Dagur - 19.01.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 19.01.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 19. janúar 1991 fréttir Mývatnssveit: Ráðsteíha rnn hálendis- vegi og áhrif þeirra Ráðstefna um hálendisvegi og áhrif þeirra verður haldin í Hótel Reynihlíð við Mývatn í dag og á morgun. Til ráðstefn- unnar boða Ferðamálafélag Mývatnssveitar, Ferðamálafé- Félagsstofnun í Þingeyjarsýslu: Stoð - sam- tök um sorg Stoð - samtök um sorg - nefn- ist félag sem stofnað var á Húsavík sl. mánudagskvöld og nær félagssvæðið yfir Þingeyj- arsýslur. Alls hafa fimm fundir verið haldnir á vegum samtaka um sorg og sorgarviðbrögð á svæðinu síðan í vor, tveir á Húsavík og þrír í Norður-Þing- eyjarsýslu. Framvegis verður stefnt að fundum í félaginu fyrsta mánudag hvers mánaðar og verða þrír af hverjum fjór- um fundum haldnir á Húsavík en einn af hverjum fjórum í Norðursýslunni. Allir eru velkomnir á fundi í félaginu þegar þeir vilja og geta, ekki aðeins þeir sem misst hafa ástvini sína, heldur einnig þeir sem eiga við andlega vanlíðan að stríða af öðrum sökum, t.d. vegna veikinda, skilnaðar eða vinnumissis. Reynt var að setja félaginu sem einföldust lög og þar er ekki færð félagaskrá eða innheimt árgjöld, en séð verður til með hvort ekki fæst fyrir kostnaði við félagshaldið úr kaffi- sjóði þess. Tilgangur félagsins er að fólk finni þar stoð og styrk í sorg sinni. Stjórn Stoðar skipa: Ásdís Kristjánsdóttir, Húsavík, for- maður, Sigríður Sigurjónsdóttir, Húsavík, Gísli G. Auðunsson, Húsavík, Páll Árnason, Raufar- höfn og sr. Eiríkur Jóhannsson, Skinnastað. IM lag Húsavíkur og nágrennis, Iðnþróunarfélag Þingeyinga og Framfarafélag Fljótsdals- héraðs. Ráðstefnan verður sett um kl. 13.00 í dag og stendur langt fram á kvöld. Á morgun hefjast hring- borðsumræður kl. 10.00 en ráð- stefnunni verður slitið kl. 12.00 á hádegi. Fjölmargir aðilar flytja erindi á ráðstefnunni í dag og verður komið víða við. Að þeim loknum flytja ráðherrar og alþingismenn ávörp en síðan verða pallborðs- umræður. Að loknum kvöldverði í boði heimaaðila, fer fram hóp- vinna sem stendur fram á kvöld. -KK Norðlendingar sem og aðrir landsmenn eru ntargir hverjir farnir að stunda líkamsrækt af miklum krafti, hvort held- ur sem er á líkamsræktarstöðvum eða í dansstúdíóum. Hreyfing er holl fyrir alla og ekki síst núna eftir jólahátíðina, þegar flestum okkar verður á að borða meira en góðu hófi gegnir. Myndin var tekin í Dansstúdíói Alice á Akureyri, þar scm hópur fólks hamaðist við æfingar. Mynd: Golli Breytt áætlun Eyjagarðarfeijunnar Sæfara: Númer eitt að bæta samgöngur eyjabúanna - segir Steingrímur J. Sigfusson, samgönguráðherra „Viö höfum verið aö skoða ýmislegt varðandi rekstur ferj- unnar. Við verðum með ein- hverjum hætti að ganga frá þeim málum. Það er ekki sjálf- gefið að rekstrarform verði eins og með Hríseyjarferjuna Sævar, því þarna er um að ræða allt aðra stærðargráðu í rekstri. Ein hugmynd er sú að stofna einhverskonar hlutafé- lag um ferjuna. Onnur hug- mynd er að fela sveitarfélögun- um reksturínn og stofna um hann einskonar samstarfs- nefnd,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, en málefni Eyja- ijarðarferjunnar Sæfara, bæði rekstrarform og breytt áætlun, hafa verið töluvert í umræð- unni að undanförnu. Steingrímur sagðist hafa rætt við Grímseyinga, Hríseyinga og Dalvíkinga um óánægju ýmissa með breytta áætlun ferjunnar frá síðustu áramótum. „Það er verið að skoða þessa hluti. Mér finnst aðalatriðið að menn æsi sig ekki um of í þessu máli, en auðvitað er sjálfsagt að taka það til Iktó 20 milljóna króna prveiting ríkisins til Dalvíkurhafnar á þessu ári: Fer öllíað greiða upp í skuld ríkisins við höfiiina Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Dalvík, segir að 20 milljón króna fjárveiting ríkis- ins til Dalvíkurhafnar á þessu fari öll upp í skuld ríkisins an við höfnina vegna fram- kvæmda undanfarinna ára. Því leggur ríkið ekki fram krónu til nýframkvæmda á þessu ári. Kristján segir að fjárveitingin Félagsmálaráð Sauðárkróks: Engar umsóknir um starf í félagsmiðstöð Treglega gengur að ráða í starf við félagsmiðstöð í Gagn- fræðaskóla Sauðárkróks. Stað- an var auglýst fyrir jól en engar umsóknir höfðu borist um ára- mót og var því umsóknarfrest- Vísitala byggingar- kostnaðar: Verðbólga 7,2% á síðasta árí Hagstofan hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan janúar 1991. Reyndist hún vera 176,8 stig eða 0,2% hærri en í des- ember. Þessi vísitala gildir fyr- ir febrúar 1991. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,2%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,1% og samsvarar það 8,6% árshækkun. - umsóknarfrestur lengdur um mánuð ur lengdur til næstu mánaða- félagsmiðstöðvar sem tengdar móta. Fáar fyrirspurnir bárust em skólum lokaðar um helgar. og virðist sem lítill áhugi sé fyr- kg ir málinu. Að sögn Matthíasar Viktors- sonar félagsmálastjóra eru rnarg- ar ástæður fyrir að lítill áhugi virðist vera fyrir starfinu. „Stað- an var auglýst í jólaösinni og það getur haft sitt að segja. Eg er þeirrar skoðunar að fólk sé hálf hrætt við starfið. Ekki að krakk- arnir séu erfiðir heldur að þetta er nýtt starf og verður óneitan- lega nokkuð strembið til að byrja með,“ sagði Matthías Viktorsson félagsmálastjóri. Nú mun hafa borist ein um- sókn um starfið frá stúlku sem er stödd erlendis en hún mun hafa komið og litið á aðstæður um jólin. Meiningin er að starfsemi fari fram í félagsmiðstöðinni til vors eða meðan skólar eru opnir. Starfsemi mun verða um helgar í félagsmiðstöðinni og er það óvanalegt því víða eru svipaðar nægi ekki einu sinni til að greiða upp skuld ríkisins við Dalvíkur- höfn. Á síðasta ári var byggður grjótvarnargarður norðan núver- andi austur-vestur garðs og vonir stóðu til að fjármagn fengist til að unnt yrði að fylla upp það svæði sem grjótvarnargarðarnir loka af. Kristján segir ekki ljóst hvort og þá hversu mikið verði unnið við höfnina í ár, það ráðist af fram- lögum bæjarins til hennar, en vinna við fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár stendur yfir og ekki ljóst með framlög til ein- stakra verkefna. óþh Aflabrögð í desember: Gnótt af þeim gula Þorskveiðar gengu mjög vel á Norðurlandi í desembermán- uði síðastliðnum miðað við sama mánuð árið á undan. Þorskaflinn var 5.687 tonn í desember 1990 en 2.369 tonn í sama mánuði 1989. Hvergi varð eins mikil aukning á þorsk- afla eins og á Norðurlandi. Heildaraflinn á Norðurlandi, sem og á landinu öllu að Vest- fjörðum undanskildum, var þó mun minni í desember sl. en í desember 1989, eða 9.823 tonn á móti 12.237 tonnum. Skýringin er fólgin í loðnubresti en loðnan féll úr 6.598 tonnum í 1.682. Mikill samdráttur varð einnig milli þessara mánaða í veiðum á ufsa og grálúðu en þorskur, ýsa, rækja og hörpudiskur sóttu í sig veðrið og er samdráttur heildar- afla því ekki eins mikill og búast hefði mátt við í kjölfar ótíðinda af loðnunni. Aukningarinnar í þorskafla gætir víðast hvar á Norðurlandi en þyngst vegur aukningin á Akureyri (1.784 á móti 762), Skagaströnd (864 á móti 102), Sauðárkróki (591 á móti 77) og í Ólafsfirði (795 á móti 266). SS umræðu og skoðunar. Markmið- ið með þessum ferjurekstri er númer eitt að bæta samgöngur eyjabúanna. Þar á eftir koma almennir samgönguhagsmunir þar fyrir utan á svæðinu. Þá er mikilvægt að þessi rekstur sé sem hagkvæmastur og geti að ein- hverju marki nýtt sér aðra tekju- möguleika, ferðaþjónustu og önnur verkefni,“ sagði Stein- grímur. „Mín afstaða er sú að áætlun ferjunnar sé sem hlutlaus- ust gagnvart samkeppnishags- munum á svæðinu. Það er ekki ætlunin með þessari áætlun að beina viðskiptum á einn stað frekar en annan,“ bætti ráðherra við. Hann vildi minna á í þessu sambandi að ef ekki hefði komið til dugnaður og áhugi heima- manna í Hrísey, hefði Eyjafjarð- arferjan, sem þjóni bæði Gríms- ey og Hrísey, trúlega ekki verið keypt. óþh Kvennalistinn: Máhníríður efst á Norðurlandi eystra Málmfríður Sigurðardóttir, alþingismaður, skipar efsta sæti Kvennalistans í Norður- landskjördæmi eystra fyrir alþingiskosningarnar í vor. Málmfríður fékk yfirgnæfandi stuðning í fyrsta sætið í forvali, þar sem þrem konum var rað- að í þrjú efstu sætin. Niður- staða forvalsins er bindandi. Mjótt var á munum milli Sigur- borgar Daðadóttur, dýralæknis á Akureyri, og Elínar Stephensen, kennara á Akureyri. Sigurborg fékk þó ívið meiri stuðning og hlaut bindandi kosningu í annað sætið. Elín skipar þriðja sæti listans. Jófríður Traustadóttir, sem sæti á í uppstillingarnefnd Kvennalistans í kjördæminu, seg- ir að nefndin komi saman á Ak- ureyri í dag og þar verði væntan- lega gengið endanlega frá fram- boðslistanum. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.