Dagur - 19.01.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 19.01.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 19. janúar 1991 Suður-afrískur kjötréttur og fleira góðgæti matarkrókur Það er Svanhildur Hermanns- dóttir, skólastjóri í Barna- skóla Bárðdœla, sem er í mat- arkróknum í dag. Svanhildur býður upp á fjóra rétti ogfara uppskriftir að þeim hér á eftir. Svanhildur segist aldrei þurfa að elda mat nema hani langi til þess því hún geti borðað í mötuneyti skólans. „En ég hef samt mjög gaman afað búa til mat og finnst allur matur góður, “ segir hún. Hún segist jafnframt vera lítið fyrir nákvœm mál en láti frekar „vaða,“ eins og hún orðar það. En lítum á uppskriftirn- ar. Forréttur Smjör, hveiti og mjólk í jafning. Sveppir. B'eikon. Tómatmauk. Kjötkraftur. Peyttur rjómi. Nokkrar beikonsneiðar eru harðsteiktar, látið síga af þeim á eldhúspappír og þær síðan muldar smátt. Venjulegur jafn- ingur bakaður upp úr smjöri, hveiti, mjólk og sveppasoði, ef notaðir eru niðursoðnir sveppir. Jafningurinn á að vera þykkur. Kryddað með kjötkrafti og tómatmauki (ekki of mikið af mauki). Beikon og mikið af smábrytjuðum sveppum sett saman við. Rétt áður en þetta er borið fram er mikið af þeytt- um rjóma sett saman við. Jafn- ingurinn er síðan settur í heitar eða kaldar tartalettur. Rjómakartöflur Kartöflur. Laukur. Salt. Kartöflukrydd. Hvítlaukur. Hvítlauksduft. Rjómi. Ostur. Hráar kartöflur flysjaðar og skornar í frekar þunnar sneiðar. Þeim raðað nokkuð þétt upp á rönd í eldfast mót. Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og honum stungið á milli kartöflu- sneiðanna, magn eftir smekk. Kryddi stráð yfir og ekki má gleyma hvítlauksduftinu. Rjóma helt yfir mótið þannig að hann þekji kartöflurnar til hálfs. Þetta er síðan bakað í ofni við 180-200 gráður í u.þ.b. 40 mínútur. Þegar rétturinn er hálfbakaður er gott að strá rifn- um osti yfir hann. Þetta er mjög gott með flestum mat og jafnvel einsamalt. Salat sem aðalréttur Grœnmeti sem er við hendina en agúrkur alveg nauðsynlegar. Brauðteningar. Ostbitar. Salatsósa. Óltfuedik. Eplaedik (má sleppa). Agúrka skorin í litla bita og t.d. tómatar í báta. Kínakál eða sal- atbiöð klippt niður (má alveg eins vera salatblöð úr garðin- um). Gott er að hafa púrrulauk í litlum sneiðum. Salatsósa og ólífuedik, og gjarnan eplaedik, kryddað með sinnepi og hvít- lauk eða hvítlauksdufti og salti og hellt yfir grænmetið. Krydd- að með öllu grænu kryddi sem er við hendina, t.d. skessujurt, mikið af graslauk, selleríblöð- um eða dilli. Nokkrar heilhveiti- brauðsneiðar, án skorpu, skornar í teninga, þeir steiktir á pönnu þar til þeir eru ljósbrún- ir. Ostur skorinn í litla teninga og síðan er öllu blandað saman í salatskál. Loks má skreyta þetta með eggjabátum og gott er að hafa volgar bollur eða verulega gróft kornbrauö með. Afbragðsgott er að drekka hvít- vín eða bjór með; Kjötréttur frá Suður-Afríku I kg hakkað kjöt, hrátt eða soðið. 1 hvít hveitibrauðssneið. 'A bolli mjólk. 3 egg. l'/2 tsk. karrý. 1 msk. sykur. 1 tsk. salt. 'A tsk. pipar. 14 möndlur, afhýddar og steikt- ar. V/2 tsk. sítrónusafi eða edik. 2 meðalstórir laukar, saxaðir. 2 msk. smjör. l'/i bolli mjólk. 'A tsk. salt. Brauðið bleytt upp í fyrri mjólkurskammtinum og það hrært í sundur. Hrært með einu eggi og karrýduftinu, sykri, salti, pipar, möndlum og sítrónu- safa. Hellt saman við kjötið og blandað vel. Laukurinn gull- brúnaður í smjöri og hrærður saman við kjötið. Þessu ersíðan smurt í eldfast inót og álpappír lagður ofan á. Sé kjötið hrátt er rétturinn bakaður í 30-35 mínútur en í 20-25 mínútur sé það soðið. Þegar deigið er full- bakað er pappírinn tekinn ofan af og tvö egg hrærð með mjólk og salti og hellt yfir réttinn. Hit- inn á ofninum minnkaður og rétturinn bakaður þangað til eggjahræran er hlaupin. Þetta má bera fram með hrísgrjónum eða góðri kartöflustöppu. Það er Hildur Traustadóttir á Fremsta-Felli í Köldukinn sem verður í matarkróknum að hálf- urn mánuði liðnum. JHB vísnaþáttur Þóra Sigurgeirsdóttir, síðar húsfr. að Hrappsstöðum í Köldukinn orti þessa vísu 14 ára að aldri: Roðna fjöll í árdagseldi, ymur loft af fuglasöng. Par sem ríkir vorsins veldi verður engum nóttin löng. Þetta sagði Erla skáldkona þegar hún bar jólamatinn á borð: Klökk af þökk á borð ég ber besta vista forða. Ó, að kæmi einhver hér sem á ei nóg að borða. Gömul vísa. Svo virðist sem umsjónarmanni kirkjunnar hafi þótt kenning klerks of veraldleg og í litlu sambandi við hina helgu bók. Hann ljóðaði á prest: Ef í helgum húsum er heimsins orðagjálfur lásinn skal ég lána þér en lykilinn hef ég sjálfur. Þá koma heimagerðar vísur. Umhverfið: Umhverfið var alþýðan. Er ég hennar sonur. Paðan trausta menn ég man og merkar sómakonur. Snjóavetur: Alltaf brosir augum mót álfabyggðin væna. Vaðlaheiði, vertu fljót, veldu kjólinn græna. Ferðafær: Meðan ég er ferðafær flýg ég út úr bænum. Aðeins þar sem grundin grær Guð ég finn í blænum. Ólína Jónasdóttir skáldkona kvað næstu vísu. Við gröf öreigans: Það er ekki þys né ys, þröng né fjölmennt erfi þó að lítið fölnað fis fjúki burt og hverfi. Næsta vísa er eftir Pétur Hannesson, Sauðárkróki. Aurasál: Iðin var þín okurhönd aurum saman hrúga. Öll þín glæstu óskalönd urðu mauraþúfa. Og Pétur orti um fleira. Aðfall: Öldur brunnu um ægis-hlað eld við sunnu rauðan, Fjallkonunnar fótum að fúsar runnu í dauðann. Þá koma vísur eftir Guðjón Þorsteinsson, Skatastöðum. Og loks kom vorið: Nætur langar færast fjær, frerar strangir dvína. Vors með angan blfður blær baðar vanga mína. Leik ég mér við lítil blóm og laufin jurta smáu hér í þessum helgidóm háfjallanna bláu. Ómar færast inn til mín, af því nærist þráin, ég vil læra ljóðin þín litla, tæra áin. Hjörleifur Kristinsson á Gils- bakka kvað svo um gæðing sinn: Dags er glætan þrotin þá, þokan vætir kinnar. Skjóna fætur skripla á skuggum næturinnar. Leikur ekki lipran gang, lítt við blekking þjóna. Pegar brekkan fyllir fang fyrst ég þekki Skjóna. Skáld-Rósa kvað þessa á ferð milli héraða: Skemmtilegur Skagafjörður skín mót sólu nú. Yndislegur Eyjafjörður, aftur sæll vert þú. Ungur efnismaður kvað þessa vísu skömmu áður en hann fórst með skipi sínu. Hann hét Magnús Sigurðsson, frá Heiði á Gönguskörðum: Þótt ég seinast sökkvi í mar sú er eina vörnin að ekki kveinar ekkjan par eða veina börnin. Næstu vísur eru heimagerðar og nefnast Andvökuvísur: Andvakan á allar rætur innst í sálarfylgsnum manns. Þarna margar myrkar nætur minningarnar stíga dans. Fyrr við sælu friðarnátta féll í dróma hugur minn. Þreyttur gekk ég þá að hátta, það var allur munurinOj Veit mér Drottinn, enn ogaftur æskumannsins næturfró svo mér veitist viðnámskraíiur vorsins til - og lengur þó. Kýs ég lifa eins og aðrir indíánasumarið. Pegar allar falla fjaðrir, fagna því sem tekur við. Piltur og stúlka, húnvetnsk að sögn, slitu trúlofun sinni. Þá kvað hann, en hún svaraði þegar: Einatt þrjóta yndiskjör í hafróti kífsins. Skilja hljótum, veigavör á vegamótum lífsins. Veit ég beinn minn vegur er. Verður neinn ei skaðinn. Kemur einn þá annar fer ungur sveinn f staðinn. Þessa fyrirbæn kvað Sigurður Kristjánsson, Leirhöfn: Hvar sem bólið byggja fer burtu róli mæða. Góða njólu gefi þér gylfi sólarhæða. Signý Hallgrímsdóttir kvað um hest: Fer um bakkann, fælist krakkann, forðast rakkann undir slit, reisir hnakkann, hringar makkann, hefur blakkan yfirlit. Þá kemur vetrarvísa eftir Rósberg G. Snædal: Blakta á hæðum héluð strá, hemar flæði og tjarnir. Vilja mæða veikum á vetrarnæðingarnir. Vestur-íslendingur kvað til ættjarðar sinnar: Þína hreinu, mæru mynd mun ég reyna að geyma, meðan treinist lífsins lind lifi ég einatt heima. Gísli Ólafsson kvað um ævi- feril sinn: Hryggð éggat og fögnuð fyllst, fundið, glatað, brotið, áfram ratað, einnig villst, elskað, hatað, notið. Þá birti ég þrjár vísur eftir hinn mikilvirka vísnasafnara Sigurð J. Gíslason: Vísur góðar vil ég skrá, vernda Ijóða hylli, láta fljóð og firða sjá frónska þjóðar snilli. Mörgum hefur stundir stytt stakan langa daga. Ekki gleður andann neitt eins og falleg baga. Mun það vera mest um vert mála í veröldinni að þú öðrum getir gert glatt og hlýtt í sinni. Einhverju sinni varaði Páll Zophoniasson bændur við því að setja á vetur lömb undan ám sem ættu það til að „drepa undan sér“. Þetta var haft að gamni og sendi Guðmundur á Sandi Páli þessa vísu: Á ýmsar hliðar veltur vömb, vandi erað rekja hennar spor. Ég hefsett á átján lömb sem ærnardrápu næstliðið vor. Næsta vísa er frá þeim tíma er hákarlaveiðar voru stund- aðar: Þótt ég sé mjór og magur á kinn mana ég þig sláni. Komdu nú á krókinn minn kjaftastóri gráni. Jóhann Ásgrímsson á Hólma- vaði kvað: Gaman er að glettunni. Gott að hlýða og þegja. Heyri ég fyrir hettunni hvað þeir vitru segja. Kristján Jónsson kvað: Geng ég dapur gegnum kífs gremjusollna strauma, en sælla nýt þó löngum lífs í landi minna drauma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.