Dagur - 03.04.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 03.04.1991, Blaðsíða 7
í DAGS-ljósinu Miðvikudagur 3. apríl 1991 - DAGUR - 7 I Aukin harka í deilu Útgerðarfélags Akureyringa og sjómanna: Er deilan óleysanlegur rembihnútur? Aukin harka hefur færst í deiiu Utgerðarfélags Akureyringa við sjómenn á ísfisktogurum félagsins. Erfitt virðist að sjá að sættir takist á næstunni og deiluaðilar mætist á miðri leið. Upplýsingar frá Útgerðarfé- laginu og Sjómannafélagi Eyjafjarðar virðast stangast all verulega á og deilan ber nú keim af áróðursstríði beggja aðila. Á blaðamannafundi sem Utgerðarfélag Akureyringa boð- aði til á annan dag páska kom fram að stjórn félagsins teldi sig ekki geta boðið meira en 41% heimalöndunarálag, sem gilti frá síðustu áramótum, í samræmi við samning sjómanna á Kolbeinsey ÞH og útgerðarfyrirtækisins Ishafs hf., sem gengið var frá laugardaginn fyrir páska. Fram kom í máli Gunnars Ragnars, framkvæmdastjóra ÚA, að félag- ið harmaði að hluti sjómanna þess hafi hætt störfum. Jafnframt sagði hann að stjórn fyrirtækisins hafi heimilað sér og Vilhelm Þor- steinssyni að auglýsa stöður á ísfisktogurum félagsins og leita leiða til þess að manna skipin að nýju. Stöður háseta á togurunum voru auglýstar í gær. Gunnar Ragnars sagði að verð það sem fiskmarkaðarnir greiddu skapaði óánægju hjá sjómönnum sem landa að mestu afla til eigin fiskvinnslustöðva. Útgerðarfélag Akureyringa hafi reynt að koma til móts við sjómenn með því að taka upp svokallað heimalöndun- arálag. „Það er hins vegar ljóst að þessi mál snúast um grundvallar- atriði. Þetta er nefnilega spurn- ing urh það hvernig við ætlum að skipa málum í okkar sjávar- útvegi, ekki bara veiðunum held- ur líka vinnslunni og ekki síst markaðsstarfseminni sem búið er að byggja upp í áratugi. Það er alveg ljóst að ef fiskvinnslan á að borga markaðsverðin, sem myndast hafa vegna takmarkaðs framboðs, þá myndi glatast það sem hefur verið byggt upp á undanförnum árum og áratugum og það myndi líka hafa áhrif á þá sókn sem við höfum átt á erlend- um mörkuðum fyrir frystar sjáv- arafúrðir í gegnum tíðina. Ef fara ætti út í að selja allan fisk á fisk- mörkuðum er auðvitað einboðið að verðin myndu lækka. Þá er spurningin hvort sjómennirnir stæðu allir í þeim sporum sem stór hluti þeirra stendur í í dag,“ sagði Gunnar. Hann sagði að hinn kosturinn væri sá að selja allan afla á mörkuðum óheft bæði innan- lands og erlendis, sem myndi á sama hátt lækka verðin til hags- bóta fyrir erlenda fiskkaupendur og fiskverkendur og auka kostn- að við meðferð og meðhöndlun aflans innanlands. Gunnar rakti síðan gang samn- ingaviðræðna ÚA og sjómanna. Hann sagði að 20. febrúar sl. hafi Sjómannafélag Eyjafjarðar gert tillögu um 48% heimalöndun- arálag á þorski og 48-70% heima- löndunarálag á aðrar tegundir. Þann 26. mars sl. sagði hann að borist hafi tilboð sjómanna um 93,7% heimalöndunarálag fyrir 2 kg fisk og aðrar fisktegundir sam- kvæmt því. Daginn eftir hafi sjó- menn síðan lækkað tilboðið nið- ur í 82,7% heimalöndunarálag. „Sjómönnum hefur verið greitt 40% heimalöndunarálag frá 1. mars sl. Við segjum það hér að þetta 40% heimalöndunarálag standist við aðra aðila og þá sér- staklega þá aðila sem við teljum ástæðu til að bera okkur saman við. Þetta heimalöndunarálag gerir það að verkum að tekjur sjómanna hjá ÚA eru fyrir ofan meðaltal sjómanna í landinu. ÚA varpaði einnig fram þeirri hugmynd að festa verð á hinum ýmsu fisktegundum eins og víða er farið að gera og við buðum upp á það að markaðstengja 12% af aflanum þar sem yrði tekið meðaltal þriggja markaða í hverri viku við Faxaflóa. Þessa hugmynd settum við fram með sérstöku tilliti til þess að óánægja sjómanna og umræða þeirra hef- ur einmitt snúist um markaðina og það verð sem markaðirnir greiða. Það er skemmst frá því að segja að engar af þessum hug- myndum fengu hljómgrunn. Það stendur eftir núna að Útgerðarfélag Akureyringa er til- búið til þess að greiða 41% heimalöndunarálag sem gildir frá síðustu áramótum. Við höfum einnig boðið upp á það að setja í gang könnun á öllum þáttum þessa máls, þróun verðs og fram- boðs á erlendum og innlendum mörkuðum, afla upplýsinga um það hvað greitt er vítt og breitt um landið, vinna úr þessum upp- lýsingum með sjómönnum og átta sig á því hvar Útgerðarfélag Akureyringa stendur að þessu leyti í dag. Krafa sjómannanna snýst um 80-90% heimalöndun- arálag. í fyrstu kröfunum 20. febrúar var þetta 48%. Það hefur því hækkað um 30-40% síðan,“ sagði Gunnar. Hann bendir á sem dæmi að í tilboði sjómanna frá 27. mars sl. sé gengið út frá 77,35 krónum fyrir kílóið af óflokkuðum þorski. Meðaltalsverðið á þorski miðað við verðlagsráðsverð frá 1. mars sl., 10% kassauppbót og 40% heimalöndunarlági sé 69,67 krónur. Þá bendir Gunnar á að í sama tilboði sé miðað við 45,75 krónu kílóverð fyrir ufsa. Sjö söludaga í mars hafi meðalverð á ufsa á fiskmörkuðum í Hafnar- firði, Reykjavík og á Suðurnesj- um verið 41,01 króna. Á sama hátt hafi sjómenn ÚA gert kröfu um 40,6 krónu fyrir karfakílóið að meðaltali en á nefndum mörkuðum hafi verið greiddar 36,32 krónur fyrir kílóið af karfa. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að hér sé um að ræða deilu Útgerð- arfélags Akureyringa og sjó- manna þess en LÍÚ fylgist að sjálfsögðu úr fjarlægð með gangi mála. „Það er erfitt að segja hvaða lærdóm megi draga af þessari deilu. Við erum með fiskmarkaði hér heima og sömuleiðis erlendis sem við skömmtum inn á til þess að fá sem hæst verð. Ef þetta væri frjálst væri verðið miklu lægra. Þetta veldur fyrirtæki eins og Útgerðarfélagi Akureyringa, sem hefur ekki lengi selt fisk erlendis, erfiðleikum. Um það þarf ekki að deila að tekjur sjómanna hækkuðu að meðaltali um 25% á síðasta ári á meðan laun í landi hækkuðu um 7-8%. Inn í þetta blandast olíukostn- aðarhlutinn. Innan skamms tíma fá sjómenn aftur 7-8% hækkun vegna lækkunar á olíu. Eftir að verðlagsráðsverð er orðið úr tengslum við það sem borgað er fyrir fisk verða menn að leysa þetta á fiskmarkaði eða með eilífum samningum." - Geta útgerðarmenn fallist á það sjónarmið sjómanna að fisk- ur fari í gegnum fiskmarkaðina? „Fiskmarkaðarnir hér fyrir sunnan hafa verið að eflast merkilega mikið. Magnið jókst um 36% á síðasta ári og er nú komið í 60 þúsund tonn. Það er meira en selt er á mörkuðunum í Grimsby og Hull. Stór fisk- vinnslufyrirtæki hér syðra, sem jafnframt reka útgerð, hafa átt mjög erfitt með að sætta sig við að setja sinn fisk á markað, en hafa verið að láta undan í því. Þá kemur upp sú spurning hvort Eyjafjörður sé nógu öflugt útgerðarsvæði tii þess að þar sé einhver marktækur markaður. Það er fjarri lagi að kaupa fisk á Akureyri eftir markaðsverði hér. Mönnum hefur enn ekki sýnst fyrir norðan að fiskmarkaður geti leyst þetta.“ Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, seg- ir að deila ÚA og ÚD við sjó- menn hafi ekki verið rædd í stjórn sambandsins, það verði væntanlega gert á fundi í næstu viku. „í mínum huga er þessi deila bein afleiðing þess sem gerðist í Verðlagsráði sjávarútvegsins í vetur, þar sem menn vildu ekki gangast inn á þá kröfu okkar að markaðstengja afla lönduðum hér heima. Við sáunr það fyrir okkur að með hækkandi verði á mörkuðunum, bæði erlendis og á mörkuðunum hér heima, yrði mjög erfitt um vik fyrir sjómenn að sætta sig við að vera með eitt- hvert heimalöndunarálag sem væri algjörlega út úr kortinu. Sannleikurinn er sá að Verð- lagsráð sjávarútvegsins er gengið sér til húðar og það er ekkert nema skrípaleikur að vera með það inn í dærninu. Við viljum sjá þann tíma koma að allur fiskur sem veiddur er á íslandsmiðum fari í gegnum markaði hér heima.“ - Óttast sjómenn þá ekki verðhrun á mörkuðunum? „Það er hlutur sem við verðum bara að taka.“ Óskar segist ekki hafa trú á því að forráðamönnum Útgerðarfé- lags Akureyringa takist að manna skip sín á meðan á þessari deilu stendur. „Það væru þá skrítin kýrhöfuð sem réðu sig á þessi skip. Það eru ekki sjómenn.“ Óskar segist ekki geta spáð um þróun þessarar deilu. „Náttúru- lega þurfa báðir að sýna samn- ingsvilja, bæði útgerðin og okkar ágætu félagar. Róm var ekki byggð á einum degi og svo er einnig með fiskverðið. Það er ennþá í lausu lofti og vonandi geta menn komist niður á sanngjarnari grundvöll í þessu. Það er klárt ntál að það verður að stokka þetta kerfi upp.“ En tekur Óskar Vigfússon undir þau orð sjómanna ÚA að laun þeirra séu með því lægsta sem gerist á landinu? „Við höfum beinharðar tölur úr skýrslum Landssambands íslenskra útvegsmanna sem segja allt annað um launakjör sjó- manna hjá ÚA en Útgerðarfélag- ið vill vera láta.“ óþh HVÍTUR STAFUR BLINDRAFELAGIÐ ilæ IFERÐAR AKUREYRARB/ER Akureyrarbær umhverfisdeild Unglingavinna Verkstjóri óskast til starfa í sumar. Æskilegt er aö umsækjandi hafi náö 20 ára aldri og hafi reynslu af verkstjórn og garðyrkjustörfum. Umsóknarfrestur er til 12. apríl 1991. Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmanna- stjóri í síma 96-21000. Upplýsingar um starfi eru veittar á skrifstofu umhverfisdeildar í síma 96-25600. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar. Umhverfisstjóri. BEINT FLUG Akureyrí-Zurich íll ta ítel SU komin út Gerum tilboð í hópferðir, komdu við eða hringdu og fáðu Ferðaskrifstofan NONNI hf. Brekkugötu 3 v/Ráðhústorg símar 27922 og 27923 Sætaframboð í ferðum þessum er takmarkað og ef dæma má af reynslu síðasta sumars þegar öll sæti seldust upp á skömmum tíma er ekki ráð að draga lengi að panta sér sæti og tryggja ánægjulega ferð Umboð á Akureyri fyrir Ferðaskrifstofuna mdivm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.