Dagur - 30.01.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 30.01.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur Akureyri, miðvikudagur 30. janúar 1991 20. tölublað V s 1 1 el klæddur fötum frá b™nhardt lerrabudin 1 1 HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Fyrri umræða um íjárhagsáætlun Akureyrarbæjar: Meirihluti bæjarstjómar harðlega gagnrýndur Fyrri umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun 1991 fór fram í bæjarstjórn Akureyrar í gær. Frumvarpinu var vísað til seinni umræðu 19. febrúar. Miklar umræður urðu um fjár- hagsáætlunina, og var meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags gagnrýndur harðlega af fulltrúum minni- hlutans. í ræðu Halldórs Jónssonar, bæjarstjóra, kom m.a. fram að heildarrekstrarkostnaður hinna ýmsu málaflokka bæjarins væri 1.718 milljónir, eða liðlega 120 þúsund krónur á hvern bæjarbúa. Áætlað er að verja 200 milljónum Forsætisráðherra tilkynnti í gær þá ákvörðun ríkisstjórnar- innar að alþingiskosningar fari fram þann 20. apríl nk. í gjaldfærða fjárfestingu og 240 milljónum í eignfærða ljárfest- ingu. Afborganir langtímaskulda eru áætlaðar um 48 milljónir umfram nýjar lántökur, fjár- magnskostnaður er 166 milljónir og fjármunatekjur 50 milljónir. Heildarvelta bæjarsjóðs er tæp- Iega 3,6 milljarðar að eignabreyt- ingum meðtöldum. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir sagði að margir lausir endar væru í frumvarpinu, t.d. ekkert ákveð- ið um forgangsröð verkefna í eignfærðri fjárfestingu. Engin ný vinnubrögð hefðu verið tekin upp við undirbúning og gerð fjár- hagsáætlunar, flestir málaflokkar fengju svipað fé og í fyrra nema Líklegt er að þing verði rofið fyrstu vikuna í mars og því Ijóst að kosningabaráttan verður vart meira en fimm vikur. óþh hvað umtalsverð skerðing væri á sviði öldrunarmála. Sinnuleysi væri ríkjandi í atvinnumálum, og engin áherslubreyting sjáanleg frá fyrri bæjarstjórnarmeirihluta. „A-flokkarnir hafa aðeins skipt um hlutverk," sagði hún. Jakob Björnsson sagðist ekki vera sannfærður um að eins vel hefði verið unnið að fjárhags- áætlun og unnt hefði verið. Pór- arinn E. Sveinsson tók í sama streng. Gísli Bragi Hjartarson sagði að ekkert bólaði á þeirri nýsköpun í atvinnumálum sem boðuð hefði verið við myndun meirihlutans. í máli Sigríðar Stefánsdóttur, forseta bæjarstjórnar, kom fram að engin stökkbreyting hefði ennþá orðið í atvinnumálum, enda ekki búið að ganga frá sölu á eignarhluta bæjarins í Lands- virkjun. Þá væri ekki rétt að bera saman fjárhagsáætlanir 1990 og ’91 í prósentum, því aðstæður hefðu um margt breyst og væru ekki sambærilegar. Á fundinum kom fram að komið hefur til umræðu að selja meira af hlutabréfum bæjarins í Ú.A., m.a. vegna fjárskorts og halla á Framkvæmdasjóði. EHB Alþingi: Gengið að kjör- borðinu 20. aprQ Tveir vinir í góða veðrinu. Mynd: Golli Samkvæmt kosningalögum skal kosið til Alþingis annan mánudag í maí, þannig að sam- kvæmt því hefði átt að kjósa 11. maí nk. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar lagst gegn þeim kjör- degi á þeim forsendum að þá verði liðið nokkuð fram yfir yfir- standandi kjörtímabil og landið án þings í 16 daga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stungið upp á 27. apríl eða 20. apríl sem kjördegi og því ætti að verða samstaða flokkanna um 20. apríl sem kjördag. „Þótt ekki sé að finna nein ákvæði í stjórnarskrá eða lögum, sem krefjast þess að kosið sé til Alþingis innan fjögurra ára og fordæmin um að landið sé án þings séu mörg, er ríkisstjórninni kappsmál að samstaða geti orðið um kjördag. Því hefur ríkis- stjórnin í von um samstcðu ákveðið að kjördagur verði 20. apríl 1991,“ sagði forsætisráð- herra í gær. Verkalýðsfélög skora á bæjaryfirvöld á Akureyri að lækka fasteignaskattinn: Vonbrigði að Akureyrarbær hækki fast- eignagjöld umfram forsendur kjarasamninga - Dalvíkingar greiða lægstan fasteignaskatt í kaupstöðum á Norðurlandi Við upphaf fundar bæjar- stjórnar Akureyrar í gær kváðu fulltrúar verkalýðsfé- laga á Akureyri sér hljóðs og kynntu áskorun þeirra um að ákvörðun fasteignaskatts á Akureyri fyrir árið 1991 verði endurskoðuð. Sigríður Stef- ánsdóttir, forseti bæjarstjórn- ar, tók við áskoruninni og sagði að boðað yrði til fundar bæjaryfirvalda með fulltrúum verkalýðsfélaganna þar sem farið yrði yfir forsendur álagn- ingar fasteignaskatts og málið skýrt að öðru leyti. Fasteignaskatturinn hefur ver- ið ákveðinn 0,45 á íbúðarhús- næði á Akureyri og 1,25 á at- vinnuhúsnæði. Mat Fasteigna- mats ríkisins hefur hækkað um 12 prósent frá fyrra ári, sem er umfram launabreytingar milli ára. í áskorun verkalýðsfélaganna Ungfrú Norðurland: Tíu þokkadísir spreyta sig allar nema ein frá Akureyri Síðastliðiö mánudagskvöld var endanlega gengið frá vali á stúlkum til að taka þátt í keppninni um Ungfrú Norður- land. AIIs taka 10 stúlkur þátt i þessari fegurðarsamkeppni og er þetta betri þátttaka en í keppninni í fyrra, en þá voru stúlkurnar sjö. Stúlkurnar tíu heita Elfa Ósk- arsdóttir, Fjóla Pálmadóttir, Herdís ívarsdóttir, Hildur Símonardóttir, Ingunn Hall- grímsdóttir, Katrín Guðmunds- dóttir, Kristjana Birgisdóttir, María Sif Sævarsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Sveindís Benedikts- dóttir. Þessar stúlkur eru allar frá Akureyri, nema Ingunn sem er frá Dalvík, og því liggur við að hægt sé að breyta heiti keppninn- ar í Ungfrú Akureyri. Alice Jóhannsdóttir, sem sér um þjálf- un þokkadísanna, sagðist gjarn- an hafa viljað sjá fleiri stúlkur frá öðrum stöðum á Norðurlandi en það hefði ekki tekist að þessu sinni. Alice sagði að nú færi undir- búningstími í hönd hjá stúlkun- um. Þær munu stunda göngu- æfingar, líkamsrækt og ljós og síðan þurfa þær að útvega sér kjóla. Sjálf keppnin Ungfrú Norðurland verður haldin í Sjall- anum 22. febrúar. SS er bent á að nú sé um ár liðið frá undirritun síðustu kjarasamn- inga, þjóðarsáttarinnar svoköll- uðu, og með þeim hafi tekist að koma í veg fyrir atvinnuleysi og stöðva kaupmáttarhrap og lækka verðbólgu. Síðan segir: „Það er launamönnum á Akureyri mikil vonbrigði að Akureyrarbær skuli hafa ákveðið að hækka fasteigna- gjöld langt umfram þær viðmið- anir sem kjarasamningar byggj- ast á.“ Undir áskorunina skrifa níu verkalýðsfélög auk Alþýðu- sambands Norðurlands. Guðmundur Ómar Guðmunds- son, hjá Trésmíðafélagi Akur- eyrar, sagði að hækkun á fast- eignaskatti á Akureyri frá fyrra ári næmi 12,5 prósentum. „Við teljum þetta vera meiri hækkun en þjóðarsáttin gerir ráð fyrir. Ef við skoðum launahækkanir milli álagninga voru þær rúmlega 6 prósent. Menn eru að tala um að hafa verðbólgu innan við 10 prós- ent og því er þessi hækkun umfram áætlaðar verðlagsbreyt- ingar,“ sagði Guðmundur Ómar. Við samanburð álagðra fast- eignagjalda í kaupstöðum á Norðurlandi kemur í ljós að Dal- víkingar borga lægstan fasteigna- skatt í ár. Fasteignaskattsprósentan af íbúðarhúsnæði í ár var ákveðin 0,375. Þetta er lækkun frá fyrra ári, en þá var fasteignaskatts- prósentan 0,4. Ef tillit er tekið til hækkunar á fasteignamati og launabreytinga er hér um raun- lækkun að ræða. Nærri lætur að hækkunin á skattinum sé 5%, á móti 6% hækkun á launum. Á at- vinnuhúsnæði er álagningarprós- entan 1,0, sem er óbreytt frá fyrra ári. Ólafsfirðingar og Siglfirðingar fylgjast að í fasteignaskattinum. Á báðum stöðum er íbúðarhús- næðisprósentan 0,4 en 1,15 á atvinnuhúsnæði. Þetta eru sömu tölur og á síðasta ári. Húsvíkingar hafa sömuleiðis 0,4 á íbúðarhúsnæði en 1,2 á atvinnuhúsnæði. í fyrra var fast- eignaskattsprósentan á íbúðar- húsnæði ákvörðuð 0,5, en í kjöl- far þjóðarsáttarinnar var skattur- inn lækkaður. Fasteignaskatts- prósentan af atvinnuhúsnæði er óbreytt. Á Blönduósi og Sauðárkróki er fasteignaskattsprósentan af íbúðarhúsnæði 0,43. Álagningar- prósentan af íbúðarhúsnæði á Blönduósi er hins vegar 1,06 en 1,15 á Sauðárkróki. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.