Dagur - 28.03.1991, Side 19

Dagur - 28.03.1991, Side 19
Fimmtudagur 28. mars 1991 - DAGUR - 19 til umhugsunar h~ í ijarlægð atburðanna í fréttatíma sænska sjónvarpsins laugardagskvöldið 16. mars var sýnt viðtal við Saddam Hussein íraksforseta, þar sem hann lýsti því meðal annars yfir að hann stefndi að auknu lýðræði í landi sínu. í sama fréttatíma bárust fréttir af því að uppreisn gegn honum breiddist út bæði í suðri og einnig í norðri þar sem Kúrdar telja sig eiga harma að hefna fyrir langvarandi yfirgang valdhafa í Bagdad. Yfirlýsingar Saddams um bætt stjórnarfar virkuðu augsýnilega sem skrýtla á við- stadda og fyrr um daginn höfðu mótmæli verið höfð uppi í Stokk- hólmi gegn stjórnvöldum í Irak. Á meðan íslendingar voru uppvægir af tækniundrum verald- ar í formi beinna sjónvarpsút- sendinga heimshorna í milli og fylgdust spenntir með upphafi stríðsaðgerða fjölþjóðahers bandamanna gegn írak, eins og þeir væru að horfa á fótboltaleik eða ameríska stríðsmynd eftir miðnætti, settu raunverulegar áhyggjur meiri svip sinn á við- brögð Svía. Mér hefur verið tjáð að síðustu daga fyrir stríðs- aðgerðir bandamanna hafi spenna magnast í landinu. Og þá var ekki átt við spennu stjórn- málamanna og viðskiptajöfra heldur fyrst og fremst almenn- ings. Þess fólk sem gengur til daglegra starfa langt frá þeim skarkala sem einkennt hefur heimsviðburðina það sem af er þessu ári. ✓ Islendingar horfðu á fréttir eins og bíómyndir meðan óhug sló á Svía Svíar tengjast atburðum í Mið- austurlöndum með ýmsum hætti. Sænskir viðskiptajöfrar hafa um langan tíma leitað fanga um víða veröld fyrir framleiðslu sína og þá ekki síst á sviði drápstóla. Þótt vopn séu framleidd vfðar á Norðurlöndum verða þeir að telj- ast verulegir vopnaframleiðendur einir Norðurlandaþjóða. Því má vel vera að ýmsum hinna rólegu miðstéttarmanna sem gangast upp við að virða allskyns lög og reglur og halda lífi sínu í sem föstustum skorðum hafi verið hugsað til sænska stálsins þegar herskár foringi í Miðaustur- löndum býður heiminum birg- inn. ivfargt fólk af íslömsk- um uppruna býr í Svíþjóð. Fáar þjóðir hafa opnað land sitt meira fyrir útlendingum en þeir og þangað hefur fólk streymt, sem stundum flýr harð- stjórn og ofsóknir en þó mikið oftar fátækt og bjargarleysi heimalandsins. Þessa velvild Svía hafa margir notfært sér, einkum fólk frá Austur-Evrópu og Mið- austurlöndum. Þegar sænskum símaskrám er flett staðnæmast augun fljótt við þau mörgu ættar- nöfn sem bera blæ Miðaustur- landa eða má rekja til Múhamm- eðs spámanns. Þótt margt af þessu fólki lifi sæmilegu lífi í Sví- þjóð og mun betra en það ætti kost á í heimalöndum sínum lifa tilfinningar þess til heimkynna sinna og þess menningar- og trú- arheims sem það er runnið úr góðu lífi. Þegar Saddam Hússein hótaði stríðsaðgerðum um öll Vestur- lönd ef fjölþjóðaherinn Iéti til skarar skríða þá var hann meðal annars að höfða til þessa land- flótta fólks og hvetja það til að sýna heimkynnum sínum og hugsunarhætti hollustu ogþ>erjast við óvininn hvar sem hann finndist. Því var ekkert aó undra þótt óhug slægi á fólk í landi sem hýsir mikinn fjölda manna af arabískum uppruna. Hverjir tækju áskoranir stríðsforsetans í írak alvarlega og færu að búa til sprengjur og annan vopnabúnað sem skæruliðum og hermdar- verkamönnum er jafnan innan handar ef á þarf að halda og létu hann dynja á sænskum mann- virkjum og jafnvel almenningi. Frá Stokkhólmi er ekki lengra til Eystrasalts- landanna en til Gautaborgar Skömmu eftir að sprengjurnar féllu í írak var kastljósi fjölmiðl- anna beint að botni Eystrasalts, þar sem sovéski herinn réðst að óbreyttum borgurum er kröfðust þess að Eistland, Lettland og Lit- háen yrðu leyst úr ríkjasambandi Sovétríkjanna og fengju að njóta fulls sjálfstæðis. Umsvif hersins í Vilníus og fleiri borgum gáfu til kynna að um afturhvarf væri að ræða hjá sovétskum stjórnvöld- um og jsau vildu nú hverfa af vegi upplýsinga- og framfarastefnu sinni þegar ríkjasambandið væri í hættu. Þessir atburðir yfir- skyggðu fréttir frá Persaflóa um skeið og höfðu áhrif á fjölda manns. Á meðan íslenskir stjórn- málamenn kepptust um að láta sem hæst í sér heyra og reyndu að ná hylli stjórnvalda í Eystrasalts- ríkjunum og almennings heima- fyrir sló óhug á almenning í Sví- þjóð sem varð hugsað til fólksins fyrir botni Eystrasaltsins ef Rauði herinn léti af alvöru til skarar skríða. Svíar og eflaust fleiri Norðurlandabúar fundu til nálægðarinnar við Eystrasaltsríkin enda ekki meiri vegalengd þang- að frá Stokkhólmi en til Gauta- borgar. Sevardnase sagði í sjón- varpsviðtali að Gorbatsjov geti aldrei orðið harðstjóri Fyrir rúmum tveimur vikum síð- an sýndi sænska sjónvarpið viðtal við Eduard Sevardnase fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Sevardnase sagði meðal annars í viðtalinu að hann þekkti Gorbat- sjov það vel að hann vissi að hann gæti aldrei orðið harðstjóri. Sevardnase sagði einnig að sovétski herinn hefði tekið vöidin í Eystrasaltsríkjunum í janúar en ekki farið eftir fyrirskipunum frá forseta ríkjasambandsins. Af þeim ástæðum var réttmætt að óttast um hvaða völd Garbatsjov í raun og veru hefði og hvort ver- ið væri að steypa honum af stóli. Sevardnase sagði enrifremur að í hvert skipti sem hann kæmi út á götu í Moskvu þá skammaðist hann sín fyrir að vera fulltrúi þessa kerfis sem algerlega hefði mistekist. Hann ræddi um afsögn sína og hina tilfinningaþrungnu afsagnarræðu sem sjónvarps- stöðvar á Vesturlöndum birtu. Hann skýrði frá því að Gorbatsjov hefði ekki vitað um fyrirætlan sína í þinginu þennan dag og hefði afsögnin því komið honum algerlega á óvart. Viðtalið við þennan réttsýna fyrrum utanrík- isráðherra Sovétríkjanna sýnir að vandamálin þar eystra eru engar ýkjur og enn er langt í land að þjóðfélagsþróun innan Sovétríkj- anna sé á enda runnin. íslendingar tileinka sér heimsviðburði í þeirri vissu að þeir séu víðs fjarri En af hverju er vert að velta þessu fyrir sér? Erum við ekki langt í burtu frá Miðausturlönd- um? Erum við ekki einnig langt í burtu frá Sovétríkjunum nema þegar við þurfum að selja þangað síld og ullartrefla? íslendingar hafa um langa tíð haft ótrúlega mikinn áhuga á heimsmálum. Þeir hafa gjarnan talið sig vita lausnir á flóknustu vandamálum mannkynssögunnar. Þegar Bret- ar hernámu ísland í heims- stryjöldinni 1939 til 1945 kom þessi heimsmálaáhugi íslendinga hermönnunum, sem hingað komu mjög á óvart. íslendingar höfðu skoðun á öllum hlutum og einnig vit á flestum atburðum þótt þeirra væri víðs fjarri að leita. Af hverju sem þessi áhugi er sprottinn þá byggist hann fyrst og fremst á því að sjá atburði úr mikilli fjarlægð. íslendingar hafa tileiknað sér að hugleiða heims- viðburði og mynda sér skoðanir á þeim í þeirri trú og vissu að hversu hörmulegir sem atburðir geta orðið þá séum við víðs fjarri. Hafið verndi okkur frá því að þær ógnir, sem hrjá íbúa ýmissa annarra landa geti orðið á okkar grund. Ótti íslendinga var því af allt öðrum toga en ótti þjóða eins og Svía sem vissu að þeir gætu orðið þátttakendur að stríðsatburðum líðandi stundar þótt á óbeinan máta yrði. Stuðningur okkar við Eystrasaltsríkin getur gert þeim eitthvert gagn en auglýsir einnig íslenska stjórnmálamenn heimafyrir Sá hluti sem liðinn er af þessu ári hefur verið óvenju viðburðarík- ur. Margir gengu út frá því sem gefnu að aldrei hafi verið frið- vænlegri horfur í heiminum en nú þegar múr austurs og vesturs væri hruninn. Þróunin hefur orðið önnur eins og atburðarás síðustu mánaða hefur sýnt. Og óvissan ríkir enn. Hver verða örlög íraks? Blossa átökin aftur upp í Miðausturlöndum? Þetta eru spurningar sem enginn getur svarað á þessari stundu. Hver er framtíð Sovétríkjanna? Verða vopin látin tala og skera úr um hvort þau verða ríkjasamband eins og nú er eða leysast upp í sjálfstæð og misjafnlega bjarg- álna lýðveldi. Á síðustu mánuð- um hefur Afríka að mestu leyti gleymst. Þar heldur fólk áfram að berjast og deyja úr hungri. Stuðningur okkar við Eystrasalts- ríkin getur hugsanlega gert þeim eitthvert gagn. En stuðningur okkar við Landsbergis og aðra Eystrasaltsleiðtoga er einnig vel til þess fallinn að auglýsa ein- staka íslenska stjórnmálamenn heimafyrir á kosningaári. Við íslendingar höfum tamið okkur að hugleiða viðburði heimsins af þekkingu. En það er til umhugs- unar hvort við höfum ekki tamið okkur um of að líta þá í svo mikilli fjarlægð að þeir geti aldrei snert okkur. Einnig er til umhugsunar hvort við höfum ekki horft á fréttasendingar frá átakasvæðunum við Persaflóann og Eystrasaltið, með svipuðum augum og stríðmyndaframleiðslu kvikmyndaveranna í vestri. Hvort við hugsum ekki í fjarlægð atburðanna. SKAUTASVÆÐIÐ KRÓKEYRI Páskaopnun Nú er hver að verða síðastur að bregða sér á skauta því að þriðjudaginn 2. apríl verður skautasvellinu á Krókeyri lokað. Þangað til verður opið fyrir almenning sem hér segir: Fimmtudag 28. mars, skírdag .... 13-16 og 20-22 Föstudaginn langa ................... lokað Laugardag 30. mars .......... 13-16 og 20-22 Sunnudag 31. mars, páskadag .. 13-16 og 20-22 Mánudag 1. apríl ............ 13-16 og 20-22 Munið að veðrið getur sett strik í reikninginn og þá er að hringja í símsvarann - 27740 - til að fá nánari upplýsingar um svellalög. Gleöilega páska! Skautafélag Akureyrar. Forfallakennsla Gagnfræðaskóla Akureyrar vantar forfallakenn- ara í dönsku frá 1. apríl til maíloka. Uppl. gefur skólastjóri í síma 21018 og skólaskrif- stofa Akureyrar í síma 27245. Frá fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra: Lausar stöður við grunnskóla Umsóknarfrestur er til 26. apríl. Grunnskóli Svalbarðshrepps: Staða skólastjóra og almenn kennarastaða. Grunnskóli Raufarhafnar: Almennar kennarastöður. Grunnskóli Akureyrar: Almenn bekkjarkennsla, danska, enska, stærðfræði, raun- greinar, samfélagsgreinar, tónmennt, myndmennt, íþróttir, heimilisfræði, handmennt, sérkennsla, smíðar. Hvammshlíðarskóli: Lausar stöður sérkennara, meðal kennslugreina íþróttir, handmennt. Grunnskólinn Hrísey: Almenn bekkjarkennsla, byrjendakennsla, sérkennsla, íslenska. Grunnskóli Svalbarðsstrandarhrepps: Almenn kennarastaða ásamt yngri barna kennslu, heimil- isfræði, handmennt og myndmennt. Grunnskólinn Kópaskeri: Almenn kennarastaða. Lundur, Öxarfirði: Tvær stööur almenn kennsla. Árskógarskóli: Almenn kennarastaða. Hafralækjarskóli: Almenn kennarastaða og staða smíðakennara. Stórutjarnaskóli: Lausar stöður, æskilegar kennslugreinar handmennt, tón- mennt og smíðar. Dalvíkurskóli: Lausar stöður í íslensku, samfélagsfræði, raungreinum, tölvufræðum og almennri bekkjarkennslu. Ennfremur lausar stöður við eftirtalda skóla: Barnaskóla Húsavíkur. Grunnskóla Húsavíkur. Barnaskóla Ólafsfjarðar. Gagnfræðaskóla Olafsfjarðar. Grunnskólann Grímsey. Húsabakkaskóla. Grunnskóla Saurbæjarhrepps. Grenivíkurskóla. Litlulaugaskóla. Grunnskólann Þórshöfn. Fræðslustjóri Noröurlandsumdæmis eystra.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.