Dagur - 04.09.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 04.09.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 4. september 1990 - DAGUR - 13 Fædd 24. september 1938 - Dáin 12. ágúst 1990 „Nei ert það þú! Komdu blessuð og fáðu þér sæti. Þér liggur ekk- ert á.“ Petta voru oft fyrstu orðin sem hún Gugga sagði við mig þegar ég kom í búðina hennar er hún nefndi Normu, svo rétti hún mér poka: „Fáðu þér mola, þetta er gott fyrir hálsinn." Þá greip hún kannski hendinni fyrir brjóstið og andaði djúpt. Þegar mér barst sú fregn síðla sunnudagsins 12. ágúst að hún Gugga væri dáin stamaði ég bara: „Hva, Gugga, Gugga Bensa; svo ótrúlegt fannst mér þetta og ég spurði hvað hefði komið fyrir. Gugga mín, þetta var þér líkt. Að fara bara svona snögglega. Þú varst alltaf svo rösk. Pó veit ég að þú hefðir viljað bíða lengur eftir þessu kalli. Þú varst búin að segja mér að núna, laugardaginn 18. ágúst, ætlaðir þú að gifta burt yngstu dóttur þína. Ef ég þekki þig rétt hefurðu verið farin að viða að þér veisluföngum. Þetta fór þó á annan veg. Þann dag varst þú hins vegar kvödd af stórum hluta Ólafsfirðinga auk annarra vina þinna víðsvegar að. Hvernig bregst maður við þeg- ar hátt er reitt til höggs? Flestir kikna, a.m.k. í fyrstu. Ég veit að fjölskylda þín á bágt núna. Hún missti mikið. Þú varst umhyggju- söm dóttir, systir, eiginkona, móðir og amma. En ekki bara það. Þú lést þér einnig annt um marga aðra. Þú varst sannur vin- ur vina þinna. Þær voru heldur ekki fáar flíkurnar sem þú bættir í pakkann þegar maður keypti eitthvað hjá þér. Ef keypt var á barn sagðirðu stundum: Ég ætla að senda litlu elskunni þetta,“ og „þetta“ var aldrei skorið við nögl. Gugga, þú varst skapmikil, sagðir skoðanir þínar hiklaust en þú varst einnig viðkvæm og sátt- fús og lést ekki sólina setjast yfir reiði þína. Maður vissi ætíð livar maður hafði þig. Núna, eftir brottför þína er bærinn okkar fátækari. Gugga mín, þú hefur nú verið neydd til að loka búðinni þinni um stund en þegar tímavörðurinn stoppar skeiðklukkuna mína opnarðu aftur fyrir mig og viltu þá eiga fullan bolsíupoka undir borðinu því þá liggur okkur áreiðanlega ekkert á. Hafðu svo kæra þökk fyrir öll okkar kynni. Við ykkur börnin hennar vil ég segja þetta. Hún mamma ykkar var hreykin af ykkur. Minnist þess og verið sterk í sorginni. Þótt' annað veifið dragi fyrir sólina er hún samt á sínum stað og skín aftur á ykkur. Elsku Stína, Andrés, Gylfi og börnin, öll við söknum, flest með votar brár. Megi Guð er gaf þá sem er farin, græða sárin, þerra hvert eitt tár. Hulda Kristjánsdóttir. Minning: ÝSoffia Sigtryggsdóttir Fædd Okkur langar til að minnast' hennar ömmu, sem varð bráð- kvödd að heimili sínu 28. ágúst sl. og kom það öllum á óvart, því að hún var svo frísk og hafði aldrei á sjúkrahúsi legið. Amma var fædd að Hólkoti í Hörgárdal, dóttir hjónanna Guðrúnar Emilíu Jónsdóttur, ljósmóður og Sigtryggs Sigurðs- sonar, bónda. Hún átti tvo eldri bræður, Brynjólf, bónda og kennara að Krossanesi og Guðmund, sem var smiður í Reykjavík. Þeir eru báðir látnir. Arið 1926 giftist hún afa okkar Steinbergi Jónssyni, vélstjóra og síðar sölumanni frá Dalvík og eignuðust þau 3 syni: Ragnar, hæstaréttarlögmann á Akureyri, kvæntan Sigurlaugu Ingólfsdótt- ur, Hörð, verslunarmann á Akureyri, kvæntan Sigrúnu Birnu Hálldórsdóttur, og Jón Kristin, skipasmíða- og húsa- meistara á Akureyri, kvæntan Sigurlaugu Geirsdóttur, Jón lést langt um aldur fram 1984. Amma og afi slitu samvistum og þá kom sér vel, að amma hafði ung að árum fullmenntað sig í klæðskeraiðn, þegar hún stóð uppi með 3 unga drengi á tímum, þegar engir styrkir eða hjálp var . júlí 1903 - Dáin 28. ágú til einstæðra mæðra. Við vitum, að þetta voru oft erfiðir tímar fyrir hana og drengina, en hún var harðdugleg, glaðlynd og jákvæð og vildi standa á eigin fót- um og kom sínum drengjum upp með vinnu. Hún var mjög félagslynd og var í Slysavarnafélaginu og kór þess. Hún hafði unun af að ferð- ast og fór margar ferðir með for- eldrum okkar um landið. Einnig fór hún nokkrar utanlandsferðir og alltaf fannst henni jafn gaman. 1990 Síðustu æviárin dvaldi hún í íbúð að Dvalarheimilinu Hlíð og hafði mjög gaman að fá til sín gesti, stóra sem smáa. Allur aðbúnaður og starfsfólk fannst henni til fyrirmyndar og viljum við koma á framfæri þakklæti til starfsfólksins á Dvalarheimilinu Hlíð. Elsku pabbi, Hörður og ná- komnir ættingjar. Innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg, Guðbjörg, Ragna og Soffía Ragnarsdætur. Kveðja frá langömmustrákum Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Sb. 1886- V. Briem. Bragi Rúnar og Ingólfur Ragnar Axelssynir. Merkjasöludagar Hjáipræðishersins Hinir árlegu merkjasöludagar Hjálpræðishersins á íslandi eru frá miðvikudegi til föstudags, 5,- 7. september. Merkjasala Hjálpræðishersins í byrjun september á sér langa sögu og hefur verið þýðingarmik- il fjáröflunarleið í starfi hans. Hjálpræðisherinn er með fé- lagsstarf fyrir alla aldurshópa. Tekjum af merkjasölunni er eink- um varið til að fjármagna barna- og unglingastarfið sem er að hefjast aftur nú að afloknu sumarfríi. Merkið, sem er blóm prentað á límmiða, kostar eins og í fyrra kr. 100,- Merkið verður selt á götum Reykjavíkur, Akureyrar og ísa- fjarðar, og einnig verður víða selt í húsum. Vonast er til að sölufólki verði vel tekið og að margir kaupi merki til styrktar starfi Hjálp- ræðishersins. Fram nú allir í röð .. Hjólum aldrei samsíða á vegum ||UjgERÐAR Lausar kennarastöður við grunnskólann í Hrísey. Upplýsingar veittar í síma 61772, 61737, 61709 og á skrifstofu fræöslustjóra Noröurlandsumdæmis eystra. Launafólk Eyjafirði! Sími Neytendafélagsins 22506 er okkar verðgæslusími. Verkalýðsfélögin Eyjafirði Umsóknir um framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra 1991 Sjóösstjórn Framkvæmdasjóös aldraöra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóönum 1991. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Sérstök umsóknareyöublöö liggja frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sem fylla skal samviskusamlega út. Einnig er ætlast til aö umsækjendur lýsi bréflega húsnæöi, fjölda vist- rýma, sameiginlegu rými, byggingakostnaöi, fjár- mögnun, verkstööu og þeim þjónustuþáttum, sem ætlunin er aö efia. Þá skal sýnt fram á þörfina fyrir þær framkvæmdir, sem um ræðir, og hvernig rekstur verði fjármagnaöur. Umsóknir skulu hafa borist sjóösstjórninni fyrir 1. október 1990, Laugavegi 116, 105 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Námskeið hefjast 17. sept. Magi, rass og læri. Framhaldstími í leikfimi og megrun. NÝTT! Átak í megrun Þrekhringur, róleg leikfimi. NÝTT! TRÖPPUÞREK, erobikk Innritun er hafin í síma 24979 frá kl. 15-20. Nánar auglýst síÖar. Tryggvabraut 22 Akureyri Sími 24979.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.