Dagur - 03.04.1991, Blaðsíða 20
Kodak
Express
Cæöaframköllun
Akureyri, miðvikudagur 3. aprfl 1991
★ Tryggðu f ilmunni þinni
sJlaesta ^ediðmyndtr’
. Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
Fyrsta ASI þingið
á landsbyggðinni
- verður haldið á Akureyri 1992
Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, tók fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi KA á laugardag
fyrir páska. Sigmundur Þórisson, formaður KA, bætti um betur og tók einnig skóflustungu við þetta tækifæri.
Mynd: Golli
Margir á skíðum um páskana:
Ekki öll nótt útí enn
99
- segir Ivar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaða
- aðeins 10 skíðadagar í Ólafsfirði í vetur
Þing Alþýðusambands íslands
1992 verður haldið á Akureyri,
en það er í fyrsta sinn sem ASI
þing er haidið utan höfuðborg-
arsvæðisins. Þingið verður
haldið í lok nóvember haustið
1992.
„Ég fagna því að þetta skuli
hafa orðið niðurstaðan af tillögu-
flutningi okkar málmiðnaðar-
manna, sem við fluttum á síðasta
ASÍ þingi. Ég er sannfærður um
að þetta muni ganga vel, þetta
sýnir betur en margt annað að ef
Húsavík:
Léleg grá-
sleppuveiði
Ótíð hefur undanfarið hamlað
veiðum smábáta frá Húsavík.
Flestir grásleppukarlar hafa,
lagt net sín en grásleppuveiði
hefur verið mjög léleg.
Þokkaleg rækjuveiði hefur ver-
ið hjá stærri bátunum að undan-
förnu. IM
Páskarnir lögðust vel í starfs-
fólk Leikfélags Akureyrar og
reyndist þetta mikill annatími.
Félagið var með sex sýningar
frá miðvikudegi til mánudags
og var uppselt á þær allar, sem
þýðir að um 1500 manns lögðu
leið sína í Samkomuhúsið
þessa daga.
Hinn þjóðlegi og vinsæli farsi
Böðvars Guðmundssonar, Ætt-
armótið, var kvaddur með þrem-
ur aukasýningum og komust færri
að en vildu. Alls urðu sýningar 37
og áhorfendur um 9000, sem er
iðsóknarmet ef aðeins söng-
eikurinn My Fair Lady er undan-
/etrarlegt verður á Norður-
andi í dag og á morgun.
/eðurstofan spáir áframhald-
mdi norðanátt en líkur eru þó
il að hún gangi niður er líður
•ð helginni. Færð á vegum
pilltist nokkuð og varð meðal
innars ófært um Víkurskarð
og til Ólafsfjarðar aðfaranótt
þriðjudags en samkvæmt upp-
lýsingum Vegagerðarinnar á
Akureyri var búist við að allir
helstu vegir á Norðurlandi
yrðu orðnir færir í gærkvöld.
Norðanáttin mun haldast í dag
en fara að ganga niður á morgun
samkvæmt spám Veðurstofunn-
menn leggja sig fram er hægt að
gera ýmislegt hér á Akureyri, en
kjark og vilja þarf til að brydda
upp á breytingum og nýjungum.
Þetta dæmi staðfestir að slíkt er
hægt,“ segir Hákon Hákonarson,
formaður Félags málmiðnaðar-
manna Akureyri, en Hákon flutti
tillöguna um að kanna möguleika
á að halda næsta þing ASÍ á
Akureyri.
Nokkrar umræður urðu um
það í miðstjórn ASÍ að kostnað-
arsamt yrði að halda slíkt þing á
Akureyri, en löngum hefur það
sjónarmið heyrst frá suðvestur-
horni landsins að dýrara sé fyrir
íbúa höfuðborgarinnar að sækja
þing og ráðstefnur út á land en
öfugt. Efasemdir voru einnig um
að nægilegt gistirými væri á
Akureyri fyrir fulltrúana 500,
sem sitja þingið, auk gesta, en
það stendur eina viku. í ljós kom
að nægilegt gistirými er fyrir
hendi á hótelum, heimavistum,
orlofsíbúðum og víðar, þannig að
ótti manna um gistirýmisskort
átti ekki við rök að styðjast.
Þingið verður haldið í íþrótta-
höllinni á Akureyri. EHB
skilinn.
Leikfélagið hóf nýlega að sýna
söngleikinn Kysstu mig Kata.
Þrjár sýningar voru um
páskahelgina og uppselt á þær
allar. Sýningar eru orðnar níu
talsins og þegar komnir um 2000
áhorfendur. Þrjár sýningar verða
um næstu helgi.
Sunna Borg, formaður Leik-
félags Akureyrar, var að vonum
ánægð með gang mála. Hún sagði
að þessi velgengni væri ekki ein-
ungis lyftistöng fyrir Leikfélagið
heldur kæmi hún verslunareig-
endum og ýmsum þjónustuaðil-
um á Akureyri til góða svo og
bæjarlífinu í heild. SS
ar. Éljagangur verður útifyrir
Norðurlandi en bjartara inn til
landsins. Gert er ráð fyrir að
frost verði á bilinu 4 til 6 gráður.
Erfiðlega gekk að hreinsa snjó af
vegum framan af degi í gær vegna
hvassviðris og skafrennings en
samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðarinnar var búist við að allir
helstu vegir yrðu orðnir færir í
gærkvöld. Að sögn vegaeftirlits-
manns reyndist minni snjór vera
á vegum en búist hafði verið við
vegna illviðrisins.
Flug hefur gengið vel undan-
farna daga en nokkrar tafir urðu
á flugi Flugleiða á annan í pásk-
Norðlendingar nutu útivistar
um páskana enda rættist úr
veðrinu og var það ákjósanlegt
flesta dagana. Fólk fór í
gönguferðir, kleif fjöll, reið út,
renndi sér á skautum og
skíðum. Mjög góð aðsókn var
að skíðalöndum á Eyjafjarðar-
svæðinu og kættust forráða-
menn þeirra eftir að hafa
barmað sér yfir ótíð og snjó-
leysi í vetur.
Skíðasvæði Dalvíkinga í
Böggvisstaðafjaili var opið og vel
sótt um páskana. Að sögn
Jóhanns Bjarnasonar, formanns
Skíðafélags Dalvíkur, nutu
heimamenn veðurblíðunnar á
skíðum og einnig var nokkuð um
aðkomumenn sem komu til Dal-
víkur þegar veður var óhagstætt í
Hlíðarfjalli.
Jóhann sagði að veturinn í
heild hefði verið dapur og skíða-
svæðið aðeins verið opið í
mánuð. Ekkert mót var haldið
um páskana enda áherslan þá
ávallt lögð á skíðaíþróttir fyrir
almenning en helgarnar í apríl
eru þéttskipaðar fyrir mót.
í Óiafsfirði voru skíðamenn á
um vegna dimmviðris. Þó tókst
að fljúga með alla farþega er áttu
bókað far á mánudagskvöld og
fór síðasta vél frá Akureyri í loft-
ið um kl. 10.30. Það óhapp varð á
Akureyrarflugvelli á miðviku-
dagskvöld fyrir skírdag að báðir
vinstri hjólbarðar Fokkervélar
sprungu í lendingu. Ókyrrð var í
lofti er vélin kom inn til lendingar
og er talið að vindhviða hafi
komið aftan undir vélina og lyft
henni að nýju er hjólin höfðu
snert brautina og hemlun verið
hafin. Af þeim sökum hafi hjólin
verið í læstri stöðu er þau snertu
brautina að nýju. Engan sakaði
ferli, jafnt gangandi sem brun-
andi niður Tindaöxl. Að sögn
Guðmundar Konráðssonar,
varaformanns Skíðadeildar Leift-
urs, voru 70-80 manns á skíðum í
einu þegar mest var og voru þetta
bestu dagarnir til skíðaiðkunar
það sem af er vetri.
„Það var frekar lítill snjór og
varla hægt að stinga niður stöng-
um fyrir innanfélagsmót sem við
héldum. Þetta hefur verið dapurt
í vetur og aðeins búið að vera
opið í 10 daga samtals," sagði
Guðmundur. I gær snjóaði nokk-
uð en mjöllin þyrlaðist reyndar
jafnóðum út í buskann.
Siglfirðingar voru líka iðnir við
að renna sér á skíðum og var
fjöldi manns uppi í Skarði
páskadagana. Flesta dagana var
sól og blíða og fólk naut útivistar
í ríkum mæli.
í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar
skiptust á skin og skúrir. Laugar-
dagurinn fyrir páska var góður og
páskadagur eftir hádegi en ívar
Sigmundsson, forstöðumaður
Skíðastaða, sagði að í rauninni
hefðu aðeins komið tveir góðir
skíðadagar á þessari 10 daga
og tókst Árna G. Sigurðssyni,
flugstjóra og aðstoðarflugmanni
hans að rétta vélina af og halda
henni á flugbrautinni.
Hjá Flugfélagi Norðurlands
fengust þær upplýsingar að flug
hefði gengið vel um páskana og
tekist hafi að fljúga á alla staði
nema ísafjörð á annan í páskum.
Flogið var til ísafjarðar í gær
ásamt öllum viðkomustöðum
félagsins á Norðausturlandi. Er
samband var haft við félagið var
vél ófarin til Egilsstaða þar sem
beðið var eftir að lokið yrði við
snjóruðning af flugbrautinni þar.
ÞI
vertíð. Lyftur voru t.a.m. ekkert
opnaðar frá pálmasunnudegi
fram á föstudaginn langa vegna
veðurs.
„Það er ekki öll nótt úti enn. í
venjulegu árferði er apríl besti
mánuðurinn hjá okkur og margir
hópar hafa bókað sig hjá okkur
en það er ljóst að reksturinn
verður erfiður. Nú hefur snjóað
meira og færið hefur ekki verið
betra í vetur. Við vonum að þetta
haldist," sagði ívar. SS
Sundlaug Akureyrar:
Mikið af
aðkomufólki
um páskana
Aösókn aö Sundlaug Akureyr-
ar dagana fyrir og í kringum
páska var áberandi meiri nú en
verið hefur á sama tíma undan-
farin ár. Að sögn Þorsteins
Þorsteinssonar, forstöðu-
manns, er skýringin m.a. sú að
sundlaugin var opin Iengur en
ella um páska eða til kl. 18 á
daginn.
Þorsteinn sagði að ekki væri
komin reynsla á þá nýbreytni að
hafa laugina opna samkvæmt
sumartíma um helgar en þetta
hefði a.m.k. gefist vel um pásk-
ana. Hann sagði að viðskiptavin-
irnir væru líka mjög ánægðir með
þessar breytingar.
„Hér var mjög mikið af
aðkontufólki, t.d. fólki sem
renndi sér á skíðum fyrri hluta
dags og stakk sér svo til sunds
seinnipartinn. Það er líka farið
að koma töluvert af fólki sem
dvelur í orlofsíbúðum á Akureyri
og það fer gjarnan í sund,“ sagði
Þorsteinn.
Sundlaugin í Glerárhverfi var
ekki opin eins lengi þessa daga en
hún var býsna vel sótt, sérstak-
lega af fjölskyldufólki og
börnum. SS
Leikfélag Akureyrar:
Samkomuhúsið þétt
setið yfir páskana
- uppselt á allar sex sýningarnar
Norðanátt í dag og á morgun:
Flug hefiir gengið vel þrátt fyrir áhlaupið