Dagur - 08.12.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 08.12.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 8. desember 1990 Fréttagetraun nóvembermánaðar Hér hefja Galgopar upp raust sína en hver sagði í samtali við Dag að söngurinn væri ólæknandi sjúkdómur? Aðventan veitir yl og birtu í öskugráu skammdeginu. Jólin nálgast og mennirnir fyllast tilhlökkun, en fyrr en varir eru þau á enda og það sama gildir um þessa fréttagetraun okkar. Nú er komið að næstsíðustu getrauninni, fréttagetraun nóvembermánaðar. Takið þátt í þessum létta leik, fyllið út svarseðilinn og sendið okkur fyrir 8. janúar. í helgarblaðinu 12. janúar birtast réttar lausnir og nöfn vinningshafa ásamt fréttagetraun desembermán- aðar. Þar með kveður þessi þáttur, a.m.k. með núverandi sniði. 1) Ekki byrjaði nóvember glæsi- lega. Strax á fyrsta degi mánaðar- ins er greint frá gjaldþroti físk- eldisfyrirtækis. Hvað heitir þetta fyrirtæki? (1) Ölunn. (X) Árlax. (2) Laxalind. 2) Nokkrir Skagfírðingar tóku hluta Öxnadalsheiðar á leigu. í hvaða tilgangi? (1) Þeir ætluðu að koma upp greiðasölu á torfærnasta hluta heiðarinnar þannig að þeir sem festa bíla sína geti a.nt.k. keypt sér eina með öllu meðan þeir bíða eftir hjálp. (X) Þetta var félagsskapur sem hugðist selja rjúpnaveiðileyfi á svæðinu sem þeir tóku á leigu. (2) Skagfirðingarnir ætluðu að nota svæðið fyrir skotæfingar, s.s. leirdúfuskotfimi, og gefa öðr- um kost á að notfæra sér aðstöð- una gegn gjaldi. 3) Brotist var inn í blómabúð á Húsavík og gerðust þjófarnir býsna rómantískir eftir fréttum Vinningshafar í frétta- getraun október- mánaðar Þeir sem náðu í síðustu liljóm- plötuverðlaunin fyrir jólin eru: Sigríður Garðarsdóttir og Sig- ríður Steinþórsdóttir, Akur- eyri, og Axel Jóhannesson, Gunnarsstöðum. Þau fá senda úttektarmiða eftir helgi. Rétt röð í fréttagetraun októ- bermánaðar var þessi 1. X 7. X 2. 1 8.2 3.2 9. 1 4. X 10. X 5.2 11. 1 6. 2 (X) 12. 1 Vegna ónákvæmni í svörum við spurningu nr. 6 var einnig gefið rétt fyrir táknið X, enda var það efnislega rétt þótt það hafi ekki verið orðrétt eins og svarið sem var merkt 2. Góð þátttaka var í getrauninni að þessu sinni og færum við þátt- takendum þakkir fyrir. Nú er aðeins eftir að rýna í fréttirnar í nóvember og desember. SS að dæina. Hvernig má rökstyðja það? (1) Þeir tóku aðeins nokkra fal- lega blómvendi til að gefa kær- ustunum. (X) Þeir sungu hástöfum hugljúf- an ástarbrag sem leiddi lögregl- una fljótt á staðinn. (2) Þeir kveiktu á kertum víða um verslunina, en höfðu þó rænu á þvf að slökkva á þeim áður en þeir héldu á brott með ránsfeng- inn. 4) „Það er gainan að sjá líf kvikna á ný við höfnina.“ Hver mælti svo og af hvaða tilefni? (1) Svanberg Þórðarson, mein- dýraeyðir, eftir að rottur fóru að fjölga sér umtalsvert við Torfu- nefsbryggju. (X) Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti Presthólahrepps, eftir að vinnsla hófst á ný hjá Rækju- vinnslunni Geflu á Kópaskeri. (2) Guðný Sverrisdóttir, sveitar- stjóri á Grenivík, eftir að dorg fór aftur að tíðkast við höfnina eftir langt hlé. 5) Hver sagði í samtali við Dag að söngurinn væri ólæknandi sjúkdómur? (1) Ragnhildur Gísladóttir. (X) Björg Baldvinsdóttir. (2) Kristján Jóhannsson. 6) Tvær hugmyndir um listamið- stöð á Akureyri skarast. Hvaða hugmyndir eru þetta? (1) Annars vegar tillaga um að breyta gömlum verksmiðjuhús- um á Gleráreyrum í listamiðstöð og liins vegar áætlun um bygg- ingu fjöilistahúss þar sem Akur- eyrarvöllur er nú. (X) í fyrirhugaðri viðbyggingu við Amtsbókasafnið er gert ráð fyrir tónleika- og sýningarsal. Hins vegar er rætt um að stækka Laxdalshús og breyta því í lista- miðstöð. (2) Gert er ráð fyrir fjölnýtisal í viðbyggingu við Ámtsbókasafnið en síðan hafa komið upp hug- myndir um Listagil, þ.e. að breyta gömlum KEA-byggingum í Kaupvangsgili svo þar megi koma listum á framfæri. 7) Hvað heitir dýralæknirinn sem hætti störfum við Einangrunar- stöðina í Hrísey? (1) Sigurborg Daðadóttir. (X) Sigurbjörg Davíðsdóttir. (2) Sigurrós Daníelsdóttir. 8) Hvað þykir óvenjulegt við ráðningu áhafnar á Þórshafnar- togaranum Stakfelli? (1) Tekið er fram að sjómennirn- ir skulu vera kvæntir og staðfast- ir, ekki yngri en 23ja ára. (X) Þeir sjóntenn sem ráðnir eru mega ekki reykja, enda áhöfnin búin að leggja mikið á sig til að verða reyklaus. (2) Sjómönnunum er gert skylt að eiga lögheimili á Þórshöfn, ella 'geta þeir leitað að plássi á öðrum togara. 9) Hver var ráðinn starfsmaður atvinnumálanefndar Akureyrar- bæjar? (1) Jón Gauti Jónsson. (X) Þorleifur Þór Jónsson. (2) Jón Þór Gunnarsson. 10) „Gólfíð er ónýtt og húsið verður ekki opnað næsta haust að óbreyttu.“ ÍJm hvaða hús var þetta sagt? (1) Samkomuhúsið á Akureyri. (X) íþróttahúsið á Siglufirði. (2) íþróttahúsið í Glerárhverfi. 11) Hvað heitir borinn sem hefur verið að bora eftir heitu vatni fyr- ir Miklalax í Fljótum? (1) Glámur. (X) Skrámur. (2) Glaumur. 12) Að lokum þetta: Hvaða tvær útvarpsstöðvar ná nú eyrum Akurcyringa og nærsveitamanna í fyrsta sinn? (1) Aðalstöðin og Stjarnan. (X) Rót og Alfa. (2) Frostrásin og Aðalstöðin. SS „Það er gaman að sjá líf kvikna á ný við höfnina." Hvað átti viðmælandi blaðsins við með þessum orðum? 1. Svarseðill (1, X eða 2) 7. _ .. 2. 8. 3. . .9. 4. _ . _ _ ... 10. _ _ 5. . _ .. 11. 6. _ ... 12 Nafn: Heimilisfang: Sími: Póstnúmer: Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun, Strandgötu 31 ■ Pósthólf 58 - 602 Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.