Dagur - 21.09.1990, Page 3

Dagur - 21.09.1990, Page 3
Föstudagur 21. september 1990 - DAGUR - 3 fréttir Líftryggingafélag íslands stofnað: 95 Lífsbjörg brýtur blað í sögu líftrygginga“ - segir Björn Hermannsson um þessa tryggingu sem boðin verður fólki á aldrinum 20-50 ára I gær var tilkynnt um stofnun Líftryggingafélags íslands hf. og Lífsbjörg kynnt en hún er ný líftrygging á íslenskum vátrygg- ingamarkaði. Þessi tíðindi höfðu verið auglýst með alldul- arfullum hætti en á blaða- mannafundi í gær var Lífsbjörg afhjúpuð. Hið nýja líftrygg- ingafélag er angi af sameiningu Brunabótafélagsins og Sam- vinnutrygginga í Vátrygginga- félag íslands. Líftryggingafélag íslands hf. er hlutafélag með 40 milljónir króna í hlutafé. Félagið varð til við sameiningu líftryggingareksturs BI, Líftrygginga g.t., og Líf- tryggingafélagsins Andvöku g.t. Þessi líftryggingafélög eru hlut- hafar ásamt VÍS. Samhliða þessum breytingum var unnið að könnun á líftrygg- ingamarkaðinum og kom m.a. í Ijós að meirihluti íslendinga er án líftrygginga en á hinn bóginn hafa flestir þeirra ótryggðu áhuga á líftryggingu. Áhuginn er ná- tengdur fjárhagsskuldbindingum fólks en skuldir fjögurra manna fjölskyldu eru 2-2,5 milljónir að meðaltali. „Lífsbjörg brýtur blað í sögu líftrygginga. Nú gefst þorra íslendinga á aldrinum 20-50 ára kostur á að tuka verðtryggða Iíf- tryggingu án skriflegrar heilsu- farslýsingar og læknisskoðunar. Þetta er nýjung en tryggingin sjálf er í aðalatriðum sambærileg við aðrar líftryggingar,“ sagði Björn Hermannsson hjá LÍS. Björn sagði að líftryggingar- skírteini með áföstum gíróseðli yrðu send út á næstu dögunt til aldurshópsins sem um ræðir. Þar munu koma fram á einfaldan hátt allar upplýsingar um skilyrði sem sett eru fyrir líftryggingu án læknisskoðunar. Þetta er mjög einfalt form og er Lífsbjörg jafnt hugsuð fyrir þá sem enga líftrygg- ingu hafa og þá sem vilja auka tryggingavernd fjölskyldu sinnar. Björn sagði að iðgjaldið færi eftir aldri og að öllum yrði boðið upp á sömu vátryggingarupphæð, eina milljón, sem fólk gæti hækk- að eftir þörfum. SS Verslun Álafoss hf. á Gleráreyrum: „Sumarið var annasamt en vetrartíminn er steindauður“ „Sumariö var annasamt og þar kemur til stórkostleg aukning feröamanna á Eyjafjarðar- svæöinu. Þetta var gott sumar viðskiptalega séð, en veturinn er steindauður. Yfír sumartím- an vinna hér 6 menn í fullu er a Blönduósi þessa dagana og að sögn Lárusar hefur lítið verið byggt af einbýlishúsum í ár á almennum markaði. Einnig virð- ist vera lítil hreyfing í sölu á þeim einbýlishúsum sem losna, en Lár- us sagði að eitthvað væri þó að rofa til í þeim málum. Leiguverð á Blönduósi telur Lárus ekki vera hærra en gengur og gerist almennt úti á landi. Leiga á mánuði fyrir þriggja her- bergja íbúð er á bilinu 20-30 þús- und krónur. Síðasta vetur var útdeilt átta íbúðum í verkamannabústöðum, en í sumar hefur ekkert verið byggt í því kerfi. Að sögn Lárus- ar voru allt að fjórir umsækjend- ur um hverja íbúð af þessum átta. Á Blönduósi eru nú orðnar á bilinu 30 til 40 íbúðir í kaupleigu- og verkamannabústaðakerfinu og segir Lárus að nær ekkert sé um að fólk í þeim íbúöum ákveði að byggja sér einbýlishús. Hinsvegar sé alltaf einhver hreyfing á því í sambandi við flutninga til og frá staðnum. Á Blönduósi er engin fast- eignasala og að sögn Lárusar selja menn hús sín mest í gegnum blaðaauglýsingar í staðarblöðum og dagblöðum. SBG vonast til að sú leit beri árang- ur fyrr en síöar. Eins og Dagur hefur áður greint frá er aðeins einn læknir starfandi á Vopnafirði eftir að Jens Magnússon, sem verið hefur læknir á Vopnafirði í undangeng- in átta ár, iflutti -sig suöur yfir hciðar um síðustu mánaðamót. Mikið hefur verið reynt að fá lækni í hans stað, en sú leit hefur enn engan árangur borið. Emil segir þó bót í ntáli að fengist hafi heimiid ráðuneytisins fyrir annarri fastri stöðu á Vopnafirði og því kunni að verða auðveldara að ráða lækni í fasta stöðu heilsu- gæslulæknis. „Heilsugæslustöðin hér er svokölluð Hl-stöð og því einungis heimild fyrir einni læknisstöðu. Núna erum við hins vegar búnir að fá grænt ljós frá ráðuneytinu til ráðningar í aðra stöðu. Við stefnum að því að fá mann í þessa nýju stöðu strax upp Emil. úr mánaðamótum," sagði óþh VopnaQörður: Heimild frá ráðuneytinu til ráðn- ingar í aðra stöðu hedsugæslulæknis Ekki hefur enn tekist að ráða annan lækni til starfa á Vopna- fírði, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út þann 15. sept- ember sl. Áfram er haldið að leita að lækni og segist Emil Sigurjónsson, formaður stjórn- ar heilsugæslustöðvarinnar, Blönduós: Skortur á leiguhúsnæði „Hörgull er á framboði á leigu- húsnæði hér eins og er, en í hyggingu eru fjórar kaupleigu- íbúðir sem verða tilbúnar á næsta ári,“ segir Lárus Jónsson, formaður húsnæðis- nclndar, um húsnæðismál á Blönduósi. Skortur er á húsnæði á starfí, en yfír vetrartímann ekki nema l'/2,“ sagði Kristján Torfason, verslunarstjóri í verslun Álafoss hf. á Glerár- eyrum. Kristján sagði að fararstjórum erlendra ferðamanna þætti gott að koma með hópa útlendinga í vcrslunina. Bílastæði eru góð og gott að athafna sig með stórar rútur. „Fólkinu er sleppt hér inn til að versla og að verslun lokinni fer það beint upp í rúturnar aftur. Fararstjórunum þykir þetta gott, því oftast eru þeir í miklu tímahraki. Margt þarf að gera á stuttum tíma. Við eruni ekki í samkeppni við aörar verslanir. Hér seljum við eldri framleiðsluvörur. Nýju vörurnar frá Álafossi eru seldar vítt og breitt í verslunum ;m boðsmanna okkar og okkur þy ekki rétt að selja þá fram- le ,iu hér. Mest er keypt af vél- pijónuðu peysunum. í verslun- inni er hægt að kaupa lítið gall- aða vöru og heilt yfir er varan hér ódýrari en á almenna markaðin- um, enda ekki hátískuvara. Þegar ferðamannastraumurinn fjarar út hægist um hjá okkur og vetrartíminn er steindauður. Mig undrar að svo sé, því vissulega ga>tu Akureyringar og nærsveita- menn gert góð kaup hér í fatnaði og skóm á tímum þegar flestir kvarta undan slæmri afkomu," sagði Kristján, verslunarstjóri. ój Ályktun fundar Iðnþróunarfélags Eyjaljarðar hf. og Atvinnuþróunarfélags Austurlands um staðarval nýs álvers: Fullyrðingar ráðamanna um yflrburði Keilisness eru beinlínis rangar Iönþróunarfélag Eyjafjarðar hf. og Atvinnuþróunarfélag Austurlands héldu sameigin- legan fund á Reyöarfíröi í vik- unni, þar sem rætt var um stöðuna í álmálinu svokallaða. Á fundinum var samþykkt svo- hljóðandi álytkun: „Þar sem fyrirliggjandi skýrsla Atlantsái um staðarval fyrir álver (Site selection study for a 200.000 tpy aluminium smelter on Iceland August 1990 by Memo Trepp) sýnir ekki marktækan mun á stofn- og rekstrarkostnaði milli staða, cr Ijóst að fyllyröingar ráða- manna urn yfirburði Keilisness eru beinlínis rangar. Niöurstaða skoðanakönnunar um staðsetn- ingu álvers sýnir best hversu ntik- il áhrif óvandaður málflutningur ráöamanna hefur haft á skoðanir almennings. Félögin skora á ríkisstjórnina og Alþingi að glata ekki því ein- staka tækifæri sem þjóðin hefur nú fengið í hendur til að treysta byggð í landinu öllu." Ráðsteftia um íslenska bókfræði í nútíð og framtíð - hófst í gær á vegum Háskólans á Akureyri Ráöstefna um íslenska bók- fræði í nútíð og framtíð hófst á Akureyri í gærmorgun og lýk- ur í kvöld. Ráðstefnan er hald- in á vegum Háskólans á Akur- eyri og er þetta önnur alþjóð- lega ráðstefnan sem Háskólinn efnir til. Haraldur Bessason, rektor Háskólans, sctti ráð- stefnuna og ræddi um að bók- fræði væri nú orðin merk vís- indagrein. Hann minntist fyrri ára þegar Björn Sigfússon, fyrrverandi háskólabókavörð- ur, flutti bóklegan vísdóm á reiðhjóli milli staða og bar saman við þá tækni sem tölvu- öld býður nú til að auðvelda aögang að efni og upplýsingum bóka. Yfirskrift ráðstefnunnar er Islensk bókfræði í nútíð og framtíð. Bókfræði fjallar um efni og upplýsingar sem gefnar eru út í bókum, hvernig unnt sé að eiga greiðan aðgang að slíkum upplýs- ingum, vinna úr þeim og nota við hin ýrnsu viðfangsefni sem leysa þarf úr. Nútíma bókfræði ntiðar að því að unnt sé að afla sem víð- tækastia upplýsinga úr útgefnum ritum hvaðan seni er í heiminum. Sigrún Klara Hannesdóttir, lektor, fjallaði unt alþjóðlcga bókfræðistjórn í framsöguerindi og sagði meðal annars að megin- hugmyndin i alþjóðlegri bók- fræðilegri stjórn sé sú að bók- fræðilegar upplýsingar um hverja bók skuli unnar nákvæmlega rétt, eins fljótt og mögulegt sé, og þær boönar til dreifingar hverjum sem á þurfi að halda. Daníel Benediktsson, lektor, fjallaði um bókfræði sem fræði- grein og benti á aö bókfræðileg stjórn sé æðsta markmið þeirra sem vinna með heimildir og það markmið megi nálgast með því að bæta sífellt þjónustu. Tíu erindi voru flutt á ráðstefnunni í dag auk umræðna. Bókfræðiráð- stefnunni verður framhaldið í dag og lýkur í kvöld. Þ1 Hluti ráðstefnugesta að Hótel KEA. Á innfelldu myndinni setur Haraldur Bessason, rektor Háskól- ans á Akureyri, ráðstefnuna uni bókfræði.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.