERÐIR HÚSAVÍK-AKUREYRI-HÚSAVÍK HAUSTÁÆTLUN Gildir frá 1. sept. ’90 su má þri mi fi fö Frá Húsavík: kl. 19.00 08.00 * 08.00 08.00 Frá Akureyri: kl. 21.00 16.00 * 16.00 16.00 Ath. Framvegis verður ekið um Stangarbakka en ekki Garð- arsbraut. * Ath. Sérstök vöruferð á miðvikudögum, ekki fastir brottfara- tímar. Sérleyfis- og vöruafgreiðsla Húsavík: Garðarsbr. 7, sími 42200. Farþegaafgreiðsla Akureyri: Umferðarmiðstöðin Hafnarstr. 82, sími 24442. Vörumóttaka á Akureyri: Ríkisskip v/Sjávargötu, sími 30435. Sérleyfishafi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.