Dagur - 05.01.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 05.01.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. janúar 1991 - DAGUR - 7 poppsíðan Todmobile Todmobile: Öðruvísi en amiað Skiptar skoöanir hafa löngum verið um dægurtónlist okkar íslendinga og hefur eins og gengur sitt sýnst hverjum um ágæti hennar. Glöggt dæmi þess efnis mátti einmitt sjá á áramóta- poppsíöu Dags fyrir rúmri viku þar sem nokkrir valinkunnir tón- listaráhugamenn tjáðu sig um árið 1990 tónlistarlega séð. Skiptust menn þar nánast í tvö horn hvað varðar álit á íslenskri tónlist árið 1990 þ.e. ýmist lofuðu hana eða löstuðu. Það sem lösturunum þótti helst aðfinnsluvert var að þeim þykir lítils frumleika gæta og að menn séu ragir við að reyna eitthvað nýtt. Umsjónarmaöur Poppsíðunn- ar er að sumu leyti sammála þessu og finnst mér þessi skoð- un vera rétt hvað varðar marga af eldri poppurum landsins sem margir hverjir hafa verið aö gera nákvæmlega sömu hlutina í fimmtán ár. Hins vegar hafa af aö mínum Umsjón: Magnús Geir Guðmundsson dómi alltaf annað slagið skotið upp kollinum nýjar hljómsveitir sem komið hafa með ferskan blæ í poppheiminum. Eru t.d. sumar Smekkleysusveitirnar eins og Bless, Langi Seli og Skuggarnir og Bootlegs góð vitni um þetta, og svo Todmobile. Það er óhætt að segja að þau Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Þorvaldsson og Eyþór Arnalds hafi komið á óvart með fyrri plöt- unni sinni árið 1989. Fyrir utan að vekja athygli með óvenjulegri hljóðfæraskipan, gítar, söngur, selló, þótti tónlistin einkar heill- andi með sínum dulúðuga blæ. Varð platan ein af söluhæstu skífunum fyrir jólin 1989 og verð- skuldaði hún það fyllilega. Nýja platan sem kom út fyrir þessi jól hefur svo sannarlega náð að fylgja þeirri eftir og má merkja tónlistarlega þróun á henni í rétta átt. Sem fyrr er viss dulúð sem einkennir tónlistina en samt ekki á þann hátt að um ein- hverjar endurtekningar sé um að ræða. Öll 11 lögin á plötunni eru áheyrileg en sum þeirra krefjast meiri hlustunar en önnur. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna tvö af rólegri lögum plötunnar, Næt- urlagið og Brúðkaupslagið, mjög fallegar melódíur þar sem Andrea fer á kostum í söngnum. Todmoþile er sjálfsagt ekki frumlegasta hljómsveit í heimi en á íslenskan mælikvarða er hún að gera hluti sem eru á margan hátt öðruvísi en flest annað í þoppinu og fyrir það á hún skilið sérstakt hrós. Bootlegs - Bootlegs: Þungt og á miklum hraða Þungarokkshljómsveitir hafa ekki verið alltof margar á íslandi og þær fáu sem hafa komist á legg hafa ekki orðið beint háaldraðar. Ekki hefur þó vantað að þessar hljómsveitir hafi verið frambæri- legar, síður en svo, sveitir eins og Drýsill, Þrumuvagninn (C.o.T eins og hún kallaðist seinna), Gyþsy og Gildran þóttu allar mjög góðar og allar settu þær efni á plast í meira eða minna mæli, en af hinni eða annarri ástæðu hættu þær störfum alltof fljótt eða skiptu um tónlistarstíl. Það er þó ekki þar með sagt að áhugann vanti en ýmis Ijón sem orðið hafa í veginum eins og nánast fordómar gagnvart þungarokki (tónlistin fæst ekki með góðu móti spiluð í útvarpi) hafa gert þessum hljómsveitum óhægara um vik við að koma sér á framfæri en ella. Bootlegs er eina þungarokks- hljómsveitin sem nú starfar sem náð hefur að hasla sér völl nú á seinni árum, þökk sé þori Smekkleysumanna og dæma- lausum dugnaði sveitarmeðlima sjálfra. Þessi nýja plata þeirra sem kom út fyrir jólin er þeirra önnur en sú fyrri, WC Monster kom út 1989. Þeir félagar gera út á þá tegund þungarokks sem einna mestrar hylli hefur notið nú hin seinni ár svokallað Trash/Speed Metal. Sem dæmi um hljómsveitir sem flokkast undir þennan hatt þungarokks og náð hafa miklum vinsældum má nefna Megadeth, Slayer, Anthrax og Metallica, en þeir síðasttöldu eru ókrýndir kóngar þessarar tónlistar. Ef þessi nýja plata Bootlegs er borin saman við sumt af því sem áðurnefndar hljómsveitir hafa sent frá sér má segja að hún stenst þann samanburð ágæt- lega og frá WC Monster er hún stórt framfaraskref. Það sem er helst ábótavant er að melódíurnar mættu að ósekju vera heldur fleiri í hraðari lögun- um en þær eru af skornum skammti. Það er því þannig farið að lögiri þar sem hraðanum er stillt í hóf falla manni betur í geð og má nefna lögin Tippikal og jólarokk í því sambandi. Ef þeirfélagar í Bootlegs halda áfram á sömu braut og þeir fá nægan stuðning er ekki loku fyrir það skotið að hljómsveitin gæti orðiö vænleg útflutningsvara því hún hefur alla burði til þess, það sannar nýja platan fyllilega. Hitt og þetta Guns ’N’ Roses loksins búnir að taka upp Nú skömmu fyrir áramót luku stórrokkararnir í Guns ’n’ Roses loksins við upptökur á nýju plöt- unni sinni eftir langa og stranga mæðu. Eins og vangaveltur hafa verið um þá verður skífan tvöföld og útgáfa hennar er áætluð ein- hvern tímann i apríl. Einungis er eftir að hljóðblanda gripinn og í þeim tilgangi hefur hið fræga hljóðver Electric Ladyland í New York verið ieigt næstu vikurnar. Safnplötur á safnplötur ofan Það virðist vera mikil tíska í poppheiminum um þessar mund- ir að gefa út safnplötur ýmiss konar. Vissulega hafa þær alltaf verið fyrir hendi í nokkrum mæli en á þessu ári hefur þeim hrein- lega rignt niður. Hér á síðunni hefur verið minnst nokkrar þess- ar safnplatna s.s. eins og Rem- asters og Remasters Boxed, söfnin tvö sem komið hafa út með Led Zeppelin, og safn með bestu lög- um Van Morrison. Nú nýlega hafa síöan komið út safnplötur með Elton John, Bee Gees, Donnu Summer, Strangiers, Jimi Hendrix, Rolling Stones, Joe Jackson, Stat- us Quo o.fl. og virðist ekkert lát ætla að verða á útgáfunni. Chuck Berry Fyrir margt löngu skýrði Popp- síðan frá því að rokkkóngurinn fornfrægi Chuck Berry hefði verið ásakaður um að hafa gert klám- myndbönd með börnum undir lögaldri. Hefur hann nú verið sýknaður af þeirri ákæru en á hinn bóginn var hann fundinn sekur um að hafa haft undir höndum fíkniefnið marijuana en það fannst við húsleit hjá Berry vegna ákærunnar um klám- myndböndin. Fékk hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir vikið sem hann þarf þó ekki að sitja af sér því dómurinn var skilorðsbund- inn. spurning vikunnar Hvað last þú um jólin? Spurt í Þingeyjarsýslu Védís Bjarnadóttir: Ég las Hestar og menn 1990, búin að lesa hana alla saman. Svo las ég Kristján og er eigin- lega ekki komin lengra í bili. Við fengum fjórar bækur í jólagjöf og það er alltaf gaman að fá bækur. Jón Sigurjónsson: Ég var að lesa bókina hans Ómars Ragnarssonar og líkaöi hún svona þokkalega. Eg fékk tvær bækur í jólagjöf. Sigtryggur Árnason: Björn á Löngumýri. Ég haföi gaman af bókinni en samt ekki nógu gaman. Ég fékk nokkrar bækur í jólagjöf og er að fara að lesa meira. Úrsúla Pétursdóttir: Ég var með bókina um íslenska hella eftir Björn Hróarsson og er búin aö blaða mörgum sinnum í gegnum hana. Mér fannst hún alveg dýrðleg. Viðfengum mik- ið af bókum og erum miklir bókaormar. Sigríður Atladóttir: Ég er búin að lesa Kristján Jóhannsson og bókina hennar Margrétar, þýsku konunnar, Lífsreynsla heitir hún. Auðvit- að las ég bókina hans Atla: Hænsnin á Hóli. Ég fékk nokkrar bækur í jólagjöf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.