Dagur - 07.11.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 07.11.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 7. nóvember 1990 - DAGUR - 7 Tekist á við hlcöslustcina. Grjótkast að hætti hraustmenna. an að því vegna þess að Sigurlaug hafi alltaf verið dálæti Skagfirð- inga. Hún segist vonast til að geta sett upp safn í Áshúsinu um þau hjónin, en ætlunin er að hafa þar fyrst og fremst geymslu svo og sýningarsal og jafnvel kaffi- og minjagripasölu. „Flakkarinn“ Gilsstofa Gilsstofa er einskonar „flakkari“, byggð í Eyjafirði um miðja síð- ustu öld fyrir Eggert Briem á Espihól af Ólafi bróður hans. Eggert fékk síðan sýslumanns- embætti í Skagafirði og flutti stofuna með sér. Húsið er þannig byggt að grindin er merkt með rómverskum tölustöfum svo að raðað er saman eftir númerum. Gilsstofa er sparistofa frá miðri síðustu öld og segist Sigríður ekki vita til þess að neins staðar annars staðar sé slík til varðveitt. Sparistofur voru byggðar sér sem hús t.d. frammi á hlaði, úr timbri, en með torfþaki. Gils- stofa er 30 fermetrar með tólf gluggum og lofti. Eggert kom með stofuna á skipi í Kolbeinsár- ós og þaðan á báti inn að Hofósi. Nokkrir viðir týndust á leiðinni svo aðeins þurfti að minnka hana þegar hún var komin á sleðum fram að Hjaltastöðum þar sem Eggert bjó fyrst. Síðar fluttist hann að Reynistað og tók auðvit- að stofuna með sér. Þar varð hún að sýsluskrifstofu og Gunnlaugur sonur hans og sýsluskrifari bjó þar einnig um tíma. Þegar Eggert hætti sýslumannsstörfum tók Jóhannes Ólafsson á Gili við og það var orðið það ríkt í fólki að húsið væri sýsluskrifstofa að hún var flutt að Gili. Jóhannes flutti síðan út á Krók með stofuna. Þar seldi hann Kristjáni Gíslasyni, verslunarmanni, hana og á endanum lenti Gilsstofa inn í við- byggingu hjá Kristjáni. Bóndi fram í Blönduhlíð keypti svo verslunarhús hans fyrir nokkrum árum til niðurrifs og flutti fram að Kringlumýri. Þegar hann fór að rífa húsið leist honum ekki á blikuna er hann kom að gömlum viðum Gilsstofu. Hann komst síðan að því hvað var á seyði og gaf að lokum Byggðasafninu gripinn. Lítið er eftir af stofunni fínu sem Ólafur Briem byggði, þakið allt farið og fátt heillegt annað en grindin. Það er því ljóst að endurbygging hennar verður dýr. „Saga Gilsstofunnar er stór- merkileg og í ljósi þess að þetta er sparistofa sem ekki eru fleiri til svo ég viti, þá finnst mér að hún verði að fara upp hvað sem það kostar. Ekki er hægt að vinna við bæði Gilsstofu og Áshús í einu og héraðsnefndin fór fram á að Áshúsið yrði klárað fyrst. Grunn- urinn undir Gilsstofuna er aftur á móti tilbúinn svo að um leið og Áshúsið er komið á sinn stað verður hægt að byrja á henni ef fjármagn verður fyrir hendi,“ segir Sigríður. Ljósmyndasafnið I Byggðasafninu á Glaumbæ er nokkuð af ljósmyndum. Eftirtök- ur hanga uppi á veggjum annarrar gestastofunnar og þar má sjá marga helstu höfðingja Skaga- ljarðar frá því farið var að taka Ijósmyndir. Sýslumenn, prestar, kvenskörungar og fleira fólk sem byggði Skagafjörð á síðustu öldum. Sigríður segist hafa ákveðnar hugmyndir um nota- gildi Gilsstofu þegar hún verður komin upp. Hún segist telja við- eigandi að setja þar inn gamla skrifstofumuni og einnig gæti ljósmyndasafnið átt þar heima. Álit um safnamál Nefnd sem Sigríður átti sæti í skil- aði í sumar áliti til Héraðsnefnd- ar um safnamál í Skagafirði. í álitinu kemur m.a. fram að Byggðasafn Skagfirðinga skuli vera að Glaumbæ og fyrir alla Skagfirðinga. Nefndin kom með hugmynd um að setja upp bú- vélageymslu að Hólum í Hjalta- dal og gætu nemendur Bænda- skólans þá jafnvel gert upp gaml- ar búvélar. Um gamla bjálkahús- ið á Hofsósi, sem Þjóðminjasafn á, sagði nefndin að e.t.v. mætti setja þar upp geymslu og sýning- araðstöðu fyrir Drangeyjarferðir, með veiðiflekum og fleiru. í álit- inu kemur fram að Skagfirðingar eigi ekki að setja á stofn sjó- minjasafn en frekar styrkja slík söfn í nágrenninu. Nefndin mælti heldur ekki með að iðnaðarsafn yrði stofnsett, af sömu ástæðúm og sjóminjasafn. Þá vill nefndin að listasafnið fái betri aðstöðu og náttúrugripasafnið sem nú er í eigu Varmahlíðarskóla leggur nefndin til að verði flutt út á Sauðárkrók og gæti það þá jafn- vel verið fræðilegt fyrir nemend- ur á náttúrufræðibraut við Fjöl- brautaskólann. Um gamla bæinn á Hólum segir nefndin að jafnvel mætti setja þar inn sögulegt yfirlit um Hólastað í formi texta og mynda en ekki muna. Fleiri hluta er getið í áliti nefndarinnar, en það helsta er að fjármunum sé veitt skynsamlega til safna í Firð- inum og reynt að efla það sem jfyrir er en ekki stofnsetja ný. Framtíð Byggða- safnsins trygg Með þessa vitneskju í farteskinu settist blaðamaður inn í bíl sinn og ók burt frá Glaumbæ og gamla tímanum. Hvort eftir áliti nefnd- arinnar sem starfaði á vegum Héraðsnefndar verður farið kem- ur tíminn til með að skera úr um. Greinina er tilhlýðilegt að enda á orðum Sigríðar um framtíðina. „Framtíð þessa safns er trygg svo framarlega sem menn hafa áhuga á að halda því við, en það kostar peninga og vinnu og það þarf að reka safnið. Ég vona að þetta safn komi til með að halda okkur Skagfirðing- um á lofti sem menningarlega sinnuðum. Gilsstofa og Áshús, þegar þau verða bæði komin upp, gera það að verkum að húsnæði safnsins eykst, auk þess að varð- veita tvo ómetanlega öldunga, húsin sjálf. Með þeim kemur geymsla fyrir muni og aukið sýn- ingarhúsnæði sem er nauðsynlegt vegna þess að ef við höldum áfram að safna þá koma til safns- ins hlutir sem passa alls ekki inn í gamla burstabæinn. Að auki opn- ast möguleiki á aðstöðu til að þjónusta ferðafólk, en í sumar komu hér sextán þúsund manns og engin aðstaða er fyrir hendi. Hér er alltaf ein manneskja að selja inn og einnig fást hér póstkort, en fólk fer síðan sjálft um safnið með leiðbeiningar- bækling í höndunum. Þegar hús- in tvö verða komin upp held ég að safnið þurfi ekki að hafa áhyggjur af framtíð sinni, en þetta er dýr framkvæmd." Myndir og texti: Skúli Björn Gunnarsson. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftir- farandi: RARIK-90005: Háspennuskápar 11 kV, fyrir aðveitustöðvarnar Eskifirði, Laxárvatni, Ólafs- firði, Saurbæ og Þorlákshöfn. Opnunardagur: Fimmtudagur 20. desember 1990, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun- artíma og veröa þau opnuð á sama staö aö viö- stöddum þeim bjóöendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og meö miövikudegi 7. nóv. 1990 og kosta kr. 2.500,- hvert eintak. Reykjavík 2. nóvember 1990 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi 118,105 Reykjavík Canon Ljósritunarvélar Faxtæki HeiKniveiar Örfilmulesarar JAPISS AKIiM SKIPAGATA 1 - SIMI 96 25611 Á SÖLUSKRÁ Smárahlíð: 2ja herb. íbúö á þriðju hæö, íbúö í mjög góöu ástandi. Hrísalundur: 2ja herb. íbúö á þriöju hæö laus strax. Hríseyjargata: 3ja herb. nýendurbyggt einbýlishús á einni hæö. Hús í algjörum sérflokki. Borgarhlíð: 3ja herb. íbúð á fyrstu hæö, svalainngangur. Langahlíð: 3ja herb. raðhúsíbúö á einni hæö. Smárahlíð: 3ja herb. íbúö á þriðju hæö. Munkaþverárstræti: 4ra herb. íbúö á neöri hæö í tvíbýl- ishúsi. Grundargerði: 4ra herb. endaíbúð á einni hæö. Rauðamýri: 4ra herb. 120 fm einbýlishús á einni hæö. Nýlega endurbyggt, hús í mjög góöu ástandi. Þverholt: íbúðarhús, hæö ásamt lítilli íbúö á neöri hæö. Stórholt: Einbýlishús á tveimur hæöum, mjög mikið endurnýjað. Kringlumýri: íbúöarhús á tveimur hæöum, stærö samtals 300 fm, tvær íbúðir. Opiö frá kl. 10-12 og 13-19. Fasteignasalan hf. Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878. Hermann R. Jónsson, sölumaður heimasími utan skrifstofutíma er 25025. Hreinn Pálsson, lögfræöingur. Guðmundur Kr. Jóhannsson, viðskiptafræðingur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.