Dagur - 28.03.1991, Side 12
12 - DAGÚR - Fimmtudagur 28. mars 1991
matarkrókur
20 mín. Rétturinn borinn fram
með þeyttum rjóma eða vanillu-
ís.
Kryddað rabarbaramauk
V2 kg rabarbari
1 dl rúsínur
1 laukur
'/2 sítróna
1 msk borðedik
200 g sykur
1 msk. karrý
1 msk. sinnep(sætt)
Aðferð: Rabarbari, laukur
og sítróna skoriri í litla bita og
sett í pott með rúsínum, sykri,
ediki og kryddi. Soðið í u.þ.b.
30 mín. Mjög gott með grillmat
og nýju svínakjöti.
Búlgarskt paprikusalat
1 kg grœnar, rauðar og gular
paprikur (helst allir litir)
1 laukur
Lögur:
21/2 dl 7% edik
150 gr sykur
1 tsk. salt.
Aðferð: Paprikurnar þvegnar
og þurrkaðar, hlutaðar
langsum, fræin tekin í burtu og
því næst skornar í mjóar
ræmur. Paprikurnar settar í
pott og sjóðandi vatni hellt í
pottinn svo fljóti yfir. Soðið við
vægan hita með loki í 2 mín. en
þá skal soðinu hellt af. Lögur úr
ediki, sykri og salti soðinn og
paprikuræmunum og þunnum
laukhringjum blandað út í. Soð-
ið við vægan hita í 5-10 mínút-
ur. Sett í hreinar krukkur og
lokað. Gott með bæði fisk- og
kjötréttum og brauði.
Rúgbrauð
(þrumari sem allir geta bakað)
2 kg rúgmjöl
3 bollar hveiti
2 tsk. ger
5 tsk. salt
3 bollar sykur
2 lítrar mjólk
Aðferð: Öllu blandað saman
í stóra skál. Stór ofnpottur
(svartur og aflangur) klæddur
með bökunarpappír. Degið sett
í pottinn og lok sett á. Bakað á
neðstu rim í 100 gráðu heitum
ofni í 12 tíma. Hleifurinn tekinn
úr og vafinn í rakt stykki meðan
mesti hitinn rýkur úr honum.
Hleifurinn síðan skorinn í hæfi-
Iega bita til frystingar og þeir
vafðir röku stykki meðan þeir
fullkólna.
Þuríður skorar á Bjarna Sig-
urjónsson, bifvélavirkja á
Akureyri í næsta matarkrók.
Hún segir að það klæði Bjarna
vel að vera með svuntuna og
grun segist hún hafa um að
hann lumi á ýmsu góðgæti.
JÓH
Lifur að hætti
Þuríðar
- Puríður Sigurðardóttir, fóstra á
Akureyri, í matarkrók vikunnar
Puríður Sigurðardóttir, fóstra
á Akureyri, er í matarkrók að
þessu sinni. Hún segist hafa
gaman af matargerð, sérstak-
lega af tilraunum á nýjum
réttum. Lesendum gefur hún
matseðil að þessu sinni þar
sem lifur er í aðalréttinum en
sjálfer hún höfundur að þess-
um rétti. Vindum okkur í
uppskriftirnar.
Lifur í ofni
1 lifur
1 laukur
1 paprika
1-2 gul epli
hrísgrjón
Aðferð: Lifrin hreinsuð og
skorin í sneiðar. Snöggsteikt á
pönnu við mikinn hita og raðað
í eldfast mót. Saltað og kryddað
eftir smekk. Laukur, paprika og
epli skorin í bita, látið krauma í
smjörlíki og hellt yfir lifrina.
Soðin hrísgrjón sett ofan á og
nokkrum smjörlíkisklípum rað-
að yfir. Sett í 200 gráðu heitan
ofn og bakað í 15-20 mínútur.
Borið fram með sojasósu og
kartöfluklöttum.
Kartöfluklattar
‘/2 kg mjölmiklar kartöflur
IV2 msk. hveiti
V/2 egg
salt, pipar
smjörlíki til steikingar
Aðferð: Kartöflurnar gróf-
rifnar og allur vökvi kreistur úr
þeim í dúk. Kartöflum, hveiti,
þeyttum eggjum, salti og pipar
hrært saman. Látið með skeið á
pönnu og jafnað út með steik-
arspaða. Klattarnir bakaðir
ljósbrúnir beggja vegna.
Ávaxtaábætir
epli
perur
bananar
rúsínur - súkkulaðispœnir
(eða súkkulaðirúsínur)
kókosmjöl
kanelsykur
tvíbökur
smjörlíki
Aðferð: í réttinn skal velja
ávexti eftir smekk en nota má
hvaða ávexti sem er. Áætla skal
1 ávöxt á mann. Smyrja skal eld-
fast mót og mylja eina tvíböku í
botninn. Avextirnir brytjaðir og
settir í mótið ásamt rúsínunum.
Kókosmjöli og súkkulaðispón-
um stráð yfir, þá einni mulinni
tvíböku og síðast kanelsykri.
Nokkrar smjörklípur settar yfir.
Bakað í ofni við 200 gráður í ca.
Fyrir nokkru birti ég gamla
„fuglavísu". Nú veit ég að
þær voru þrjár samstæðar,
ortar sem gáta að glíma við í
fásinninu og hljóða svo:
Vinnumaður vildi fá
verkakaup sitt bónda hjá,
sá hann fíjúga fugla þrjá,
förum út og virðum þá.
Alin kosta andir tvær
álftin jöfn við fjórar þær
en tittlingana tíu nær
tók ég fyrir alin í gær.
Af fuglakyni þessu þá
þrjátíu alnir telja má
en þó má ekki fíeiri fá
en fuglar og alnir standist á.
Þá koma heimagerðar vísur.
Að gefnu tilefni.
Það sem menntamaður kann
má og starfa ætti
haldinn leti lætur hann
lenda í undandrætti.
Menn sem fengu lítið lært,
lífs í striti unnu
eins og þeim var framast fært
fróðleiksþráðinn spunnu.
Stakan.
Ég hef alltaf átt það til
yfir þér að vaka,
fundið hjá þér ást og yl
yndislega staka.
Meðan skáldin yrkja óð,
andann láta fíakka
bý ég við mitt stökustóð,
strýk um bök og makka.
Yrkja fyrir allan heim.
Ýtar stórra sanda.
Ferskeytlan er fullgóð þeim
fátæku í anda.
Næstu vísur kvað ísleifui
Gíslason kaupmaður og skálc
á Sauðárkróki. Brot:
Brot úr sögu, brotið tól,
brot á sævargrunni. '
Brot á lögum, brot á kjól,
brot af innstæðuftni.
Ljósbrot hef ég líka séð,
labbað brot á fljótum.
Heilabrotin hrélla geð,
- ég hætti og sting við fótum.
Saurlifnaður:
Safnþrær allar tæma tók,
taði karl á velli ók.
Prífur allan þennan stað.
- Þetta kalla ég saurlifnað.
Hún fór í dansskóla.
Menntun þráði og meiri arð
- mörg eru ráð að henda.
Loksins þráðaliljan varð
lærð í báða enda.
Lárus Bjarnason kvað:
Vorsins anda vakin sól,
við má standa og líta
alskínandi út við pól
ættarlandið hvíta.
Sveinbjörn Beinteins kvað:
Ljóð við sungum áður oft,
eyddust þungar sorgir,
turnum stungu langt í loft
lífsins ungu borgir.
Ragnar Ásgeirsson kvað:
Tíminn líður alltof ótt,
ekkert tekst að vinna,
sé ég fram á svarta nótt
sólskinsvona minna.
Kristján Ólafsson kvað:
Líf og ég um launin há
löngum þjarkað höfum.
Nú erum við að falla frá
fíestum okkar kröfum.
Pá koma vísur eftir Björn
Gestsson frá Refstað.
Hugann yngir að ég ber
ást á hringhendunni.
Hún óþvinguð þykir mér
þæg og sling í munni.
Hrella slörkin feigðarfull
fjarar gæfan svona.
Ellimörkin grafa gull
glæstra ævivona.
Æskan doskul ýtti mér
óláns mosks í hreysi.
Á mér rosknum illa fer
andans þroskaleysi.
Næstu glettu sagði mér gam-
all maður en ekki vissi hann
höfundinn:
Lífs míns sól er lækkandi,
loks hún hverfur sýnum.
Fer og óðum fækkandi
framhjátökum mínum.
Við Jóhann Kristjánsson
bjuggum báðir á Svalbarðs-
strönd er hann kvað þessa
vísu, en hana heyrði ég fyrst
nú:
Jón í Garðsvík býr til brag
bráðsnjallan að vonum,
en það er Bakkabræðra lag
á búskapnum hjá honum.
Einar Sæmundsen kvað á
ferð:
Mosfellsheiði hefur um sinn
hrundið leiðindunum.
Fallega skeiðar Fálki minn
fram úr reiðhestunum.
Maður féll í hraungjótu, en
sakaði ekki. Þá kvað einhver:
Áð því enginn geri gys
að Guðs er mikill kraftur.
Helgi fór til helvítis
en honum skaut upp aftur.
Jakob Thorarensen kvað svo
um unga blómarós:
Hún er slík að sveinninn sá
sem að nýtur Fríðar,
hann á enga heimild á
himnaríki síðar.