Dagur - 28.03.1991, Side 18
18 - DAGUR - Fimmtudagur 28. mars 1991
Rapparinn Vanilla lce:
Slagsmálahundurinn, sem
orðinn er stórstjama
Mestallan níunda áratuginn hafa
einkum þrjú nöfn skinið skærast
á stjörnuhimni amerísks popps,
þ.e. þau Michael Jackson,
Madonna og Prince, en saman-
lagt hafa plötur þessara lista-
manna selst í tugum milljóna ein-
taka.
Að vísu hafa nöfn eins og
Aerosmith, Bon Jovi og systir
Michaels, Janet Jackson, m.a.
ekki verið langt undan hvað vin-
sældir snertir, en þó hafa þau
þrjú fyrrnefndu ótvírætt vinning-
inn.
I fyrra skaut hinsvegar upp á
stjörnuhimininn tveimur röpp-
urum, sem þykja líklegir til að
skipa sér á bekk með þeim
Jackson, Madonnu og Prince,
þeir MC Hammer og Vanilla lce.
Það er óhætt að fullyrða að
frami Vanilla lce hafi komið eins
og þruma úr heiðskíru lofti því
enginn þekkti hvorki haus né
sporð á honum og það sem fyrst
vakti athygli þegar fólk sá hann
var að hann þótti líkur vöðvatröll-
inu Arnold Schwarzenegger.
Með laginu lce ice baby náði
hann efstu sætum vinsældalista
beggja vegna Atlantshafsins og
fyrsta breiðskífan, To the
Umsjón:
Magnús Geir
Guömundsson
Extreme, náöi sjöunda sæti í
Bretlandi og því efsta í Banda-
ríkjunum, en þar hefur hún selst í
yfir fimm milljónum eintaka.
En líf Vanilla lce (réttu nafni
heitir hann Robert Van Winkle)
hefur ekki alltaf verið dans á
rósum. Hanri er af efnalitlu fólki
kominn og varð snemma heldur
ódæll. Hann segist hafa ungur
byrjað að slást og lengi verið
meðlimur í götuflokki, sem
stundaði slagsmál sér til
skemmtunar á unglingsárum. En
eftir einn bardagann, þar sem
hann var barinn sundur og
saman, söðlaöi lce um og gerðist
betri maður.
Til eru þeir sem þó hafa haft
einhverja ástæðu til að draga
frásögn lce um bakgrunn sinn í
efa og segja að hann sé ósköp
venjulegur miðstéttarsonur frá
Miami, sem hafi skapað sér
falska ímynd til að ná frama.
(Bræðurnir frægu í Beach Boys
voru víst á sínum tíma sakaðir
um það sama og víst ekki að
ófyrirsynju.) En hvað sem líður
bakgrunni lce þá er frami hans
merkilegur og þá ekki síst fyrir þá
sök að hann er hvítur, en það
hefur nánast verið undantekning
að hvítir rapparar hafi náð vin-
sældum og í augnablikinu man
umsjónarmaður Poppsíðunnar
aðeins eftir Beastie Boys í því
Framsóknarvist
— spilakvöld —
Fimmtudaginn 4. apríl kl. 20.30
Frajiisólmarílokkurmn í Norðurlandskjördæmi eystra efnir
til Framsóknarvistar samtímis á eftirtöldum stöðum:
Árskógur: Ávarp: Daníel Árnason
Preyvangur: Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir
Akureyri, í Félagsborg (salur starfsmanna Álafoss):
Ávarp: Guðmundur Bjarnason
Breiðamýri: Ávarp: Jóhannes Geir Sigurgeirsson
Húsavík, í Félagsheimilinu: Ávarp: Guðmundur Stefánsson
Skúlagarður: Ávarp: Guðmundur Stefánsson
Verðlaun: Ferðavinningur að verðmæti kr. 80.000,- með
Samvinnuferðum/Landsýn fyrir besta árangur
einstaklings. Auk þess verða veitt kvöldverðlaun á
hverjum stað fyrir bestu frammistöðu karla og kvenna.
Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn
Ouðmundur ValgerOur Jóhannes Oeir Ouðmundur Daniel
BJarnason SverriadóUir Sigurgelrsson Stefánsson Árnason
poppsíðon
Vanilla lce er á góðri leið með að skipa sér á bekk með Michael Jackson,
Madonnu og Prince í stórstjörnupoppinu.
sambandi. Enda er það raunin
að lce er sjálfur himinlifandi og
segir að hann hafi aldrei dreymt
um slíka velgengni.
Það eina sem verulega hefur
skyggt á eru þeir fordómar sem
lce finnst beinast að rapptónlist í
Bandaríkjunum. Segir hann að
fordómarnir séu í raun meiri
gagnvart tónlistinni sjálfri en
gagnvart litarhætti, (m.ö.o. kyn-
þáttafordómar) því í hans tilfelli
er slíkt einfaldlega ekki fyrir
hendi, nema á hinn veginn, þ.e.
frá hendi svartra.
Fordómar, hvort sem þeir eru í
formi öfundar frá svörtum, eða
baknags frá hvítum, ættu þó ekki
að hefta Vanilla lce á frama-
brautinni, enda segist hann sjálf-
ur vera staðráðinn í að sanna að
hann sé ekkert stundarfyrirbrigði
í poppheiminum sem dagar svo
uppi.
Hitt og þetta
lllur grunur um dauðdaga
Steve Clark staðfestur
Eins og Poppsíðan skýrði frá fyrir
nokkru þá fannst gítaleikari og
einn stofnenda rokkhljómsveitar-
innar Def Leppard, Steve Clark,
látinn í íbúð sinni í London þann
áttunda janúar síðastliðinn. Var í
fyrstu ekki Ijóst hvernig dauða
hans bar að garði en illar grun-
semdir voru uppi um að hann
mætti rekja til mikillar drykkju
Clarks, sem hafði verið stórt
vandamál hjá honum um skeið.
Eftir yfirgripsmikla rannsókn
hefur nú komið í Ijós að þessar
illu grunsemdir reyndust að hluta
á rökum reistar, því Clark hafði
látiö ofan í sig óheyrilegt magn
áfengis en auk þess hafði hann
neytt lyfja, bæði valium og
morfíns.
Hefur eftirmaður Clarks í Def
Leppard enn ekki verið fundinn,
en allskyns sögusagnir hafa
kviknað um hann að undanförnu,
t.d. var nafn John Sykes, sem
m.a. var áður í Thin Lizzy og
Whitesnake, nefnt en fyrir því var
enginn fótur.
Nú síðast var haldið fram í
bresku pressunni að ungur,
óþekktur gítarleikari væri geng-
inn í hljómsveitina, en því var
vísað á bug með einföldu nei af
umboðsfyrirtæki Def Leppard Q-
Prime.
Pet Shop Boys
Það telst vart lengur í frásögur
færandi að einhverjir einstakir
tónlistarmenn eða hljómsveitir
taki gömul lög upp á arma sína
og færi þau í nýjan búning. Er
þetta orðið svo algengt að mörg-
um þykir nóg um og kvarta yfir
lítilli sköpunargleði. En nú láta
menn sér ekki nægja að dusta
rykið að gömlum slögurum held-
ur eru farnir að endurgera lög,
sem vart hafa slitið barnsskón-
um.
í fyrra kom popphljómsveitin
efnilega, The Chimes, með útgáfu
af lagi U21still haven’t found what
l’m looking for, sem ekki var
nema um þriggja ára gamalt þá,
en gerði samt mikla lukku eins og
með U2. Nú eru svo félagarnir í
Pet Shop Boys að feta í fótspor
The Chimes, því þessa dagana er
að koma út með þeim ný smá-
skífa með lagi U2 Where the
streets have no name, sem eins
og Istillhavent found... kom fyrst
út með U2 á plötunni The Joshua
Tree. Á bakhliðinni er svo lag af
Behaviour, How can you expect to
be taken seriously.
Eyjafjarðarsveit
Kjörskrá vegna alþingiskosninga 20. apríl 1991
liggur frammi á skrifstofunni á Syðra-Laugalandi
frá 2. apríl til 20. apríl 1991.
Kærur vegna kjörskrár skulu hafa borist sveitar-
stjórn eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn
9. apríl 1991.
Sydra-Laugaiandi 26. mars 1991.
Oddviti.