Dagur - 28.03.1991, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 28. mars 1991
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.),_______
KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG
MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON,
ÞRÖSTUR HARALDSSON.
AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL.
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Gleðiboðskapur
páskanna
í dag, skírdag, hefst
lengsta helgi ársins. Þá er
gert lengra hlé á daglegri
vinnu manna en almennt
er. Tilefnið er ærið og á
rætur í kjarna hins kristna
boðskapar.
Um páska minnumst
við þess að Kristur gerðist
einn af oss, minnumst
þess að hann tók á sig
mennska þjáningu og
lagði líf sitt í sölurnar fyrir
hinn æðsta sannleika.
Með lífi sínu, dauða og
upprisu veitti frelsarinn
mannkyninu þá leiðsögn
sem það mun ávallt búa
að. Hann braut niður þá
hindrun sem dauðinn var
og kenndi mönnum að
óttast ekki og missa ekki
kjarkinn þótt á móti blási,
heldur treysta skapara
sínum og leggja allt í hans
hönd. Boðskapur pásk-
anna er þar af leiðandi
boðskapur lífsins og krist-
in trú trú gleðinnar.
Þótt senn séu liðin þús-
und ár frá kristnitökunni á
Alþingi, er þjóðarsam-
staðan um trúna órofin.
Þessa sér glögglega merki
í fjölda ferminga hér á
landi. Láta mun nærri að
um 97% unglinga á 14.
aldursári taki þátt í ferm-
ingarundirbúningi á
hverjum vetri og er það
mun meira en almennt
gerist á hinum Norður-
löndunum. Fermingin er
því enn sem fyrr þjóðleg-
ur, kristinn siður hér á
landi.
Það er vel við hæfi að í
huga margra eru páskar
og fermingar tengd sterk-
um böndum. Um helgina
munu því margir sam-
fagna þeim fjölmörgu
unglingum sem meðtaka
staðfestingu kirkjunnar á
skírn sinni. Þær gagnrýn-
israddir hafa stundum
heyrst síðustu árin að
umbúðir skyggi um of á
innihald fermingarinnar;
að það sem raunverulega
skipti máli týnist í veislu-
glaumi, gjöfum og öðru
veraldlegu prjáli.
Aðfinnslur af þessu tagi
eiga fullan rétt á sér, því
hóf er best á hverjum
hlut.
Þá daga sem í hönd fara
gefst flestum ráðrúm til
hvíldar frá annríki hvers-
dagsins og kærkomin
stund til að treysta fjöl-
skyldu- og vinabönd. Von-
andi gefst einnig öllum
tóm til að íhuga raunveru-
legt inntak páskahátíðar-
innar og boðskap. Með
þeim orðum óskar Dagur
lesendum sínum og
landsmönnum öllum
gleðilegra páska. BB.
frá mínum bœjardyrum séð
h
I dymbilviku
Þegar þessi pistill kemur fyrir sjónir lesenda mun vænt-
anlega langt liðið á dymbilviku eða efstu viku, þ.e. síð-
ustu viku fyrir páska. Árni Björnsson þjóðhátta-
fræðingur segir í bók sinni „Saga daganna“ að dymbil-
vika dragi nafn sitt af áhaldinu dymbill, sem notað var
í kaþólskum sið til að hljóðið yrði drungalegra og sorg-
Iegra þegar hringt var til guðsþjónustu á þessum síðustu
dögum föstunnar. Árni segir ennfremur um nafngiftina
á dymbilviku:
„Ekki er hins vegar alveg ljós, hvað dymbilinn var
eða hvort nafnið var notað um fleira en eina tegund
útbúnaðar. Heist er talið að hann hafi verið trékólfur,
sem settur var í kirkjuklukkur í stað málms, svo að
hljóðið deyfðist Pó gæti hann einfaldlega verið trékylfa
til að berja með á klukkurnar eftir að járnkólfurinn
hafði verið bundinn fastur, svo að ekki þyrfti að losa
hann úr á hverju ári. En einnig eru sagnir um einhvers
konar tréklöðrur framan á kirkjuþili, sem notaðar hafi
verið í klukkna stað þessa viku“.
Hvað gerðist í dymbilviku?
Pað er sígilt verkefni hjá fjölmiðlafólki þegar dymbil-
vika nálgast, að spyrja fólkið á götunni hvað hafi gerst
á helgidögum þessarar viðburðarríku viku. Er þá verið
að fiska eftir því hvort fólk man nákvæmlega hvaða
atburður í lífi Krists hafi borið upp á þennan eða hinn
daginn. Víst er það svo að ekki hafa allir slíkt á hreinu
enda varla ástæða til. Skólabörn á biblíusögualdri og
kristinfræðikennarar ganga ekki að því gruflandi, en
brugðið getur til beggja vona með hinn almenna Aust-
ur- eða Hafnarstrætisvegfaranda. Margan skiptir það
auðvitað litlu máli hvort það var á skírdag eða pálma-
sunnudag, sem Jesús reið á asna (ösnu) inn í Jerúsalem
eða hvað gerðist á föstudaginn langa. Samt finnst sann-
kristnum heldur skammarlegt að láta reka sig á stamp í
þessum efnum og auðvitað er það hluti af kristinni
menningu að kunna á slíku einhver skil.
*
Utivist og fermingar
Það er nú einu sinni svo að í dymbilviku fær margt fólk
lengsta samfellda frí sitt á árinu fyrir utan sumarfrí.
Þessi frítími er af mörgum nýttur til útivistar og ferða-
laga, ef veður leyfir. Skíði, sem fengið hafa að rykfalla
allt að ári eru dregin fram í dagsljósið og skíðagallinn
grafinn upp. Jöklafarar kveðja kóng og prest og halda
til heiða. Svo sterk er jöklaþráin hjá þeim sumum að
heyrt hef ég um föður sem frekar kaus að dvelja í tjaldi
eða kofa uppi á reginfjöllum á pálmasunnudag eða
skírdag heidur en vera viðstaddur fermingu barns síns.
Var það með góðu samþykki eiginkonunnar og móður
barnsins. (Ég man reyndar ekki eftir því að hafa heyrt
álíka sögu af móður.) Ekki ætla ég að gera lítið úr gildi
útivistar og öræfaferða en mikil er óbyggðaþráin orðin
þegar svaðilfarir eru teknar fram yfir slík tímamót í lífi
barns.
Fermingar eru vissulega mikill og merkilegur áfangi í
lífi fermingarbarnsins og hér á Akureyri fer meginþorri
ferminga fram í dymbilviku. Fermingarnar eru öðrum
þræði ættarmót þar sem stórfjölskyldur og nánustu vinir
hittast og er gott eitt um það að segja. Hitt er auðvitað
áhyggjuefni að kröfur um fermingargjafir og fermingar-
veislur verða sífellt mikilfenglegri. Á tímum þjóðarsátt-
ar, sem virðist öðrum þræði ganga út á það að viðhalda
blankheitum hins almenna launþega, getur verið erfitt
að standa undir þeim kostnaði, sem óhjákvæmilega
hlýst af fermingum, jafnvel þótt fermingargjöfum sé
stillt í hóf. í fermingargjafahandbók DV sem ég glugg-
aði í mér til gamans fyrir skemmstu komst ég að því að
dýrasti hluturinn sem auglýstur var þar og þá væntan-
lega ætlaður til fermingargjafa kostar kr. 183.510 stað-
greitt. Varla hafa margir venjulegir launþegar ráð á að
gefa barni sínu slíka gjöf jafnvel þótt þeir fegnir vildu.
Víkur nú sögu til sjávar
Páskahrotan heyrir nú sögunni til. Kvótakerfið og
banndagakerfið hafa komið henni fyrir kattarnef. Oft-
ast byggðust páskahrotur upp á mikilli þorskveiði í net
- stundum líka á línu. Nú hafa neitaveiðar verið bann-
aðar um nokkurra ára skeið frá miðvikudegi í dymbil-
viku fram á þriðjudag eftir páska. Páska ber oftast upp
á þann tíma sem þorskurinn leitar upp á grunnsævi til
hrygningar. Þorskurinn gerir ekki greinarmun á bæna-
dögum og virkum dögum og átti það til að ganga
grimmt í netin þá daga sem frí var gefið á sjó þ.e. föstu-
Birgir Sveinbjörnsson skrifar |
daginn langa og páskadag. Það þýddi náttúrlega hlað-
afla á skírdag og laugardag fyrir páska, sem ósjaldan
voru bestu afladagar vertíðarinnar í mínu ungdæmi.
Aðfaranótt hinna fyrrgreindu frídaga fór oft í það að
gera að aflanum, sem barst á land daginn áður, og þótti
gott að ná kríublundi í morgunsárið áður en kom að
páskamessunni. Sjálfsagt þótti samt að fjölmenna í
kirkju og biðja fyrir áframhaldandi gæftum, heilli heim-
komu og góðum afla. Þá máttu menn fiska að vild. Þá
var mælieiningin skippund notuð um aflamagn og
óþarft þótti að vikta hvern ugga upp úr bát, ef menn
söltuðu sjálfir. Sjómenn vissu upp á hár hversu mörg
skippund voru í bátnum og saltfiskurinn var hvort sem
er viktaður þegar hann var pakkaður í striga og seldur
til sólarlanda. Það var jú peningurinn sem kom inn fyrir
hann, sem skipti öllu máli.
Sálmasöngur á páskum
Stefán Jónsson fréttamaður var landskunnur fyrir störf
sín við útvarpið en hann var einnig pennalipur og mikill
spaugari. í vertíðarsögu sinni „Mínir menn“ segir hann
frá því að presturinn í Vermannahöfn, séra Jón, hafi
veitt því athygli í sinni fyrstu páskamessu í plássinu að
fyrsti sálmurinn, sem hann valdi til söngs við messu-
gjörðina, bar sama númer og aflahæsti báturinn á
staðnum. Þetta var sálmur no. 178, „Vér páskahátíð
höldum“. Þetta fannst séra Jóni vera of merkileg tilvilj-
un til að geta verið nokkur tilviljun. Þaðan í frá lét hann
undantekningarlaust syngja þann sálm fyrstan við pásk-
amessu, sem bar númer aflahæsta bátsins á vertíðinni,
og var svo búið að ganga í fjölmörg ár. Á eftir fylgdu
svo sálmar með skrásetningarnúmerum bátanna í öðru
og þriðja sæti. Eftir predikun voru sungin númer fjórða
og fimmta báts. Á þeirri vertíð, sem saga Stefáns fjallar
aðallega um, vildi svo óheppilega til að fimmti aflahæsti
báturinn bar einkennisstafina VH 82. Var það minnsti
báturinn í plássinu, en hann hafði lent í mokafla á línu
fyrr um veturinn og hafði prestur haft töluverðar
áhyggjur af aflasæld þessa litla báts. „En það mátti kir-
kjukórinn eiga“, segir Stefán í fyrrgreindri bók, „að
það var ekkert hik á honum er hann byrjaði á þeim
páskadagsmorgni að syngja: Heims um ból, helg eru
jól“.