Dagur - 09.05.1991, Page 1

Dagur - 09.05.1991, Page 1
74. árgangur Akureyri, fímmtudagur 9. maí 1991 86. tölublað Steinullarverksmiðj an: Margrét Lára 1 • •• • kjonn stjórnarformaður Aðalfundur Steinullarverk- smiðjunnar hf. á Sauðárkróki var haldinn fyrr í vikunni. Nokkrar mannabreytingar urðu í stjórn félagsins og var María Lára Kristjánsdóttir kosin formaður stjórnar og er það í fyrsta skipti sem kona gegnir því embætti. Aðrir sem sitja í nýrri stjórn eru: Árni Guðmundsson, Jón Helgi Guðmundsson, Jón -Ingi- marsson, Stefán Guðmundsson, Esa Tikka og Peder Biese. Þeir tveir síðastnefndu eru fulltrúar finnska fyrirtækisins Partek sem er eignaraðili að Steinullarverk- smiðjunni. Rekstrartekjur voru 369,6 milljónir króna á síðasta ári og rekstrargjöld voru 267 milljónir króna. Hagnaður eftir fjármagns- kostnað var 47,9 milljónir króna og er það í fyrsta skipti sem Steinullarverksmiðjan skilar hagnaði. Fjármunamyndun var 58,5 milljónir á síðasta ári og eigin- fjárhlutfall var 26,3 milljónir króna. Steinullarverksmiðjan hefur nú þegar getið sér gott orð fyrir gæðaframleiðslu og sölu- horfur eru nokkuð góðar á árinu. kg Tími vorverkanna. Mynd: Golli Eyja^örður: Árið 1990 var metár í gróðursetnmgu plantna Á félagssvæði Skógræktarfé- lags Eyfirðinga voru gróður- settar 289 þúsund plöntur á síðasta ári, sem er það mesta sem hefur verið gróðursett á einu ári til þessa. Þá hafa aldrei áður verið framleiddar fleiri plöntur í uppeldisstöð félagsins í Kjarna og aldrei hafa verið friðuð stærri lönd til trjáræktar á félagssvæðinu og á síðasta ári. Þetta kom fram í máli Hallgríms Indriðasonar, framkvæmdastjóra Skógrækt- arfélags Eyfírðinga, á aðal- fundi þess í gærkvöld. í svokölluðu „Landgræðslu- skógaátaki" var plantað 106 þús- und plöntum. Par af var 80 þús- und plöntum plantað á Melgerð- ismelum, 7 þúsund í Hrísey og 19 þúsund í Ólafsfirði. Samkvæmt samningi Akureyr- arbæjar og Skógræktarfélags Ey- firðinga frá árinu 1972 annast félagið framkvæmd og skipulagn- ingu útivistarsvæða á Akureyri. Á síðasta ári var lokið við friðun á nýju útivistarsvæði í Eyrar- landshálsi, samtals um 1000 ha. Bæjarsjóður og Landgræðslan stóðu sameiginlega að friðuninni. Alls voru gróðursettar 56 þúsund Atvinnuhorfur framhaldsskólanema í sumar: Útlitíð betra en síðustu tvö ár Atvinnumálanel'nd Akureyrar- bæjar gerði nýverið könnun á atvinnuhorfum framhalds- skólanema á Akureyri á kom- andi sumri. Niðurstöður könnunarinnar sýna að atvinnuhorfur framhaldsskóla- nema eru betri nú en á svipuð- um tíma í fyrra og mun betri en vorið 1989. Könnunin var gerð þann 17. apríl í Menntaskólanum og Verkmenntaskólanum. í heild svöruðu 1083 nemendur í könnuninni í skólunum báðum. Ef litið er til heildarinnar kem- ur í ljós að 76,2% aðspurðra töldu sig hafa vísa sumarvinnu. Petta hlutfall er um 3% hærra en í sambærilegri könnun í fyrra. 2,1% aðspurðra svöruðu því þannig til að þeir hafi vísa vinnu hluta úr sumri en 17,3% sögðu óvíst um sumarvinnuna. Hlutfall þeirra sem enga vinnu höfðu vísa var 4,4%. Ef aðeins eru teknir Akureyr- ingar í framhaldsskólunum kemur í ljós að 72% þeirra höfðu um miðjan apríl orðið sér úti um sumarvinnu. 2,4% aðspurðra höfðu vinnu hluta úr sumri en 20,1% töldu óvíst um vinnu. Atvinnuhorfur pilta og stúlkna eru mjög áþekkar. Þannig reynd- ust 74,5% piltanna með vísa vinnu en 77,5% stúlknanna. Pá voru 17,7% piltanna í óvissu um sína vinnu en 16,8% stúlknanna. Einnig var hærra hlutfall pilta sem enga vísa vinnu hafði en K. Jónsson & Co. Jón Þór Gunnarsson ráðinn stúlkna. Akureyringar sem í þessum skólurn eru, og þegar hafa útveg- að sér sumarvinnu, sækja hana að stærstum hluta í bænum sjálf- um en þó eru 3,9% þeirra sem leita sér vinnu á Eyjafjarðar- svæðinu, þ.e. utan Akureyrar, og rösk 10% leita út fyrir svæðið eft- ir vinnu. Þær atvinnugreinar sem þetta fólk sækir mest í eru bygg- ingariðnaður og annar iðnaður, afgreiðslustörf og störf hjá ríki og sveitarfélögum. Stærstur hluti þessa fólks kem- ur á vinnumarkaðinn um eða upp úr næstu mánaðamótum, um 60% fyrir mánaðamót og um 26% á fyrstu 10 dögum næsta mánaðar. JÓH plöntur í útivistarsvæðin á árinu 1990. Á síðasta ári var unnið að grisjun í Vaðlareit, grisjað var lerki frá 1957. Féll til nokkurt ntagn af nytjaviði, auk girðingar- efnis. Gróðursettar voru 18 þús- und plöntur í skógarreiti og á jörðum bænda voru gróðursettar 109 þúsund plöntur. Á sl. ári var hafin bygging á 400 fermetra gróðurhúsi í Kjarna sem nú stendur fullbúið til notk- unar. Heildarkostnaður við það er um 4,7 milljónir króna. Nú er unnið að byggingu skrifstofu- og afgreiðsluhúss í Kjarna. Framleiddar voru rúmar 405 þúsund skógarplöntur í Kjarna á síðasta ári og voru afgreiddar 323.500 plöntur. Plöntusala á árinu var að andvirði 14,6 millj- ónir króna og hafði aukist um 38% í krónum talið frá fyrra ári. óþh Æðarbændur í startholunum Æðarbændur á Skaga eru farn- ir að búa í haginn fyrir æðar- fuglinn en nú þegar er fuglinn farinn að hópast í grennd við vörpin. Útlit er fyrir að verð á æðardún verði heldur lægra en í fyrra en þá fengust rúmlega fjörutíu þúsund krónur fyrir kílóið af hreinsuðum dún. Að sögn Rögnvaldar Steins- sonar bónda á Hrauni á Skaga er baráttan við minkinn eitt helsta vandamálið sem takast þarf á við. „Við höfum drepið fjóra minka hér í kring nýlega. Það er nóg af þessum kvikindum en með því að hreinsa vel í kringum varpið hef- ur okkur tekist að losna við skað| síðustu ár,“ sagði Rögnvaldur Steinsson á Hrauni. Grásleppuveiðar hafa gengið treglega það sem af er. ðvana- lega margir eru við grásleppu- veiðar í vor, sennilega hátt í helmingi fleiri en á sama tíma í fyrra. Nokkuð gott verð er á grásleppuhrognum en meðalveiði hjá grásleppubændum er um þrjátíu tunnur um þessar mundir og er það minna en í meðalári. kg framkvæmdastjóri 1. júlí nk. - Kristján Jónsson verður áfram stjórnarformaður Jón Þór Gunnarsson, iðnaðar- verkfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri K. Jónssonar & Co hf. á Akur- eyri frá og með 1. júlí nk. Frá sama degi lætur núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, Kristján Jónsson, af því starfí, en hann mun þó áfram starfa sem formaður stjórnar fyrirtækisins. Eins og kunnugt er, er K. Jóns- son & Co hf. eitt öflugasta og rótgrónasta fyrirtæki á Akureyri. Það var stofnað árið 1947 af Jóni Kristjánssyni og fleirum og síðar komst fyrirtækið í eigu sona Jóns, Kristjáns núverandi fram- kvæmdastjóra og Mikaels, sem nú er látinn. Núverandi eigendur eru Kristján Jónsson og börn hans ásamt Sæplasti hf. og Sam- herja hf., sem um síðustu áramót keyptu 30% af hlutafé fyrirtækis- ins. Á síðasta ári nam framleiðslu- verðmæti fyrirtækisins 800 millj- ónum króna og varð aukning í rækju- og kavíarvinnslu, en sam- dráttur í síldarvinnslu. Um 70 manns starfa hjá fyrirtækinu. Jón Þór Gunnarsson hefur frá því í janúar 1988 starfað hjá Skinnaiðnaði Sambandsins á Akureyri, þar af hefur hann verið framleiðslustjóri síðan í ágúst 1988. óþh Akureyri: Nýr veitingastaður að opna Á næstunni verður opnaður nýr veitingastaður að Geisla- götu 7 á Akureyri en þar var veitingahúsið Hlóðir áður til liúsa. Húsnæðið er í eigu Hótel Norðurlands og mun nýtt hlutafélag taka það á leigu og hefja rekstur innan skamms. Stofnun þessa hlutafélags er ekki frágengin en að sögn Guð- rúnar Gunnarsdóttur, hótel- stjóra Hótel Norðurlands, munu að því standa einstakling- ar á Akureyri. Hótelið sjálft á ekki aðild að þessunt rekstri en mun kaupa mat fyrir hótelgesti af staðnum enda hann í sama húsi. Guðrún sagði að á næstunni verði kunngert hverjir standi að hinum nýja veitingastað og að hann verði opnaður í mánuðin- um. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.