Dagur - 19.01.1991, Blaðsíða 20

Dagur - 19.01.1991, Blaðsíða 20
Hekla gamla vöknuð eftir 10 ára dvala: Gjóska hefur fallið víða á Norðurlandi spáð norðanátt í dag og því ekki búist við frekara gjóskufalli Töluvert gjóskufall hefur verið um norðanvert landið frá gos- Vatnsútflutningur Akva: „Útlitíð er gott“ - segir Þórarinn Sveinsson „í þessum vatnsmálum er margt að gerast þó ný pöntun sé ekki komin. Vatn úr send- ingunni í nóvember er komið í dreifíngu í New York ríki og að koma í búðir á Flórída. Þar með verður þessi vara komin í búðir á allri austurströnd Bandaríkjanna þannig að útlit- ið er gott,“ segir Þórarinn Sveinsson um vatnsútflutning Akva hf. á Akureyri. Þórarinn er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann fylgdist með viðbrögðum við stórri sendingu af vatni fyrir- tækisins sem sent var út fyrir jól. í sendingunni í nóvember voru um 470 tonn af vatni. „Niðurstöður hingað til lofa góðu, þó vatnið hafi komið í búðirnar í jólaösinni þegar menn eru að hugsa um margt annað. En endanlegar skýrslur eru vænt- anlegar í næsta mánuði og þá gætu nýjar pantanir farið að berast,“ segir Þórarinn. JÓH inu í Heklu, sem hófst á sjötta tímanum sl. fimmtudag. Vart varð við gjóskufallið um norð- austanvert landið, einkum í Mývatnssveit og Bárðardal, strax um kvöldmatarleytið og síðar um kvöldið í Öxarfirði, á Tjörnesi og Langanesi. Heimilisfólk í Hafrafellstungu í Öxarfirði setti út hvítan disk á fimmtudagskvöldið og gat þannig metið öskufallið. Á ellefta tíman- um var diskurinn orðinn svartur af fínkornaðri gjósku. Diskurinn var síðan settur aftur út, en í gærmorgun hafði lítil aska sest á hann. Það bendir til þess að gjóskufallið hafi verið töluvert mikið fyrstu klukkustundirnar eftir gosið, en síðan hafi dregið úr því. Ekki varð vart við gjóskufall á Húsavík og sömu sögu er að segja frá Akureyri. Hins vegar eru fregnir um gjóskufall í Eyjafjarðardölum og einnig féll gjóska í fyrrinótt innarlega í Skagafjarðardölum. Sigurður Sigurðsson, dýra- læknir á Keldum, hafði strax samband við dýralækna á þeim svæðum á Norðurlandi, þar sem varð vart við gjóskufall, og bað um að þau skilaboð yrðu látin út ganga að búpeningi kynni að vera hætta búin. Reynslan sýnir að búpeningi getur stafað hætta af flúor í Heklugjósku og því þótti ástæða til að vara bændur við. Margir bændur munu hafa tekið hesta sína á hús, en gera má ráð fyrir að hægt verði að setja þá aft- ur út fljótlega, því ef marka má fyrri Heklugos er gjóskufallið alltaf mest fyrstu klukkustundirn- ar eftir að gos hefst. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar á vindur að snúast til norðvestlægrar áttar í dag og því ætti ekki vera mikil hætta á frek- ara gjóskufalli í dag. óþh Útibú Hafrannsóknastofnunar á Akureyri: Steingrímur Jónsson ráðinn forstöðumaður Steingrímur Jónsson, hafeðl- isfræðingur, hefur verið ráðinn forstöðumaður nýs útibús Hafrannsóknastofnunar á Akureyri, sem hleypt verður af stokkunum í vor. Þá hefur Öivind Kaasa, líffræðingur, verið ráðinn starfsmaður við útibúið. Frá þessu var gengið í gærmorgun. Steingrímur Jónsson er Akur- eyringur að ætt og uppruna, fæddur árið 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1977 og lagði síðan stund á nám í Bandaríkjun- um í eðlis- og stærðfræði um eins árs skeið. Næstu átta árin stund- aði hann nám í sömu fögum í Danmörku og síðan í haffræði í Bergen í Noregi, en þaðan lauk hann doktorsprófi í hafeðlisfræði sl. vor. Síðasta hálfa árið hefur hann unnið á Hafrannsókna- stofnun að rannsóknum á tengsl- um veðurfars og ástandi sjávar. Öivind Kaasa, er Norðmaður. Hann hefur cand scient próf í líf- fræði frá Noregi og hefur að undanförnu kennt við Háskólann á Akureyri. Að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnun- ar, eru Steingrímur og Öivind ráðnir frá og með 1. mars nk. Gert er ráð fyrir að þeir muni bæði vinna verkefni fyrir Haf- rannsóknastofnun og kenna við sjávarútvegsfræðideild Háskól- ans á Akureyri. óþh Starfsmenn Akureyrarbæjar við malbikunaraðgerðir á Strandgötu. Mynd: Golh Akureyri: „Unnið við þijú stórverkefni“ - segir Hilmar Gíslason, bæjarverkstjóri „Við höfum verið að vinna að holufyllingum gatna þegar færi gefst. Að slíku er unnið allan ársins hring, enda fjölgar bifreiðum alltaf og þar með eykst viðhaldið stórum,“ sagði Hilmar Gíslason, bæjarverk- stjóri. Að sögn Hilmars, þá er hann með um 40 menn í vinnu í vetur enda næg verkefni fyrirliggjandi. „Við erum með þrjú stórverk- efni, fyrir utan allt þetta smærra sem fellur til. f Giljahverfinu er unnið að holræsalögn. Við Brunná er verið að leggja veg að Heilsuhælinu og við Glerá eru stórframkvæmdir. Aðal holræsis- lögn bæjarins mun liggja í fram- tíðinni niður með Glerá í sjó út og að henni er unnið. Við þurft- um að breyta farvegi árinnar þess vegna og nú er unnið hörðum höndum að þessari framkvæmd," sagði Hilmar Gíslason. ój Fasteignagjöld hjá Akureyrarbæ: Nú má punga út með plastkortum Akureyringar þurfa ekki leng- ur að greiða fasteignagjöldin með beinhörðum peningum. í gær undirrituðu fulltrúar Akureyrarbæjar samning við greiðslukortafyrirtækin Visa Island greiðslumiðlun hf. og Kreditkort hf. þess efnis að bæjarbúar gætu greitt fast- eignagjöldin með svokölluðum boðgreiðslum, en það er nýr valmöguleiki til greiðslu þess- ara gjalda. Að sögn Dans Brynjarssonar, hagsýslustjóra, vill Akureyrar- bær færa innheimtu fasteigna- gjalda í nútímalegra horf og gefa gjaldendum kost á að nota greiðslukort, sér til hægðarauka. Þeir sem nota greiðslukort losna þá við umstangið sem fylgir því að greiða gíróseðil mánaðarlega. Á miðnætti rann út frestur til að skila inn framboðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í hinum nýja Öxarfjarðar- hreppi, sem til verður við sam- einingu Öxarfjarðarhrepps og Presthólahrepps. Þegar blaðið fór í prentun í gær hafði ekkert framboð borist og því stefndi í óhlutbundna kosningu. Sveitarstjórnarmenn í hrepp- unum báðum ætluðu ekki að hafa Gjalddögum fasteignagjalda hefur verið fjölgað og eru þeir nú átta, frá 1. febrúar til 1. septem- ber og eindagi er mánuði eftir gjalddaga. Febrúargreiðsla verð- ur færð inn á greiðslukort kort- hafa í marsbyrjun og svo fram- vegis. Sem kunnugt er hækkaði fast- Útafkeyrsla var á Sauðár- króksbraut við bæinn Vík í Staðarhrepp. Jeppi fór útaf frumkvæði að því að koma með listaframboð, en ef hins vegar kæmi fram framboð annarra aðila fyrir miðnætti, sagði Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti Prest- hólahrepps, að sveitarstjórnirnar hefðu lögum samkvæmt tvo daga til að koma sér saman um mót- framboð. Kosning sveitarstjórnar nýja sameinaða sveitarfélagsins verð- ur laugardaginn 2. febrúar nk. óþh eignamatið um 12% og sagði Dan að hækkun fasteignagjalda væri svipuð. Aðspurður kvaðst hann ekki telja að samningurinn við greiðslukortafyrirtækin hefði aukinn kostnað í för með sér fyrir Akureyrarbæ, en menn hefðu talið nauðsynlegt að bjóða upp á þennan valkost. SS veginum með þeim afleiðing- um að hann valt og ökumaður hans kastaðist út og slasaöist verulega. Gríðarleg hálka var á Sauðárkróksbraut þar sem óhappið átti sér stað. Jeppinn sem valt er ónýtur að segja má. Hann hafnaði það langt frá vegi að ökumaður hélt að bílar hefðu ekið framhjá án þess að verða hans varir. Hálka er mikil á öllum vegum og vegfar- endur eru hvattir til að sýna var- færni. Að sögn Björns Mikaelssonar yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki er mikið um smá óhöpp af völd- um hálkunnar. Lágt hitastig og úrkoma hafa skapað mikla hálku og eru allar leiðir innanbæjar flughálar. Vegagerðin fór upp á Vatns- skarð í gær til að bera salt á verstu brekkurnar þar. Segja má að áður en saltað var hafi verið ófært öðrum en vel búnum bíl- um. kg Presthólahreppur/Öxarfjarðarhreppur: Framboðsfrestur er runmnn út Sauðárkróksbraut: Jeppi valt í gær - ökumaður slasaðist

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.