Dagur - 05.01.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 05.01.1991, Blaðsíða 16
Ófremdarástand í Eyjafirði: Búist við að ailt svæðið fái rafinagn í dag - allar línur frá Rangárvöllum rafmagnslausar Algjört ófremdarástand ríkti í rafmagnsmálum í Eyjafiröi í gær. Tugir staura höfðu brotnað, línur lágu slitnar og mikil ísing á þeim sem enn voru strengdar. Heita má að allt Eyjafjarðarsvæðið utan Akureyrar hafi verið án raf- magns og hálfgert neyðar- ástand að skapast, t.d. á stór- um kúabúum. Gríðarleg vinna beið viðgerðarmanna. „AHar línur út frá Rangárvöll- um á vegum Rafmagnsveitna ríkisins eru rafmagnslausar. Hitaveitulínan, Eyjafjörður til norðurs að Hjalteyri, til suðurs að Tjörnum og Svalbarðsstrandar- línan; þær eru allar bilaðar, mis- munandi mikið og á mismunandi stöðum og ástandið er mjög erfitt," sagði Arnar Sigtýsson hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Akur- eyri í samtali við Dag í gærmorg- un. Brotnir staurar skiptu mörgum tugum og sjónarvottar tjáðu Degi að þeir hefðu séð neistaflug frá línum sem lágu yfir Eyjafjarðar- braut vestri í fyrrakvöld, en línur lokuðu vegum víða í Eyjafirði í gær. Arnar sagði að mikið verk væri framundan og óvíst hvenær raf- magn kæmist á að nýju. Viðgerð- armenn unnu hörðum höndum í gær og fengu aðstoðarmenn frá Egilsstöðum og einnig aðstoð frá björgunarsveitum og bændum. Öllum ábendingum um bilanir er sinnt og þá þarf að leita í hverj- um krók og kima. Arnar vonaðist til að einhver svæði fengju raf- magn í gærkvöld en sennilega kæmist Eyjafjarðarsvæðið ekki í samband fyrr en í dag. SS Rafmagnsstaurar hafa hrunið niður í stórum stíl um norðanvert landið og nemur tjónið milljónum króna. Þessi mynd var tekin í gærmorgun sunnan Akureyrar. Mynd: Golli Laxárvirkjun: Gríðarlegt verk að lagfæra límimar - óhemjutjón sem skiptir jafnvel milljónatugum Það er í rauninni ágætt ástand hér við Laxárvirkjun og allt orðið í nokkuð góðu lagi hjá okkur, en verulega mikið af veitum I Suður-Þingeyjarsýslu og einnig í norðursýslunni eru bilaðar,“ sagði Héðinn Stefáns- son, stöðvarstjóri við Laxár- virkjun í gærmorgun, aðspurð- ur um ástand rafmagnsmál- anna. Héðinn sagði að línan frá Kópaskeri til Þórshafnar væri biluð, einnig línan til Húsavíkur, línur í sveitunum í kring um virkj- unina, í Laxárdal, Kinn og Reykjahverfi. Aðallínan frá Lax- árvirkjun til Akureyrar var slitin á mörgum stöðum og staurar í henni brotnir, ljóst var að hún kæmist ekki í lag í gær og jafnvel ekki í dag. Akureyri fékk raf- magn um Austurlínu frá Kröflu en ekkert um Byggðalínu að vestan, þar sem hún var slitin og stæða brotin í Húnavatnssýslu. Héðinn sagði að erfitt væri að segja til um horfurnar, verið væri að vinna að öllum málum en það væri gríðarlegt verk því orðið hefði óhemjutjón. Hann sagði að verið væri að koma á straum í sveitunum, kafla og kafla, en til dæmis væri margoft búið að koma straum á í Bárðardal, en línan þar slitnaði stöðugt á nýjum stöðum. Línan í Reykjahverfi er mjög illa farin og erfitt að giska á hvenær viðgerð á henni lýkur. í gærmorgun höfðu flokkar manna unnið við línurnar, sumir í allt að tvo sólarhringa, og voru flestir þeirra starfsmenn Raf- magnsveitnanna á Akureyri. í gær voru væntanlegir menn að sunnan til að vinna í Húnavatns- sýslum og jafnvel einnig austar á Norðurlandi. Ekki var vitað um slys eða alvarlegt tjón af völdum raf- magnsleysisins. Rofi á línunni til Kópaskers bilaði á fimmtudag og varð þá Árlaxstöðin í Keldu- hverfi rafmagnslaus en dísilvél hennar var biluð er til átti að taka. Stöðin fékk rafmagn frá dísilstöðvum fyrir austan áður en til þess kæmi að rafmagnsleysið ylli tjóni á fiski í stöðinni. „Það er ekkert farið að taka það neitt saman því það er ekki séð fyrir endann á því, en þetta skiptir milljónum ef ekki millj- ónatugum," sagði Arnar Sigtýs- son hjá Rarik á Akureyri, aðspurður um tjónið á línunum. Arnar sagðist í gærmorgun ekki hafa nákvæmar tölur um brotna staura. Um 40 staurar munu hafa verið brotnir í Suður-Þingeyjar- sýslu og annað eins í Eyjafirði, en þessar tölur voru óstaðfestar að sögn Arnars. IM Slökkvilið Akureyrar: Gerði tilboð í notaðan körfubíl í Svíþjóð Slökkvilið Akureyrar gerði fyrir skömmu tilboð í notaðan körfubfl sem er til sölu í Svíþjóð. Þegar tilboðin voru opnuð kom í Ijós að Slökkvilið Akureyrar var með hæsta til- boðið í bflinn. Ekki hefur verið gengið frá kaupunum, samkvæmt upplýs- ingum Dags, en körfubíll þessi er í góðu standi og lítið notaður. Ef samningar takast á grundvelli til- boðsins er langþráðu markmiði náð hjá slökkviliði bæjarins, en um árabil hefur körfubíl sem þennan tilfinnanlega vantað til slökkvistarfa. Slökkviliðsstjóri hefur margsinnis bent á þetta í tengslum við fjölbýlishúsabygg- ingar, sem eru meira en þriggja hæða háar. Slökkviliðsstjóra var heimilað að gera tilboð í körfubílinn, en upplýsingar um hversu hátt það er eru ekki gefnar upp að svo stöddu. Þó er fullyrt að kaup- verðið er miklu lægra en menn töldu áður að hægt væri að fá slíkan bíl fyrir, samkvæmt heim- ildum Dags, þ.e.a.s. ef gengið verður að tilboðinu. EHB Veðurhorfur: Ásömunótum Samkvæmt veöurspá Veður- stofunnar verður veöriö á svip- uðum nótum næsta sólahring- inn. „Veðrið verður vont á vestanverðu Norðurlandi en skaplegra á austanverðu land- inu,“ sagði Gunnar Hvanndal, veðurfræðingur. Að sögn Gunnars dregur mikið úr veðrinu á sunnudaginn eink- um austast á landinu en á mánu- daginn gengur veðrið meira til austlægra átta með minni úrkomu. „Á þriðjudaginn fer hann í hvassa norðanátt aftur. Þá verður komin ný lægð fyrir sunnan land og togar veðrið aftur í fyrra horf. Þá verða veður vond á Norður- landi,“ sagði Gunnar Hvanndal. ój Skagafjörður: Hroðalegt ástand Unnið var að viðgerð á raf- iínum um allan Skagafjörð á föstudag. Segja má að allur fjörðurinn væri straumlaus þegar viðgerð hófst um morg- uninn. Staurar brotnuðu og línur slitnuðu víða um fjörðinn aðfaranótt fimmtudags og enn frekari skemmtir urðu í fyrri- nótt. Að sögn Jóhanns Svavarssonar rafveitustjóra á Sauðárkróki er ástandið vægast sagt hryllilegt. Viðgerðarflokkar fóru til starfa víðsvegar um Skagafjörð, allt frá Fljótum og fram í dali. Milli þrjátu og fjörtíu línumenn úr Skagafirði unnu að viðgerð. í gær var von á fjórum flutninga- bifreiðum frá Reykjavík með efni til viðgerðar. í fyrrinótt voru línur og staurar að skemmast og engu hægt að spá um hver framvindan verður. Áð sögn Jóhanns er dagskipunin sú að reisa raflínur og berjast á öll- um vígstöðvum. Meðan veður breytist ekki til hins betra má búast við meiri skemmdum á raf- línum í Skagafirði. Engar útsend- ingar frá Ríkisútvarpinu heyrðust í Skagafirði utanverðum í gær og mátti rekja það til rafmagns- leysisins. kg Færð á vegum norðanlands: Loksins fært til Reykjavíkur - Qöldi fólks fór suður með rútum Þjóðvegir á Norðurlandi voru erfiðir yfirferðar og víða ófærir í gærmorgun en unnið var að mokstri af fullum krafti. Útlit Stærsta kúabú landsins að Merkigili í Eyjafirði: Næturmjaltir með hjálp rafstöðvar - ^árbændur leggja kúabændum lið við mjaltir Díselrafstöð kom til hjálpar við mjaltir á stærsta kúabúi landsins, sem rekið er í fjósinu á Merkigili í Eyjafjarðarsveit. Rafmagn fór af sveitinni um miðjan dag á fimmtudag og gripu bændur í sveitinni til ýmissa ráða við mjaltir, m.a. að nota haugsugur. Um 100 mjólkandi kýr eru í fjósinu á Merkigili og augljóslega skapast neyðarástand þegar raf- magn fer af enda ekki vinnandi vegur að mjólka allan þennan fjölda með höndum. Undir mið- nætti í fyrrakvöld fékkst rafstöð frá Akureyri og með aðstoð hennar var mjöltum lokið fyrir kl. 3 í fyrrinótt. Reyna átti að nota rafstöðina á fleiri bæjum en þá höfðu laskaðar raflínur lokað veginum og komust menn því hvergi með rafstöðina. JOH var fyrir að leiðin milli Akur- eyrar og Reykjavíkur opnaðist fyrir hádegi en þá voru stórvirk snjóruðningstæki vej á veg komin með að ryðja Öxnadals- heiði og Vatnsskarð. Að sögn vegaeftirlitsmanns á Akureyri var einnig unnið við mokstur á Víkurskarði og á veg- inum til Grenivíkur í gærmorg- un. Búið var að ryðja frá Ólafs- firði að Hjalteyrarafleggjaranum og frá Akureyri að sama afleggj- ara en þar lokaði rafmagnslína veginum. Fært var til Siglufjarð- ar. Eyjafjarðarbraut vestri var lokuð í grennd við Hrafnagil vegna rafmagnslínu sem lá yfir veginn en snjór var ekki tiltakan- lega mikill á vegum í Eyjafjarð- arsveit. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.