Dagur - 28.03.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 28.03.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 28. mars 1991 Samúel Jóhannsson sýnir um páskana í sal Myndlistarskólans á Akureyri. Sýningin var opnuð í gær, og verður opin til 2. páskadags, milli kl. 14.00 og 18.00 daglega. Samúel sýnir að þessu sinni málverk sem snúast um ákveðið þema, mannlegar tilfinningar og öldurót þeirra, ást og umhyggju. Samúel er enginn nýgræðingur í myndlist, hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið einkasýningar. Hann er innfædd- ur Akureyringur, fæddur 1946. Eðli málsins samkvæmt eru ritmál og myndlist tveir ólíkir tjáningarmátar. Þegar á að nota eitt tjáningarformið til að túlka eða útskýra hitt er því alltaf hætta á ferðum, e.t.v. fyrst og fremst sú að útskýringar á mynd- verkum geri næstum minna en ekkert gagn. Verkið útskýrir sig sjálft, það talar sínu eigin máli til áhorfandans. Þeir straumar sem Sterkur og persónulegur stíll og kenndir. Þetta er mjög for- vitnilegt viðfangsefni, og Samúel hefur tekist vel að koma þessu til skila í verkum sínum. Myndirnar eru margar ein- kennilega grípandi og áhrifamikl- ar, á sinn sérstæða hátt. „Þetta er allt saman minn heimur, ég get ekki skýrt það á annan hátt,“ seg- ir Samúel. Hugarheimur listamannsins endurspeglast í verkunum, og áhorfandi upplifir þau frá sínu sjónarhorni. En þrátt fyrir að öll séum við ólík, þá er eitthvað í þessum verkum sem höfðar til sameiginlegrar reynslu allra manna. Sýning Samúels í sal Myndlist- arskólans er níunda einkasýning hans á tólf árum. Fyrsta samsýn- ingin sem hann tók þátt í var á Húsavík árið 1980. Ef draga á einkenni þessara verka saman í örfáum orðum hlýtur sterkur og persónulegur stíll myndverka Samúels Jóhannssonar að koma fyrst í hugann. Myndirnar eru þannig að þeim mun lengur sem horft er á þær, því sterkari tökum grípa þær áhorfandann. EHB - Samúel Jóhannsson sýnir á Akureyri um páskana fara þarna á milli verða ekki tjáð- ir með orðum, þeir eru eigin upp- lifun þess sem skoðar verkið. Auðvitað eru verkefni mynd- listarmanna ólík. Samúel er fí- gúratívur málari, verkin má kenna við expressionisma. En þótt hægt sé að flokka verk mál- ara í einhverja listfræðiflokka eða eftir stefnum, er næsta lítið sagt, enda segist Samúel hugsa lítið um slíkt. Verk sín segir hann vera túlkun á hughrifum og hugarflugi, málverkið tekur völd- in í eigin heimi. í spjalli við Samúel kom fram að greina megi ákveðna þróun í myndlist hans í þá veru að myndfletir verði hreinni og skýr- ari, litirnir bjartari. Þetta er greinilegt þegar verk hans undan- farin ár eru borin saman. Eitt er það sem einkennir öll verkin, og það eru sterkar tilfinn- ingar. Myndirnar eru líka mjög persónuleg verk, eins og góð myndlist hlýtur raunar alltaf að vera, því listamaðurinn skapar verkin auðvitað á persónulegan hátt. í verkum Samúels er oft einhver magnþrungin spenna og dulúð. í þeim verkum sem sýndar eru að þessu sinni snýst mótífið tals- vert um grímur. Höfuð eru hulin grímum, þannig að persónur myndanna sýna ekki sitt rétta andlit. Út af þessu má leggja á marga vegu, t.d. tregðu fólks á að sýna sitt sanna eðli, og að koma til dyranna eins og það er klætt. Einnig má líta á þetta sem grímuna sem hylur hið sanna mannseðli, eða innstu hugsanir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.