Dagur - 03.04.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 3. apríl 1991
Arnarneshreppur
Kjörskrá vegna alþingiskosninga 20. apríl 1991 ligg-
ur frammi á Ásláksstöðum frá 2. apríl 1991.
Kærur þurfa að hafa borist fyrir ki. 12.00 á hádegi,
þriðjudaginn 9. apríl 1991.
Oddviti Arnarneshrepps.
Vinningstölur laugardaginn
30. mars ’91
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 7.045.206.-
2.4^1« 9 83.658.-
3. 4 af 5 244 5.322-
4. 3af 5 8.187 370.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
12.125.886,-
Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út
á Lottó sölustöðum.
%
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankinn hf. verður haldinn íÁtthaga-
sal Hótels Sögu, Reykjavík, fimmtudaginn
4. apríl 1991 oghefstkl. 17.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf í samrœmi við
ákvceði greinar 4.06 í samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til
útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Tillaga um heimild til stjómar félagsins um
nýtt hlutafjárútboð.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum eða umboðsmönnutn þeirra í íslands-
banka, Kringlunni 7, Reykjavík, dagana 3. og 4.
apríl nk. og á fundarstað. Ársreikningur félagsins
fyrír áríð 1990, ásamt tillögum þeim sem fyrír
fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á
sama stað.
Reykjavík, 15. mars 1991
Stjóm Eignarhaldsfélagsins «
Alþýðubankinn hf. ®
Q
Q
Vald og frumkvæði
í hendur heimamanna
Einn mikilvægasti þáttur byggða-
stefnu sem stendur undir nafni
er ahersla á aukna atvinnuupp-
byggingu og þá um leið aukin
atvinnutækifæri fólks á lands-
byggðinni. Um þetta eru allir
sammála. Menn hafa reyndar
skiptar skoðanir á hvaða lands-
svæði eigi að teljast til lands-
byggðar en samkvæmt mínum
skilningi er það allt landið utan
höfuðborgarsvæðisins - hvað svo
sem forsætisráðherra og iðnaðar-
ráðherra segja.
Áhersla á uppbyggingu og
endurskipulagningu hinna hefð-
bundnu atvinnuvega landsbyggð-
arinnar er að sjálfsögðu mikilvæg
og um það eru allir samrnála,
ekki einungis talsmenn lands-
byggðarinnar heldur líka tals-
menn höfuðborgarsvæðisins,
þangað sem arðurinn af þessum
atvinnuvegum fer. Sú staðreynd
skýrir kannski hvers vegna allir
geta verið sammála um þennan
eina þátt byggðastefnunnar en eru
ósammála kröfunni um meiri
völd heim í héruð.
Bættar samgöngur
- meiri möguleikar
Tímarnir breytast en því miður
er það ekki alltaf rétt að
mennirnir breytist með. Það virð-
ist sem bættar samgöngur og auk-
in menntun ungs fólks í landinu
hafi ekki haft nein áhrif á þá sem
móta byggðastefnu á hverjum
tíma. Sífellt stærri hópur ungs
fólks hefur aflað sér sérhæfðrar
starfsmenntunar og það á við um
bæði konur sem karla. Á undan-
förnum árum hefur verið stefnt
að því að gera ungu fólki kleift að
stunda bæði almennt framhalds-
skólanám og að einhverju leyti
meira sérhæft starfsnám heima í
héraði. Þetta hefur tekist misvei
m.a. vegna þess að skólasvæðin
éru ekki nægilega stór og kennar-
ar hika við „að flytja út á land"
og því verður námsframboð tak-
markaðra. Góðar samgöngur og
sameining eða aukin samvinna
sveitarfélaga stækka atvinnu- og
þjónustusvæði og gera jafnframt
yfirvöldum menntamála mögu-
legt að bjóða öllum ungmennum
hvar sem þeir búa möguleika á að
afla sér góðrar starfsmenntunar í
sinni heimabyggð. Þetta auðveld-
Stefanía Traustadóttir.
aði líka kennurum að flytja frá
höfuðborgarsvæðinu.
Meiri möguleikar - fjöl-
breyttara mannlíf
En þetta er ekki nóg - samfara
auknum samgöngum og meiri
möguleikum til menntunar verð-
ur að stuðla að fjölbreyttara
atvinnulífi. Ekki viljum við að
unga fólkið fari þegar það hefur
aflað sér menntunarinnar. Og við
megum ekki gleyma „maka"
kcnnarans - hann þarf að hafa
möguleika á starfi við sitt hæfi
þegar væntanlegur kennari yegúr
og metur kosti þess að fara út á
land. Framtíð landsbyggðarinnar
byggist á því að ungt og vel
menntað fólk vilji vera þar og
taka þátt í nýsköpun atvinnulífs,
menntakerfis og stjórnsýslu sem
er forsenda framfara um land
allt. Meiri valddreifing og meira
sjálfforræði í eigin málum er þó
grundvallarmarkmið í allri bar-
áttu gegn byggðavandanum.
Auðvitað skiptir frumkvæði og
þor einstaklinganna sjálfra miklu
en hið opinbera, bæði ríki og
sveitarfélög verða að koma til
móts við þá með ráðgjöf, fyrir-
greiðslu og annari þjónustu.
Að frumkvæði samgönguráð-
herra, Steingríms J. Sigfússonar,
hefur verið unnið að stefnumót-
un í samgöngumálum og nú
nýlega skilaði þar til skipuð
nefnd sinni vinnu í skýrslu sem
heitir Lífæðar lands og þjóðar.
Þar er sýnt fram á hvernig góðar
samgöngur gegna lykilhlutverki í
allri uppbyggingu velferðarsam-
félagsins og skipta sköpum fyrir
atvinnulífið. Undir stjórn Svav-
ars Gestssonar menntamálaráð-
herra hefur verið unnið að mótun
skólastefnu til lengri tíma og þar
er lögð áhersla á valddreifingu og
meira forræði byggðanna í
stjórnun og uppbyggingu
fræðslukerfisins á hverjum stað.
Undirstaðan er konur,
karlar og börn
Byggðastefna sem stendur undir
nafni þarf að byggja á þeim
möguleikum, þekkingu og færni
sem er til staðar í byggðalaginu.
Slík áætlun krefst mikillar vinnu
og gerir kröfur um samvinnu
margra aðila og undirstaða slíkr-
ar vinnu verður að vera fólkið
sjálft. Og það má aídrei gíeyma
að „fólkið" er konur, karlar og
börn. í endurskipulagningu og
uppbyggingu í sjávarútvegi má
t.d. ekki gleyma að hver sjómað-
ur á fjölskyldu, konu og börn, og
að allar breytingar á högum hans
hafa áhrif á líf þessara einstakl-
inga. Það sama á við um allt ann-
að launafólk. Þess vegna er ekki
nóg að gera langtímaáætlun í
samgöngumálum eða skólamál-
um - það þarf aö gera almetina
byggðaáætlun þar sem tekið er á
öllum málaflokkum sem máli
skipta, þeir samtvinnaðir og
framkvæmdir í einum þeirra nýtt-
ir til að styrkja framkvæmdir í
öðrum.
Við í Alþýðubandalaginu höf-
um alltaf haldið á lofti kröfum
um slíka áætlunargerð og höfum
á undanförnum árum unnjð sam-
kvæmt því í þeim málaflokkum
sem okkar fulltrúar hafi borið
ábyrgð á. Hálfnað verk þá hafið
er hefur verið sagt og við viljum
halda áfram og vinna að almennrí
byggðaráætlun þar sem mark-
miðið er jöfnun lífskjara og að
allir þegnar landsins óháð búsetu
búi við sama félagslega og efna-
hagslega öryggi. Það er þeirra
réttur.
Lífskjarajöfnun sem
um munar
Undanfarin ár hafa verið öllum
erfið en stefna ríkisstjórnarinnar
sem Alþýðubandalagið á aðild að
er farin að skila árangri í mörgum
málaflokkum og nægir að nefna
stöðvun verðbólgunnar og bætt
rekstrarskilyrði útflutningsgrein-
anna. Þennan árangur á að nota
til lífskjarajöfnunar og til að bæta
stöðu þeirra sem tóku á sig mestu
byrðarnar. Vcl undirbúin og
framsækin byggðastefna sem ger-
ir kröfur um aukin völd heim í
héruð og hefur hagsmuni fólksins
þar að leiðarljósi getur, ef vel er
á málum haldið, verið lífskjara-
jöfnun sem um munar. Fulltrúar
Alþýðubandalagsins, bæði í
sveitarstjórnum og á þingi hafa
verið talsmenn valddreifingar og
byggðar í landinu öllu og þeir
hafa sýnt að þeir geta og hafa
kjark til að koma stefnumálum
sínum fram. Verkefnin sem bíða
eru gífurleg og til að koma þeim í
framkvæmd þurfa þeir stuðning.
Stefanía Traustadóttir.
Höfundur er félagsfræðingur og skipar 2.
sæti G-listans í Norðurlandi eystra.
Akureyrarbær umhverfisdeild
Unglingavinna -
Skólagarðar
Flokksstjórar óskast til starfa í sumar.
Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri
og hafi reynslu af flokksstjórn og garðyrkjustörf-
um.
Umsóknarfrestur er til 12. apríl 1991.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmanna-
stjóri í síma 96-21000.
Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu
umhverfisdeildar í síma 96-25600.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur-
eyrarbæjar.
Umhverfisstjóri.