Dagur - 09.05.1991, Síða 7

Dagur - 09.05.1991, Síða 7
Fimmtudagur 9. maí 1991 - DAGUR - 7 Svipmyndir frá æfingu verksins „í teiti hjá prinsessunni á bauninni“. Petý: „Jú, þá hefði alltaf þurft að stoppa á milli.“ - En verður ekki hlé á leikrit- inu? Petý: „Margrét er ekki búin að ákveða það enn.“ Björn H.: „Jú, hún er búin að ákveða það. Hún sagði í dag, að hún vildi bara renna leikritinu öllu í gegn í einu á þessari æfingu.“ - Hvað er leikritið langt? Petý: „Ég veit ekki. Ætli það sé ekki rúmir tveir tímar.“ - Tveir tímar. Það er frekar mikið. Kvíðið þið fyrir? Margraddað: „Nei, já, nei, já...“ Petý: „Ég kvíði fyrir því, ef fólkið í salnum svarar mér ekki, þegar ég er að tala við það.“ - Vildirðu, að það væri nefnt við fólk áður? Petý: „Það vita það nú nokkuð margir. Margar konur hafa verið að vinna við leikritið." - Þær geta þá hjálpað? Petý: „Ég ætla að vona það.“ Einhver: „Þær eru nú búnar að sjá leikritið.“ - Eru margir búnir að sjá leikritið? Björn H.: „Konurnar, sem hafa verið að passa þá, sem bíða eftir að leika, hafa fylgst með. Svo kemur fólk kannski frá Kópaskeri til að sjá leikritið.“ Björn R.: „Og kannski frá Svalbarði, Mývatnssveit, Þórs- höfn, Húsavík og víðar, við von- um það að minnsta kosti.“ - Hvort kvíðið þið meira að leika fyrir fólkið, sem kemur að, eða fólkið, sem býr hérna? Björn H.: „Aðkomufólkið." Ægir: „Hvorugt." - Þú kvíðir ekkert fyrir? Ægir: „Nei.“ - En nú er þetta leikrit ekki bara ævintýri, heldur einnig raunveruleiki samtímans eins og hjá þér, þar sem þú ert að spila í lottó. Þetta er svona nýtísku ævintýri. Ægir: „Já, t.d. kemur kóngs- sonurinn á mótorhjóli inn í salinn.“ Petý: „Höfundurinn er búinn að breyta persónunum svona örlítið. “ - En Þyrnirós sefur í hundrað ár. Björn H.: „Svo höfum við rennihurð í staðinn fyrir þyrni- gerði.“ Petý: „Það er nú vafamál, hvort þetta er rennihurð eða þyrnigerði.“ Björn H.: „Lína langsokkur fór í sund og þar var allur kirkju- kór Raufarhafnar í sundi til þess að ná af sér spikinu.“ Erna: „Megrunarsund, svo kórinn ætti betra með að komast upp á háa C-ið.“ - Hvað viljið þið segja í lokin? Smá þögn. - Þið hlakkið bara mjög mikið til að fara að sýna þetta fyrir fjöldann allan af fólki. Hlakkið þið ekki til? Margraddað: „Jú, jú, jú ógeðs- lega mikið til.“ - Nú syngið þið mikið. Erna: „Ekkert voðalega mikið, en það er fín hljómsveit, Simsons- fjölskyldan.“ Ægir: „Jú, jú, það eru nokkrir söngvar í þessu leikriti." Erna: „Við syngjum: „Ari er lítill“ og „Guttavísur“.“ Björn H.: „Og „Öxar við ána“ og „Afi minn fór á honum Rauð“.“ - Já, og ég sá á æfingunni, að þið farið í leikfimi og syngið upp- hafslag og lokalag, og svo er dansað og líka myndlistarsýning - myndir úr ævintýrum? Allir: „Já, já.“ - Ég þakka ykkur bara fyrir og gangi ykkur vel. Texti: Einar E. Sigurðsson Myndir: G.M.Ó. Aðalfundur Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t. og Líftrygg- ingafélagsins Andvöku verða haldnir í Ármúla 3, Reykjavík, miðvikudaginn 5. júní nk. og hefjast kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Á aðaifundi Líftryggingafélagsins Andvöku verða bornar fram tillögur um breytingar á samþykktum, félagsslit og yfirfærslu á starfsemi félagsins til Líf- tryggingafélags (slands hf. Stjórnir félaganna. L!FTRYGG1NGAFELAGIÐ ANDVAKA SAMVINNU TRYGGINGAR AKUREYRARBÆR Akureyringar! Lóðahreinsun og fegrunarvika Eigendur og umráðamenn lóða á Akureyri eru áminntir um að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði og hafa lokið því fyrir 18. maí nk. Hin árlega fegrunarvika á Akureyri er ákveðin 13.-17. maí nk. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu fjarlægja rusl sem hreinsað hefur verið af íbúðarhúsalóðum og sett er í hrúgur á götukanta framan við lóðir eftirgreinda daga. Mánudag 13. maí: Innbær og suðurbrekka sunnan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Þriðjudag 14. maí: Lundarhverfi og Gerðahverfi. Miðvikudag 15. maí: Miðbær og ytribrekka norðan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Fimmtudag 16. maí: Oddeyri og Holtahverfi. Föstudag 17. maí: Hlíðahverfi og Síðuhverfi. Nánari upplýsingar varðandi hreinsunina verða gefnar á skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins, Kaupangi v. Mýrarveg, sími 24431. Atvinnurekendur eru sérstaklega hvattir til að hreinsa lóðir fyrirtækja sinna sömu daga. Athygli er vakin á því að heilbrigðisnefnd er hei- milt að fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök að undangenginni viðvörun með álímingarmiða. Heilbrigðisfulltrúi. Um íður ásamt NNI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.