Dagur


Dagur - 09.05.1991, Qupperneq 3

Dagur - 09.05.1991, Qupperneq 3
Fimmtudagur 9. maí 1991 - DAGUR - 3 Margrét Þórhallsdóttir gjaldkeri kvennadeildar SVFÍ á Akureyri og Svála Halldórsdóttir formaður deildarinnar með veggspjaldið. Mynd: Golli Kvennadeildir SVFÍ: Létu hanna veggspjöld um öryggismál sjómanna Kvennadeildir Slysavarnafé- lags íslands hafa látið hanna og framleiða veggspjöld um öryggismál sjómanna, til notkunar um borð í öllum íslenskum skipum. Vegg- spjaldið ber nafnið „Til áminningar fyrir sjómenn“. Það er í tveimur stærðum og munu slysavarnakonur dreifa því til allra skipa sem skráð eru á íslandi. í ávarpi Láru Helgadóttur, 2. varaforseta SVFÍ, sem flutt var í marsmánuði um borð í Sæbjörg- inni í Reykjavíkurhöfn, sagði m.a. þetta: „Kvennadeildir Slysavarnafélags íslands hafa allt frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna látið sér mjög annt um það starf sem hér er unnið, og reynt að styðja skólann á allan hátt. Þegar hugmynd kom fram um að láta hanna veggspjald sem dreift yrði í öll skip til áminning- ar fyrir sjómenn, fannst okkur það vera í takt við tímann og það sem er að gerast í öryggismálum sjómanna í dag. Þetta spjald er hannað af frú Erlu Sigurðardótt- ur í Kópavogi, en Þórir Gunnars- son og fleiri aðstoðuðu við gerð texta og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Bæði mynd og texti eru unnin út frá orðunum KANNTU- VEISTU-MUNDU, og á að vekja menn til umhugsunar um að vera sífellt vakandi fyrir umhverfi sínu, sem er skipið í þessu tilfelli. Þá vil ég minna á að kvénnadeildir SVFÍ hafa, hver á sínum stað, látið setja upp við hafnir landsins skilti til að minna á tilkynningarskyldu íslenskra skipa. Allt eru þetta liðir í að gera það öryggiskerfi sem byggt hefur verið upp fyrir sjómenn og sæfarendur eins skilvirkt og kost- ur er.“ EHB Austurland: Bergþór ráðinn um- dæmisstjóri Flugleiða Bergþór Erlingsson, sem gegnt hefur stööu afgreiöslustjóra hjá Flugleiðum hf. á Akureyri, hóf nýverið störf sem umdæmisstjóri Flugleiða hf. á Austurlandi með aðsetur á Egilsstöðum. Að sögn Bergþórs hóf hann störf hjá Flugleiðum hf. fyrir rúmum tólf árum og hefur starfað á Akureyrarflugvelli alla tíð þar til nú. „Nýja starfið leggst mjög vel í mig. Verið er að lengja flug- brautina í 2000 metra og í beinu framhaldi af því verki verður brautin lengd í 2400 eða 2700 metra. Þegar þeim áfanga er náð getur flugvöllurinn þjónað sem varaflugvöllur fyrir millilanda- flugið. Um 50.000 farþegar fara um Egilsstaðaflugvöll og til að anna umferðinni er verið að bæta húsakostinn. Fastir starfsmenn eru 6 og nú stendur til að fjölga í starfsliðinu. Auk afgreiðslu Flug- leiða hf. annast starfsmenn afgreiðslu á flugvélum Flugfélags Norðurlands hf. og Flugfélags Austurlands hf.“ sagði Bergþór Erlingsson, umdæmisstjóri. ój Dalvík: Nauðungaruppboð á lausafé þrotabúa Nauðungaruppboð á lausafé þrotabúa tveggja fyrirtækja á Dalvík, fiskeldisfyrirtækisins Öluns hf. á Dalvík og Fóður- stöðvarinnar hf., verður haldið föstudaginn 17. maí á Dalvík. Á nauðungaruppboðinu verð- ur selt að kröfu bústjóra þrotabús Öluns hf. plastbátur með utan- borðsmótor, súrefnismælir, íjósa- vél, kvíar, flotbryggjur, sjódælur o.fl. Að kröfu bústjóra Fóður- stöðvarinnar verður hins vegar boðin upp Scania-bifreið, árgerð 1973. Þá verða að kröfu tollstjór- ans í Ólafsfirði seld minka- og refabúr og net. óþh Staðsetning nýrrar réttargeðdeildar: „Hef viljað kanna það til hlítar að hún verði staðsett á Akureyri“ - segir Sigmundur Sigfússon yfirlæknir Geðdeildar FSA Guðmundur Bjarnason fráfar- andi heilbrigðis- og trygginga- ráðherra skipaði Láru Höllu Maack, lækni, til þess að vera yfirlæknir nýstofnaðar réttar- geðdeildar ráðuneytisins frá og með 1. maí. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir 22 milljóna króna framlagi til þessa verk- efnis. Einnig hefur fengist heimild til kaupa á húsnæði til nota sem heimili fyrir geðsjúka afbrotamenn. Guðmundur Bjarnason hefur lagt áherslu á að kannaðir verði til hlítar möguleikar á rekstri slíkrar deildar í tengslum við Geðdeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, sérstaklega þann þáttinn er varðar vistunarmál. „í skýrslu nefndar sem lagði upp þessar hugmyndir, segir að réttargeðdeildin skuli starfa í tengslum við geðdeild einhverra stóru sjúkrahúsanna, þ.e. Land- spítalans, Borgarspítalans eða FSA,“ sagði Guðmundur Bjarna- son í samtali við Dag. Guðmundur sagði að eins og alltaf sjái menn einhverja agnúa á því að fara með slíka starfsemi út á land. „Þetta er svolítið við- kvæmt mál og menn verða að vera búnir undir átök við íbúa í næsta nágrenni við réttargeð- deildina. Slík mál hafa komið upp víða og nú síðast á Seltjarn- arnesi, í sambandi við einhverfu börnin." Sigmundur Sigfússon yfirlækn- ir á Geðdeild FSA segir að verk- efni nýráðins yfirlæknis réttar- geðdeildarinnar verði skipulagn- ing og þróun deildarinnar og að ákveða stærð og staðsetningu hennar og setja upp fjárhagsáætl- un. „Svona deild þarf að hafa góða samvinnu við almenna geðdeild og því er talað um að tengja hana við eina af þremur geðdeildum í landinu. Ég hef viljað athuga það til hlítar að hafa réttargeðdeild- ina hér fyrir norðan og tel að það myndi styrkja mína deild rnikið," sagði Sigmundur. Hann segir að mörgun þyki það fráleitt, í fyrstu alla vega, að slík stofnun sé staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. „En svona sérhæfða deild á alveg að vera hægt að byggja upp á Akur- eyri. Það tekur kannski lengri tíma að fá sérhæft fólk norður til starfa en það er vel hægt ef vilj- inn er fyrir hendi.“ Sigmundur sagði að andrúms- loftið hefði verið kannað hjá ráðamönnum bæjarins gagnvart staðsetningu slíkrar stofnunar hér á Akureyri og þar hefði ekki borið á neikvæðni. „Það er mjög mikilvægt, ef að þessu yrði, að það verði gert á mjög traustvekj- andi hátt. Þetta er stofnun sem minnir jafnmikið á fangelsi og heilbrigðisstofnun, þ.e.a.s. hún á að vera mannheld," sagði Sig- mundur. -KK Karlakór Akur- eyrar-Geysir: Tónleikum frestað vegna veikinda - ákveðið að halda tón- leikana 19. og 20. maí Veikindi setja strik í reikning- inn meö tónleikahald Karla- kórs Akureyrar-Geysis. Kór- inn ætlaði aö halda tónleika í kvöld, uppstigningardag, og nk. laugardag, en vegna veik- inda hefur þeim verið frestað. Ingvi Rafn Jóhannsson, for- maður kórsins, sagði að karla- kórsmenn hefðu þó síður en svo lagt árar í bát og ákveðið væri að efna til tónleika í íþróttaskemm- unni á Akureyri hvítasunnu- dagana 19. og 20. maí nk. óþh You&Me [4*. Cfih JffJ HERRADEILD

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.