Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 20. nóvember 1990 - DAGUR - 11 hér & þar Bráðum koma blessuð jólin Við höfum allt efni í aðventu- og jólaskreytingar. Margar nýjar gerðir og litir. Útbúið ykkar eigin aðventu- kransa og skreylingar. lómabúðin Laufás Blómleg búð. Opið laugardaga og sunnudaga i Hafnarstræti frá kl. 09.00-16.00 og 10.00-14.00 í Sunnuhlíð laugardaga frá kl. 10.00-18.00 Hörpuútgáfan: Gullkom dagsins - fleyg orð og erindi Hörpuútgáfan hefur gefið út nýja bók - Gullkorn dagsins - fleyg orð og erindi eftir íslenska menn og erlenda, eitt fyrir hvern dag ársins. Ólafur Hauklur Árnason valdi efnið. Bókin er mynd- skreytt af Bjarna Jónssyni list- málara. í formála segir: „Á þeim blöðum, sem hér fara á eftir koma fram með hugrenn- ingar sínar íslenskir menn og er- lendir, heimsfrægir garpar og aðrir sem flestum eru ókunnir. En ræða þeirra snýst í megin- dráttum um hið sama: Manninn, hinn skyni gædda mann, í flók- inni veröld þar sem flest virðist á hverfanda hveli og erfitt reynist tíðum að greina hismi frá kjarna". Bókin er 159 bls. unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda hf. Ný ljóðabók frá AB: Kvæði 90 Út er komin ljóðabókin Kvæði 90 eftir Kristján Karlsson. Bókin er kvæðaflokkur sem ber heitið Engey í þröngum glugga og vísar það til þess sem á er horft. Kvæðin mynda sterka heild þar sem uppistaðan er útsýni frá Reykjavík og grennd. Efnið er sett fram í litsterkum myndum og út frá þeim hrannast minningar fjölbreyttrar ævi sem einnig stíga fram í myndum og líkingum. Bókin er 38 bls. að stærð. Við bjóðum persónuleg jólakort með þínum eigin myndum. ☆ Einföld kort eru á sérstöku tilboðsverði. ☆ Tvöföld kort eru með 10-20% afslætti, eftir magni. ☆ Bendum á að það borgar sig að panta tímanlega. ☆ Afslátturinn gildir út nóvembermánuð. Athugið! Þeir sem eiga myndir hjá okkur úr ljósmyndakeppninni, vinsamlegast hafið samband. cPeáiomyndii^ Hafnarstræti 98, sími 23520. Hofsbót 4, sími 23324. SITJIR ÞÚ í BÍL - SPENNTU ÞÁ BELTIÐ! UX™4" Hin sex ára dóttir söngstjörnunnar frægu Mick Jaggers ætlar auðsjáanlega að feta í fótspor móður sinnar, módelsins fræga Jerry Hall. Hér er hún að sýna á góðgerð- arsamkomu og auðvitað eru þarna stoltir foreldrar mættir á staðinn þau Mick og Jerry með soninn James sem er fjögurra ára gamall. Dóttir stórpopp- ara á sýningu Bæjarbúar! Tökum á móti notuðum, vel með förnum fötum. Upplýsingar veita Guðrún í síma 21024 og Hekla í síma 23370. Mæðrastyrksnefnd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.