Dagur - 28.03.1991, Síða 10

Dagur - 28.03.1991, Síða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 28. mars 1991 Fimmtudagur 28. mars 1991 - DAGUR - 11 Eyþór Jósepsson, kallaður Baggi, er vélstjóri að mennt og var nokkur ór til sjós, alltaf sjóveikur. Eftir leiðinlegan túr seint ó órinu 1988 ókvað hann að nú vœri komið nóg og hann keypti ísbúðina ó Akureyri ón þess að hafa nokkra hugmynd um hvernig œtti að reka verslun. Eyþór var skyndilega kominn í hóp ungra athafnamanna ó Akureyri og nýlega bœtti hann um betur og keypti fyrirtœkið Ako-plast ósamt þremur öðrum. Við œtlum að heyra hljóðið í Bagga, en hann er þekktur fyrir að ganga hreint til verks og hefur stundum verið sakaður um frekju fyrir vikið. Hann er jafnframt mikill landsbyggðarmaður og vill leggja sitt af mörkum til að efla atvinnulífið ó Norður- landi. Þó hefur hann mjög ókveðnar skoðanir ó lífi og kjörum sjómanna og einka- mólin blandast líka inn í umrœðuna. en þegar veðrið skánaði og ég fór að slaka á þá varð ég sjóveikur fyrir alvöru og var allt- af sjóveikur eftir það.“ - Alltaf sjóveikur! Gengur það hjá vél- stjóra á sjó? „Ekki til lengdar. Eftir skólann vann ég meira og minna á sjónum fram til áramót- anna 1988-89 á Stálvíkinni, togurum ÚA og Oddeyrinni. Ég var alltaf sjóveikur þegar brældi og oft hugsaði ég með mér að þetta gengi ekki lengur, en þegar líðanin skánaði þá gleymdist þetta. En ég hugsaði margt þegar ég horfði ofan í klósettskálarnar." Stuttu eftir að vélstjóraferillinn á sjó hófst hugðist Baggi flytjast til Noregs þar sem systur hans tvær búa en af því varð ekki. Þá var næsta skrefið að koma sér þaki yfir höfuðið á Akureyri: „Ég var að keyra um í hverfi þar sem hús voru í byggingu, stoppaði og spurði verk- takana hvort hægt væri að fá keypta íbúð þarna. Þeir héldu það og létu mig fá teikn- ingar. Daginn eftir kom ég aftur, sagðist ætla að fá þetta hús sem ég benti á. Það var „Hugsaði margt þegar ég horfði - segir Eyþór Jósepsson, vélstjóri, betur þekktur sem Baggi í ísbúðinni „Ég er fæddur í Reykjavík 30. júlí 1962 og svo undarlega vildi til að langamma mín dó þennan sama dag. Hún hét Ragnhildur og ég er skírður Ragnar í höfuðið á henni,“ segir Baggi sem heitir fullu nafni Eyþór Ragnar Jósepsson. Foreldrar hans voru búsettir á Kópaskeri og þar ólst hann upp fyrsta æviárið. Síðan fór drengurinn að reyna að tala eins og gengur og gerist en í fyrstu var vonlaust að kenna honum að segja Eyþór þannig að þá var honum sagt að segja Raggi. Útkoman hjá drengnum varð hins vegar Baggi og það gælunafn festist síð- an við hann og hafa margir ekki hugmynd um hver Eyþór Ragnar er þótt þeir kannist mæta vel við Bagga. Fjölskyldan flutti til Akureyrar á árinu 1963 en Kópasker og nágrenni fléttast mjög inn í uppvöxt Bagga því hann dvaldi löngum í Leirhöfn á Sléttu. Lærdómsrík dvöl í heimavistarskóla „Mamma fór fyrst með mig í sveitina þegar ég var 5 ára og ég var síðan öll sumur hjá Jóhanni og Dýrleifu í Leirhöfn þar til ég varð 16 ára. Ég fékk frí í skólanum á vorin til að komast í sauðburðinn og fékk að koma seinna en ella um haustið til að vera með í göngunum. Þetta var mjög góður tími en ég missti náttúrlega af íþróttum og félagslífi á Akureyri á sumrin. Samt hefði ég alls ekki viljað skipta, ég bý að þessari reynslu sem ég fékk í sveitinni. Pabbi minn dó þegar ég var í 6. bekk barnaskóla og það var mikið áfall, en við vorum mjög samrýmdir. Ég fer oft upp í kirkjugarð að leiði hans þegar ég hef þörf fyrir að vera einn. Ég fór í 7. bekk í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar en mér leið ekki vel og námið gekk frekar illa. Þá fór ég í heimavistarskólann að Lundi í Öxarfirði og tók 8. bekkinn þar en tók síðan 9. bekkinn í Gagganum. Dvöl- in í heimavistarskólanum var mjög lær- dómsrík, ég lærði að standa á eigin fótum. Eftir á hef ég fundið að þessi dvöl og kynni mín af sveitinni hafa hjálpað mér mikið á lífsleiðinni og ég tel að börn á Akureyri hafi gott að því að fara meira í sveit.“ - Það hefur ekki hvarflað að þér að verða bóndi. „Jú, það lá sjálfsagt ekkert annað fyrir á mínum yngri árum og vissulega hefði ég ekkert á móti því að búa í sveit, en senni- lega er ég enginn bóndi. Maður þarf að vera mikill bóndi í sér til að reka stórt bú í dag.“ Aftur í sveit og síðan í Vélskólann Við förum ekki mikið nánar út í bernsku- minningar en Baggi minnist þess hve honum fannst gott að geta farið í sveitina, í kyrrð- ina og friðinn. Þar gat hann leyst sín vanda- mál í ró og næði, fundið sjálfan sig. Sumir unglingar leiðast út í fíkniefni eða aðrar ógöngur í leit að sjálfum sér en Baggi valdi sveitina. Eftir að grunnskólanámi lauk tók Baggi 1. bekk í málmiðnaðardeild Iðnskólans á Akureyri, fór síðan á samning í Slippstöð- inni í plötusmíði en vildi fá að flytjast yfir í rafvirkjun. Þegar það gekk ekki hætti hann og hélt austur í sveit, nú til bróður síns á Daðastöðum í Núpasveit. Árið 1980 vildi hann svo halda áfram að læra. „Ég hafði ekkert ákveðið í huga. Eitt sinn hitti ég gamlan félaga á bensínstöð og hann sagðist vera að fara í Vélskólann og daginn eftir ákvað ég að slá til líka og sé ekki eftir því. Fyrstu tvö árin tók ég hér í Iðnskólan- um og 3. og 4. stig í Reykjavík. Ég lauk Vélskólanum með pompi og pragt 1984 en þetta var síðasti árgangurinn í gamla kerf- inu. Við gáfum út bók, Handbók vélstjóra, og öfluðum fjár með því að stilla Hitaveitu Suðurnesja og fleira. Þetta gekk svo glimr- andi vel að allur hópurinn gat farið til Ameríku og við tókum marga kennara með okkur. Við skoðuðum fyrirtæki og skemmt- um okkur vel. Ferðin var mikið ævintýri, við sáum bæði fagrar framhliðar og skugga- legar bakhliðar á borgum í Bandaríkjunum. Þegar halda átti heim ákváðu nokkrir að vera lengur og fara til New York og þar fór- um við m.a. í kynnisferð í Bronx-hverfið sem var æði skuggalegt eins og margt sem við sáum, enda gerðum við okkur grein fyrir því hvað við vorum heppnir að búa á ís- landi." Alltaf sjóveikur þegar brældi - Þú hefur væntanlega farið á sjóinn meðan þú varst í skólanum. „Já, ég hafði ekkert leitt hugann að sjón- um þegar ég fór í Vélskólann en meðan á náminu stóð fór ég í jólatúra á Akureyrar- togurunum og var fyrsti túrinn mjög eftir- minnilegur, á Harðbak um áramótin 1980- 81. Ég hafði aldrei farið á sjó og við fórum beint undir Grænuhlíð í var. Þetta var svo spennandi að ég svaf ekki fyrstu næturnar allt í lagi en þeir spurðu hvernig ég ætlaði að borga það. Ég vissi það ekki, sagðist ekki eiga neinn pening og spurði: Hvernig eru svona hús borguð? Ekki vildu þeir taka bíl- inn sem greiðslu þannig að ég stakk upp á því að vinna hjá þeim fyrir íbúðinni. Þetta fannst þeim bráðsniðugt og ég keypti íbúð hjá SS Byggi og vann hjá þeim milli túra.“ Misskilningur aö sjómenn hafi það gott Þessi saga af íbúðarkaupunum ku vera dæmigerð fyrir snöggar ákvarðanir Bagga. Og þær áttu eftir að verða fleiri. En eftir þetta skrapp hann á loðnuvertíð, fór túr nteð Grindvíkingi, en réði sig síðan á Hrímbak sem ÚA var þá að kaupa. Loks fór hann á Oddeyrina og var á henni 1987 og 1988. Við ræddurn meira um lífið á sjónum. „Áhuginn á sjónum dvínaði þegar ég eignaðist barn með þáverandi sambýliskonu minni 1986, en við þennan atburð urðu kaflaskil í lífi mínu enda mikil og dýrmæt reynsla að verða pabbi. Það er ekkert gam- an að þurfa að fara út á sjó frá konu og ungu barni. í rauninni ættu konur sjómanna að fá sérstakan styrk því þótt margir haldi að sjó- menn hafi það rosalega gott þá er það mis- skilningur. Kaupið á sjó var gott, mér skilst að besti tíminn hafi verið í kringum 1974. Sjálfur hafði ég mest upp úr þessu 1981 og þá gat ég keypt mér nýjan BMW eftir eitt sumar á ÚÁ-togara en nú er hásetahluturinn kannski ekki nema ein og hálf milljón eftir árið og að baki þessum tekjum er mikil vinna og jafnvel engum túr sleppt. Þetta gengur ekki upp hjá fjölskyldumönnum. Auðvitað eru góð laun á einstaka frysti- togara og á Guðbjörginni og örfáum ísfisk- togurum og þetta er rækilega tíundað í fréttum. Hitt gleymist, að meirihluti sjó- manna ber mjög lítið úr býtum.“ - Þú minntist á þá sem eiga konu og börn í landi, geturðu lýst slíkum aðstæðum? „Maður kemur í land eftir þrjár vikur og veit að eftir þrjá daga fer maður á sjóinn aftur. Þetta skapar spennu. Margir byrja á því að verðlauna sig þegar þeir koma í land, kaupa eitthvað af því þeir hafa engu eytt á sjó. Síðan á allt að vera voða gaman, pabbi komin heim og öllum á að líða vel, en svo er hann strax farinn aftur. Barnið skilur ekkert og eina skýringin sem það fær er að pabbi sé farinn á sjó, hann þurfi að vinna. Ég held að þetta hafi mjög slæm áhrif á mörg börn og fjölskyldulífið almennt. Þess vegna sárnar mér umtal um að sjómannsfjölskyldur vaði í aurum og hafi það svo gott.“ „Hún hélt að ég væri brjálaður“ Baggi sagði að marga dreymdi um að hætta á sjónum og fá vinnu í landi. Sumum tækist þetta en svo væru aðrir sem gæfust fljótt upp og færu aftur í hið sérstaka karlasamfélag sjómanna. Sjálfum var honum ekki spáð langri landvist. „Ég kom í land eftir leiðinlegan túr á Oddeyrinni, hálf sjóveikur, í nóvember 1988. Þá frétti ég að Óskar ætlaði að selja ísbúðina og mér datt allt í einu í huga að kaupa sjoppuna og var ákvörðunin tekin á þremur dögum. Ég fór í síðasta túrinn nteð ýmis mál af ísbúðinni á rissblöðum og á sjónum gerði ég margar teikningar til að reyna að nýta plássið sem best. Ég kom síð- an í land, búðinni var umturnað og tókust breytingarnar mjög vel.“ - Vissirðu hvað þú varst að fara út í? „Nei, ég hafði ekki hugmynd um það. Við Linda vorum bjartsýn og ætluðum að vinna þarna til skiptis en þetta var fjórum sinnum meiri vinna en ég hafði reiknað með, þó vissi ég að ísbúðin var vinsæl. Við vorum þarna meira og minna frá klukkan hálf níu á morgnana til hálf tólf á kvöldin og svona gekk þetta fyrstu mánuðina. Eftir að hafa fengið ráðleggingar hjá Óskari réði ég stelpu og það bar brátt að eins og margt annað. Ég vissi að þessi stelpa hafði unnið hjá Óskari og einn daginn þegar var brjálað að gera sá ég hana út um gluggann og þaut að henni og spurði hvort hún gæti ekki byrj- að í dag. Hún hélt að ég væri brjálaður, en sló til og er hér enn.“ Stórhneykslaðir viðskiptavinir Baggi segir að reksturinn hafi gengið ágæt- lega. Hann bryddaði upp á ýmsum nýjung- um, s.s. samlokubar, og á heitum sumar- dögum er allt á hvolfi í sölu á ís og gos- drykkjum. Hann sagði eina skemmtilega sögu í því sambandi: „Búðin var troðfull af fólki sem vildi ís og maður var orðinn hálf ruglaður. Þarna var kona sem bað um lítinn ís en ég rétti henni stóran. Hún sagðist hafa beðið um lítinn og þá skipti engum togum að ég gleypti helm- inginn af ísnum, rétti henni afganginn og spurði hvort þetta væri nógu lítill ís! Við- skiptavinirnir göptu stórhneykslaðir en kon- an tók við ísnum hin ánægðasta. Varla þarf að taka það fram að ég þekkti hana vel og þetta var allt í gamni gert.“ Eyþór og fyrrverandi sambýliskona hans eiga ísbúðina í sameiningu og vinna þar bæði þrátt fyrir að hafa slitið samvistum fyr- ir nokkru. „Sumir sögðu að við hefðum aldrei átt að fara að vinna á sama stað, en það var ekki vandamálið, enda getum við alveg unnið saman þótt við séum skilin. Vandamálið í okkar sambúð var það að við uxum hvort í sína áttina. Við kynntumst ung og stundum ganga slík sambönd og einstaklingarnir þroskast í sömu átt en ekki í okkar tilfelli. Það er betri kostur að skilja heldur en að annar aðilinn sveigi sig að hinum til að þóknast honum. Verst þykir mér að hafa valdið okkur og öðrum sárindum. Sem bet- ur fer bitnaði þetta ekki á stráknum enda vorum við sammála um að gera allt til að koma í veg fyrir það. Ég er fyllilega sáttur við þessa stöðu í dag.“ Klíkuskapur og bitlingar Hreinskilni Bagga kemur vel fram þegar hann ræðir um einkalífið, hreinskilni sem stundum hefur komið honunt í koll. Eitt sinn fór hann að hitta Sigfús Jónsson, þáver- andi bæjarstjóra, út af einhverju máli og minntist á það í leiðinni að þetta væri slæmt mál með salernisskortinn í Miðbænum. Hann hvatti Sigfús til að athuga þetta mál. Seinna hitti hann Sigfús aftur að máli og spurði hann þá hvort eitthvað væri að gerast í salernismálunum. Bæjarstjórinn tók þessa afskiptasemi óstinnt upp en Bagga gekk gott eitt til, þótt fyrirspurn hans hefði kannski ekki farið venjulega boðleið í kerfinu. „Já, kerfið,“ segir Baggi og þiggur meira kaffi. Við bryðjum súkkulaði á síðasta sölu- degi en slíkt tekur hann náttúrlega úr umferð. „Hér á Akureyri byggist allt upp á klíkuskap og bitlingum. Menn ganga ekki hreint til verks og framkvæma hlutina held- ur er drjúgum tfma eytt í að tala við mann sem þekkir mann og getur lagt gott orð inn o.s.frv. Svo eru margir sem tala um að það væri sniðugt að gera þetta eða hitt en gera svo aldrei neitt. Þetta kallast framtaksleysi og það hefur lengi loðað við Akureyri." - Og þessu viltu breyta. „Já, en ég er auðvitað ekki fullkominn, þótt ég þykist gjarnan hafa rétt fyrir mér. Ég lærði það í uppvextinum að standa á eig- in fótum og ég stend og fell með mínum gjörðum. Mig langar til að breyta ýmsu, t.d. finnst mér við sækja of mikið til Reykjavík- ur, og ég veit að þetta breytist með árunum. Varðandi það að ég hafi verið talinn frek- ur eða ákveðinn þá hef ég nú eignast góða vinkonu sem er dugleg að veita mér ráðlegg- ingar um mannleg samskipti svo þetta stendur til bóta.“ Sköpum atvinnu og verðmæti á Norðurlandi - Víkjum þá að síðustu atburðum. ísbúðin gengur vel en skyndilega ertu búinn að kaupa Ako-plast og kominn á kaf í plast- pokaframleiðslu. „Já, ég hef engin áform um að sigra heim- inn en við vorum fjórir sem ákváðum að kaupa fyrirtækið, annars hefði það senni- lega verið lagt niður eða gleypt af risum í Reykjavík. Við erum minnstir á markaðin- urn en við viljum geta boðið Norðlending- um almennilega vöru á almennilegu verði á almennilegum tíma. Ég vil að landsmenn sameinist um að kaupa íslenskar vörur og á sama hátt finnst mér eðlilegt að Norðlend- ingar kaupi norðlenskar vörur frekar en aðrar. Við erum að skapa atvinnu og von- andi einhver verðmæti líka. Áherslan er lögð á að sinna þessum markaði á Norður- landi, ekki fara á Reykjavíkurmarkað, og nú ætlum við að gera átak í því að auka samskiptin við viðskiptavinina." - Ég hef heyrt því fleygt að þið hafið leit- að eftir samstarfi við erlenda aðila. Eru ein- hverjar breytingar í vændum hjá Ako- plasti? „Það er of snemmt að segja til um það en við höfurn uppi viss áform um að láta fyrir- tækið vaxa og dafna. Við erum komnir í samband við erlenda aðila og einnig íslenska með hugsanlegt samstarf í huga, ekki bara á þessu sviði sem við sinnum núna, en ég get ekkert sagt um framhaldið.“ - En nánasta framtíð hjá þér, verðurðu á þönum milli búðarinnar og Ako-plasts? „í dag er planið þannig að ég ætla að halda áfram í plastinu og eiga ísbúðina eitthvað áfram,“ sagði Eyþór Jósepsson að lokum. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.