Dagur - 07.11.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 07.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 7. nóvember 1990 Hagur fiskveiða og fiskvinnslu: Aíkoman hefur batnað mjög frá síðasta áii - frystiskip rekin með 11,3% hagnaði af tekjum Sameiginleg afkoma fiskveiða og fiskvinnslu hefur batnað frá árinu 1989. Þá var hún nei- kvæð um 2,2% en í október 1990 er talið að afkoman sé jákvæð um 3,2%. Án greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðn- aðarins hefði tapið á veiðum og vinnslu botnfísks numið 5,0% af tekjum árið 1989 og án greiðslna í Verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins nú í októ- ber hefði hagnaður af veiðum og vinnslu numið 5,5% af tekjum. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðhagsstofnun, en stofnunin hefur lokið uppgjöri á rekstri helstu greina fiskvinnslunnar 1989 og unnið rekstraryfirlit yfir botnfiskveiðarnar sama ár og borið niðurstöðurnar saman við rekstrarskilyrði um miðjan októ- ber 1990. Á árinu 1989 var lítilsháttar tap af botnfiskvinnslunni. Hreint tap frystingar og söltunar var um 1,4% af tekjum en hefði verið um 5,6% ef greiðslur úr Verð- jöfnunarsjóði hefðu ekki komið til. Samkvasmt stöðumati við skil- yrði um miðjan október 1990 er hreint tap frystingar og söltunar 0,3% af tekjum. I þessu afkomu- mati hafa greiðslur úr Verðjöfn- unarsjóði sjávarútvegsins verið dregnar frá, en þær nema 2,5% af útflutningstekjum botnfisk- vinnslunnar í október. Án greiðslna í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins nú í október hefði hagnaður af fiskvinnslu numið 2,0% af tekjum. Hliðstæðar athuganir fyrir botnfiskveiðar á árinu 1990 sýna að tap af þessari starfsemi nam I, 5% af tekjum. Bátar 21-200 brúttólestir voru reknir með 5,5% tapi og togarar með 1,2% tapi en hagnaður frystiskipa var 5,0% af tekjum. Samkvæmt stöðumati við skil- yrði um miðjan október 1990 er hreinn hagnaður botnfiskveiða 4,9% af tekjum. Bátar eru reknir með 1,8% hagnaði, togarar með 4,9% hagnaði og frystiskip með II, 3% hagnaði af tekjum. SS Veiðimálastofnun og Hólalax: Námsstefiia um eldi og nýtingu bleikjunnar Næstkomandi laugardag boða Hólaskóli, Veiðimálastofnun og Hólalax til námsstefnu á Hólum í Hjaltadal þar sem rætt verður um rannsóknir, nýtingu og eldi á bleikju hér á landi. Þessar stofnanir hafa náið samstarf um margskonar rannsóknir á bleikju og verður á námsstefnunni skýrt frá niðurstöðum þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið að undanförnu. Á síðasta sumri var gerð víð- tæk athugun á bleikju í stöðu- vötnum með veiðni, nýtingu og markaðssetningu í huga. Einnig standa þessir aðilar, í samvinnu við Rannsóknastofnun land- búnaðarins, að eldistilraunum á mörgum mismunandi bleikju- stofnum í leit að hentugum stofni til eldis og kynbóta. Skúli Skúla- son tók til starfa við Hólaskóla í haust en hann hefur nýlokið doktorsnámi sem fjallaði urn eldistilraunir á mismunandi stofnum bleikju í Þingvallavatni. Meðal fjölmargra erinda sem flutt verða í námsstefnunni um þetta mál má nefna erindi Tuma Tómassonar um rannsóknir og nýtingu á bleikju í stöðuvötnum, erindi Einars Svavarssonar frá Hólalaxi um niðurstöður eldistil- raunar á mismunandi stofnum bleikju og erindi Skúla Skúlason- ar um niðurstöður eldistilrauna á ólíkum bleikjuafbrigðum. Námsstefnan hefst kl. 12.30 á laugardag og er öllum opin. JÓH Kvennalistinn á Norðurlandi eystra: Efiiir tfl skoðanakörmunar um skipan framboðslistans Kvennalistakonur í Noröur- landskjördæmi eystra hafa komið á fót uppstillingarnefnd fyrir komandi alþingiskosn- ingar. Að sögn Elínar Stephensen, kvennalistakonu á Akureyri, er rætt um að efna til kynningar- funda í kjördæminu þar sem kon- um gæfist kostur á að heyra sjón- armið Kvennalistans og ganga til liðs við hann. Þá segir Elín ákveðið að efna til skoðana- könnunar á meðal félagsbund- inna kvenna í Kvennalistanum um hvaða konur þær vilja sjá á framboðslistanum, án tillits til skipunar þeirra í ákveðin sæti. „Síðan verður haft samband við þær konur sem koma best út í skoðanakönnuninni og leitað eft- ir því hvort þær vilji taka sæti á listanum. Að því búnu verður fengið bindandi álit kvenna á fé- lagsfundi um skipan þriggja efstu sæta listans, en sá fyrirvari verður hafður á að þær verði ekki allar úr sama byggðarlaginu. Það vill segja að við viljum t.d. ekki hafa konur frá Akureyri í þrem efstu sætunum,“ sagði Elín. Hún sagði það ætlunina að Kvennalistinn verði tilbúinn með framboðslista fyrir áramót. Málmfríður Sigurðardóttir situr nú á Alþingi fyrir Kvennalistann í Norðurlandskjördæmi eystra. Hún hefur enn ekki viljað gefa út hvort hún gefi kost á sér áfram til setu á Alþingi. óþh Frá fundi Ferðamálasamtaka Norðurlands á Húsavík um helgina. Ferðamálasamtök Norðurlands: Ákveðið að vbrna að framtíðarskipulagi samtakanna - á aðalfundi þeirra á Húsavík Aðalfundur Feröamálasam- taka Norðurlands var haldinn á Hótel Húsavík sl. laugardag. Stjórn ásamt þriggja manna nefnd var falið að gera tillögur um framtíðarskipulag félagsins og framhaldsaðalfundur verð- ur síðan haldinn eigi síðar en í mars. Fremur dræm mæting var á fundinn, en hann sóttu um 15 manns. Samtökin þjóna svæðinu frá Hrútafjarðarbotni austur að Langanesi. Aðspurður frétta af fundinum sagði Þorleifur Þór Jónsson, gjaldkeri samtakanna: „Það er Ijóst að tímamót eru í starfsemi samtakanna. Kjölfest- an í starfi þeirra hefur verið að gefa út bæklinginn Norden Ice- land, sem orðinn er úreltur eftir margra ára notkun. Ekki þykir stætt á að gefa hann út áfrani enda gefur hann lítið af sér. Það hefur orðið mikil hugarfarsbreyt- ing í ferðaþjónustunni og hið opinbera hefur verið að fela ferðamálasamtökunum sívaxandi hlutverk, t.d. með þátttöku í Ferðamálaráði og þátttöku í Upplýsingamiðstöð ferðamála. Þetta hefur kallað á mikil funda- höld og störf í stjórnum og nefndum sem leiða til síaukinna starfa ýmsra stjórnarmanna, en þeir hafa unnið þetta í sjálfboða- vinnu vegna þess að það eru eng- ir fastir tekjustofnar til að standa undir starfseminni. Það er orðið alveg ljóst að allt þetta kallar á endurskipulagningu og fjármögn- un því það er ekki hægt að reka þessi samtök sem sjálfboðaliða- samtök. Samtökin í núverandi formi eru því komin í hálfgert strand. Niðurstaða fundarins var að endurskipuleggja þyrfti Ferða- málasamtök Norðurlands alveg frá grunni; uppbyggingu þeirra, markmið og fjármögnun.“ Þorleifur segir að samtökin hafi verið í mikilli lægð út af fjár- skorti og lítið starfað inn á við. Hann og Jón Gauti Jónsson, varaformaður samtakanna hafi verið í mikilli vinnu fyrir samtök- in í Ferðamálaráði, Jón Gauti Eftir að Bandaríkjamenn hækkuðu lögaldur til áfengis- kaupa í 21 ár fyrir nokkrum árum hafa rannsóknir leitt í Ijós að ungmennum sem slas- ast í umferðinni hefur fækkað stórlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Áfeng- isvarnaráði. í tilkynningu Áfengisvarnaráðs er einnig vitnað í alþjóðlega ráð- stefnu sem haldin var í Berlín í sumar. í erindum bandarískra vísindamanna kom fram að hækkun Iögaldurs til áfengis- kaupa hefur ekki einungis dregið setið í framkvæmdastjórn þess og Þorleifur setið í stjórn Ferða- málasjóðs og stjórn upplýsinga- miðstöðvar ferðamála og þetta hafi eiginlega tekið alla þá krafta sem þeir geti lagt fram aukalega. „Svona samtök verða að vera til staðar og það er eiginlega hálf lögboðið. Þeim er ætlað ákveðið hlutverk og í nýjum lögum um ferðamál verður þeim væntan- lega ætlað enn meira hlutverk en jafnframt tekjustofnar svo það verði framkvæmanlegt,“ sagði Þorleifur, aðspurður um gildi samtakanna. IM úr slysum á táningum vegna þess að áfengisneysla þeirra hefur minnkað, heldur stuðlar hún og að því að drykkja ungs fólks sem náð hefur lögaldri til áfengis- kaupa er minni en áður var. Ráðið vitnar ennfremur í bandaríska rannsókn þar sem vísindamenn komast að þeirri niðurstöðu að sala veikra vína í matvöruverslunum auki áfengis- neyslu og loks bendir ráðið á það fordæmi sem bæjarstjórnin í Molde í Noregi gefur með því að veita aldrei áfengi í veislum sín- um og móttökum. SS Áfengiskaup ungmenna: Hækkun lögaldurs dregur úr drykkju Kjördæmisþing Alþýðuflokksins: Magnús tilbúiim ef til prólkjörs kemur - Hávarður næsti formaður á Norðurlandi vestra Kjördæmisþing Alþýðuflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra var lialdið sl. sunnudag á Sauðárkróki. Að sögn Björns Sigurbjörnssonar, frá- farandi formanns kjördæmis- stjórnar, var mæting góð. Val- in var sex manna nefnd til að kanna vilja fyrir prófkjöri eða hvort uppstilling verður á lista flokksins fyrir alþingiskosning- arnar. Stefnt er að því að kjördæmis- ráð flokksins hittist síðan fyrir 20. nóvember og nefndin skili þá inn áliti og út frá því verði ákveð- ið hvort verður fyrir valinu, próf- kjör eða uppstilling. Á kjördæmisþinginu var kosið í nýja stjórn kjördæmisráðs. Hávarður Sigurjónsson á Blöndu- ósi, Jón Haukdal Kristjánsson á Hvammstanga og Þorvaldur Skaftason á Skagaströnd voru kosnir og trúlega veröur Hávarð- ur næsti formaður. Jón Baldvin Hannibalsson mætti á þingið og ræddi um málin, en Sighvatur Björgvinsson komst ekki, þó að það hefði stað- ið til. Jón Sæmundur Sigurjónsson er búinn að gefa kost á sér á lista Alþýðuflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra og á kjördæmis- þinginu kom einnig fram yfirlýs- ing frá Magnúsi Jónssyni, veður- fræðingi, urn aö hann væri reiðu- búinn að taka þátt í prófkjöri ef til þess kæmi. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.