Dagur


Dagur - 19.01.1991, Qupperneq 17

Dagur - 19.01.1991, Qupperneq 17
Laugardagur 19. janúar 1991 - DAGUR - 17 efst í hugo Hjálp! Jákvæðar fréttir óskast/ Það fer ekki hjá því að maður sé heldur lágt stefndur þessar fyrstu vikur ársins. Hvernig á öðruvísi að vera? Allan lið- langan daginn glymja í eyrum tiðindi, sem ekki eru beint til þess fallin að rífa mann upp. Fréttatímar eru yfirfullir dag eftir dag af fregnum frá Litháen, að ekki sé nú minnst á djöfulganginn við Persa- flóa. Hvergi virðist vonarneista að finna. Auk hörmungartíðinda af erlendum vettvangi, hafa náttúruöflin séð lands- mönnum fyrir óendanlega niðurdrepandi fréttum af innlendum vettvangi. Fyrst var það ísingin með tilheyrandi eyðileggingu á rafmagnslínum og -staurum og margra daga rafmagnsleysi. Þegar menn voru í þann veginn að jafna sig á þessum hremmingum gekk yfir landið kolvitlaust sunnan veður sem feykti bílum og þak- plötum út og suður. Nýjustu válegu tíðindin eru loðnu- bresturinn. Litlar líkur eru á að veidd verði loðna á þessari vetrarvertíð, sem eru mjög svo alvarleg tíðindi fyrir fjölda fólks í landinu. Afkomu þeirra sem hafa tekjur af þessum dyntótta fiski er stefnt í voða og komi engar ráðstafanir til blasir fátt við nema fjöldagjaldþrot. Mér hefur veriö hugsað til þess síð- ustu daga hvernig neikvæðarfréttir, eins og hér hefur verið getið, orki á fólk. Ef til vill seytla þær „inn um anriað og út um hitt“. Hitt finnst mér þó líklegra að fólki finnist nóg um að fá þær ofan i drunga skammdegisins. Meira að segja börnun- um stendur ekki á sama. Þau eru ótta- slegin yfir því sem er að gerast við Persaflóa, enda fá þau nýjustu tíðindi af vettvangi heim í stofu strax eftir að atburðirnir gerast út í hinum stóra heimi. Það liggur við að Stundin okkar, þessi heilagi tími barnanna, verði að víkja fyrir nýjum stríðsmyndum frá blóðvellinum. Nútíma fjölmiðlun, ekki síst á sviði sjónvarpssendinga, á vafalaust mestan þátt í því að börn á Vesturlöndum, þar á meðal íslandi, eru óttaslegnari yfir stríðsrekstrinum við Persaflóa en dæmi eru áður um í mannkynssögunni. Þau skynja þá hættu sem vofir yfir. Þeim er það Ijóst að þrátt fyrir að átök brjótist ekki út á norðurhjara, kann áhrifa stríðs- ins að gæta hér. Mér þótti athyglisvert viðtal í fréttatíma Ríkisútvarpsins í vik- unni við unglingsstúlku, sem ég trúi að endurspegli hugmyndir þessa aldurs- hóps til Persaflóadeilunnar. Hún sagðist óttast mjög stríð og gæti vart sofið fyrir áhyggjum vegna þess að svo kynni að fara að stríð hefði áhrif á andrúmsloftið um gjörvallan heim og ísland væri þar ekki undanskilið. Þá sagðist hún vera óttaslegin yfir hugsanlegum hryðjuverk- um. Þetta er einmitt mergurinn málsins. Þó svo að við séum hér upp á (slandi, fjarri átakasvæðunum, erum við ekki stikkfrí. Við erum öll dregin inn í stríðið á einn eða annan hátt. Án þess að við séum spurð. Við búum öll á eina og sama hnettinum í sólkerfinu, móður jörð. Svo einfalt er það. Óskar Þór Halldórsson. íþróttir Úrvalsdeildin í körfubolta: Keflavík sigraði Tinda- stól með miklum yfirburðum - þetta er leikur sem norðanmenn vilja helst gleyma sem fyrst Keflvtkingar bættu stöðu sína í B-riðli Urvalsdeildarinnar í körfubolta, með því að sigra efsta liðið Tindastól með mikl- um yfirburðum í Keflavík á fímmtudagskvöldið, eða 114 stigum gegn 76. í hálfleik var staðan 60:47. Þrátt fyrir ósigurinn, eru norðanmenn efstir í riðlinum með 24 stig en ÍBK og UMFG koma næst með 22 stig. Fyrirfram var búist við jöfnum leik og kom því þessi stóri sigur heimamanna hinum 700 áhorf- endum á óvart, eins og Heklu- gos. Allar sóknaraðgerðir heppn- uðust hjá ÍBK, eins og hjá fjöl- þjóðahernum í stríðinu við Saddam. Þeir náðu í byrjun 10 stiga for- skoti sem þeir juku jafnt og þétt með hröðu spili og góðri hittni á skotmarkið, körfuna. Voru þar að verki Falur Harðarson, Tom Lytle og Sigurður Ingimundarson en mikinn heiður átti einnig Jón Kr. Gíslason sem stjórnaði sókn- araðgerðunum af mikilli útstjón- arsemi. Besti kafli ÍBK kom undir lokin, þegar liðið skoraði 11 stig í röð, gegn engu gestanna, breyttu stöðunni úr 96:66 í 107:66 og við það má segja að norðanmenn hafi lagt árar í bát og bæði liðin létu varaliðið spila til loka. Tindastólsmenn hafa vart verið jafn slakir í háa herrans tíð og geta vart spilað verr og voru eins og tindalaus hrífa allan leikinn. Ivan Jonas var sá eini sem sýndi hvað í honum býr, enda lang stiga- hæstur gestanna. Pétur Guð- mundsson átti sæmilegan leik í fyrri hálfleik en var lítið inná í þeim seinni. Valur Ingimundar- son var aðeins skugginn af sjálf- um sér og skoraði aðeins 12 stig. Þetta var leikur sem Tindastóls- menn vilja ábyggilega gleyma sem fyrst. Dómar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingríms- son og dæmdu vel. Stig IBK: Falur Harðarson 28, Tom Lytlc 21, Sigurður Ingimundarson 20, Jón Kr. Gíslason 18, Albert Óskarsson 13, Hjörtur Harðarson 4, Skúli Skúlason 3, Jón Ben. Einarsson 2 og Egill Viðars- son 2. Stig UMFT: Ivan Jonas 27, Pétur Guðmundsson 19, Valur Ingimundarson 12, Haraldur Leifsson 6, Karl Jónsson 5, Sverrir Sverrisson 2, Einar Einarsson 2 og Kristinn Baldvinsson 2. -MG /------------------------------------\ Sprengitilboð: Rímí hreinn ávaxtasafi V4 lítri kr. 25.- Hinn vinsæli þorramatur kominn Opið alla daga til kl. 20.00 KJÖRBÚÐ KEA BYGGÐAVEGI 98 AKUREYRARB/CR Bað- og sundlaugarvarsla Laus eru til umsóknar tvö störf við bað- og sundlaugarvörslu í Sundlaug Akureyrar. (Karl og kona). Ráðið verður í störfin til eins árs frá 1. febrúar nk. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um störfin gefa sundlaugarstjóri í síma 23311 og starfsmannastjóri í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eryarbæjar. Umsóknarfrestur er til 25. janúar. Bæjarstjórinn á Akureyri. Yfirvélstjóra vantar strax á 80 tonna bát. Fer á net fyrir Suðurlandi. Upplýsingar í símum 96-42015, 96-41492 og 96-26384. Kristnesspítali Staða yfirlæknis við endurhæfingardeild Krist- nesspítala er laus til umsóknar. Staðan veitist frá og með 1. júlí nk. Umsækjendur skulu vera viðurkenndir sérfræðingar í orku- og endurhæfingarlækningum. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir spítalans í síma 96-31100. Umsóknir skulu sendar framkvæmdastjóra Kristnes- spítala fyrir 15. mars nk. Ríkisspítalar. Frá Menntaskólanum á Akureyri Starf fjármálastjóra við Menntaskólann á Akur- eyri er auglýst laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi hlotið menntun í verslunar- eða viðskiptafræðum eða hafi starfs- reynslu í bókhaldi eða fjármálastjórn. Laun eru sam- kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna (BSRB 506.244). Fjármálastjóri vinnur undir yfirstjórn skóla- meistara að störfum er varða fjármál og rekstur skólans. Frekari upplýsingar veitir Tryggvi Gíslason skóla- meistari í síma 96.25660 á skrifstofutíma. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 1991. Menntaskólanum á Akureyri 17.01.1991. Skólameistari. Háskólinn á Akureyri Lausar eru til umsóknar stöður fulltrúa á skrifstofum deilda Háskólans á Akureyri. Um er að ræða 50% stöðu við hverja deild fyrir sig, þ.e. heilbrigðis-, rekstrar- og sjávarútvegsdeild. Til greina kemur að ráða í 100% starf og er þá viðkom- andi fulltrúi tveggja deilda. Laun samkvæmt kjarasamningum BSRB. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. og skal umsókn- um skilað á skrifstofu skólans á þar til gerðum eyðu- blöðum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Upplýsingar um starfið gefur skrifstofustjóri í síma 96-27855 eða á skrifstofu skólans á virkum dögum milli klukkan 13 og 15. Háskólinn á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.