Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 20. nóvember 1990 íþróttir Peter Beardsley afgreiddi Coventry - stórsigur Arsenal gegn Southampton - West Ham sækir á í 2. deild j Peter Beardsley skoraði sigurmark Liverpool gegn Coventry. Ekkert var ieikið í deildakeppn- inni í sl. viku þar sem bresku landsliðin voru í eldlínunni í Evrópukeppni landsliða. Þrátt fyrir það breyttist staðan í 1. deild er 2 stig voru dæmd af Arsenal og 1 af Man. Utd. vegna átaka leikmanna liðanna á dögunum. Auk stiganna sem liðin misstu voru þau einnig dæmd til að greiða 50.000 pund hvort í sekt. En þá eru það leikir laugardagsins. Leikur Coventry og Liverpool var sýndur í sjónvarpinu og fengu menn að sjá spennandi og skemmtilegan leik. Terry Butch- er tók við sem framkvæmdastjóri hjá Coventry í vikunni, en hann var leikmaður hjá Rangers í Skotlandi. Hann var ráðinn er John Sillett lýsti því yfir að hann myndi ekki framlengja samning sinn við Coventry í vor og var þá snarlega rekinn. Butcher lék með sínu nýja liði gegn Liverpool og má vera ánægð- ur með frammistöðu manna sinna þrátt fyrir tapið. Kevin Gallagher átti skot í stöng Liverpoolmarksins strax á fyrstu mínútu, en hann ásamt Cyrille Regis var besti maður Coventry í leiknum. Regis og Lloyd McGrath voru einnig nærri að skora fyrir Coventry en tókst ekki. Og auðvitað hegndi Liver- pool þeim grimmilega fyrir, mis- tökin. Strax eftir hlé skaut Gary Ablett framhjá opnu marki Coventry eftir góða sendingu Ian Rush, en á 73. mín. kom sigur- mark Liverpool. Ray Houghton sendi fyrir mark Coventry þar sem Steve Ogrizovic, truflaður af Butcher, missti frá sér boltann og Peter Beardsley þrumaði honum í netið. Leikmenn Coventry sóttu stíft í lokin, en tókst ekki að jafna þrátt fyrir góðar tilraunir og sanngjarn sigur Liverpool var í höfn. Jan Mplby var á bekknum hjá | Liverpool, en sala hans til Barce- lona gekk til baka í vikunni. Q.P.R. setti Jan Stejskal, tékkn- eska markvörðinn sinn, út úr liði sínu fyrir leikinn gegn Crystal Palace, en allt kom fyrir ekki og O.P.R. tapaði 2:1. Sigur Palace var sanngjarn, liðið lék betri knattspyrnu og leikmenn liðsins voru mun ákveðnari í leik sínum. Ian Wright skoraði bæði mörk Palace í leiknum, það fyrra á 23. mín. er hann fékk of mikið pláss Úrslit 1. deild Arsenal-Southampton 4:0 Covcntry-Liverpool 0:1 Leeds Utd.-Derby 3:0 Luton-Manchester City 2:2 Manchester Utd.-Sheffield Utd. 2:0 Norwich-Aston Villa 2:0 Nottingham For.-Sunderland 2:0 Q.P.R.-Crystal Palace 1:2 Wimbledon-Chelsea 2:1 Everton-Tottenham 1:1 2. deild Bristol City-Hull City 4:1 Charlton-Óxford 3:3 Ipswich-Notts County 0:0 Leicester-Wolves 1:0 Newcastle-Barnsley 0:0 Plymouth-Milwall 3:2 Port Vale-Oldham 1:0 Portsmoulh-Middleshrough 0:3 Sheffield Wed.-Swindon 2:1 Watford-Bristol Rovers 1:1 W.B.A.-Blackburn 2:0 West Ham-Brighton 2:1 hjá varnarmönnum O.P.R. og það síðara 9 mín. fyrir leikslok með skalla eftir hornspyrnu. Leikmenn O-P R- gáfust þó aldrei upp í leiknum og reyndu hvað þeir gátu, náðu raunar að jafna (im miðjan síðari hálfleik með marki Roy Wegerle, en Wright sá um að innbyrða sigur Palace sem nú er í fjórða sæti 1. deildar. Norwich hefur náð að laga leik sinn mjög eftir lélega byrjun í haust og átti ekki í vandræðum með lið Aston Villa á laugardag. Derek Mountfield, miðvörður Villa, var rekinn út af fyrir að brjóta á Dale Gordon er hann var kominn einn inn fyrir vörn Villa og forðaði þannig marki. En mörkin sem Norwich skoraði voru falleg. Á 4. mín. skoraði Ian Crook með glæsilegu langskoti í stöng og inn. Síðara markið var ekki síðra, Ruel Fox hóf sóknina á miðjunni og eftir góðan samleik við Gordon sendi hann óverjandi skot fyrir Nigel Spink í marki Villa í netið. Lið Villa átti þó góðan sprett í lok fyrri hálfleiks og David Platt var hættulegur, en liðið þarf ekki að kvarta undan úrslitunum. Leeds Utd. fór létt með Derby á Elland Road og hefði getað unnið mun stærri sigur en 3:0. Miðjuleikmenn Leeds Utd. léku mjög vel í leiknum og réðu gangi hans frá upphafi til enda. Lee Chapman skoraði fyrsta markið af stuttu færi á 29. mín. og aðeins nokkrum sek. síðar lagði hann upp næsta rnark fyrir Gordon Strachan með fallegri hælspyrnu. Strachan, David Batty, Gary McAllister og Gary Speed sýndu listir sínar á miðjunni, en það var þó ekki fyrr en á 70. mín. að Speed bætti þriðja markinu við með glæsilegu langskoti. Chris Fairchlough átti einnig skot í stöngina á marki Derby. Sóknarmenn Derby fundu enga leið framhjá Fairclough og Chris Whyte í vörn Leeds Utd. og markvörðurinn, John Lukic, átti náðugan dag. Peter Reid var ráðinn fram- kvæmdastjóri Man. City í vik- unni og setti sjálfan sig út úr lið- inu fyrir leikinn gegn Luton. City virtist hafa tryggt sér sigurinn í leikhléi með mörkum David White og Steve Redmond. En í síðari hálfleik slakaði liðið á og Leik Everton og Tottenham var sjónvarpað á Englandi á sunnudag. Leikurinn var mjög mikilvægur fyrir bæði liðin, en af ólíkum ástæðum þó. Totten- ham fylgir í humátt á eftir Liverpool og Arsenal í þriðja sæti 1. deildar, en Everton er smám saman að þoka sér upp úr fallbaráttu deildarinnar. Evertonliðið hóf leikinn betur og náði forystu eftir aðeins 15 mín. leik. Stuart McCall skoraði markið fyrir liðið, en 6 mín. fyrir lok fyrri hálfleiks náði David Howells að jafna leikinn fyrir Tottenham. Þrátt fyrir mikla og harða baráttu liðanna í síðari hálfleik tókst þeim ekki að skora fleiri mörk og urðu því að sættast á jafntefli 1:1. Þetta var annar leikur Everton undir stjórn Howard Kendalls og hefur þeim báðum lokið með jafntefli. Svo virðist sem hann sé á réttri leið með liðið og má örugglega búast við framförum ásamt vafasamri dómgæslu reyndist það liðinu dýrt. Iain Dowie lagaði stöðuna með marki fyrir Luton á 75. mín. og mínútu síðar var skoti hans bjargað á línu af David Brightwell, bak- verði City. Leikmenn Luton fengu aukinn kraft við þetta og börðust af krafti til loka. Pað bar árangur þegar Dowie fiskaði víta- spyrnu, sem John Dreyer jafnaði úr, á síðustu mínútu leiksins, en Tony Coton í marki City var ekki ánægður þar sem hann hafði ekki náð að stilla sér upp í markinu áður en spyrnan var tekin. Peter Reid og leikmenn City helltu sér yfir dómarann í leikslok, en það dugar' sjaldnast. Pað tók Mari. Utd. 65 mín. að finna leiðina í mark botnliðsins Sheffield Utd. á Old Trafford í leik liðanna á laugardag, en mark- ið var þess virði að bíða eftir því. Paul Ince sendi út til vinstri á Neil Webb sem gaf fyrir mark Sheffield þar sem Steve Bruce afgreiddi boltann í netið. Það var síðan 5 mín. fyrir leikslok sem Utd. gulltryggði sigur sinn með síðara marki sínu í leiknum. Mark Hughes skoraði eftir góðan undirbúning Webb. Leikmenn Utd. léku vel í leiknum og hefðu átt að vinna stærri sigur, en heppnin var ekki með Icikmönn- um liðsins lengst af. Leikmenn Arsenal hristu af sér vonbrigðin út af stigunum tveim sem af þeim voru tekin í vikunni og burstuðu lið Southampton 4:0 á heimavelli. Liðið er ákveðið í að veita Liverpool áfram keppni í deildinni. Þrjú ágæt mörk í fyrri hálfleik frá Paúl Merson, Ánders Limpar og Alan Smith gerðu vonir Southampton að engu. Arsenal var ekkert á því að slaka á í síðari hálfleik og Smith bætti fjórða markinu við á 8. mín. eftir undir- búning Limpar. Liðið hefði getað skorað fleiri mörk, en leikmenn Southampton áttu aldrei mögu- leika gegn vörn Arsenal sem talin cr sú sterkasta í 1. deildinni í dag. Lið Nottingham For. var hepp- ið að sleppa inn í leikhléið 1:0 yfir gegn Sunderland sem hafði átt fyrri hálfleikinn. Tveim mínútum fyrir hlé náði Steye Chettle forystunni fyrir Forest með skoti utan teigs og var það hjá Everton á næstunni. Totten- ham hins vegar er á góðum degi eitt besta liðið í 1. deildinni, en vantar enn þann stöðugleika í leik sinn sem er nauðsynlegur því liði sem ætlar sér í alvöru að sigra í hinni hörðu keppni 1. deildar. Þ.L.A. Rauðhærði Skotinn, Stuart McCall náði forystunni fyrir Everton gegn Tottenham. annað skot þeirra í leiknum. For- est lék þó betur í síðari hálfleikn- um og tryggði sigurinn með marki Nigel Clough. Wimbledon heldur áfram að koma á óvart og um helgina lagði liðið nágranna sína Chelsea að velli 2:1. Strax á fyrstu mínútu leiksins varð Peter Nicholas, leikmaður Chelsea, fyrir því aö skora sjálfsmark er hann ætlaði að skalla aukaspyrnu Paul McGee frá, en skalli hans hafn- aði í eigin marki. Terry Gibson bætti öðru marki Wimbledon við í síðari hálfleik, en hann lék nú að nýju eftir langvarandi meiðsli. Gordon Durie náði að laga að- eins stöðuna fyrir Chelsea með marki undir lok leiksins. 2. deild • Oldham er enn efst í 2. deild þrátt fyrir óvænt tap gegn Port Vale þar sem Darren Beckford skoraði eina mark leiksins. • West Ham er nú aðeins stigi á eftir Oldham. Stuart Slater og Colin Foster skoruðu mörk liðs- ins eftir að Brighton hafði komist yfir. • Paul Williams og Nigel Pear- son skoruðu mörk Sheff. Wed., sem er í þriðja sæti, gegn Swindon. • David Kelly skoraði mark Leicester gegn Wolves. • Bernie Slaven, Ian Baird og sjálfsmark Gary Stevens sáu um mörkin fyrir Middlesbrough gegn Portsmouth. Þ.L.A. Staðan 1. deild Liverpool 13 12-1-0 30: 7 37 Arsenal 13 9-4-0 24: 5 29 Tottenham 13 7-5-1 23:10 26 Crystal Palace 13 6-6-1 19:12 24 Leeds Utd. 13 6-4-3 22:14 22 Manchester Utd. 13 6-3-4 17:1420 Manchester City 13 4-7-220:1819 Nottingham For. 13 4-5-417:1717 Norwich 13 5-2-6 17:20 17 W'imbledon 13 3-6-4 16:19 15 Southampton 13 4-3-6 17:23 15 Luton 13 4-3-6 14:23 15 Aston Villa 13 3-5-5 14:14 14 Chelsea 13 3-5-5 16:21 14 Everton 13 2-6-5 17:18 12 Coventry 13 3-3-7 11:16 12 Q.P.R. 13 3-3-7 18:24 12 Sundcrland 13 2-5-6 13:19 11 Derby 13 2-4-7 8:20 10 Sheffield Utd. 13 0-4-9 6:24 4 2. deild Oldham 17 11-5- 1 32:15 38 West Ham 17 10-7- 0 28:11 37 Sheffield Wed. 16 9-5- 233:1632 Middlesbrough 17 9-3- 528:1630 Wolves 17 7-6- 4 26:17 27 Millwall 17 7-5- 5 29:21 26 Notts County 17 7-4- 6 25:22 25, Barnsley 17 6-6- 5 27:20 24 Hrighton 16 7-3- 6 28:31 24 Bristol City 15 7-2- 6 25:26 23 Ipswich 17 6-5- 6 21:26 23 Plymouth 17 5-7- 5 21:22 22 Bristol Rovers 16 6-3- 7 22:22 21 W.B.A. 17 5-6- 6 22:22 21 Port Vale 17 6-3- 8 24:28 21 Blackburn 17 6-2- 9 21:25 20 Swindon 17 5-4- 8 23:28 19 Portsmouth 17 5-4- 8 21:29 19 Newcastle 16 4-6- 6 15:17 18 Oxford 17 4-6- 7 26:31 18 Leicestcr 17 5-3- 9 22:36 18 Hull Citv 17 3-6- 8 24:41 15 Charlton 17 3-5- 9 21:27 14 Watford 16 24-10 13:26 10 Jafiit hjá Everton og Tottenham

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.